Benjamin Netanyahu hefur viljað telja okkur trú um, að hann sé fulltrúi allra Gyðinga í heimi hér og að allir séu þeir síonistar og Semítar. Því sé gagnrýni á Ísraelsstjórn andgyðingleg og jaðri við helfararafneitun. Þetta fimbulfamb gýs stöðugt upp úr honum, ásamt heitstrengingum um að eyða Hamas. Íbúar Jemen, Vesturbakkans, Líbanons og Írans mega fara sömu leið.
Það ættu allir að hlýða á messu hans á þingi Bandaríkjanna. Það var hryllingssýning. Þingmenn hegðuðu sér eins og smábörn í bíó, risu úr sætum með köllum og klappi, þegar barnamorðinginn seldi upp hverri haturslygaspýjunni á fætur annarri. Hann er átrúnaðargoð vestrænna stjórnvalda, verndari vestrænna gilda í Palestínu eins og Volodymyr Zelensky í Úkraínu. Efasemdarmenn um tilvist samrunaheimsveldis Ísraels og Bandaríkjanna (og Breta) ættu ekki að láta sýninguna fram hjá sér fara.
Jeremy Bernard Corbyn, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, andmælti. Hann var að vonum fjarlægður úr stóli forsætisráðherra. En enn þá þiggur flokkur hans mútur frá velunnurum Ísraels eins og þriðjungur breska þingheimsins og enn þá fleiri á þingi Bandaríkjanna.
Alþjóðaglæpadómstóll (International Criminal Court) Sameinuðu þjóðanna stríðir Brjálaða-Bensa um þessar mundir. Eins og glöggir lesendur hafa áttað sig á, hefur dómstóllinn nú, eftir samráð við lögfræðinga hér um bil 60 ríkja, áréttað samþykktir Sameinuðu þjóðanna um ólög Ísrael; landþjófnað, aðskilnaðarstefnu, stríðsglæpi, þjóðarmorð og hersetu. Samtímis hefur Dómstóllinn áminnt önnur ríki um skyldu þeirra til að koma Palestínumönnum til hjálpar.
Dómurinn hefur misboðið Ísraelsmönnum eins og allir, sem viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna. Þeir sneru t.d. baki við norska ráðherranum, Espen Barth. Norðmenn dirfðust einmitt að viðkenna ríki Palestínumanna. Eftir því sem ég best veit, þiggja norskir þingmenn ekki mútugreiðslur eins og þeir bresku og bandarísku.
Fleiri dómstólar láta að sér kveða. Hæstiréttur Ísraels hefur kveðið upp dóm þess efnis, að nú skuli allir Gyðingar skrá sig í herinn, líka sá hópur Ísraelsgyðinga, sem neitar að drepa í nafni Gyðingdóms.
Það mætti af þessu ráða, að ísraelsk yfirvöld séu að undirbúa frekari hernaðaraðgerðir. Jemenar og Hesbollaliðar gera þeim hverja skráveifuna á fætur annarri. Leyfi hefur nú fengist frá Bandaríkjunum um að herja í Líbanon. Það er ljóst, að báðir geta eins og Íranar og Írakar, sent heitar kveðjur inn í mitt land, ef þeim býður svo við að horfa.
Jemenar hafa valdið miklum usla í Ísrael og fælt burt skip á Rauða hafinu á leið til Ísraels. Hesbolla hefur flæmt Ísraela burt úr landamærahéruðunum við Líbanon. Ísraelum blæðir efnahagslega og samtímis dragast fjárfestingar saman. Ferðamenn halda sig fjarrri og fólk flýr úr landi. Það stefnir í að svo fari með Ísrael sem Úkraínu; bæði ríkin verða á framfæri Vesturlanda. Þó eru líklega reytingstekjur af líffærasölu úr Palestínumönnum.
Óþokkaskapurinn á Gaza heldur áfram af fullum þunga, stutt nýjustu eftirlits- og miðunartækni. Ungbörn eru meira að segja skotmörk leyniskyttna Ísraelshers, að sögn bandarísks læknis. Um daginn staðfesti ísraelski herinn morðið á Muhammand Bhar. Sá var með Downs heilkenni. Herinn sigaði á hann hundum heima hjá sér. Hundarnir tættu handleggi Muhammad. Honum blæddi út. Fjölskyldan kom að rotnandi leifum hans. Muhammad var 24 ára.
Mannfallið á Gaza er að öllum líkindum töluvert meira en tölur Hamas gefa til kynna. Fangar eru enn sem fyrr pyndaðir í ísraelskum fangelsum og drápsflaugar eru sendar í tugatali á skotmörk í Sýrlandi, Jemen og Líbanon. Miðausturlandastríðið er í sjálfu sér hafið. Vopnaframleiðslufyrirtæki um allan heim fitna eins og púkar á fjósbita og ráða sér ekki fyrir fögnuði. Almenningur kaupir í þeim hlutabréf, fjárfestir í drápum, eldi og eimyrju.
Í Miðausturlöndum eiga sér stað athyglisverðar hræringar. Kínverjar hafa vakið athygli fyrir utanríkisstefnu, þar sem sættir og samvinna eru í öndvegi. James David Vance, næsti varaforseti Bandaríkjanna, klappar þeim meira að segja lof í lófa, þótt skringilegt sé. En ætli hann læri?
Kínverjum hefur t.d. tekist að sætta stjórnendur Írans og Sádí Arabíu og skipað saman fjölda frelsishreyfinga í Palestínu. Rússar liggja heldur ekki á liði sínu í þessu efni. Fyrir þeirra atbeina eru nú líkur á því, að Tyrkir og Sýrlendingar semji frið. En sem kunnugt er tóku Tyrkir óbeinan þátt í byltingartilraunum Bandaríkjamanna og Ísraels í Sýrlandi fyrir um áratugi síðan, og beittu fyrir sig Íslamska Ríkinu (ISIS).
Nýlega hélt Bashar Addad, forseti Sýrlands, til fundar við Vonda-Valda í Mosku. Fundurinn fór hljótt og lítið heyrst um niðurstöður. En líklegt má telja, að rædd hafi verið hernaðaraðstoð Rússa í því stríði, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn (Nató) munu væntanlega heyja fyrir botni Miðjarðarhafs í fyrirsjáanlegri framtíð gegn Líbanon og Íran og fleiri ríkjum. Stór-Ísrael er enn á dagskrá sameinaðs heimsveldis Bandaríkjamanna, Breta og Ísraela.
Stuðningur Ísraela og Vesturveldanna við Úkraínu hefur angrað Rússa verulega, svo og hryðjuverk unnin af leiguliðum Vesturveldanna, stundum af þeim sjálfum með eigin vopnum. Stuðningur Rússa við andstöðuríki Ísraels mun verða þeim hvatning til að efla andstöðuna við Ísrael og Vesturveldin í Levantíu og Vestur-Asíu. Því er ekki ólíklegt, að senn muni rigna rússneskum drápsskeytum yfir Ísraelsmenn og herstöðvar Bandaríkjamanna og Breta. Það yrði harmleikur.
Rússar eiga líka í samræðum við ríkisstjórnina í Jemen (þ.e. Ansrullah (Húti) í Sana, ekki leppstjórn Sádi-Araba og Vesturlanda í Aden) um aðild að BRICS, viðskipti og öryggismál. Í raun hefur stríðinu við arabísku nágrannanna ekki linnt fullkomlega, síðan 2015.
Forsætisráðherrann, Abdulaziz Saleh bin Habtoor, lýsir óvinunum sem fjandsamlegu bandalagi 17 ríkja með fullum stuðningu Evrópusambandsins og Bandaríkjanna, samtímis allsherjar þvingunum í lofti, láði og legi. Mannúðaraðstoð Bandaríkjanna var hætt 2020. Hungur og sjúkdómar steðja að þjóðinni.
Jemenar taka samningsbundnum tilmælum Sameinuðu þjóðanna um aðstoð við Palestínumenn alvarlega, þrátt fyrir endurteknar árásir frá Sameinaða heimsveldinu (Ísraelum, Bandaríkjunum og Bretum) með stuðningi Nató.
Þrátt fyrir endurteknar samþykktir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og í Öryggisráðinu, þess efnis, að Ísraelar séu landþjófar, hersetuveldi og þjóðarmorðingjar, sitja þeir við sinn keip líka með fulltingi Nató.
Svokölluð tveggja ríkja lausn er steindauð. Að sjálfsmorði Ísraela loknu mun verða eitt ríki í Palestínu/Ísrael líklega lýðræðisríki. En þá er viðbúið, að flestir Gyðinga hafi flutt á brott. Fjöldi þeirra hefur þegar tekið pokann sinn.
https://www.haaretz.com/israel-news/2024-07-22/ty-article/.premium/idf-left-palestinian-with-down-syndrome-to-die-after-dog-attack-in-gaza-home/00000190-d5e5-dbe5-a7fa-f7ff225b0000 https://www.globalresearch.ca/war-criminal-netanyahu-us-congress/5863708 https://www.globalresearch.ca/humanitarian-crisis-yemen/5863631 https://www.globalpolitics.se/puzzlet-mellan-jemen-och-ryssland/ https://derimot.no/tiljublet-av-norske-statsvitere-usa-repeterer-sine-feil-ustanselig/ https://steigan.no/2024/06/antall-drepte-i-gaza-er-mye-hoyere-enn-det-vi-far-vite/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.msnbc.com/top-stories/latest/gaza-death-toll-lancet-israel-hamas-war-rcna160902 https://decensored.news/haaretz-idf-hannibal-directive-october-7/ https://x.com/ImtiazMadmood/status/1807145540372791392?t=GFr8rAAwGz1_bjMbJb0nVQ&s=07 https://steigan.no/2024/06/israelske-fengsler-bruk-av-utsulting-som-torturmetode/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/hvem-er-elefanten-i-rommet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/israel-bombs-syria-two-days-before?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=146037044&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=o5PONyV1yn4 https://gilbertdoctorow.com/2024/07/04/new-truce-possibilities-in-gaza-a-step-to-peace-or-a-sidestep-to-war-in-lebanon/ https://korybko.substack.com/p/israel-should-think-twice-before?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=146229946&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.kitklarenberg.com/p/british-spies-built-zionist-propaganda?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=146195776&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/pro-israel-tycoon-gives-labour-half-a-million-pounds/ https://steigan.no/2024/07/sliten-israelsk-haer-ikke-klar-for-krig-i-libanon/?utm_source=substack&utm_medium=email https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/blackrock-wall-street-banks-profit-israel-gaza?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=146369202&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=pefEIwoTEnE https://steigan.no/2024/07/kampen-mot-terror-er-domt-til-a-mislykkes/?utm_source=substack&utm_medium=email https://gilbertdoctorow.com/2024/07/26/the-assad-visit-to-moscow-two-days-ago-about-which-you-have-heard-nothing-irans-press-tv/ https://steigan.no/2024/07/washington-gir-netanyahu-full-stotte-til-a-utvide-krigen-mot-libanon/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.972mag.com/lavender-ai-israeli-army-gaza/ https://steigan.no/2024/07/netanyahu-en-krigsforbryter-hyllet-og-applaudert-i-den-amerikanske-kongressen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/the-zionist-movement-in-britain-david?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=146430419&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/07/rapport-bekrefter-at-israel-beordret-hannibal-direktivet-som-svar-7-oktober/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/07/the-lancet-dodstallene-i-gaza-kan-ga-opp-i-hundretusener/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.instagram.com/p/C9MTFFkO82U/?igsh=MW9oYXYwdDF5bW1zZg%3D%3D&fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR2fkigIgp1pDra8ZIMMDDON4nP3bk59K4OgWsz75GBaYES1z71FJU6udVk_aem_w7erOVsK9pUiDYiosGc8QA https://www.globalresearch.ca/western-supported-zionist-genocide-and-the-pathology-of-evil/5861907 https://chrishedges.substack.com/p/the-old-evil?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=146544240&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=0VXye0HXaxI https://steigan.no/2024/07/iran-vil-stotte-hizbollah-med-alle-midler-hvis-israel-angriper-libanon/?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/is-israel-destroying-itself?utm_source=podcast-email&publication_id=716517&post_id=146433462&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_gif&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email hhttps://www.timesofisrael.com/up-to-60000-israeli-businesses-may-close-in-2024-as-war-takes-toll-on-economy/ https://www.globalpolitics.se/fn-domstolen-i-haag-israeliska-bosattningar-ar-olagliga/ https://www.globalpolitics.se/hundraarskriget-mot-palestina-bosattarkolonialism-och-motstand/ ttps://steigan.no/2024/07/israel-nekter-a-snakke-med-espen-barth-eide/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/israel-lobby-funded-half-of-keir-starmers-cabinet/?utm_source=drip&utm_medium=email&utm_campaign=In+Case+You+Missed+It%C2%A0 https://samstodin.is/2024/07/israel-sprengdi-skola-a-gasa-med-bandariskri-sprengju/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR3z58bv5_vYSyYchm_3SJnmRjJGVIP4-a0i_ZxMVXay2plbqc7Lg5uoWvY_aem_yLrNn7CoJ9b748OVSDQo9w https://www.timesofisrael.com/up-to-60000-israeli-businesses-may-close-in-2024-as-war-takes-toll-on-economy/ https://www.globalpolitics.se/fn-domstolen-i-haag-israeliska-bosattningar-ar-olagliga/ https://www.globalpolitics.se/hundraarskriget-mot-palestina-bosattarkolonialism-och-motstand/ https://steigan.no/2024/07/israel-og-utmattingskrigen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/07/amerikansk-kirurg-som-jobbet-frivillig-i-gaza-sier-idf-snikskyttere-skyter-smabarn/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/standing-ovation/5863664 https://caitlinjohnstone.com.au/2024/07/25/netanyahus-speech-was-as-american-as-it-gets/ https://www.globalpolitics.se/vad-fns-hogsta-domstols-utslag-innebar-for-israel/ https://www.newarab.com/news/rights-groups-hail-icj-ruling-israel-occupation-palestine https://www.972mag.com/haredi-protest-army-conscription-ruling/ https://www.bbc.com/news/articles/cz9drj14e0lo https://www.middleeasteye.net/news/gaza-palestinian-down-syndrome-left-die-israeli-soldiers-after-combat-dog-attack
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021