Staðhæft hefur verið, að karlar væru sem gagnsæ ljón í vegi kvenna á framabraut í atvinnulífinu - og torvelduðu stjórnunarframa þeirra. Glerþak hefur fyrirbærið verið kallað, eignað norður-ameríska rithöfundinum og stjórnunarráðgjafanum, Marilyn Loden, sem fyrst notaði það opinberlega fyrir um fjórum áratugum síðan. Hugtakið hefur verið til vísindalegrar skoðunar í áratugi.
Norsku vísindamennirnir, Sigtona Halrynjo og Selma Therese Lyng, gerðu t.d. grein fyrir rannsókn á tæplega 4000 lögfræðingum, verkfræðingum og hagfræðingum. Titill hennar er: Framaréttur feðra biðskylda móður? Frami, kyn og umönnunarábyrgð í úrvalsstörfum. Greinin birtist í Tidsskrift for samfunnsforskning árið 2010. Höfundar orða niðurstöðu sína svo: Við afhjúpum engan mun á framasókn barnlausra karla og kvenna. Aftur á móti er greinilegur munur mæðra og feðra. ... Hefðbundið kynjafyrirkomulag skýrist af því, að hans framaval er sett skör hærra en hennar. Samt sem áður er fyrirkomulagið henni að skapi, því hún leggur áherslu á og finnst mikilvægt að vera lengur samvistum við börnin.
Gamalreyndir hagfræðingar í Bandaríkum Norður-Ameríku, June E. O´Neill [prófessor í hagfræði við Háskólann í Nýju Jórvík] og Dave M. O´Neill [við sama háskóla], skrifuðu árið 2005 greinina: Hvað segir launamunur okkur um misrétti á vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra hljómar svona: Kynjamunur með tilliti til menntunar og hæfni (cognitive skills) [...] er hverfandi og skýrir launmun [einungis] að litlu leyti. Aftur á móti skýrist hann af þeim ákvörðunum, sem karlar og konur taka [í þessu sambandi] og þeirri atorku og tíma, sem fólk er tilbúið til að nýta í framsókninni. Þetta endurspeglast í starfsreynslu, hlutastörfum og öðrum þáttum tengdum starfi og starfsvettvangi.
Þýski félagsfræðingurinn, Fabian Ochsenfeld, skrifaði fyrir sex árum síðan grein í Kölner Zeitschrift für Soziologie und Sozialpsychologie. Fyrirsögnin er: Glerþak eða gullbúr: strandar stjórnunarframi kvenna af mismunun í fyrirtækjunum eða skyldum við fjölskylduna? Spurningu sinni svarar hann svoleiðis: Launamunur kynjanna skýrist [...] að öllu leyti af tveim utanaðkomandi (ausserbetriebliche) þáttum; annars vegar vali menntunar, sem þeim [konum] er í sjálfsvald sett, og hins vegar, hvað flestum viðkemur, mismunandi afleiðingum þess að stofna til fjölskyldu. Kastljósið beinist að námsvali og stofnun fjölskyldu. Aðrar rannsóknir benda í sömu átt.
Laun kynjanna hafa einnig verið rannsökuð á Íslandi. Lengstum hefur verið komist að þeirri niðurstöðu, að konum væri vangreitt fyrir vinnu sína, þrátt fyrir eftirfarandi jafnréttisákvæði Búalaga frá 1775: [Ef konan] gjörir karlmanns verk með slætti, róðri, eður torf-ristu; þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra starfa, svo og ákvæða seinni laga um jafnrétti kvenna og karla til launa. Flestar þessara kannana hafa verið vísindalega gallaðar. Athygli hefur verið vakin á þessu.
Í viðtali við baðamenn Morgunblaðsins sagði t.d. Einar Steingrímsson, stærðfræðiprófessor, að engin áreiðanleg gögn sýni fram á kynbundinn launamun á Íslandi. Einar segir að munurinn sem haldið er fram að sé til staðar sé það lítill að það væri tölfræðilegt kraftaverk ef það hallaði alltaf á konur. Hann bendir m.a. á, að í nýlegri úttekt velferðarráðuneytisins komi fram, að konur á aldrinum 18 til 27 ára í opinbera geiranum, séu að meðaltali með hærri laun en karlar.
Helgi Tómasson, prófessor í tölfræði, segir m.a.: Aðferðin [við rannsókn á launamuni kynjanna] byggir á því að störf, menntun og starfsreynsla séu eins verðlögð hjá öllum einstaklingum í öllum fyrirtækjum og stofnunum. Laun þessa staðlaða einstaklings eru borin saman við laun karla og kvenna. Munurinn á meðaltölum kynjanna er síðan kallaður kynbundinn launamunur. ... Þar sem niðurstöður eru yfirleitt þær að það halli á konur er ályktað að öll fyrirtæki og stofnanir mismuni konum (jafnmikið) í launum sem nemur þessari prósentu. ... Þetta er kolrangt af mörgum ástæðum. Má þar nefna að mikilvægir þættir sem áhrif hafa á laun eru ekki teknir með í reikninginn, s.s. færni, sjálfstæði, frumkvæði, ábyrgð og álag. Þessa þætti er ekki að finna í þeim launakönnunum sem ályktanir um kynbundinn launamun eru dregnar af en í vísindum hagrannsókna og tölfræði eru ýmsar leiðir til að takast á við slíkt. ... Annar stór galli á þessum könnunum er sá að hópar starfsfólks í mjög mismunandi fyrirtækjum eru lagðir saman. Sá möguleiki er fyrir hendi að ekkert fyrirtæki eða stofnun stundi þá mismunun gagnvart konum sem menn þykjast lesa út úr meðaltalinu um kynbundinn launamun. Hin vondu vísindi í þessu efni leiða óhjákvæmilega til skakkrar niðurstöðu. Helgi segir: Sú skoðun að munur á meðallaunum kynja sé til vitnis um að einhvers konar misrétti kynja er ef til vill ein útbreiddasta tölfræðiblekking 20. aldar. Áróður, sem byggir á áðurgreindri tölfræðiblekkingu, afbökun og oftúlkunum, er varasamur. [S]töðugar vitnanir í hugtakið kynbundinn launamun þar sem gefið er í skyn að gervallt kvenkynið sé fórnarlamb mismununar af völdum karla. Ófullkomin gögn og einfaldir meðaltalsútreikningar leyfa ekki svo hrikalega ályktun. Útilokað er að slík óskynsamleg hegðun og umfangsmikil mismunun geti átt sér stað, þótt einungis sé litið til þess kostnaðar sem af henni hlytist.
Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor, hefur einnig bent á, að þær kannanir á launamun kynjanna hér á landi sem birtar hefðu verið væru tölfræðilega alvarlega gallaðar og niðurstöðurnar því í besta falli afar óáreiðanlegar. Þar að auki segðu þær ekkert um orsakir þess launamunar sem kynni að vera fyrir hendi.
Það virðist ríkja einhvers konar rétttrúnaður í þessum efnum. Þór Rögnvaldsson, sem reyndi í grein í Morgunblaðinu að leiðrétta rangfærslur í sambandi við launakönnun BHM, framkvæmdri árið 2015, lýsti þessu svo: Þessa grein skrifaði ég um mitt sl. sumar en heyktist síðan á að birta hana: ég hræddist ofsafengin viðbrögð vegna þess hvað málefnið er eldfimt. Nú hins vegar er mér svo ofboðið að ég hlýt að láta alla varkárni út í veður og vind hverfa: ég get ekki lengur orða bundist.
Viðbrögð við gagnrýni hefur ekki látið á sér standa. Ólafía Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR, skrifaði t.d. í félagsblað sitt: Ég frá¬bið mér hroka þess¬ara miðaldra karl¬kyns pró¬fess¬ora sem telja sig þess um¬komna að segja mér og öðrum kon¬um að launamun¬ur kynj¬anna sé ekki til. Ég er til í að ræða við þá mál¬in þegar þeir hafa öðlast skiln¬ing á því hvað það þýðir að vera kona í karla-heimi.
Launakönnun, unnin í samvinnu Velferðarráðuneytis og Hagstofu Íslands árið 2015, er vafalítið haldbesta könnun á efninu. Höfundur hennar er Sigríður Snævarr, hagfræðingur. Höfundur varar við víðtækum ályktunum um launamun á grundvelli skýrslunnar, óútskýrður launamunur körlum í vil sé lítill Sigríður segir: Í rannsókninni var jafnframt leitast við að meta hvaða þættir skipta mestu í greiningu milli skýrðs og óskýrðs launamunar. ... Niðurstaða þess er sú að mestu skiptir að karlar og konur starfa í mismunandi atvinnugreinum og gegna mismunandi störfum innan þeirra. Með öðrum orðum kynbundinn vinnumarkaður er meginorsök kynbundins launamunar. ... Almennt er launamunurinn minnstur þar sem opinber umsvif eru hvað mest, í heilbrigðis- og félagsþjónustu, opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og veitum. ... Niðurstaðan er skýr: starfstengdu breyturnar, atvinnugrein og starfsstétt, skýra langmestan hluta launamunarins. Vinnumarkaður er kynbundinn og launamuninn má rekja einkum til þess.
Athygli vekur, að hér er í aðalatriðum um að ræða svonefndar kvennastéttir. Sænsk-íranski fræðimaðurinn, Nima Sanandaji (Cato Institute), hefur rýnt í þessa staðreynd og spyr; gæti einokun hins opinbera stuðlað að tálmunum í frama og launabaráttu kvenna. Hann segir: Opinber einokun heilbrigðisþjónustu, umhyggju barna og aldraðra leiðir til vanþróunar í þessum hluta atvinnulífsins, sem knúinn er áfram af konum. Háir skattar og velferðarhlunnindi hvetja konur til að vinna færri stundir, löng fæðingarorlof hvetja þær til að dvelja heima. Allt þetta hefur áhrif á metorðaklifrið.
Margar rannsóknir, þar með talin sú vandaðasta, unnin á vegum Velferðarráðuneytisins, benda til, að mæður velji frekar hlutastörf og velji fremur að sinna börnum sínum heima, heldur en að berjast til frama á samkeppnisvinnustöðum. Feður og karlar, trúir ævafornu hlutverki sínu, samsinna og láta það eftir konum sínum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, kynni að hitta naglann hnitmiðað á höfuðið, þegar hann kallar þetta gæfumun kynjanna. (Þýðingar eru höfundar.)
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Erlent
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt