Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, gerði heiðarlega tilraun til að koma talnaviti fyrir kvennahóp þann, sem undir forystu verkefnastýrunnar, Maríönnu Clöru Lúthersdóttur, stóð fyrir mótmælum kvenna á Arnarhóli að áliðnu síðasta ári. Grundvöllur mótmælanna var goðsögnin um almenna launakúgun kvenna. Eins og vænta mátti voru móttökur kvennaskarans óblíðar og báru greinilegan keim af kunnuglegri rökfimi á þeim vettvangi. Víst hallaði á konur í launum, þrátt fyrir, að enginn gildur, vísindalegur fótur sé fyrir svo almennri staðhæfingu.
En það hékk fleira á spýtunni eins og við fyrri uppákomur af þessu tagi - eins og endurspeglast í texta kröfuspjalda: Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur [líklega átt við karla], mátti lesa á áróðursspjöldunum við sams konar mótmæli 2015. Og nú, segir Maríanna verkefnastýra: Þetta snýr allt að vinnustöðum og vinnustaðamálum og við viljum í rauninni bara sýna að þetta falli undir það líka, að konur geti verið óhultar í vinnunni. Við erum að tala fyrir mann¬réttindum og kjörum í víðum skilningi. Í yfirlýsingu hópsins stendur til frekari glöggvunar: Og við krefjumst þess að hlustað sé á þolendur og tekið sé mark á sögum þeirra. Konur sem upplifa ofbeldi, áreitni, niðurlægingu og smánun eru ekki lítill hópur heldur allar konur samfélagsins úr öllum kimum samfélagsins. Talskona druslugöngunnar, Helga Lind Mar, skýrir málið frekar: Kynbundinn launamunur og ofbeldismenning er ekki sitt hvor hluturinn, þetta eru allt mismunandi hliðar á teningnum sem er valdaójafnvægið.
En snúum aftur að launamuninum: Þorsteinn Víglundsson, aðstoðarleiðtogi Viðreisnar og fyrrverandi jafnréttisráðherra, sá einnig ástæðu til að snupra Sigríði. Konur eru um 20% stjórnenda á vinnumarkaði. Ekki vegna þess að þær hafi lakari menntun eða skort á metnaði heldur vegna þess að þær búa við mun lakari framgang í starfi en karlar. Það heitir glerþak og ætti að vera fólki sem lætur jafnréttismálin sig varða ágætlega kunnugt. Þar hitti Þorsteinn mig fyrir á heimavelli. Hugtakið er vissulega gamall góðkunningi.
Glerþakshugtakið er eignað norður-ameríska rithöfundinum og stjórnunarráðgjafanum, Marilyn Loden, sem fyrst notaði það opinberlega fyrir um fjórum áratugum síðan. ( BBC taldi Marilyn í hópi eitt hundrað áhrifamestu kvenna árið 2017.) Á fréttasíðu BBC lét hún í ljósi það álit sitt, að gamlinginn væri enn í fullu fjöri. Marilyn segir m.a.: [K]onum reyndist erfitt að klifra metorðastigann upp fyrir miðjumoð stjórnenda. ... [É]g færði rök fyrir ósýnilegu glerþaki að hindranir á framabrautinni væru menningarlegs eðlis en ekki persónulegs.... Síðar segir hún: Á árinu 1978 var það algengt viðkvæði, að konur hefðu ekki til að bera hæfni og reynslu til að stjórna með árangursríkum hætti. Sú gagnrýni getur ekki lengur réttlætt, hversu hægt þeim miðar upp á tindinn. Staðhæfingar hennar voru þegar um síðustu aldamót undir skoðun í Noregi. Þá bentu fyrstu niðurstöður til þess, að hugtakið væri brothætt. Hæfum konum væri þvert á móti venjulega tekið með kostum og kynjum á stjórnunarframbrautinni. Þær kinokuðu sér hins vegar við að leggja á brattann.
Síðustu tvo áratugina hefur efnið verið þaulrannsakað vestan hafs og austan. Niðurstöðurnar eru býsna samhljóma. Það er ekkert glerþak. Kristin Skogen Lund , forstjóri: Það er trúa mín, að skortur á konum í atvinnulífinu snúist um konuna sem slíka. Margar þeirra hafa ekki áhuga á að standa sig. (Kristín var tvo ár í röð kosin valdamesta (mektigste) kona Noregs af viðskiptatímaritinu, Kapital.) Jens Ulltveit-Moe, fyrrum leiðtogi samtaka atvinnulífsins, (NHO næringslivets hovedorganisasjon) sagði, að hugtakið hefði haft ákveðið gildi fyrir 20 árum. Tom Colbjörnsen, prófessor við viðskiptaháskólann í Björgvin (Bedriftsökonomisk Institutt) hefur rannsakað efnið til þrautar. Hann segir: Konur burðast með [innri] tálmanir, sem gera það að verkum, að þær vanmeta iðulega eigin hæfni og efast um getu til að taka að sér yfirmannsstöðu á tindinum. Anne Grethe Solberg, félagsfræðingur að mennt, starfandi ráðgjafi í eigin fyrirtæki og ráðgjafi ársins í Noregi, hefur einnig rannsakað fyrirbærið: Glerþakskenningin er komin til ára sinna ... Kenningin hefur öðlast goðasagnakenni inntak um dulin og torgreinanleg áhrif kynferðis. Við verðum að skipta um sjóngler við rannsóknir á stjórnum og kynferði. Ég greini allavega ekkert glerþak í minni rannsókn, skrifar hún.
Lögfræðingurinn, Markus Plesner Dalin, hefur brotið rannsóknir um efnið til mergjar. Niðurstaða hans er þessi: Konur eru jafn hraðskreiðar [körlum] á framabrautinni velji þær rétta menntun. Þær virðast jafnvel stíga hraðar í metorðum en karlar með sömu menntun. ... Ef við reiðum okkur á rannsóknir, en ekki eingöngu á álit og frásagnir, er engin ástæða til að ætla, að glerþök séu raunveruleg í Noregi eða öðrum vestrænum ríkjum.
Terina Allen, ráðgjafi, leiðtogaþjálfi og alþjóðlegur fræðari, gerði í Forbes tímaritnu (ágúst 2018) grein fyrir fyrrgreindum innri tálmunum kvenna: 1) Konur gera ekki kröfur; 2) konur vanmeta getu sína og forðast tæknina; 3) konur treysta sér ekki til forystu og kinoka sér við ágreiningi á vinnustaðnum; 4) konur telja sig þurfa meiri sveigjanleika en gerist og gengur og vinna minna en karlar; 5) konur skilja ekki nauðsyn þess að setja ákveðja hluti í fyrirrúm, forgangsraða, vilja gína yfir öllu; 6) konur veigra sér við áhættu og eru hræddari við mistök.
Í júní útgáfu sama blaðs, gerir Homira Kabir, kvenleiðtogaþjálfi og ráðgjafi, niðurstöður rannsókna að umtalsefni. Þar kemur m.a.í ljós kom, að konur séu áhættufælnar og hræddar við óheppilegar afleiðingar, tækju þær áhættu. Greinarhöfundur segir svo viturlega: Það er ógjörningur að hreinsa raunheiminn af áhættu og óöryggi, sérstaklega á flóknum vinnustöðum, sem eru sífelldum breytingum háðir. Það er einnig ógerlegt að inna gagnlegt starf af hendi, án þess að sleppa bjarghringnum, láta slag standa og arka inn á óþekktar slóðir, enda þótt það bjóði heim hættu á mistökum og gagnrýni. ... [Þar bíða] áskoranir í samskiptum, sem eiga rót í ómeðvituðum og dómgreindarbrenglandi væntingum og siðboðum. Slíkar dómgreindarbrenglanir rista djúp í sál bæði karla og kvenna. Þær liggja oft og einatt í þagnargildi í mörgum stofnunum. Þjálfun telur Homira gagnlega, en þó: Velflestar þjálfunarskrár beita hugþjálfun (cogitive approaches) á grundvelli skynsemi og raka. ... Þó að þessi nálgun gagnist sumum, dugar hún ekki til að ná kjarna þess, sem í sannleika heldur aftur af flestum kvenna. ... Þær hræðast vanþóknun þá, sem vond ákvörðun kynni að hafa í för með sér. ... Þá erum við fyrst færar um að glíma af skynsemi við mistök og gagnrýni, þegar okkur lánast að kasta fyrir róða tilfinningaseminni. [Þá getum við] lært og látið okkur vaxa fiskur um hrygg.
Konrektor við háskólann í Osló, Ruth Valtvedt Fjeld, slær þó vissa varnagla við ofangreindun niðurstöðum, og veitir kvenleg ráð: Að mínum dómi er heldur djúpt í árinni tekið, þegar bent er á, að konur skorti vilja til að sinna yfirmannsstöðum. Það eru ljón í vegi margra kvennanna. Það er kostur, að konur séu elskulegar og prúðar, vilji þær vinna sig hratt upp metorðastigann og kunni daður. (Á Íslandi eru karlar rændir æru og starfi fyrir slík orð minnir mig.)
Þegar allt þetta er sagt, hljóta það að vera ánægjuleg tíðindi, að verulegur meirihluti íslenskra kvenna þverneitar því, að karlar hindri þær á frambrautinni. Þetta var niðurstaða könnunar á vegum forsætisráðuneytisins fyrir hálfum öðrum áratugi eða svo. Áfram stelpur!
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt