Árið 2005 sameinuðust helstu kvenfrelsunarfræðingar æðri menntastofnana á Íslandi, þ.e. Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands, í því sameinaða átaki að skrifa bók um kvenfrelsun og menntun. Um er að ræða ritgerðasafn. Ritstýrur þess eru: Arna H. Jónsdóttir, Steinunn Helga Lárusdóttir og Þórdís Þórðardóttir. Bókin er gefin út af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bókarhöfundar eru átta og starfa við Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands.
Ritgerðir eru þessar: Femínismi og kvennahreyfingar; Hvers vegna á kynjafræði erindi í kennaramenntun; Kynbundin sýn á grunnskólakennarastarfið; Konur og kennsla; Þau kunna mannganginn; Kynjamunur á starfsáhuga; Fagþróun leikskólakennara; Er grunnskólinn kvenlæg stofnun; Ég veit alveg fullt af hlutum Hin kynjaða greindarorðræða og birtingarmyndir hennar meðal unglinga í bekkjardeild; Karlar í útrýmingarhættu? Um stöðu kvenna og karla í framhaldsskólum og háskólum; Leiðtogar og lífsgildi.
Bókin Kynjamyndir í skólastarfi er ætluð nemendum og kennurum á ýmsum skólastigum en ætti að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á efninu. Í bókinni sameina tvær kynslóðir kvenna við tvo elstu háskóla landsins krafta sína. Allar hafa þær með einum eða öðrum hætti látið jafnréttismál til sín taka með erindum, fræðastörfum og kennslu. Það er von höfunda að bókin verði skólafólki og öðrum sem áhuga hafa á jafnréttismálum til gagns. Vonandi verður hún jafnframt lóð á vogarskálar jafnréttis í íslensku samfélagi.
Orðskýringar höfunda eru gagnlegar. Þeir eiga lof skilið: Femínismi er oft skilgreindur sem kvenfrelsisstefna sem berst fyrir pólitískum, efnahagslegum og félagslegum jöfnuði kynjanna Til eru margir femínismar og femínismi getur m.a. verið baráttuhreyfing, lífsskoðun, fræðasvið, kenning, þekkingarfræði og pólitík. Í tímans rás hafa baráttumál og áherslur verið misjöfn [misjafnar vildu höfundar líklega sagt hafa]. Saga femínismans er yfirleitt talin hefjast um miðja 19. öld. (Enskt málfar er höfundum fjötur um fót eins og víðar má sjá; stefna getur ekki barist fyrir nokkrum hluti. Hún er baráttutæki, en ekki gerandi. En látum það liggja milli hluta.) Höfundar hefðu má bæta því við, að kvenfrelsun sé þrungin allra handa mótsögnum á nær öllum sviðum. Trúin á undirskipun kvenna, kúgun af karla hálfu og fólsku þeirra, er oft og tíðum það einasta, sem þeir í raun og sannleika geta sameinast um.
Kyngervi er samheiti yfir félagslegt kyn en er yngra í málinu (e. gender). Hugtakið vísar til þess hvernig kynin læra viðeigandi hegðun í gegnum félagslega mótun og menningu. Þetta orðskrípi varð til við þýðingu á kafla úr verki norður-ameríska heimspekingsins og kvenfrelsarans, Judith Pamela Butler (f. 1956), einhverrar skærustu stjörnu kvenfrelsunarfræðimanna, sem lagt hafa átrúnað á þá kennisetningu, að eiginlega sé kyn ekki til frá náttúrunnar hendi, heldur smíðað í samfélagsspjalli. (Því má við bæta, að Judith þessi er annáluð fyrir að skrifa torskiljanlegan texta.)
Ofangreind bábilja er eins og rauður þráður í umsögn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur með frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Gender á ensku er samheiti sex, sem á íslensku merkir kyn eða kynferði og hefur því ekkert sérstaklega með félagslegt kyn að gera. (Alþingi hefur reyndar bætt við einu orðskrípi í viðbót: kynverund.) Kvenfrelsunarfræðimenn hafa notað þennan tilbúna orðgeðklofa, þ.e. kyn og kyngervi (sex og gender) til að rugla fólk í ríminu og kallar sig kynjafræðinga. Næsta orðskýring höfunda er lýsandi í þessu sambandi:
Kynjafræði er fjölbreytt, sjálfstætt fræðasvið þar sem femínísku sjónarhorni er beitt til þess að skoða kynferði og stöðu kynjanna í ólíkum samfélögum og menningarsvæðum. Kynjafræði er arftaki hugtaksins kvennafræði og er merking þess mun víðari. Þetta er eins og að framan er ýjað að, hluti sannleikans. Kvennafræði eða woman studies fékk byr undir báða vængi á níunda áratugi síðustu aldar, samtímis því, að kynfræði (e. sexology, d. sexologi, fr. sexologie, þ. sexologie) var tekin eins konar hernámi af fræðilegri kvenfrelsun eða feminism. Þessi súpa öll eru nú kölluð á Íslandi kynjafræði, gender studies eða feminist studies við háskóla í enskumælandi löndum. Þó virðist vera boðið upp á nám í kynfræði við HÍ. Tveir kennarar eru þar tilgreindir, annar hjúkrunar- og kynheilsufræðingur (eða svo virðist mér vera) og hinn guðfræðingur. (Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er erfitt að henda nákvæmlega reiður á þessu námi.)
Kynfræði er fræðigrein, sem átti upptök sín í mannfræði um miðja nítjándu öldina. Hún varð snemma þverfagleg. Kynfræðingar sækja þekkingu sína í sögu, samfélagsfræði ýmis konar, lífeðlisfræði, líffræði, sálgreiningu og læknisfræði. Undirsvið kynfræði eru t.d. uppeldiskynfræði og sjúkrakynfræði/klínísk kynfræði. Kynfræðin tekur til allra þátta mannlífsins, er kyn snertir. Margir kannast líklega við norður-ameríska dýrafræðinginn, Alfred C. Kinsey (1894-1956), sem lagði grunninn af lífeðlislegri kynfræði, sem nýst hefur vel í klínískri kynfræði.
Kynfræðingar, sem bjóða fólki kynlífsráðgjöf eða kynlífslækningu koma yfirleitt og hefðbundið úr röðum sálfræðinga og lækna. Rannsóknir í greininni hafa yfirleitt verið stundaðar af fyrrnefndum hópum, ásamt erfða-, dýra- og lífeðlisfræðingum.
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021