Flóttamannamál eru verulega snúin. Fólk velur sjaldnast að flýja heimahagana. Venjulega er um að kenna ofsóknum af einhverju tæi. Það mætti í hálfkæringi halda því fram, að Íslendingar væru flóttamannaþjóð. Keltar af mismunandi greinum eru áberandi í grunnstofninum.
En stundum vill fólk freista gæfunnar eins og gerist og gengur. Nokkrir landsnámsmanna til forna voru í þeim hópi. Einn og annar landsnámsmanna nútímans eða innflytjenda sver sig í þá ætt. Stundum er eftir þeim sóst sökum hæfileika. Það er augljóslega af þeim gagn, sumir frjóvga mannlíf og menningu, eru ómetanlegir í því tilliti. Einstaka innflytjandi aðlagast og velur að gerast Íslendingur. Slíkir landnámsmenn hljóta að vera æskilegir og ódýrir.
Flóttamenn eru vitaskuld sundurleitur hópur. Mæður með börn eru áberandi í sumum undirhópum þeirra frá beinum átakasvæðum. Karlarnir þeirra hafa venjulega verið drepnir, pyndaðir og fangelsaðir. Stundum losna þeir úr prísundinni og komast til Evrópu. Saga þeirra er hryllingur, dapurlegt vitni þess, að þroskun mannkyns miðar ofurhægt.
Karlmenn, sem freista vilja gæfunnar, er annar undirhópur. Meðal þeirra eru feður, sem vilja sjá fjölskyldum sínum farborða. Hvorugur hópanna er eftirsóknarverður í efnahagslegu tilliti. Venjulega er fátækt og ómenntað fólk í meirihluta. Landnám þessara hópa er ávísun á kostnað fyrir skattgreiðendur. Hversu mikla fjármuni vilja skattgreiðendur láta af hendi rakna til þessara mála? Áhugamenn um slíkt landnám gætu að sjálfsögðu greitt götu flóttamanna, framfærslu og menntun úr eigin vasa. En varla er slíkum áhugamönnum til að dreifa.
Umræðan um flóttamenn nútímans er sagan endalausa. Stórþjóðirnar eru að miklu leyti ábyrgar. Þær hafa beitt sér bæði innan og utan Sameinuðu þjóðanna. Þjóðir víða um heim, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, eru eins og peð í refskák þeirra. Á vettvangi SÞ fer fram eins konar hernaður gegn þeim með kúgandi löggjöf, sáttmála og samninga að vopni, sem kynda undir innanlandskífi og hagsmunabaráttu í heimaríkinu. Þetta er einkum gert undir yfirskini mannréttinda og viðskipta. Hin leynda heimveldisbarátta hinna auðugu þjóða er því að töluverðu leyti háð í þingsölum SÞ á hugmyndafræðilegum og viðskiptalegum grundvelli. Barátta þeirra í heimahögum nefndra flóttamanna er opinbert leyndarmál. Hún er einkum háð með stjórnmálaklæki (t.d. spillingu í viðskiptum, stjórnmálum og stjórnsýslu og meira að segja byltingar) og vígtól að vopni. Stórveldin sum hver hafa af því beinan eða óbeinan hag að viðhalda staðbundnum styrjöldum. Þeim væri í lófa lagið réði siðferði eitt og sér för að stöðva útflutning og sölu hergagna. Svo ekki sé nú talað um að láta af viðskiptalegri kúgun í garð flóttamannaþjóðanna. Því skal heldur ekki stinga undir stól, að almenningur á Vesturlöndum tekur glaðbeittur þátt í þessari ósvinnu. Hann neytir og neytir og neytir ódýrs varnings, sem framleiddur er undir slíkum formerkjum.
Því eru flóttamenn eins konar aukaverkun alþjóðastjórnmálanna í bráð og lengd. Þetta hlýtur Andrés Ingi að vita (og flestir Alþingismanna). En hvað er til ráða? Hvernig eiga Íslendingar að bregðast við? Það er vitaskuld óráð að ætla sér bjóða hingað 700.000 flóttamönnum. Það ætti að vera augljóst öllu hugsandi fólki, að fámenn þjóð ræður ekki við slíkt óráðsverkefni. En stundum skal mannúð ráða för.
Affararsælast væri fyrir flóttamenn að komast til síns heima og geta lifað þar í friði. En meðan hráskinnaleikur hinna öflugu þjóða heldur áfram, er lítil von til þess. Andrés Ingi og Íslendingar ættu að beita sér á þeim vettvangi. Einu sinni velti íslensk þúfa þungu alþjóðahlassi. Íslendingar með Jón Baldvin Hannibalsson í broddi fylkingar beittu sér gegn rússneska risanum eins og Ragnar Loðbrók drekanum forðum. Andrés Ingi hefur þar verðugar fyrirmyndir.
https://www.frettabladid.is/frettir/born-a-flotta-eiga-ad-fa-ad-vera-her/?fbclid=IwAR1Zcm2Fhecw6pCQ0cZexwhfCjRViMn5tWQnc6lds8rCPxOmyFGQjYlWUOA
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021