Árið 2005 sameinuðust helstu kvenfrelsunarfræðingar æðri menntastofnana á Íslandi, þ.e. Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands, í því sameinaða átaki að skrifa bók um kvenfrelsun og menntun. Um er að ræða ritgerðasafn.
Ritstjórar segja: Bókin Kynjamyndir í skólastarfi er ætluð nemendum og kennurum á ýmsum skólastigum en ætti að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á efninu. Það er von höfunda að bókin verði skólafólki og öðrum sem áhuga hafa á jafnréttismálum til gagns. Vonandi verður hún jafnframt lóð á vogarskálar jafnréttis í íslensku samfélagi.
Hér verður fjallað um ritgerðirnar: Hvers vegna á kynjafræði erindi í kennaramenntun og Konur og kennsla, eftir Þórdísi Þórðardóttur.
Höfundur segir: Meðan lítið sem ekkert er fjallað um kynjafræði í námi kennaranema er lítil von til þess að lögð verði áhersla á jafnréttisfræðslu í skólastarfi en hún gæti stuðlað að fjölbreyttara starfsvali kynjanna og breytt valdamismun þeirra.
Kynjafræðin er einnig mikilvæg í kennaramenntun vegna þess að hún veitir kennurum tækifæri til að beita mismunandi hugtökum um misrétti kynjanna og er þannig öflugt tæki til að efla skilning á því misræmi sem ríkir á milli reynslu stelpna og stráka af skólum. Kynjafræðin er einnig gott tæki til að vinna gegn fordómum og viðteknum viðhorfum um kynhlutverk.
Kynjahlutleysi og kynjablinda eru hugtök sem eru notuð um viðhorf sem hafna því að kynjamisrétti sé til staðar og eru notuð hér í sömu merkingu. Þetta birtist meðal annars í viðhorfum um að jöfn staða kynjanna sé orðin að raunveruleika
Hugtakið dulda námsskráin hefur verið notað af uppeldisfræðingum til þess að útskýra hvernig nám í skólum teygir sig langt út fyrir ritaðar námsskrár.
Í ljósi þess að mikið óformlegt nám fer fram í skólum er mikilvæt að kennarar velti fyrir sér hvaða afleiðingar það hefur að sýna kynjahlutleysi og kynjablindu í skólastarfi. Þar getur kynjafræðin orðið gott verkfæri.
Þórdís leggur að jöfnu fræðslu um kynjafræði eða kvenfrelsunarfræði og jafnrétti. Það er ein af mörgum bábiljum kvenfrelsunarfræðimanna, að konur hafi frá upphafi vega verið undirskipaðar. Þetta er reyndar sú einfeldingslega forsenda gervallra kvenfrelsunarfræðanna. Það er ekki nóg, að konur hafi verið undirokaðar. Þær hafa einnig verið beittar allra handa ofbeldi. Í ljósi þessa skal jafna leikinn, koma á jafnrétti.
Þessa sagn- og samfélagsfræði skal kenna kennaranemum til að miðla til ungviðisins. Opna skal augu þeirra og feykja burtu kynjablindunni.
Kynjablinduhugtakið er nátengt hugtakinu um fölsku vitundina, þ.e. þeir, sem ekki horfa á heiminn sömu augum og úrvalshópur kvenfrelsaranna, búa við falska vitund, eru slegnir kynblindu á báðum og beita konur bæði kynferðislegu og kyngreindarlegu ofbeldi. Þetta er algengt alræðistal.
Beita þarf kynbyltingarfræðunum til að uppræta duldu námsskrána, sem svo er kölluð. Það er vissulega rétt, að kennarar kenna ýmislegt, sem ekki stendur í námsskrám, og oft það, sem ekkert stendur um. Og vissulega er það hyggilegt, að kenna nemendum um þau ægiöfl, sem þá mótar. En kvenfrelsunarfræðin munu rugla þá í ríminu eins og þau gera nú þegar, enda hafa þau fundið sér farveg inn í duldu námsskrána fyrir löngu síðan svo ekki sé minnst á fjölmiðla og almenningsálit. Börn virðast vera farin að tileinka sér rugl kvenfrelsaranna um kyn og kynþroska. Sums staðar er reyndar brugðist við. Nýleg var t.d. bannað að kenna skólanemendum í Nýja Suður-Wales, um kynrófið svokallaða, eitt af skaðlegustu hugarfóstrum kvenfrelsaranna.
Þórdís kennir, að [r]annsóknir kynjafræðinnar [tengist] nú öllum jaðarhópum eða minnihlutahópum sem svo eru skilgreindir vegna þess að þeir hafa skert formlegt vald, hvort heldur það er efnahagslegt, félagslegt eða stjórnmálalegt.
Hér er samskipunarkvenfrelsunarfræðin (intersectional feminism) ljóslifandi komin, þ.e. (svona hér um bil) að konur séu stærsti minnihlutahópur þeirra, sem eru píndir eru, kúgaðir og áreittir af hvítum körlum (einkanlega). Það eiga væntanlega margir glöggir nemendur eftir að klóra sér í höfðinu yfir þessari speki.
Þórdís gerir ráð fyrir, að það komi í hlut kvenna að miðla ofangreindum fræðum: Kennsla veitir konum tækifæri til að sinna tvíþættu hlutverki, sem húsmæður á heimili og launþegar á vinnumarkaði. Einnig þurfa þær að uppfylla samfélagslegar væntingar sem kynverur og allt þetta gerir stöðu þeirra flókna. En vonandi má beita kvenfrelsunarfræðunum til að greiða úr þeim flóka.
Samkvæmt ástralska sálfræðingnum, Valerie Walkerdine, er staða þeirra afar snúin: Kennarastofan er full af konum að borða kotasælu eða greip. Allar eru vel að sér um megrunarfæði, almenna matvælaneyslu og kynþokka. Þetta er umræðuefni sem þær taka þátt í glaðar og reifar vegna þess að tilvera þeirra samanstendur annars vegar af því að vera launþegar og hins vegar af því að vera konur. Þess konar tilvera gerir þær bæði háðar og óháðar, frjálsar og fastar í gildru. (Valerie Walkerdine (f. 1947). Úr: Schoolgirl fiction 1990 (þýðandi: Þórdís Þórðardóttir).)
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021