Vitfirringarnir þrír í Miðausturlöndum. Fjöldasjálfsmorðið í Ísrael

Skýrsla, unnin af ísraelska hernum, leiðir í ljós, að dráp hersins á eigin borgurum við innrás Hamas í Ísrael í fyrra, voru snöggtum viðameiri, en ætlað var í fyrstu, þ.e. einkum vegna svokallaðrar “Hannibal tilskipunar.” Hún segir að drepa skuli ísraelska borgara í stað þess að láta taka þá til fanga. Skýrslan kemur ekki út fyrr eftir nokkrar vikur.

Ísraelska hernum gengur bölvanlega að vinna bug á Hamas á Gaza. Jafnvel inni í Rafah sjálfri verða Ísraelar fyrir skakkaföllum. En morð á óbreyttum borgurum halda áfram. Þeir eru skotnir, sprengdir og sveltir til bana.

Nú hafa Suður-Kóreumenn bæst í hóp þeirra, sem ofbýður grimmdin, og stefna Ísraelum fyrir stríðsgæpadómstólinn.

En stríðsvitringarnir þrír, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, og Beazalel Smotrich, fjármálaráðherra, berja stríðsbumburnar, þrátt fyrir það. Þeir gefa ljóslega í skyn, að senn dragi til alvarlegra tíðinda í Líbanon. Innrás sé yfirvofandi. Endurtaka á ævintýrið frá 2006.

Ofangreindir vitringar fá, í kæru Suður-Kóreu, félagsskap af forsetanum, Isaac Herzog, varnarmálaráðherranum, Herzi Halevi, utanríkismálaráðherranum, Israel Katz, og þjóðaröryggisráðherranum, Itamar Ben Gvir.

Þetta er að sönnu föngulegur hópur vitskertra stríðsmanna, sem eru dyggilega studdir af Vesturlöndum og hvattir til frekari drápa.

Brjálæðingurinn, Bezalel, er einstakur í sinni röð. Fyrir skemmstu lagði hann til, að stofna skyldi nýtt þorp landtökumanna á Vesturbakkanum, fyrir hverja nýja viðurkenningu á tilvist ríkis Palestínumanna.

Bezalel ætti að fara að dæmi foringja síns, Brjálaða-Bensa barnamorðingja, frelsishetju íslenskra aðdáenda Ísraelsstjórnar. Hann leitaði nefnilega til geðlæknis. Það fór þó ekki betur en svo, að geðlæknirinn, Moshe Yatom, framdi sjálfsmorð, meðan Benjamin var blóðugur upp að öxlum við dráp á eigin landsmönnum og Aröbum. Í kveðjubréfi geðlæknisins stóð, að Benjamin „hefði drepið í honum lífsviljann.“

„Í ránum felst björgun, í aðskilnaði (apartheid) frelsi. Aðgerðasinnar í þágu friðar eru hryðjuverkamenn, morð er vörn, rán er löghlýðni, Palestínumenn eru Jórdanir, landtaka er frelsun. Öfugmælunum eru engin takmörk sett.“ Svo mælti geðlæknirinn, Moshe, um sjúkling sinn um níu ára skeið, Benjamin Netanyahu.

Ísraelar hugsa Hisbolla þegjandi þörfina. Þeir njóta einróma stuðnings G7 ríkjanna (og Nató í raun) og hernaðarlegs stuðnings Frakka, Breta og Bandaríkjamanna. Þeir tveir síðastnefndu hafa þegar sent hermenn inn á Gaza og, ásamt Frökkum, tekið þátt í lofthernaði.

Stríðið í Gaza er orðið að tilraunavígvelli fyrir prófun og þróun nýrra vopna vígtólaiðnaðarins, rétt eins og í Úkraínu. Hernaðarsérfræðingar – jafnvel úr hópi bandarískra herforingja – vara við feigðarflani í Líbanon.

Andspyrnuhersveitir í Írak og Jemen heita Líbönum aðstoð. Það eru jafnframt verulega líkur á því, að Íranir dragist beint inn í slík átök. Að baki Írönum og Sýrlendingum standa Rússar.

Herstöð Breta á Kýpur, en enn þá eiga þeir um 4% eyjunnar, yrði vafalítið sprengd í tætlur. Það er viðbúið, að Tyrkir myndu ekki sitja þegjandi hjá, en grunnt er á því góða, eftir að Bandaríkjamenn bundu trúss sitt við kúrdískar uppreisnarsveitir, sem herja á Tyrki.

Ástarsamband Tyrkja við Vesturveldin er harla rytjulegt orðið. Þeir halda stöðugt fram hjá og gera nú glingrur við BRICS, þreyttir orðnir á biðsölum Evrópusambandsins. Tyrkir leita nú einnig hófanna í Asíu, t.d. eiga viðræður sér stað við Shanghai samvinnuráðið (Shanghai Cooperation Council (SCO) og Samtök þjóða í suðaustur Asíu (Association of South East Asian Nations – ASEAN). Það skynsamlegt að hafa í huga, að Tyrkir eru eitt mesta herveldi Evrópu með annan fótinn í Asíu.

Herskipafloti Bandaríkjamanna, úti fyrir ströndum Levantíu, yrði upplagt skotmark, ef þeir voguðu sér að berjast með Ísraelsmönnum. Sama má um herstöðvar þeirra segja í Írak, Jórdaníu og Sýrlandi. Bandaríkjamenn styrkja nú herstöðvar sínar þar og olíustuldurinn heldur áfram.

Vitfirringarnir virða að vettugi ráð og ábendingar hinna skynsömustu meðal liðsmanna sinna, sem segja það óráð og feigðarflan að ráðast til atlögu við Hisbolla í Líbanon. Sneypuför þeirra yrði afdrifaríkari nú en 2006. Hisbollah hefur meira að segja birt opinberleg hnit að skotmörkum sínum í Ísrael. Einn herforingja þeirra hefur afdráttarlaust kallað slíka innrás fjöldasjálfsmorð.

Bandaríski blaðamaðurinn, Chris Hedges, sem mælir á arabísku, og hefur dvalið langdvölum í Miðausturlöndum, segir:

„Sál Ísraela hefur eitrast í geðveiki stöðugra styrjalda. Hún hefur beðið siðferðilegt tjón af helgun fórnarlambshyggjunnar, sem réttlætt hefur hernám. [Það] er illræmdara en aðskilnaður kynþátta í Suður-Afríku (apartheid). Lýðræðinu – sem reyndar hefur ævinlega bara verið fyrir Gyðinga – var stolið að öfgasinnum, sem keyra samfélagið í átt að fasisma. … Skólakerfið er innrætingarstöð fyrir herinn, [innrætingin] byrjar í leikskóla.“

Hinn almenni Gyðingur virðist dáleiddur af umræddum vitfirringum. Merkur sagnfræðingur, Isreal Shahak (1933-2001), ísraelskur að þjóðerni, lýsti í bók sinni „Sögu Gyðinga, Gyðingtrú; þunga hinna þrjú þúsund ára“ (Jewish History, Jewish Religion: The Weight of 3.000 Years), sem kom út 1986, hefðbundnum Gyðingdómi sem alræðisáætlun í þágu tiltölulega fárra auðkýfinga meðal Gyðinga.

Höfundur segir almúga Gyðinga hafa verið „undir hæli presta og auðugra leiðtoga frá annarri öld fram á þá átjándu.“ Það virðast þeir enn vera eins og stofnun Ísraelsríkis raunar ber vitni um. Það var (og er að töluverðu leyti) fjármagnað af alþjóðlegu Gyðingaauðvaldi með Rauðskjöldunga (Rothschild) í broddi fylkingar.

Annar mætur Gyðingur, Yeshayahu Leibowitz (1903-1994), sem heimspekingurinn og Gyðingurinn, Isaiah Berlin (1909-1997), kallaði „samvisku Ísraels,“ varaði við því, að ríki og kirkja hefðu ekki verið aðskilin í Ísrael. Hann varaði einnig við því að ljúka ekki hernáminu. Að öðrum kosti væri hætta á því, að Ísrael þróaðist yfir í fasískt og spillt prestaríki. Þegar svo væri komið – og því miður reyndist Yeshayahu sannspár – ætti „Ísraels ekki tilvistarrétt og væri ekki þess virði að varðveita.“

Ísraelski blaðamaðurinn, Mordechai Motti Gilat, kallar vitfirringahópinn, sem Ísrael stjórnar, raðmorðingja. Enda flýja Ísraelar, hver sem betur getur. Drjúg hálf milljón hefur flúið síðustu mánuði. Mordechai bendir á, að upplausn Ísraels sé hafin.

Upplausn og hnignun Ísraelsríkis er einn af mörgum váboðum fyrir nýlenduveldin. En stofnun Ísraelsríkis var einmitt örvæntingarfull viðleitni þeirra til að drottna í veröldinni; síðasta nýlenduríkið.

Margmiðjuveröld (multi-polar) er í burðarliðnum. Því miður bera Íslendingar ekki gæfu til að stuðla að friðsemdarlegri og sanngjarnari veröld. Rislitlir stjórnmálamenn þeirra eru upp til hópa þekkingarlega vanburðugir, áróðursblindaðir og skammsýnir.

Íslendingar sitja því hrollkaldir eftir í frosnu fúafeni kalda stríðsins nýja, meðan síðasta heimsveldið engist sundur og saman í dauðateygjunum.

https://archive.org/details/IsraelShahakJewishHistoryJewishReligionTheWeightOfThreeThousandYears https://steigan.no/2024/06/usa-forsterker-okkupasjonsbasen-i-det-nordostlige-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://harici.com.tr/en/hakan-fidans-building-of-the-turkish-axis-china-russia-and-the-brics/ https://steigan.no/2024/06/nato-medvirker-til-israels-folkemord-i-palestina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://x.com/MiddleEastEye/status/1768168696013275237 https://www.bloomberg.com/news/articles/2024-06-25/turkish-frustration-with-eu-talks-is-prompting-outreach-to-brics https://steigan.no/2024/06/tyrkia-misfornoyd-med-eu-og-snakker-om-a-slutte-seg-til-brics/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=hMLxjZ4ZUPI https://informationclearinghouse.blog/2024/06/14/fbi-whistleblower-exposes-israels-chokehold-on-american-politics/15/ https://informationclearinghouse.blog/2024/06/14/fbi-whistleblower-exposes-israels-chokehold-on-american-politics/15/ https://rumble.com/v51bo7l-breaking-history-ep-49-geopolitical-updates.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.urmedium.net/c/presstv/129847 https://gilbertdoctorow.com/2024/06/16/censored-press-tv-discussion-today-of-unrwas-report-that-50000-children-across-the-gaza-strip-are-suffering-from-acute-malnutrition/ https://chrishedges.substack.com/p/neros-guests?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=145690355&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/the-british-israeli-soldiers-at-risk-of-gaza-war-crimes-probe/ https://www.youtube.com/watch?v=iXD8t7gYpTo https://www.declassifieduk.org/the-british-spy-squad-assisting-israel-as-it-bombs-gaza/ https://steigan.no/2024/06/idf-israel-ma-avslutte-rafah-angrepet-for-a-konfrontere-hizbollah-i-nord/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.jpost.com/breaking-news/article-806511 https://informationclearinghouse.blog/2024/06/16/serial-criminals-rule-israel-thats-where-the-collapse-begins/17/ https://www.newarab.com/news/israel-crisis-netanyahu-accuses-ben-gvir-state-leaks https://steigan.no/2024/06/mediehype-og-militaere-tabber-den-britiske-rollen-i-gaza/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/idf-rapport-fant-flere-tilfeller-av-drap-pa-egne-i-forbindelse-med-7-oktober/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.haaretz.com/israel-news/2024-06-20/ty-article/.premium/israeli-official-warns-power-grid-not-prepared-for-war-with-hezbollah/00000190-361c-d1b6-a19d-b7ffa7900000 https://steigan.no/2024/06/idf-netanyahus-mal-om-a-eliminere-hamas-er-uoppnaelig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/fn-israelske-myndigheter-ansvarlig-for-forbrytelser-mot-menneskeheten/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/battle-tested-in-gaza-britains-next-drones/ https://steigan.no/2024/06/det-israelske-militaeret-kjente-til-hamas-planer-for-7-oktober-sier-rapport/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.middleeasteye.net/news/israeli-army-knew-hamas-plans-report-finds https://english.almayadeen.net/articles/analysis/mossad-and-its-network-of-little-helpers--the-sayanim https://www.haaretz.com/israel-news/2024-06-18/ty-article/report-new-evidence-reveals-idf-had-detailed-prior-knowledge-of-hamas-plan-to-raid-israel/00000190-2afb-d2de-af9e-6ffbdf700000?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR2HVLijphaj8WzIO1gDhXPybV1b-0OI9lcd0yNV6deBXMLig8nJ5yeOTO8_aem_ZmFrZWR1bW15MTZieXRlcw https://www.youtube.com/live/SJGieB7rfgg https://www.declassifieduk.org/how-mainstream-media-ignores-uk-military-support-for-israel/ https://www.commondreams.org/news/israel-settlements-west-bank https://www.trtworld.com/middle-east/over-550000-israelis-flee-country-amid-gaza-war-data-shows-18176225 https://www.presstv.ir/Detail/2024/06/24/728043/Resistance-groups-fight-Hezbollah-ranks-Israel https://informationclearinghouse.blog/2024/06/24/ray-mcgovern-mossad-in-the-pentagon/13/ https://www.youtube.com/live/SJGieB7rfgg https://steigan.no/2024/06/sor-korea-reiser-sak-mot-israel-for-krigsforbrytelser-i-gaza/?utm_source=substack&utm_medium=email https://thegrayzone.com/2024/06/21/israeli-army-friendly-fire-october-7/ https://www.globalresearch.ca/psychiatrist-benjamin-netanyahu-commits-suicide/5859368


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband