Árið 2016 naut Donald hylli þeirra, sem þreyttir eru orðnir á yfirgangi kerfisins eða djúpríkisins. Þetta er gömul atkvæðaveiðabrella Franklin D. Roosevelt. Hann þóttist ætla að berjast gegn spillingu bankaveldisins í þágu almennings, en sendi í staðinn syni alþýðunnar á vígvelli Evrópu. En það ber ekki á öðru, en að Donald leiti á sömu, fengsælu mið.
Í því ljósi ber að líta á val varaforsetaefnis, James David Vance (James Donald Bowman - f. 1984). Sá er vasaútgáfa af foringjanum. Hann er hreykinn af uppruna sínum og uppvexti, sveitastrákur af keltneskum landnemum kominn og meira að segja úr fátækt. Hann lýsir t.d. í bók sinni, Sorgaróði afdalanna (Hillbilly Elegy), hvernig amma hans kveikti í afanum sofandi, því henni þótti karl of drykkfelldur.
Sjóndeildarhringur James D. er þó stærri. Hann setur ástandið í heimahögunum í sambandi við þróunina í Bandaríkjunum almennt; útvistun iðnaðar, upplausn í samfélaginu vegna ofbeldis og fátæktar, sem m.a. hefur leitt til ofdrykkju og áfalla, upplausnar fjölskyldna og svo framvegis.
Þó ótrúlegt megi virðast gagnrýnir James D. utanríkisstefnu Jóseps á trúarlegum grunni, talar m.a. um eyðileggingu kristinna samfélaga við innrás Bandaríkjamanna í Írak og nú í Úkraínustríðinu. En það kemur hins vegar eins og skrattinn úr sauðarleggnum, að James skuli hrósa Kínverjum, sem Nató hefur gert að aðalfjandmanni Vesturlanda, samkvæmt samþykkt afmælisfundarins nýverið.
En James David (Donald) hefur fleira til brunns að bera. Eins og títt er um bandaríska (og breska) þingmenn á hann sér efnaðan bakhjarl, Peter Thiel, sem er einn eiganda Palantir, framleiðenda netnjósnabúnaðar. Leyniþjónusta Bandaríkjanna er bæði hluthafi og viðskiptavinur, ásamt fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum, Ísrael og víðar. Búnaði þess er m.a. beitt í stríðunum í Ísrael og Úkraínu. Forstjórinn, Alex Karp, tók þannig til orða, að tækni fyrirtækisins væri endrum og sinnuð notuð til að drepa fólk.
Peter, stjórnarmaður í Bilderberg auðjöfrafélaginu, hjálpaði líka fóstursyninum til að koma fjármálafyrirtæki á koppinn og kynnti hann fyrir Donald. James David hefur líka eins og svo margir aðrir þegið fé frá hollvinum Ísraelsríkis. Það orkar varla tvímælis, að Donald vilji auka hróður Bandaríkjanna. Vígorðin eru Bandaríkin á oddinn (America first) og Gerum Bandaríkin stór á nýjan leik (Make America Great Again MAGA). MAGA er reyndar orðin að eins konar kosningahreyfingu innan Lýðveldisflokksins (Repúbikana), sem hugsanlega nýtur stuðnings upp undir helmings flokksmanna.
Eins og áður leikur Donald á strengi útlendingaþreytu innan lands, innflutnings fólks frá latnesku Ameríku og löndum Múhammeðstrúarmanna. Hann bannaði á tímabili meira að segja heimsóknir þegna frá þessum löndum. (En Grænland vildi hann þó kaupa.)
Eins og áður er ýjað að er full ástæða til að ætla, að Donald haldi áfram þeirri stefnu Jósefs og Lýðræðisflokksins (Demókrata) að efla og auka viðveru bandaríska heraflans í Suðaustur-Asíu í kjölfar friðarsamninga við Úkraínu og eflingu hervarna Evrópubúa sjálfra. Kyrrahafið vilja Bandaríkjamenn gera að heimatjörn.
Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stríðsdrottningin sjálf, Hillary Diane Rodham Clinton, lét hafa eftir sér um eign Bandaríkjanna, Kyrrahafið:
Við frelsuðum það, við vörðum það. [ ] Og [í raun] mætti endurskíra það, Bandaríska hafið (American Sea), sem næði frá vesturströnd Kaliforníu og alla leið til Filippseyja [fyrrum nýlendu Spánar og Bandaríkjanna]. Við ætlum okkur að umkringja Kína með eldflaugavörnum og staðsetja meira af flota okkar á svæðinu [Suður-Kína hafi].
Donald hefur með réttu verið hrósað fyrir að hefja ekki stríðsrekstur á erlendri grundu. En aftur á móti hefur hann heldur ekki lokið eða dregið úr stríðum þjóðar sinnar í veröldinni. Hersetan í Sýrlandi og Írak er eitt dæmi. Hvorki Donald né James David eru friðardúfur, þótt þeir tali utan af því að stofna til friðarsamninga í Úkraínu sem vitaskuld er jákvætt.
Í ljósi umróts, upplausnar og vansældar almennings með stjórnvöld, spyrja nokkrir stjórnmálaskýrendur þeirrar spurningar, hvort koma muni til forsetakosninga í ár. Um fimmtungur þjóðarinnar virðist líta svo á, að við slíkar aðstæður sé réttlætanlegt að grípa til vopna.
Byltingaráætlanir eru kunnar í sögu Bandaríkjanna, eftir að borgarastríðinu lauk. Líf og starf hins margverðlaunaða hershöfðinga í Bandaríkjaher, Smedley Darlington Butler (1881-1940), er afar áhugaverð í þessu sambandi. Þá tókust líka á auðkýfingatröllin í Bandaríkjunum.
Önnur meginfylkinganna kom að máli við Smedley 1933, þ.e. hópurinn í kringum veldi Éleuthére Irénée du Pont de Nemours (1771-1834) og John Pierpoint Morgan (1837-1913), og reyndi að fá hann til að leiða Bandarísku herdeild (American Legion) þeirra í uppreisn gegn yfirvöldum (The Business Plot, Wall Street Putsch, White House Putsch) og steypa Frank D. Roosevelt af stóli.
Samsærismennirnir komu úr hópi Bandaríska frelsisbandalagsins (American Liberty League). Flestir þeirra voru einnig úr hópi stofnanda Utanríkismálaráðsins (Council on Foreign Relations), sem enn mótar utanríkisstefnu Bandaríkjanna, að verulegu leyti. Bandalagið hafði tengsl, bæði við Adolf Hitler (1889-1945) og Benito Mussolini (1883-1945). Enginn þeirra var dreginn fyrir dóm.
Talið er, að opinberar framkvæmdir forsetans (New Deal) og afnám gullfótarins 1933 hafi valdið mestu um. Síðar ullu glingrur hans við Rússa titringi og vanþóknun, þrátt fyrir að Frank D. hefði fest hergagnaiðnaðinn í sessi með þátttöku í annarri heimstyrjöldinni og gert gull almúgans upptækt.
Smedley afþakkaði heiðurinn um að gerast fasískur einræðiherra auðjöfranna. Í bók sinni, Stríð eru fjárglæfrar (War is a Racket), segir Smedley m.a.:
Ég hef varið 34 árum ævi minnar í herþjónustu og lungann úr þeim árum hef ég þjónað sem háttsett vöðvatröll (muscle man) fyrir viðskiptajöfrana. Ég lagði gjörva hönd á plóg, þegar plægður var jarðvegur Haiti og Kúbu, svo bankastrákarnir í National City Bank [Rockefeller banki] gætu uppskorið.
Smedley sótti heim Þingnefnd um andbandarísk málefni og sagði henni alla sólarsöguna. Gyðingamiðillinn, New York Times, sagði frásögnina, Tröllaukna samsæriskenningu.
Viðbrögð Franklin D. voru m.a. þessi: við höfum skapað nýjar stofnanir almannavaldsins. Þessi völd eru af hinu góða í höndum ríkisstjórnar fólksins. En ræni stjórnmáladúkkur auðjöfrayfirstéttarinnar þessum völdum verða lýðréttindi þess færð í fjötra. Séu völdin færð auðjöfrunum í hendur munu þeir taka sömu stefnu og allar yfirstéttir fortíðar beita völdunum í eigin þágu og hneppa almenning í þrældóm.
(Grant Hamilton Stone hefur skrifaði um þetta bók 2021: The Business Plot: Smedley D. Butler, Anti-Democratic Dissidence, and the Recession of the American Right 1932-1936.)
Nú eru það aðrir bankastrákar og athafnamenn, sem takast á. Í grófum dráttum eru það gömlu auðkýfingastéttirnar, sem glíma við þær nýju, tækniauðkýfingana í Silicon Valley. Þar er PayPal-gengið áhrifamikið, ekki síst Mark Zuckerberg og Elon Musk, sem eys fé í kosningasjóði Donald.
Bæði Elon og Peter Thiel eru ungir leiðtogar Alheimsefnahagsráðsins og virkir við mótun markmiða þess um fjórðu iðnbyltinguna, endurreisnina miklu og alheimsstjórn undir vökulu tækniauga. Keppikefli fylkinganna er það sama; yfirráð yfir djúpríkinu, skattheimtu og hernum. Það má ljóst vera, að Alheimsefnahagsráðið hafi nú náð hreðjataki á Donald.
Hugsanlega má þó greina vonarglætu í viðsjárverðri veröld. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands og æðsti talsmaður ráðherraráðs Evrópusambandsins (Council of the European Union Consilium) út þetta ár (2014), virðist ættaður úr sauðahúsi en hinir leiðtogar í Evrópu. Viktor vil tala og semja í stað þess að skjóta og drepa. Nefndum leiðtogum til sárrar gremju heilsaði hann upp á Volodymyr Zelensky, Vladimir Putin, Xi Jinping, og nú síðast Donald Trump. Vonandi plægir hann frjósaman jarðveg fyrir samninga, svo forðast megi ragnarök. Viktor hefur fengið bágt fyrir.
Viktor sagði: Kínverjar eiga friðaráætlun í pússi sínu. Bandaríkin semja stríðsáætlanir. Og Evrópa afritar einfaldlega áætlanir Bandaríkjanna í stað eigin nálgunar.
Vegna óvinsælda og vanþóknunar gæti því miður svo farið, að Viktor muni deila örlögum með japanska stjórnmálamanninum, Shinzo Abe (1954-2022) og fleirum. Shinzo var andsnúinn Alheimsefnahagsráðinu og áætlunum þess um alheimsyfirráð, en trúlega myrtur af trúarlegum hefndarhvötum.
Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, hefur eins og fyrrgreindur, aflað sér óvinsælda. Hann vann sér til óhelgi að tala fyrir friði í Úkraínu og rannsókn á bólusetningaglæpum lyfjaiðnaðarins, stjórnvalda og alþjóðastofnanna. Hann hlaut makaleg málagjöld fyrir hættulegar samsæriskenningar., sögðu fjölmiðlar í þjónustu þeirra.
Lyfja- og stríðsauðvaldið fer hamförum gegn þeim, sem andæfa gjörningi þeirra og fyrirætlunum. Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og auðjöframiðlarnir, hafa lýst stríð á hendur þeim, sem dreifa falsupplýsingum og skapa upplýsingaóreiðu. Robert er sem sé einn þeirra.
Grunur vaknaði t.d. um maðk í mysunni við andlát afrísku leiðtoganna; forseta Burundi, Pierre Nkurunziza (1964-2020), forsætisráðherra Fílabeinsstrandarinnar, Hamed Bakayoko (1965-2021), forsætisráðherra Eswatini, Ambrose Mandvulo Dlamini (1868-2020) og forseta Tansaníu, John Pombe Magufuli (1959-2021).
Leiðtogarnir þráuðust, að sögn, við að meðtaka boðskapinn um bólusetningar og aðrar varnaraðgerðir gegn covid-19. Einn þeirra, forseti Tansaníu, lét meira að segja gera PCR prófun á kálhausum og geitum. Kálið og geiturnar þjáðust, samkvæmt niðurstöðum prófsins, af covid-19.
Bandaríski blaðamaðurinn, Chris Hedges, segir um stöðuna í Bandaríkjunum: Einasta von okkar er að umbylta sameignarríkinu [corporate state samtvinnun valds stjórnmálamanna og atvinnuveganna í ríkisvaldinu], sem seldi upp Trump. Lýðræðislegar stofnanir okkar, þar með talin löggjafarsamkunda, dómstólar og fjölmiðlar, eru gíslar sameignarríkisins. Þær eru ekki lengur lýðræðislegar [í raun].
Kanadíski sagnfræðingurinn, Cynthia Chung, segir í þessu sambandi: Hvenær mun það renna upp fyrir Bandaríkjamönnum, að þeim stafi ekki mestri ógn að utan heldur innan eigin víggirðingar. Þar hafa hinir ógnvænlegu grafið um sig síðustu 116 árin.
Þýski blaðmaðurinn, Patrik Baab kynnir til sögu svipaðar hugleiðingar og Chris og Cynthia. Hann gagnrýnir stríðsæsingamennina í Evrópu fyrir fátæklega hugsun og nefnir utanríkismálaráðherra Þýskalands, Annalena Baerbook, og fyrrum forsætisráðherra Eistlands, Kaja Kallas, sem dæmi. Patrick segir á þessa leið:
Þegar þýskir stjórnmálamenn í æðstu stöðum sýna málþroska á við börn, er skiljanlegt, að þeir telji hvern þann, sem er fær um að segja þrjár villulausar setningar á þýsku, hallan undir Vladimir Putin. Þannig er ógöngum stjórnmálaumræðunnar vel lýst, segir Patrik.
Þessi lýsing gæti sem hægast átt við um marga íslenska stjórnmála-, Alþingis- og fjölmiðlamenn, bæði hvað varðar málfar og stjórnvisku.
Bandaríski málfræðingurinn, Noam Chomsky, sagði í anda Peter Baab: Til að stuðla að hlýðni og dauðýflishætti [þegnanna] er affararsælast að afmarka nákvæmlega tækan umræðuvettvang, en leyfa og örva gagnrýna andófsumræðu innan marka hans. Þá trúir fólk því, að frjáls hugsun eigi sér stað, en samtímis festast í sessi forsendur kerfisins vegna skorðanna, sem umræðunni eru reistar.
Vitfirringarnir teyma blindingjana fram á vígvöllinn, sagði breska skáldið, William Shakespeare (1564-1616). Það er hverju orði sannara.
Eftirmáli: Josep hefur nú dregið sig í hlé sem forsetaframbjóðandi. Varaforsetinn, Kamala Harris, tekur nú (að öllum líkindum) við keflinu eins og væntanlega var ákveðið í hrossakaupunum við síðustu kosningar. Kamala er sárabót fyrir sneypu stríðsdrottningarinnar og erkikvenfrelsarans, Hillary Rodham Clinton (Lady Macbeth). Varla verður breytt um búktalara.
Samsæriskenningin um elliglöp Jósefs varð býsna skammlíf. Hún er nú hverju orði sannari. Já, það er fjör, sagði Eiríkur Fjalar. Almenningur er fíflaður með alls konar fimbulfambi.
En það er þó of snemmt að útloka aðra frambjóðendafléttu; kynskiptinginn, Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, eða stríðsdrottninguna sjálfa. Eymdarhyggja (woke), kven- og kynfrelsun, er rykið, sem þyrlað hefur verið í auga almennings til að draga dul á heimsveldisstefnuna. Fáni kvenfrelsunarfóstureyðinga hefur þegar verið dreginn að húni.
Stuðningsmenn skipta um hest í vaðinu miðju. PayPal-gengið úr Silicon Valley, sem hefur auðgast með dyggri hjálp leyniþjónustunnar, CIA, hefur nú gegnið í raðir Donald Trump. Haukarnir í því gengi eru handgengnir Alheimsefnahagsráðinu. Því má varlega álykta sem svo, að nýi auðkýfingaherinn sæki í sig veðrið til að vinna að sameiginlegum markmiðum Ráðsins og Sameinuðu þjóðanna. Soros feðgar sitja við sinn Kamala-keip.
En grundvallarstefnan verður sú sama, hvort heldur vinnur, Donald eða Kamala. Kosningabaráttan er eins og hvert annað öldugjálfur. Það snertir varla djúpsævið. Það vekur óneitanlega athygli, að Jósef sitji áfram, enda þótt hann sé metinn óhæfur sem frambjóðandi. Það er margt skrítið í kýrhausnum og heimskan ríður sjaldan við einteyming.
Bæði Donald og Kamala virða samþykktir Sameinuðu þjóðanna. Þær lúskra á okkur stöðugt, skapa skelfingu, plægja jarðveginn fyrir alræðisstjórn á heimsvísu. Framtíðarráðstefnan, haldin fyrir skemmstu, ályktar:
Við glímum við sífellt fleiri tivistarógnir og hamfarahættur. Ef við tökum ekki nýja stefnu sem skjótast, er hætta á því, að við hrötum inn í framatíð þrálátrar kreppu og eyðileggingar, sem ekki verður ráðin bót á.
https://archive.org/details/TheMoneyMasters1996 https://realnewsandhistory.com/anyt-07-22-24/ https://steigan.no/2024/07/oligarkenes-kupp-i-usa-de-dumpet-biden/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/kamalas-coronation-as-the-de-facto?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=146869982&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/my-thoughts-on-biden-dropping-out?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=146891414&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://caitlinjohnstone.com.au/2024/07/22/genocide-monster-drops-out-endorses-fellow-genocide-monster/ https://drjacobnordangard.substack.com/p/is-donald-trump-the-elites-wreck?utm_source=post-email-title&publication_id=1015075&post_id=146661783&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://covertactionmagazine.com/2023/11/26/contrary-to-dominant-folklore-evidence-indicates-that-like-oswald-john-wilkes-booth-was-part-of-wider-conspiracy/#post-62683-footnote-ref-2 https://www.youtube.com/watch?v=0MwusRGpRvg https://www.indianpunchline.com/this-isnt-the-time-to-engage-sullivan-in-a-conversation/ https://www.aljazeera.com/news/2020/5/3/tanzania-president-questions-coronavirus-kits-after-animal-test?traffic_source=KeepReading https://corbettreport.substack.com/p/a-brief-history-of-political-assassinations?utm_source=post-email-title&publication_id=725827&post_id=146843268&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=hTdx6vEUtIA https://allthatsinteresting.com/the-business-plot https://gilbertdoctorow.com/2024/07/19/is-trump-jd-vance-going-to-transform-the-us-foreign-policy-interview-with-nima-alkhorshid-on-dialogue-works/ https://www.youtube.com/watch?v=zMqcGrgHKZg https://expose-news.com/2024/07/21/trump-and-the-crowd-shot-by-multiple-shooters/ https://unlimitedhangout.com/2024/07/investigative-reports/the-man-behind-trumps-vp-pick-its-worse-than-you-think/?ref=unlimited-hangout https://unlimitedhangout.com/2024/07/press/redacted-14/?ref=unlimited-hangout https://cynthiachung.substack.com/p/the-origins-of-americas-secret-police-c7d?utm_source=cross-post&publication_id=309240&post_id=119756256&utm_campaign=260045&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://covertactionmagazine.com/2024/07/16/sugar-daddy-of-trumps-vp-pick-has-deep-ties-to-cia/ https://www.youtube.com/watch?v=4pdFI3iUlIY https://corbettreport.com/how-palantir-conquered-the-world/ https://corbettreport.substack.com/p/are-you-not-entertained-new-world?utm_source=podcast-email&publication_id=725827&post_id=146741097&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/trump-threat-deep-state-war?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=146656721&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/trumps-val-av-vicepresident-ar-en-uttalad-kritiker-av-usas-bistand-till-ukraina/ https://bmanalysis.substack.com/p/brilliant-sniper-interview?utm_source=post-email-title&publication_id=1105422&post_id=146626864&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://stopworldcontrol.com/trumpvaccines/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR3oQv-UdlCn5tyiOXxb_p1shOnqXnagzTz24BlV0-ZJ_YJa-4AK7Qq8O-Y_aem__ZS5qDUDtI5dadQ387sjEQ https://rumble.com/v5736cy-leaked-secret-service-video-proves-trump-assassination-attempt-was-inside-j.html https://tuzarapost.substack.com/p/deleted-world-economic-forum-memo = https://rumble.com/v4w7mjw-deleted-wef-memo-reveals-trump-is-on-hit-list-of-leaders-to-be-assassinated.html https://www.nbcnews.com/news/tucker-carlson-says-us-speeding-assassination-trump-stoking-conspiraci-rcna102976 https://www.realnewsandhistory.com/anyt-07-15-24/ https://www.britannica.com/topic/MAGA-movement https://www.globalresearch.ca/russiagate-2-0-donald-trump-has-opted-for-real-peace-negotiations-with-a-foreign-adversary/5862691 https://www.townandcountrymag.com/society/politics/a61622921/secret-service-history-explained/ https://www.youtube.com/watch?v=8474PcH-eXY https://x.com/RandomTheGuy_/status/1812826935635890635 https://www.secretservice.gov/sites/default/files/reports/2023-06/secret-service-fy23-27-strategic-plan-final.pdf https://www.kpbs.org/news/2015/09/10/marine-corps-study-finds-all-male-combat-units https://matthewehret.substack.com/p/breaking-history-ep-54-the-uncomfortable?utm_source=post-email-title&publication_id=260045&post_id=146754216&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://rumble.com/v57ep6c-breaking-history-ep-54-the-uncomfortable-truth-behind-presidential-assassin.html https://www.youtube.com/watch?v=cpp4-HXuJU4 https://www.youtube.com/watch?v=lYrwhCSzV60 https://www.politico.com/news/2024/07/16/iran-plot-assassinate-trump-00168830 https://www.politico.com/news/2024/07/16/iran-plot-assassinate-trump-00168830 https://beeley.substack.com/p/trump-elevated-to-the-chosen-status?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=146740962&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://simplicius76.substack.com/p/ruling-class-finally-awakens-to-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1351274&post_id=145853907&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://corbettreport.substack.com/p/theyre-finally-revealing-the-deep?utm_source=post-email-title&publication_id=725827&post_id=146592752&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/trump-barely-escapes-assassination-attempt/5862601 https://www.caitlinjohnst.one/p/the-us-came-close-to-having-two-presidential https://geopolitiq.substack.com/p/maria-zakharova-and-dmitry-peskov?utm_source=post-email-title&publication_id=2232768&post_id=146598185&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://simplicius76.substack.com/p/special-bulletin-america-teeters?utm_source=post-email-title&publication_id=1351274&post_id=146588043&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email%C3%A4l https://bmanalysis.substack.com/p/welcome-to-plan-b?utm_source=post-email-title&publication_id=1105422&post_id=146598276&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.igor-chudov.com/p/trump-questioned-vaccines-on-june?utm_source=post-email-title&publication_id=441185&post_id=146590273&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=emailhttps://www.igor-chudov.com/p/trump-questioned-vaccines-on-june?utm_source=post-email-title&publication_id=441185&post_id=146590273&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.urmedium.net/c/presstv/130106 https://chrishedges.substack.com/p/my-thoughts-on-the-attempted-trump?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=146606276&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.thomasfazi.com/p/the-fracturing-of-the-american-psyche https://www.realnewsandhistory.com/anyt-07-14-24/ https://korybko.substack.com/p/america-was-less-than-an-inch-away?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=146594110&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=ge41WdMgpS4 https://darkfutura.substack.com/p/cracks-begin-to-show-at-davos https://rawnews.com/how-peter-thiel-and-silicon-valley-funded-the-sudden-rise-of-jd-vance/ https://steigan.no/2024/07/misbruket-av-begrepet-konspirasjonsteori-en-57-ar-gammel-psyops/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/in-defense-of-jd-vance-as-trumps?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=146703028&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://rumble.com/v57d59t-wef-memo-reveals-three-more-trump-assassination-attempts-incoming.html https://www.globalresearch.ca/trump-use-assassination-attempt-save-america-ukraine/5862662?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://steigan.no/2024/07/hva-vil-j-d-vance-bety-for-europa/?utm_source=substack&utm_medium=email https://frettin.is/2023/09/17/vitundarmotun-og-vitfirring-lygar-stjornmalamanna-og-fjolmidla/ https://www.youtube.com/watch?v=ChwSTuDa9RY https://www.secretservice.gov/careers/women https://fiamengofile.substack.com/p/fight-fight-fight-vs-diversity-diversity?utm_source=post-email-title&publication_id=846515&post_id=146763849&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021