Eins og kunnugt er hafa konur átt undir högg að sækja frá örófi alda í kúgandi feðraveldi.
Hlín Agnarsdóttir (f. 1953) sagði t.d. um samskipti kynjanna: [Þau] endurspegla [oftar en ekki] augljósa kynóra karlmanna, sem aldrei blygðast sín. Konur og þeirra viðhorf hafa þar lítil áhrif, eins og víðast annars staðar í þessum heimi. Þær eru sem fyrr hið þögla viðfang. Frumstæðar kynórahugmyndir misþroska og ofvirkra karla hafa dómínerað umræðuna of lengi og viðhorf kvenna hafa í þessu sem öðru orðið útundan og ósýnileg.
Lögð hefur verið áhersla á systrasamstöðuna til að uppræta þetta kúgunarfár. Fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkja Norður-Ameríku, hin tékknesk fædda Madeleine Jana Korbel Albright (f. 1937), var skorinorð: Það er til ákveðinn kimi í helvíti fyrir konur, sem ekki leggja lið kynsystrum sínum, sagði hún. (Og hver vill ferðast þangað í kófinu miðju?)
Því sætir það varla undrum, að konur dreymi um betra samfélag. Stundum birtist það óvænt í feðraveldinu miðju eins og eyja í Ballarhafi, t.d. hjá norður-ameríska leikaranum, Anne Bancroft (1931-2005) við töku myndarinnar, Hvernig á að búa til ameríska ábreiðu (How to make an American Quilt). Hún réði sér ekki af einskærum fögnuði við upptökurnar á myndinni, þegar engan sá hún karlmanninn: Ég hélt ég væri dauð og hefði horfið til himna. Það er vafalaust til kvenfrelsunarkimi þar uppi eins og kimi fyrir ófrelsaðar systur í neðra. En þó eru það vitaskuld karlar, sem verða að taka sig á.
Ónafngreindur kvenfrelsari reit: Karlar verða að þroskast eða deyja út ella. Konur munu einfaldlega stofna fjölskyldu án eiginkarla eða lífsförunauta, þar eð þær eru nú þegar í stakk búnar til að sjá um sig sjálfar. Það er nóg sæði að finna í sæðisbönkum, svo sérhver kona á jörðinni megi eignast tvö börn alla næstu öld. Þið [karlar] eruð úr ykkur gengnir.
Spænska kennarann og félaga í spænska jafnaðarmannaflokknum, Aurelia Vera (1966?), dreymir um samfélag kvenlegra gilda. En hvernig á koma því á? Hún segir: Ég hef hugmynd; gelding útvalinna [karla]; ég sé í hendi mér, að það verði ljótt. Í því felst ákveðinn ókostur. En mun ekki tilgangurinn helga meðalið í þessu tilviki, [þ.e.] að bjarga veröldinni í skiptum fyrir geldingu fjórðungs mannkyns?
Hún talar til karlnemenda sinna: Það kæmi ykkur vel, ef böllurinn væri skorinn undan ykkur; [því] karlar yrðu knúnir til gefa frá sér völdin og afhenda þau konum. Völdin myndu þeir láta gefa andstöðulaust frá sér, [en] við þurfum að rétta þeim hjálparhönd við geldingu útvalinna. Hún yrði framkvæmd strax eftir fæðingu. Þið þekkið, hvernig söngfuglar meðal drengja eru vanaðir. Það er flókið mál að skera burtu eistu fullorðins karlmanns. Sjálfsvirðing karla felst í reðinum.
Egypsk/norður-ameríski blaðamaðurinn, Mona Eltahawy (f. 1967) hefur kynnt svipaða hugmynd: Ég bið fólk að hugleiða ... sviðsmynd, þar sem við [konur] myrðum ákveðinn fjölda karlmanna í viku hverri. Hversu mörgum þyrftum við að lóga, þar til feðraveldið sest niður handan borðsins og segir: Gott og vel, látum gott heita. Hvað getum við gert til að stansa aflífunina?
Norður-ameríski kennarinn og rithöfundurinn, Sally Miller Gearhart (f. 1931) hefur mælt út hæfilegan fjölda karla. Hlutfall karla verður að skera niður í og halda í u.þ.b. tíunda hluta mannkyns. Hún er þó ögn hófsamari en landi hennar og starfssystir, Valerie Solanas (1936-1988), sem talaði um að gerreyða karlkyninu.
Það fjölgar stöðugt nýstirnum á kvenfrelsunarhimninum. En eplið fellur ekki langt frá eikinni. Fyrir neðan í Ástralíu skín Clementine Ford (1981), rithöfundur og einstæð móðir sonar, í kappi við aðrar stjörnur. Og sannast nú aftur hið fornkveðna, að skín á gull, þótt í skarni liggi. Hér lýsir Klementína draumi sínum um karlfæðareyríkið:
Ég, organdi kvenfrelsunarrefsinornin, hef um langa hríð átt þann draum að sigla fleyi mínu um hafsjó karlatára til eyjarinnar, þar sem manngildi kvenna er metið að verðleikum og hreiðra þar um mig. Konur af öllum litum, stærðum og gerðum, með mismunandi trúarbrögð og reynslu í farteskinu, myndu lifa þar saman í sátt og samlyndi undir jafningjastjórn.
Að kvöldlagi myndum við horfa á sólarlagið saman. Við fengjum okkur í glas og hrærðum í því með þurrkuðum reðum, meðan við lofsyngjum samfélag, sem lætur hjá líða að staðsetja okkur á jaðri hins raunverulega mannheims og væntir þess ekki, að við göngumst auðmjúklega við veikleikum, sem okkur eru bornir á brýn.
Við létum brandarana fjúka, því konur eru svo fyndnar. Þar væri hvorki að finna mýflugur né baráttumenn karlréttinda, því áreitið suð andstyggilegra skaðræðiskvikinda yrði bannað.
Frúr mínar! Ég á mér þennan karlfæðardraum. En hvaða undur önnur mætti finna á Karlfæðareyju? Sláist þið í för. Ég velti vöngum yfir, hvernig slík staðleysa liti út.
Hér eru nokkur undranna: Konur myndu þiggja þrjátíu af hundraði hærri laun en karlar, án tillits til hæfni; í skólum yrði kennt á kvenfrelsunarbækur; kvikmyndir yrðu gerðar um hrellda kvensnillinga; fósturvígsstöðvar yrðu gerðar aðgengilegar; samfélagsmiðillinn myndi heita Kvenbók; stofnsett yrði æxlunarmiðstöð, þar sem skapaðar yrðu konur með leysigeislaaugu.
Með þessum hætti væri hugsanlega unnt að hneppa karla í þrældóm, gangi þeir of langt, í ljósi þeirrar ógnar, sem við búum yfir til að refsa þeim. Líklega þyrftum við ekki að nota leysigeislann neitt að ráði; það ætti að duga til árangurs, að þeir hafi vitneskju um, að gætum beitt honum.
Í þessu móðurveldi verður konum umbunað fyrir það eitt að vera konur. Körlum verður haldið í skefjum.
Og hvað með þá, sem halda uppteknum hætti, sýna uppsteit eða fara í taugarnar á okkur? Tja! Við göngum af þeim dauðum.
http://www.dailylife.com.au/news-and-views/dl-opinion/misandry-island-this-is-what-a-feminist-utopia-would-look-like-20150126-12yk8a.html
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Um 20% myndu kjósa að búa annars staðar
- Rigning eða slydda í dag
- Tveir gistu í fangaklefa
- Diljá íhugar formannsframboð
- Dregur í efa vilja löggjafans um bann
- Svikahringing úr númeri Arion banka
- Vill svipta erlenda brotamenn ríkisborgararétti
- Par vann myglumál fyrir héraðsdómi
- Inga Sæland vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar
- Líneik í stjórnendastöðu hjá Fjarðabyggð
Erlent
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli