Alessandro Strumia

Alessandro Strumia er eðlisfræðingur, f. 1969, menntaður við háskólann í Pisa á Ítalíu. Fyrir tveim árum (2018) síðan var hann ráðinn sem gestaprófessor að Evrópsku rannsóknastofnunni í kjarneðlisfræði (CERN – European Organization for Nuclear Research, sem stofnuð var 1954, staðsett í Genfar í Sviss. Formaður CERN ráðsins er Ursula Bassler, framkvæmdastjóri er Fioabola Gianotti.

Árið 2018 var haldið málþing um vísindi og kynferði. Alessandro var einn fyrirlesara. Efnislega sagði hann þetta: Það hefur hvorki við nein rök að styðjast, að kveneðlisfræðingar séu beittir misrétti, né sýnd kynfólska. Síðan 1995 hefur konum verið ívilnað við ráðningar samkvæmt venjulegum mælistikum eins og tilvitnunum í útgefnar vísindagreinar. Til að mynda var fram hjá Alessandro sjálfum gengið við ráðningu. Tilvitnanir í greinar hans voru tíu sinnum fleiri, heldur en í greinar konunnar, sem ráðin var. Konum dugar oft u.þ.b. helmingur af tilvitnunum í karla. Það eru bæði konur og karlar, sem oftar vitna í karlagreinar eða greinar, þar sem aðalhöfundur er karlmaður. Sama ójafnvægi í þágu kvenna ríkir við styrkveitingar. Aukin heldur eru karlmenn töluvert ötulli allan sinn feril.

Alessandro veltir ástæðum þessa fyrir sér. Hann telur meiri áhuga karla skipta máli sem og betri námsgáfur á þessu sviði, þar sem þeir mælast upp undir tvöfalt fleiri í efstu stigum greindar, þ.e. yfir 130 greindarstigum. Það er sú tegund greindar, sem best nýtist í eðlisfræði (raungreinum, tækni).

Viðbrögð létu ekki á sér standa. Alessandro var rekinn frá CERN og siðgæðisrannsókn ýtt úr vör við háskólann í Pisa. CERN lét frá sér fara eftirfylgjandi fréttatilkynningu. „CERN eins og fleiri í samfélaginu lítur svo á, að fyrirlesturinn, þar sem gerð er árás á einstaklinga, sé ótilhlýðileg atvinnumennska í hvívetna, og andstæður siðareglum CERN. Það hefur því verið ákveðið að fjarlægja glærurnar úr vefgeymslunni.“

Starfsbræður og starfsystur (að mestu leyti frá Bandaríkum Norður-Ameríku) undirrituðu fordæmingarbréf og kröfðust afsagnar Alessandro. Í upphafi þess er yfirlýsing þess efnis, að öllum skuli sýnd virðing, m.a. konum og fólki af öðrum kynþáttum. (Reyndar nefndi Alessandro kynþætti ekki á nafn.)

Alessandro svaraði fullum hálsi, sagði að „yfirlýsingin væri skrifuð af litlum hópi norður-amerískri naflaskoðara (US-centric), [sem] aðhyllist rétttrúnaðarkenninguna um kynferði í háskólunum. ... ekki er minnst á þá gagnstæða kenningu, sem ég sagði frá í hnotskurn, vegna þess, að hún kynni að skýra gögnin.“ Fremur en að skoða gögn með vísindalegum hætti, er mikilvægar „að staðhæfa, að hinn hörmulegi [kenningasmiður] (depolarable) skuli rekinn.“

Það söfnuðust um fjögur þúsund undirskriftir. Annar hópur skrifaði Alessandro til stuðnings. Sá taldi tæplega tvö og hálft þúsund manns. Fioabola hefur ekki séð ástæðu til að svara honum.

Fjöldi blaðagreina hefur verið skrifaður um málið. Hér er sýnishorn:

Lindsay Nicholson: „Eðlisfræðin býr við kvennavanda – og það þarf ekki geimvísindi til að átta sig á ástæðunni“ (Physics does have a women problm – and it‘s not rocket science to work out why) https://www.telegraph.co.uk/women/work/physics-does-have-women-problem-not-rocket-science-work/

Höfundur hefur sjálfur lagt stund á eðlisfræði, taldi frammistöðu sína vera um meðallag. Sá besti í bekknum, segir hún, var renglulegur, hjárænulegur, mannfælinn karlmaður. Það virðist fara í taugarnar á höfundi, að Alessandro hafi haldið því fram, að karlmenn hefðu mótað eðlisfræðina. (Ég veit ekki betur, en að það sé staðreynd, enda þótt mannkynið hafi einnig átt frábærum kveneðlisfræðingum á að skipa. Sjá t.d. hér að neðan.) „Skort“ á kveneðlisfræðingum telur höfundur eiga rætur í ónógri hvatningu stúlkna, sem er þáttur í kúgun kvenna.

Meg Urry: „Vísindi og kynferði. Vísindamenn verða leggja harðar að sér í jafnréttismálum (Sciene and gender: Scientists must work harder on equality) https://www.nature.com/news/science-and-gender-scientists-must-work-harder-on-equality-1.19064

Skýring höfundar er kunnugleg. Konum er mismunað á öllum sviðum. „Konur á karldrottnunarvettvangi bera fyrir tálmunum, sem oft og tíðum eru ósýnilegar og ógreindar.“ Þar að auki skiptir ekki máli, hvort hlutaðeigandi eigi fjölskyldu eða ekki. Þær skrifa að vísu færri vísindagreinar, en þær eru lengri og ítarlegri. Meira að segja fá þær styttri meðmælabréf. Höfundur bendir á tvo kvensnillinga; Mary Sommerville og Ada Lovelace.

Ramin Skibba: „Konur í eðlisfræði rekast á stórar hindranir – ennþá“ (Women in physics face big hurdles – still) https://www.nature.com/news/women-in-physics-face-big-hurdles-still-1.20349

Kunnuglegur málflutningur; það er illa búið að konum, þær eru ekki metnar að verðleikum, búa við fordóma, skort á fyrirmyndum og hlutdrægni. „Enn sem fyrr hefur þrálát hlutdrægni áhrif á fjölda kveneðlisfræðinga,“ segir greinarhöfundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband