Grein níu (Title IX) og Laura Kipnis

Alríkisþingið í landi hinna frjálsu, Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA) samþykkti árið 1972 hina alræmdu grein níu, ítargrein við löggjöf um menntun í ríkinu. Þar er kveðið á um bann við allri mismunun á grundvelli kynferðis í menntastofnunum, sem fjármagnaðar eru að einhverju leyti af ríkisvaldinu. Þetta er eitt dæmi af mörgum um lagabreytingar í hinum vestræna heimi, sem gerðar eru í nafni jafnréttis, en virka í raun sem vogarstöng í áróðri kvenfrelsara um „meira jafnrétti,“ þ.e. óhófleg völd kvenfrelsara í samfélaginu. Það hefur sagan sýnt, svo varla verður um villst. Greinin var reyndar samin með valdeflingu kvenna í íþróttum í huga. (Afleiðingarnar á því sviði hafa verið hörmulegar, en umfjöllun um það býður betri tíma.)

Á grundvelli téðrar lagagreinar hafa til að mynda verið stofnaðir sýndardómsstólar við alla ríkisstyrkta háskóla í BNA. Tilbrigði við slíka sýndardómstóla (einnig nefndir kengúrudómstólar) hafa breiðst út um hinn vestræna heim – líka til Fróns, bæði HR og HÍ. Hér fylgir lærdómsrík saga.

Laura Kipnis (f. 1956) er prófessor í listfræðum við Northwestern háskólann í BNA. Við háskólann starfaði einnig Peter Ludlow (f. 1957), prófessor í heimspeki. Pétur var ákærður fyrir kynferðislega ósvífni af tveim námsmeyjum. Hann var dreginn fyrir sýndardómstól, útskýrði, að ástarsambandið við meyjarnar tvær hefði verið á frjálsum grundvelli. Hann var rekinn úr embætti. Þetta varð Laura Kipnis tilefni til greinar í tímaritið, „Annál æðri menntunar,“ (Chronicle of Higher Education) fyrir fimm árum síðan. Heiti greinarinnar: „Æðri menntun í heljargreipum kynferðislegrar vænisýki“ (Sexual Paranoia Strikes Academe).

Greinin er fremur löng, afskaplega fróðleg og vel skrifuð. Þar lýsir LK m.a. 1)hvernig kvenfrelsararnir berjast einbeittri baráttu á grundvelli umræddrar lagagreinar fyrir eilífri og ábyrgðarfirrtri barnæsku kvenna; 2) hvernig náin sambönd kennara og nemenda hafi tíðast um aldur og leitt til fjölmargra hjónabanda; 3) hvernig smáatriðareglugerðir um samskipti kennara og nemenda færir völd í heldur skriffinna háskólanna.

Skömmu eftir að greinin birtist efndu kvenfrelsarar til kröfugöngu með dýnur og kodda, tákn um „kynbundið ofbeldi,“ þ.e. kynferðislegt ofbeldi karla gegn konum. Skrúðgangan staðnæmdist við skrifstofu rektors og gerði kröfu um „umsvifalausa, opinbera fordæmingu“ greinarinnar.

Laura var dreginn fyrir sama dómstól og starfsbróðirinn, Pétur. Tvisvar! Hún var þó sýknuð af öllum ákærum; t.d. þeirri að letja námsmeyjar til að skýra frá kynferðislegu ofbeldi í þeirra garð. En áður en að því kom, skrifaði Laura þessa grein (og bók síðar) um réttarhöldin. Um það bil eitt hundrað háskóla í BNA sæta rannsókn (2015) vegna meintra brot á grein níu.

Greinin er fróðleg eins og sú fyrri. Laura komst m.a. að því, eftir töluverða eftirgrennslan, að henni væri óheimilt að njóta fulltingis lögfræðings undir yfirheyrslunum. En starfsbróður eða –systur mætti hún bjóða til yfirheyrslunnar. En hlutaðeigandi mætti hvorki gefa frá sér hósta eða stunu. (Stuðningsaðili Laura var svo einnig ákærður.) Ei heldur ætti sakborningur kost á skriflegri ákæru. Engu að síður hafði háskólinn keypt þjónustu lögfræðinga til að annast réttarhöldin.

Meðan á réttarhöldunum stóð hafði fjöldi háskólamanna samband við Laura. Hún segir: „Ég komst að því, að háskólakennarar víðs vegar gera sér far um að forðast efni, sem gæti gert einhverjum gramt í geði. Þekktur félagsfræðingur t.d. skrifaði mér, að hann vogaði sér ekki lengur að kenna um fóstureyðingar.“

Lokaorð Laura hér verða: „Tjónið, sem hlotist hefur af, er skortur á atvinnuöryggi og frelsi til að birta hugmyndir í blóra við hið viðurtekna (against the grain). ... Karlar, jafnvel fastráðnir, eru þeir hópur við háskólana, sem þurfa að gæta tungu sinnar. Engin háskólakarl með réttu ráði myndi áræða að skrifa eins og ég gerði. Karlar hafa árangursríkt verið múlbundnir ...“

https://www.chronicle.com/article/my-title-ix-inquisition/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband