Hinseginfræði Judith Butler eru nú námsefni handa börnum í kynjafræði á Vesturlöndum. Í hnotskurn: Kyn verður til fyrir gjörning orðanna, í samtali, og því síkvikt og breytilegt. Hvítir karlar beita skilgreiningarofbeldi til að sannfæra börn um, að þau séu annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Börn ættu að varpa af sér oki slíks ofbeldis og skilgreina kyn sitt sjálf. Fræði Judith endurspeglast þegar í löggjöf um kynrænt sjálfræði. [5]
Næsti, stóri áfanginn í hugmyndafræði kven- og kynfrelsunar markast af útgáfu bókar Donna Haraway, árið 1985; Tölvumennaávarpinu. Vísindum, tækni og jafnaðarkvenfrelsun (A Cyborg Manifesto. Science, Technology, And Socialist Feminism). Donna lýsir viðhorfum sínum sem tæknimannúð (techno humanism).
Cyborg eða tölvumenni skilgreinir Donna sem samruna tölvu- eða stýritækni (cybernetics) og manns (töluvdýr er einnig unnt að skapa). Tölvumenni er sköpunarverk kynfirringartímaskeiðsins (postgender). Í þessu sköpunarverki felst frelsun (liberation), þ.e. i uppbyggingu vitundarinnar, og felur í sér sköpunarmátt og reynslu kvenna síðan á tuttugustu öldinni og viðleitni til frelsunar frá hefðum vestrænna vísinda og stjórnmála, þ.e. hefð karlþrunginnar auðvaldshyggju og kynþáttafordóma.
Tölvumenni endurspeglar nýsköpun, bæði með tilliti til einstaklings og samfélags, samkvæmt skilningi kvenfrelsara (self feminist must code). Tölvumenni leitast ekki við að endurskapa fjölskylduna, játast ástinni eða eðla sig, fjölga sér. Beitt verður samskipta- og líftækni við að endurskapa líkamann.
Það vakir fyrir Donnu eins og Judith reyndar að endurskoða (challange) bæði hefðbundin hugtök eins og kynskilning eða kynskilgreiningu (essentialist/biological) og sjálfsskilning (identity). Aukin heldur lýsir höfundur efnislegum breytingum á félagslegum raunveruleika vorum. Í því felst ávarpið eða nánar tiltekið það að semja kaldhæðnislega goðsögn stjórnmálanna, sem er trú kvenfrelsun, jafnaðarhyggju (socialism) og efnishyggju.
Verkið er rökstuðningur fyrir þeirri ánægju að rugla fólk í ríminu. Það er einnig viðleitni til að leggja af mörkum til jafnaðarkvenfrelsunarfræða (socialist-feminist) um menningu, ójarðbundinnar hugmáttarhugsunar (postmodernist, non-natural) og drauma um kynfrjálsa veröld. Hún bendir á, að hið kvenlega sé ekkert sérstakt, hugtakið, kona, sé margrætt.
Enn sækja kvenfrelsunarfræðimenn innblástur í verk Shulamith og Judith. Fyrir þrem árum síðan (2021) kom út merkilegt ritsafn í ritstjórn Jules Joanne Gleeson og Elle ORourke, Kynskiptabyltingarfræði (Transgender Marxism) á forlaginu, Pluto Books. Höfundar fjalla um reynslu kynskiptaaflifenda (trans survival), raunir þeirra og kúgun í auðlegðarsamfélaginu. Hræðsluáróðri öfgafullra hægri manna gegn kynhugmyndafræði (gender ideology) eru líka gerð skil. Rosa Lee lýsir svo þeirri skoðun sinni, að nú muni kynskiptingar skipa úrvalssveit byltingarmanna, þ.e. í byltingu öreiganna í anda Karl Marx. [6]
Draumur kvenfrelsaranna er einnig draumur Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum). Það er félagsskapur auðkýfinga, stjórnmálamanna og annarra áhugamanna um alheimsyfirráð eina alheimsstjórn. Slík stjórn er reyndar á dagsskrá Sameinuðu þjóðanna líka. Til fróðleiks má geta þess, að það voru sömu auðkýfingar (eða sjóðir þeirra), sem fjármögnuðu kvenfrelsunarhreyfinguna, þegar önnur bylgja hennar brast á, skömmu eftir miðja síðustu öld.
Á u.þ.b. tuttugu ára tímabili skutu rótum bæði kvenfrelsunar- og náttúruverndarhugmyndafræðin, samtímis eflingu gamalla hugmynda um fækkun mannkyns, mannbætur (eugenics), mengun náttúrunnar (þ.m.t. loftslag) og heimsvaldastefnu Vesturlanda, sér í lagi Bandaríkjanna. Fækkun karla er kvenfrelsurum þó hugstæðari en fækkun kvenna. [7]
Rockefeller-ættin (sem stundum er kölluð veraldleg ásjóna Rothschild-ættarinnar eins og bankaveldi John Pierpont Morgan (1837-1913)) kemur víða við sögu, hvort heldur er um að ræða stuðning við kvenfrelsun, stofnun auðkýfingasamtaka eins og Bilderberghópinn og Rómarklúbbinn. Ættin stuðlaði líka að stofnun Sameinuðu þjóðanna (gaf land undir byggingu þeirra m.a.) og Þríhliða ráðsins (Trilateral Commission - Tricom), ráðs auðvaldsstjórnmálaafla í Bandaríkjunum, Vestur-Evrópu og Japan. [8]
Gagnkvæm hugmyndafræðileg frjóvgun átti sér stað á þessum árum. Helstu rit kvenfrelsunarjöfra annarrar bylgju (sem allar segja meira eða minna það sama) komu út á sama skeiði og loftlagshamfarabíblía Rómarklúbbsins (Club of Rome), Takmörk vaxtar (Limits to Growth - 1971). [9]
Þrem árum, eftir útgáfu bókarinnar, lét Klúbburinn eftirfarandi frá sér: Jörðin þjáist af krabbameini. Krabbinn er maðurinn. Heimsbúar horfast í augu við dæmalausar vandræðaflækjur eins og offjölgun mannkyns, fæðuskort, ósjálfbærar auðlindir, umhverfismengun og slæma stjórnun. [10]
Sama má segja um þróun kvenfrelsunarlöggjafar og -alþjóðasáttmála, svo og um loftlagshamfarir og atvinnulíf, sbr. merkilega skýrslu, sem unnin var af George Dvorsky og James Hughes, á vegum Stofnunar um siðfræði og sprotatækni (Institute of Ethics and Emerging Technologies) í umboði kanadísku stjórnarinnar. [11]
Grundvallartónninn endurspeglar kvenfrelsunarfræðin, þ.e. veröldin er á barmi tortímingar af völdum bleikskinna af karlkyni, þ.e. hvítra karlmanna, sem eru of graðir og gráðugir, borða of mikið kjet, kúga konur og móður náttúru, Gaia, og nauðga öllu, sem þeir komast yfir.
Maurice Stong,(1929-2015), sem var eins konar samnefnari Alheimsefnahagsráðsins, Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegs bankaveldis einkum Rockefeller-veldisins, samsinnti kvenfrelsurunum. Á Umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Río 1992, sagði Maurice:
Það má ljóst vera, að lífshættir og neyslumynstur efnaðrar millistéttar um þessar mundir sem nær til verulegrar kjötneyslu, neyslu mikils magns frystra matvæla og tilbúinnar fæðu (convenience foods), brennslu jarðefnaeldsneytis, notkunar tækjabúnaðar, loftkælingar á heimilum og vinnustöðum, ásamt búsetu í úthverfum er ekki sjálfbært. [13]
Árið 1991 var svo lagður grundvöllur að nýjum sameiginlegum trúarbrögðum mannkyns, þegar Rómarklúbburinn gaf út nýju biblíuna; Fyrstu alheimsbyltinguna: Skýrslu ráðs Rómarklúbbsins (The first global revolution: A report by the council of the Club of Rome). Þar skrifar Alexander King (1906-2007), einn stofnenda þessarar virðulegu samkundu:
Í leitinni að sameiginlegum óvini til að skipa okkur saman fæddist sú hugmynd, að mengun, ógnin af ofhitun alheimsins, vatnsskortur, hungursneyð og þess háttar, væri líkleg til árangurs. Hinn raunverulegi óvinur væri mannkynið sjálft. [12]
Indverski kvenfrelsarinn, Vandana Shiva (f, 1952), tekur meira að segja svo djúpt í árinni að kalla nútíma áburð gereyðingarvopn. Loftlagsbreytingar kalla ég efnaskiptasjúkdóm jarðarinnar. Áburður er gereyðingarvopn. Áburðarnotkun er stríði líkust, því áburður rekur rætur til stríðs. [14]
Því þyrfti, segir Vandana, að hverfa aftur til búskaparhátta, sem tíðkuðust fyrir tíma iðnbyltingar, svo sefa megi reiði Gaia. Hamfarahlýnunarpáfarnir eru á sömu skoðun. Hiti á jarðarkringlunni má ekki víkja nema eina og hálfa gráðu frá hitastigi fyrir iðnbyltingu, jafnvel þótt enginn viti, hvert það var.
Kvenfrelsarar hafa fylkt saman öllum þeim, sem harma eiga að hefna gagnvart bleikskinnum, í samskipunarkvenfrelsunarhreyfingu (intersectional feminism). Þar er að finna litskinna og alls konar hinsegin og öðruvísi fólk með tilliti til kynferðis og kynlífs. Gyðingar (Anti Defamation League ADL) er síðasta viðbótin við heraflann. Þessir hópar hafa, að eigin sögn, öðlast heilagan rétt til hefnda á kúgurum sínum - og beita honum óspart.[5]
https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2304052 https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/month/2021/10/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2304102 https://www.jstor.org/stable/pdf/48749190.pdf?refreqid=fastly-default%3A8408e1da178dd8b2301ec2ae2293e2a3&ab_segments=0%2Fbasic_phrase_search%2Fcontrol&origin=&initiator=search-results&acceptTC=1 https://www.plutobooks.com/9780745341668/transgender-marxism/ https://internationalviewpoint.org/spip.php?article7213 [6] https://www.amazon.com/Revolve-Mans-Scientific-Rise-Godhood-ebook/dp/B004JF4M60 https://archive.org/details/anarchy_Cyborg_Manifesto_Harroway/page/n3/mode/2up = https://warwick.ac.uk/fac/arts/english/currentstudents/undergraduate/modules/fictionnownarrativemediaandtheoryinthe21stcentury/manifestly_haraway_----_a_cyborg_manifesto_science_technology_and_socialist-feminism_in_the_....pdf https://www.youtube.com/watch?v=Q9gis7-Jads https://www.youtube.com/watch?v=XiF9SBrzWoU [7] https://www.aier.org/article/overpopulation-an-ancient-myth-refuted/ https://frettin.is/2023/01/18/ondvegisovinur-rikisins-jordan-peterson-og-menningarbyltingin-a-vesturlondum/ https://www.globalresearch.ca/boom-trilateral-commission-declares-2023-year-one-new-global-order/5812598 https://www.technocracy.news/trilateral-commission-the-secret-circle-that-controls-governments/ https://www.trilateral.org/about/members-fellows/ [8] http://www.williamengdahl.com/gr22October2022.php [9] https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2304056 [10] https://web.archive.org/web/20120112140039/http:/www.green-agenda.com/turningpoint.html https://expose-news.com/2024/07/09/the-dark-origins-of-the-great-reset/ [11] https://www.visir.is/g/20201384476d/lagaleg-kugun-karla Wayback Machine (archive.org) https://corbettreport.com/biodigital-convergence-bombshell-document-reveals-the-true-agenda/ https://www.visir.is/g/202024327d/kven-frelsun-og-kven-verndar-log [12] https://quadrant.org.au/opinion/doomed-planet/2015/12/discovering-maurice-strong/ [13] https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2304046 [14] https://spacecommune.substack.com/p/energyempire-part-2-ideological-war
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021