Sigurður Már Jónsson, skrifar:
Menning sem leyfir að börn séu limlest er ekki jöfn menningu þar sem kvenleikinn og fæðing stúlkubarns er hyllt. Menning sem beitir nýjustu tækni til að kyngreina fóstur í því skyni að gera kleift að eyða fóstrum stúlkubarna er ekki jöfn menningu sem gefur stúlkum öll hugsanleg tækifæri; menning sem innrætir börnum sínum gildi heilags stríðs er ekki jöfn menningu sem leitast við að ala börn sín upp í nýsköpun, þekkingarleit og skilningi á heiminum, hefur hann eftir Ayaan Hirsi Ali, súdönskum kvenfrelsara.
Til upplýsingar má bæta við: Á Vesturlöndum tíðkast að umskera drengi. Forhúðin er notuð í iðnaðarframleiðslu, m.a. í snyrtivörur handa konum. Nefnd tækni er notuð til að eyða karlfóstrum á Vesturlöndum.
Er það svo, að vestræn börn séu alin upp í nýsköpun, þekkingarleit og skilningi á heiminum? Varla drengir! Og tæpast stúlkur! Þær sækja sjaldan í greinar, sem stuðla að nýsköpun.
Bæði (öll) kyn eru alin upp við kvenfrelsunarskilning á veröldinni; þ.e. að konur séu fórnarlömb karla. Því eigi drengir að skammast sín. Margir drengir eru auk þess torlæsir, sitja heima og spila tölvuleiki og horfa á klám.
Ég hef ekki séð heimildir fyrir fullyrðingu Ayaan Hirsi Ali um innrætingu heilags stríðs í öllum ríkjum Múhammeðstrúarmanna. Er þetta t.d. kennt í Marókkó og Sameinuðu arabísku furstadæmunum?? Fræðsla er vel þegin. Hins vegar eru allgóðar heimildir fyrir slíkri óráðsinnrætingu í Ísrael. Alið er kerfisbundið á andúð gegn Múhammeðstrúarmönnum til að æsa til stríðs gegn þeim. Það hafa Vesturlandabúar gert frá því á tímum krossfaranna.
Það er auðvitað merkilegt að talsmenn femínisma skuli vera í fararbroddi þeirra sem gera helst athugasemd við þessa baráttu Hirsi Ali og fleiri gegn feðraveldi íslam, segir Sigurður Már.
Satt er það. En greinarhöfundur beitir sjálfur hugtakinu, feðraveldi. Móðurveldi kemur ekki til tals. Feðraveldið er fundið upp af vestrænum kvenfrelsurum og óspart beitt í boðun kvenfrelsunartrúarbragðanna. Ég rek ekki minni til, að Ayaan hafi tilgreint skynsamlegar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu, að konur í menningu Múhammeðs telji sig kúgaðar. En það telja vissulega kvenfrelsarar á Íslandi.
Slíkar fullyrðingar eru vopn í hernaðarbúri Vesturveldanna, Nató, og hluti af menningar- og hernámi þeirra, t.d. í Afganistan. Íslendingar sendu þangað kvenfrelsunarhershöfðingjann, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Henni tókst að koma upp litlum söfnuði kvenfrelsunarkvenna þar um slóðir.
Niðurlag höfundar er: ofsóknir sem Ayaan Hirsi Ali varð að þola í Hollandi eftir að herskáir íslamistar snérust gegn henni og gerðu hana að skotmarki dauðasveita sinna.
Vandlætingin á vissulega rétt á sér. En dauðasveitir eru ekki sérstakar fyrir menningu Múhammeðstrúarmanna. Úkraínustjórn hefur t.d. í samráði við Nató útbúið slíkan dauðalista, Nató á sínar dauðasveitir, Gladio, og Ísraels- og Bandaríkjamenn einnig.
Umræðan er þörf, fordæming menningar mörg hundruð milljóna manna á grundvelli vestrænnar vandlætingar með kvenfrelsunarformerkjum er þó varla leiðin til aukins skilnings á veröldinni og friðvænlegri sambúðar.
Það er út í hött að draga ályktanir um heila menningu á grundvelli áróðurs og tilfæringar einstakra dæma sérstaklega þegar um er að ræða bágstatt og geðtruflað fólk.
Það er hins vegar hárrétt, að vestræn menning sé að tortíma sjálfri sér, m.a. í vímuefnaneyslu. Hana banna Múhammeðstrúarmenn og upprættu því bæði verslun Leyniþjónustu Bandaríkjamanna og hers þeirra með fíkniefni í Afganistan. Stríð Nató hafa skapað her flóttamanna Múhammeðstrúarmanna. Það stuðar að menningarágreiningi.
Mikilvæg orsök er einnig upplausn menningar- og samfélagsstofnanna hennar sem og innri átök. Stríð kvenfrelsaranna gegn körlum á þar verulegan hlut að máli. Kvenfrelsarar þjóna niðurbrotsöflunum, alheimsauðvaldinu og stofnunum þess. Þar eru þeir á fóðrum. Kjarni máls er ekki trúarbrögð.
Kvenfrelsunargrýlurnar takast á. Þær hafa líka tekist á um, hvort karlar séu illir í eðli sínu eða hvort drengir læri kúgun kvenna af feðrum sínum. Þeir hafa líka tekist á um móðurhlutverkið, hvort í því felist kúgun kvenna ellegar yfirburðir í samanburði við karla.
Lengra hafa kvenfrelsarar ekki náð á vitsmunalegum grundvelli. Þeir kljást á sjálfgefnum umræðuvettvangi, verða frjálsari og frjálsari og leggja kollhúfur, þegar önnur sjónarmið eru kynnt, eða útskúfa fólki. Það kalla þeir líka frelsi.
Minnumst orða bandaríska málfræðingsins, Noam Chomsky:
Til að stuðla að hlýðni og dauðýflishætti [þegnanna] er affararsælast að afmarka nákvæmlega tækan umræðuvettvang, en leyfa og örva gagnrýna andófsumræðu innan marka hans. Þá trúir fólk því, að frjáls hugsun eigi sér stað, en samtímis festast í sessi forsendur kerfisins vegna skorðanna, sem umræðunni eru reistar.
https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/sigurdurmar/2304310/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR2vq4P62TDw5HNYn5PSAaSdpR8ls161gv8b7ZieDLt23DJ19aX-btM1atA_aem_sAgNyNManjtpVgW1qRAHKA
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021