(Ítarlegur heimildarlisti fylgir seinni hluta.)
Það var fyrir rétt um ári síðan, að bandaríski blaðamaðurinn, Tucker Carlson, spáði fyrir um morðtilræði gegn forsetaframbjóðenda og fyrrum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Spáin rættist fyrir fáeinum dögum síðan.
Tilræði og morð á forsetum og forsetaframbjóðendum, sem hinum máttugu stafar ógn af, er reyndar engin nýlunda í Bandaríkjunum. Síðan 1835 hefur níu slíkum verið sýnt banatilræði, en ellefu ráðnir af dögum. Þessi fjöldi bliknar þó vitaskuld í samanburði við fjölda morðtilræða Bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) gegn Fidel Castro (1926-2016). Samkvæmt göngum hennar voru þau 638 að tölu.
Fyrir liðlega fjörutíu árum síðan (1981) var Ronald Reagan (1911-2004) sýnt banatilræði. Áttatíu árum fyrr var William McKinley ráðinn af dögum (1843-1901). Þá var Öryggisleyniþjónustunni (Secret Service) falin vernd forseta og frambjóðenda.
Tilræðið gegn Donald minnir óhugnanlega á morðtilræðið gegn Theodore Roosevelt (1958-1919) 1912, þegar hann bauð sig fram gegn William Howard Taft (1857-1930). Bakhjarlar Theodore voru auðjöfrarnir, Bernard Mannes Baruck (1970-1965), Jacob Henry Schiff (1847-1920) og Paul Moritz Warburg (1868-1932). Allir voru þeir Gyðingar og fulltrúar alþjóðaauðvaldsins. Framboð Theodore tryggði Woodrow Wilson (1856-1924) sigur. Almælt var, að Bernard hefði forsetann í bandi.
Einnig var reynt að ráða frænda Theodore, Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), af dögum. Hann var kjörinn til forseta í nóvember 1932. Um mánuði fyrir embættistökuna var forsetanum sýnt morðtilræði. Tilræðismaðurinn hæfði augljóslega ekki, en borgarstjóri Chicago, Anton Cermak (1873-1933), týndi lífi.
Það gerði einnig Thomas James Walsh (1859-1933), sem Franklin D. hafði skipað dómsmálaráðherra (U.S. Attorney General). Sá hafði svarið að fjarlægja yfirmann Alríkislögreglunnar (Federal Bureau of Investigation), John Edgar Hoover (1895-1972). Sá næsti, sem reyndi, Hale Boggs (f. 1914), lést í flugslysi 1972. Hann hafði einnig gert athugasemdir við rannsókn á morði John Fitzgerald Kennedy (1917-1963). Þá tókust tröllin á eins og nú.
En þekktust eru trúlega morðin á Abraham Lincoln (1809-1865) og bræðrunum, Robert Francis Kennedy (1925-1968) og fyrrgreindum, John Fitzgerald. Það var reyndar í sambandi við gagnrýni á vinnubrögð svokallaðrar Warren nefndar, sem rannsakaði morðið á þeim síðastnefnda, að CIA tók upp á því að nota hið margþvælda hugtak, samsæriskenningu. Nú sýslar Öryggisleyniþjónustan við að rannsaka sjálfa sig í sambandi við síðasta harmleik.
Öryggisþjónustan hefur tekið stakkaskiptum í áranna rás. Joseph Biden skipaði t.d. kvenforstjóra, Kimberley A. Cheatle. Jafnrétti er hennar hjartans mál. Þjónustan skal tryggja þátttöku kvenna, kynskiptinga, fatlaðra og svo framvegis. Samkvæmt forstjóranum er lögð sérstök áhersla á ráðningu kvenna eins og hefur átt sér stað í hernum. Þá má einu gilda sú staðreynd, að konur séu öðruvísi af Guði gerðar með tilliti til afls, úthalds og vinnubragða, við álag. Sem lífverðir og hermenn standa þær körlum að baki, samkvæmt fjölda rannsókna. Fjórðungur starfsmanna Öryggisleyniþjónustunnar eru konur. Konur og karlar þjálfa saman.
Kimberley segir: Í faðmi okkar rúmast fjölbreytni (diversity), meðvera (inclusion), réttlæti (equity) og aðgengileiki (accessibility) (DEIA) alls staðar í stofnuninni. Þessu verða allir að lúta og sýna í verki við sérhvert verkefni á degi hverjum.
Það er væntanlega ljóst hverjum manni, sem upptökur hefur séð frá morðtilræðinu gegn Donald Trump, að Öryggisleyniþjónustan stóð sig ekki í stykkinu. Samkvæmt gögnum hennar skal þjálfun og starfi þannig háttað, að engin mistök eigi sér stað. Svo var ekki í þetta sinn og engu líkara, en að sjónleikur hefði verið settur á svið. Eins og jafnan er, þegar slíkir sjónleikir eru samdir, er tilræðismaðurinn sagður brjálaður undanvillingur. Þannig er það líka nú. Skýringa á tilræðinu er ákaft leitað.
Donald hefur verið þyrnir í augum Nató, gerir kröfu um, að bandalagsþjóðirnar kosti sjálfar eigin varnir í meira mæli. Framverðir Bandalagsins og hins frjálsa heims í Úkraínu hafa fengið kul í iljarnar. Donald hefur nefnilega látið að því liggja, að hann efist um getu herafla Úkraínu og Nató til að bera sigurorð af Rússum og leggja undir sig rússneska stórveldið.
Sjálfur hefði Donald fyrirskipað, væri hann forseti, að sprengja bæði Moskvu og Bejing, þ.e. ef Kínverjar legðu undir sig Taívan. Hann sagði upp samningunum um takmörkum meðaldrægra kjarnorkuvopna (Intermediate-Range Nuclear Forces INF) og samningnum um Opna himna (Open Skies Treaty) við Rússa.
Og svo má ekki gleyma því, að Donald dró Bandaríkin út úr samningum við Írani um kjarnorku 2018. Í ljósi stuðnings hans við hernað Ísraela þætti mér ekki ólíklegt, að hann sendi heita kveðju til Teheran líka.
Nató þróast reyndar nú þegar í átt að eins konar hernaðar-Schengen með Þýskaland í forystu. Varnarlínan, sem allt kapp er lagt á að efla frá norðri til suðurs, er kennd við Evrópusambandið. Það mætti jafnvel búast við því, að Evrópusambandið og Nató stofnuðu í alvöru Evrópuher. Donald fór fram á það á sínum tíma, að bandlagsríkin hækkuðu útgjöld sín til hernaðar í 4% af þjóðarframleiðslu.
Donald samsinnir leiðtogum Nató um hættuna af Kína. Þar á bandaríski herinn að gera garðinn frægan og ef til vill að hjálpa Ísraelum að ganga milli bols og höfuðs á Palestínumönnum. (Líklega heimsækir hann líka þorpið á hinum sýrlensku Golanhæðum, Trump hæðir, sem Benjamin Netanyahu, vinur hans skírði svo.) Steve Bannon, herkænskufræðingur Hvíta hússins, sagði reyndar fullum fetum, að Bandaríkin ættu í stríði við Kína.
Stofnun fyrrgreinds Evrópuhers myndi létta þrýstingi af Bandaríkjamönnum í Evrópu. Vonandi verður hann ekki jafn heilalaus og Nató, samkvæmt Emmanuel Macron.
Alheimsefnahagsráðinu (World Ecomic Forum) hefur þótt Donald tregur í taumi og lyfjafyrirtækin sýna ygglibrún. George Soros, öflugasti stuðningsmaður eymdarhyggjunnar (woke) og litaskrúðsbyltinga um víða veröld, segir Donald oddaóvin samkundunnar í Davos.
Í Íran nýtur Donald heldur ekki vinsælda. Íran hefur verið gert af skotspóni bandarískra yfirvalda eins og Írak fyrir rúmum tveim áratugum síðan, þegar tvíburaturnarnir voru jafnaðir við jörðu.
Vissulega hafa Íranir margs að hefna í garði Bandaríkjanna; umfangsmikilla og þrálátra viðskiptaþvingana, morðsins á írakska hershöfðingjanum, Abu Nahdi al-Muhandis (f. 1954), og íranska hershöfðingjanum, Qasem Soleimani (f. 1957), árið 2020, og þátttöku í morðum Ísraelsmanna á fulltrúum Írans- og Sýrlandsstjórnar. Dómstólar í Írak hafa gefið út handtökuskipun á hendur Donald Trump, sem fyrirskipaði fyrrgreind morð.
Það er einnig skynsamlegt að hafa í huga, þegar afrek Donald eru skoðuð, að undir stjórn hans var beitt sígildri utanríkismálastefnu Bandaríkjanna í Mið- og Suður-Ameríku. Stjórnvöldum í Bólivíu var steypt af stóli og sams konar tilraun gerð í bæði í Venesúela og Nígaragúa.
Á innlendum vettvangi eru líka viðsjár. Sitjandi forseti hefur lýst keppinauti sínum, Donald Trump, sem tilvistarógn við Bandaríkin og talað um hann sem skotmark. Leyniþjónustan (CIA) og Alríkislögreglan (FBI) líta Donald hornauga. Sumir muna, ef til vill, herferð FBI gegn Donald til að sýna fram á tengsl hans við Rússa (Crossfire Hurricane var aðförin kölluð).
Eymdarherinn (woke) hefur grafið upp stríðsöxina og kvenfrelsarar sérstaklega beina að Donald spjótum sínum fyrir margs konar ávirðingar gegn konum. (Hatur kvenna nær að vísu út fyrir landsteina og alla leið til Íslands. Erna Magnúsdóttir við Læknadeild HÍ óskaði sér í nokkrar sekúndur að árásarmaðurinn hefði hitt.)
https://fiamengofile.substack.com/p/fight-fight-fight-vs-diversity-diversity?utm_source=post-email-title&publication_id=846515&post_id=146763849&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Nýjustu færslur
- Bólusetningabjargráð, heilbrigðisnjósnir og gervigreindargeðl...
- Leynd, lygar, leyniher og launmorð. John Fitzgerald Kennedy
- Eistar ybba kíf og ætla í stríð með Íslendingum
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021