Einu sinni var frjáls vísindaiðkun, markviss leit að prófaðri og haldgóðri þekkingu, aðalsmerki háskólanna. En hún er á hverfanda hveli.
Karlar sneiða hjá námi í háskólum og hverfa hópum saman úr námi í framhaldsskóla. Þróunin er uggvænleg. Nú er svo komið, að konur eru í miklum meirihluta meðal háskólanema. Þær útskrifast fleiri á flestum sviðum, en nær eingöngu í hugvísindum, samfélagsvísindum og heilbrigðisvísindum. Ýmis konar kvenna- og kynfræði eru vinsælar undirgreinar. Um sjötíu af hundraði háskólanema eru konur víðast hvar á Vesturlöndum.
Kvenfrelsarar ráða víða lögum og lofum í æðri menntastofnunum. Ofbeldi meira að segja líflátshótanir - í garð þeirra, sem neita að meðtaka rétttrúnaðarboðskapinn eða komast að óhentugum niðurstöðum fyrir málflutning þeirra, er áberandi. Vísindum og fræðum stafar ógn af kvenfrelsunaryfirgangi, bæði hvað stjórnun háskóla og iðkun varðar.
Sama ógn snýr að sjáfum kjarna vísindalegrar hugsunar, m.a.; almennri og fræðilegri siðvendni; frjálsri og fordómalausri hugsun; umburðarlyndi og hlutlægni; frelsi til gagnrýni; vandvirkni og faglegri skynsemi við val viðfangsefna; faglegri og óhlutdrægri aðferðarýni, hagsmunarýni; skilmerkilegri og gagnrýninni framsetningu (þar með talin hugtakanotkun); faglegri varkárni við alhæfingar.
Ungverski sálfræðiprófessorinn og fyrrum forseti Félags um vísindafrelsi og fræðimennsku (Society for academic freedom and scholarship) í Kanada, John J. Furedy (1940-2016), hefur varað við því gerræði, sem nú ríkir í háskólamenningu Vesturlanda. Hann bendir á að minnsta kosti fimm megindrætti, sem móta gerræðismenninguna eða flauelsalræðið.
1.Ótúlkanleg lögmál. (Hliðstæða gæti verið lögmálið um málfar, sem einungis svokallaðir jafnréttisfulltrúar skilja. Lögmálið er runnið undan rifjum þeirra á grundvelli huglægra þæginda eða fróunar. Það er túlkað að geðþótta í stað þess að setja fram hlutbundin skilmerki um frávik frá því.)
2.Tilvist gervisérfræðinga, sem hafa vald til að blanda sér í námsefni vísindagreina og starf deilda.
3.Skelfingarhrollur við þátttöku í gagnrýnum umræðum um grundvallatatriði.
4.Stöðubundið siðferði. (Hliðstæða gæti verið sú trú, að það sé í lagi að sníða ákveðnum hópi stakk staðalímynda eins og til að mynda hvítum körlum af engilsaxneskum uppruna en ekki körlum af öðrum uppruna, eða þeim, sem ekki eru bleikskinnar eða karlar.)
5.Djöfulvæðing þeirra, sem öðruvísi hugsa.
John áréttar forn háskólaréttindi til vísindaiðkunar án afskipta: Frjálsræði er réttur allra (fræðimanna og nemenda) í stofnunum æðri menntunar til ástundunar vísinda [og fræðimennsku]. Það sama á við um rétt til frammistöðumats (verðleiki) öndvert við mat samkvæmt skoðunum (þægindi). Menntun við kanadíska háskóla er á líðandi stundu öndverður [við vísindafrelsi]. Hún er flauelseinræði, sem svipar til einkenna gerræðisstjórnarfars, nema að því leyti, að refsingar eru mildari.
John ítrekar, að við æðri menntastofnanir ættu fræðimenn að halda í heiðri því viðhorfi, að andstæðar hugmyndir vísindamanna séu snar þáttur í æðri menntun og því skyldi hvetja til þess [að kynna slíkar hugmyndir].
Eftirfarandi aðgreiningar, segir hann, eru skýrar í grundvallaratriðum (enda þótt stundum séu þær erfiðar viðgangs, þegar á hólminn er komið); aðgerðir og viðhorf; skoðanir og frammistaða; vísindafrelsi og vald; samhverf og ósamhverf valdatengsl; málefni og menn.
Og John heldur áfram: Svið eins og þroskasálfræði og skoðun einstaklingsmunar eru sérstaklega, en þó ekki eingöngu, varnarlítil gagnvart þeirri andþekkingarfræðilegu grundvallarreglu, að gildi skoðana skuli mæla á stiku huglægra þæginda, fremur en sannindamerkja og rökfærslu. Harðari greinar eins og lífeðlisleg sálfræði og taugavísindi eru einnig í hættu.
Louise Dixon, Nicola Graham-Kevan, John Archer taka í svipaðan streng og minna á, að [f]ramfarir í félagsvísindum eigi sér stað, þegar kenningar eru prófaðar og þeim breytt á grundvelli nýrra niðurstaðna (evidence). Í félagsvísindum er vísindalegri aðferð beitt á sviðum, þar sem fordómar kynnu að ríkja. Aflvaki félagsvísindamanna er oft og tíðum hugmyndafræðilegt viðhorf til viðfangsefnisins. Það torveldar hugsun út fyrir viðurkennda kenningaafstöðu. Það er sérstaklega áberandi í rannsóknum á ofbeldi í nánum samböndum.
Louise og félagar segja ennfremur: Áhrifamiklir fræðimenn hafa aðhyllst þá meginkreddu, að feðraveldi sé óhjákvæmilega aflvakinn í [parsamböndum]. Þetta hefur alið af sér mergjaða trú (core beliefs), sem varin er gegn rannsóknaniðurstöðum, sem henni mæla gegn.
Þarf að gera gangskör að því að endurreisa vísindamennskuna?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021