Afrek mannsandans við Kluge vísdómssetrið

John Werner Kluge Center er lærdómssetur í Þjóðarbókhlöðu hinna frjálsu, þar sem klókir hugsuðir ná bylgjulengd við stjórnmálamenn um mótun framtíðar í lýðræðislegu samfélagi. Lærdómssetrið er gjöf auðkýfingsins, hins þýsk/norður-ameríska John Werner Kluge (1914-2010). Það tók til starfa um síðustu aldamót.

Stjórnendur setursins boða öðru hverju til fundar merkustu hugsuða samtímans til að varpa ljósi á mikilvæg mál. Hér er umfjöllunarefnið, hvernig reynslan í Táradalnum kynni að nýtast við landnám á Mars. Forvitni og hæfni til landkönnunar kemur í brennidepil. Viðmiðun er sótt til bókar Tom Wolfe (1930-2918) „Hið kjarngóða efni,“ (The Right Stuff) og kvikmyndunar sögunnar, sem leikstýrt var af Philip Kaufman (f. 1936). Myndin fjallar um sjö karlhetjur, sem fyrstar landa sinna héldu út í geiminn. Myndin var margverðlaunuð, en öðlast aldrei verulegar vinsældir. Síðar eða sama ár og nefnt setur var stofnsett, var gerð mynd undir nafninu, „Kúasmalar geimsins,“ (Space cowboys) í leikstjórn Clint frá Austurskógi (Clint Eastwood). Þar komu saman nokkrir af bestu karlleikurum álfunnar í vestri. En á voru méli, þegar kvenfrelsunarhugsun hefur smogið inn í merg og bein flestra okkar – ekki síst löggjafans – er kúreki orðið eins konar skammaryrði og tákngerving fyrir karlkyns bleiknefja, sem rústa veröldinni, kúga konur og gera þeim lífið leitt á alla lund – og hafa gert frá því að fyrsta sveinbarnið barði veröldina augum.

Hin skapskyggna Janice Fiamengo, sem áður var prófessor í ensku við háskólann í Ottawa í Kanada, fjallar hér um umræddan fund.( https://www.youtube.com/watch?v=5UACktweQ3s) Ég hvet alla til á að hlýða. Spekingarnir, sem þarna koma saman, endurspegla þróunina við æðri menntastofnanir á Vesturlöndum um þessar mundir. Það virtist einkum fyrir þeim vaka að ógilda þau vísindi og þá tækni, sem gert hefur geimferðir að veruleika, þar sem afrekin mætti þakka hvíta kynstofninum – sérstaklega þrífættra bleikskinna. Því væri um að ræða kúgandi ójöfnuð og vanvirðu við litskinna. Annað megináhugaefni spekinganna var, hvernig geimfarar bæru sig að við að kúka. Það efni kitlaði hláturtaugar þeirra eins og sama fyrirbæri gjarnan gerir hjá börnum á leikskólum.

Því miður helltist yfir mig vonleysi við hlustunina. Ég varð beinlínis hnugginn. Vona, að ég hljóti huggun og uppörvun þeirra, sem túlkað geta orð spekinganna í anda vonar og gleði yfir afrekum mannsandans og framtíðar í ljósbirtu skynsemi og sanngirni.

Skýringar: Orðið „intersectional feminism“ kemur fyrir í umfjölluninni. Það mætti þýða sem samfylkingar- eða samskipunarkvenfrelsun, sem felur í sér þá sannfæringu, að konur skipist í lið hinna þjáðu, svokallaðra minnihlutahópa (konur er þó um helmingar mannkyns),hverju nafni sem þeir nefnast (þó ekki hvítnefjar eða bleikskinnar); frumbyggjar, blakkskinnar, samkynhneigðir, tvikynhneigðir, kynskiptafólk og svo framvegis og svo framvegis.

Írókesar (fr. Iroquois) eða Haudenosaunee (á eigin tungu) voru frumbyggjar á svæðinu, þar sem Washington stendur (norður-austur horninu Norður-Ameríku). Þeir voru stjórnvitringar, bjuggu í samfélagi með „móðurveldissniði.“ Öldungar þeirra tömdu sér við ákvarðanatöku að hugsa afleiðingar hennar sex kynslóðir fram í tímann. (Þessa reglu ættu Alþingismenn einnig að temja sér.) Chanda Prescod-Weinstein vísar til þessaarar reglu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband