Trójutrukkur Bandaríkjamanna og Breta á Gaza. Af guðlegri geðbilun

Það hlýtur flestum eða vera orðið ljóst, að ekki verði friður á Gaza, fyrr en Ísraelsmenn hafa unnið fullan sigur á Hamas – eða þeirri deild samtakanna (og fleiri slíkra raunar), sem þeir berjast við. Annars væri vopnahlé auðvelt viðfangs. Hætti Ísraelsmenn hernaði og láti alla palestínska fanga lausa, verða gíslar látnir lausir.

En Ísraelsmenn halda ótrauðir áfram með dyggri aðstoð Bandaríkjamanna og Breta. Þegar Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst þó, þrátt fyrir allt, að sameinast um friðartillögu, sem Hamas sætti sig við, brugðust Ísraelar öndverðir við. Stofnun Stór-Ísrael (Eretz Israel) virðist ófrávíkjanlegt markmið og liður í drottnunaráætlun Bandaríkjamanna – með stuðningi Nató – í Miðausturlöndum.

Áætlun þessari var fagnað á ráðstefnu í lok janúar, þar sem þátt tóku tólf starfandi ráðherrar í stjórninni. Slík áætlun er í samræmi við hugmyndafræði Gyðingafasistans og aldarvinar Benito Mussolini (1883-1945), Rússans, Vladimir (Ze‘ev) Jabotinsky (1880-1940).

Ze‘ev staðhæfði fullum fetum eins og Síonistar um þessar mundir, að Guð hefði gefið þeim land það, sem Stór-Ísrael skal spanna, þ.e. drjúgan skerf Miðausturlanda. Dráp og hreinsanir í Palestínu á Krist- og Múhammeðstrúarmönnum eru því taldar Guði þóknanlegar. (Hér má hlusta á boðskap Brjálaða-Bensa: https://x.com/partisangirl/status/1771737207528734813?s=46&t=fg8tvLgoX9gg2blXwO8RlA )

Boðskapnum trúa kristnir Síonistar einnig. Þeir eru ekki síður geðbilaðir eins og t.d. Nikki Haley, sem skrifaði á drápsflaugar Ísraela: „Tortímið þeim [íbúum á Gaza]. Annar örviti af þingi Bandaríkjanna, Lindsay Graham, hvatti til innrásar Bandaríkjamanna í Hag, ef Alþjóðadómstóllinn dirfðist að hreyfa við Ísraelum. Svona fólk er alþjóðaauðvaldinu, sem stjórnar bak við tjöldin og ásælist náttúruauðlindir svæðisins, auðvelt viðfangs.

Því má skilja, hvers vegna aðiljar forðist að semja um frið. Friður er eitur í þeirra beinum. Síðasta hernaðarafrek Ísraela, nú sem endranær í samvinnu við Bandaríkin og Breta, var innrás í flóttamannabúðirnar, Nuseirat. Í kjölfar sprengjuregns tóku stríðsmenn traustataki trukka nokkra, sem notaðir eru til flutnings hjálpargagna. Þeir stukku út úr þeim með alvæpni, náðu að drepa þrjá gísla, frelsa fjóra, drepa um 270 Palestínumenn og særa um 700.

Þetta þótti afrek svo lofsamlegt, að Ísraelar dönsuðu á götum úti eins og Palestínumenn gera einnig gjarnan, þegar þeim tekst á klekkja á óvininum. Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, réði sér vart fyrir fögnuði og sagði þessa aðgerð „einhverja mestu og sérstökustu hetjudáð, sem hann hefði orðið vitni að á tæpri hálfri öld í varnargeiranum.“ Slíkt fláræði er raunar talið afbrot í hernaði.

En Ísraelum flökrar ekki við að brjóta alþjóðalög, skráð og óskráð, frekar en að gefa skít í samþykktir Öryggisráðsins og alþjóðlega dómstóla. Í því efni keppast þeir um heimsmetið við Bandaríkjamenn.

Hrifning unnenda Ísraelsríkis vekur óneitanlega athygli. Olaf Scholz taldi aðgerðina vera „vonarneista,“ Rishi Sunak „létti óskaplega.“ Það fylgir sögunni, að gíslarnir voru lofsamlega vel haldnir eins og þjáningabræður og -systur, sem áður var sleppt úr haldi, og báru ofbeldismönnum sína góða sögu – si svona eftir atvikum.

Sömu sögu segja fráleitt höfundar skýrslu, sem unnin var á vegum alþjóðlegs og óháðs rannsóknarráðs, sem starfar á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna (UN Commission of Inquiry – COI). Þar eru ísraelsk yfirvöld sökuð um stríðsglæpi; svelti, dráp af ásetningi, þvingunarflutninga, kynofbeldi, pyndingar og ómannúðlega meðferð fólks.

Ástandið í Miðausturlöndum verður sífellt alvarlegra. Vopnasendingar frá Bandaríkjamönnum og Bretum halda áfram, enda þótt bandarískur almenningur sé þeim afhuga og andsnúinn.

Það kynni að skýrast af því, að í Bretlandi þiggur um fjórðungur þingmanna mútur frá Ísrael eða fjárveitendum þeirra. Í Bandaríkjunum þiggja þingmenn og forseti einnig mútur, bæði frá Ísrael beint, svo og „Ráðinu um opinber málefni Ísraels og Bandaríkjanna“ (American Israel Public Affairs Committee – AIPAC), hagsmunasamtökum Gyðinga í þágu Ísraels. T.d. hefur hver og einn lýðveldisflokksmaður (Repúblikani) sérstaka „Ísraelsfóstru.“ Talið er að Jósef forseti hafi þegið um tólf milljónir dala á ferli sínum.

Ísraelar eru kokhraustir. Það á við um almenning, stjórnmálamenn og her. Allir þekkja vafalítið viðhorf Brjálaða-Bensa. En það eru fleiri brjálaðir en hann. Einn herforingja hans sagði t.d.:

„Við stefnum ótrauðir að heimstyrjöld. Þess vegna ættu Ísraelar ekki að halda aftur af sér og grípa til róttækustu aðgerða [í stríðinu á Gaza]. Þær verða í baksýnisspeglinum litnar mildum augum, eftir þau grimmdarverk í heimstyrjöldinni, sem í vændum er.“ Því er auðskilið, hvers vegna Brjálaði-Bensi gerði samninga við vini og samherja í Hamas um tálbeituárás á landa sína 7. október í fyrra. Síðan hefur hann lagt sig fram um að etja Bandaríkjunum og Íran saman í þeirri von, að úr verði stríð allsherjar.

Það kvað hins vegar við annan tón hjá Itzak Brik, uppgjafahershöfðinga:

„Hagkerfið er í rúst, alþjóðlegra viðskiptaþvingana gætir í æ meira mæli, samfélagið er í upplausn eins og herinn og alþjóðatengsl. Við heyjum stríð án nokkurs tilgangs; okkur er ókleift að sigrast á Hamas og þeir eru í óða önn að undirbúa sig fyrir umfangsmikið stríð.“ Ísak mun vafalítið reynast sannspár.

Ísraelsk yfirvöld virðast ekki skynja sjálfsvígið, sem þau eru í þann mund að fremja. Hisbolla í Líbanon hefur þegar gert nyrsta hluta landsins óbyggilegan og lamað nokkrar herstöðvar í landinu. Ansarullah (Hútarnir) í Jemen berjast hugdjarfir gegn Ísrael, Bandaríkjunum og Bretum á nálægum hafsvæðum.

Andspyrnuhóparnir í Sýrlandi og Írak eru í þann mund að samhæfa aðgerðir sínar gegn bandarísku hernámsliði í löndum sínum, svo og Ísrael. Íranar gerðu Ísrael og Bandaríkjunum ljóst, að þeim sé í lófa lagið að senda eldflaugar heim í ísraelskar stofur.

Aukin heldur mætti ráða þannig í orð Vonda-Valda Putin, að hann íhugi að væða andspyrnuríki Ísraels ofurflaugum. Þær bíða líka tilbúnar á Kúbu við stofudyr Bandaríkjanna eins og 1962.

Hvenær ætli almenningur á Vesturlöndum rísi upp gegn geðbiluðum stríðshaukum?

https://informationclearinghouse.blog/2024/06/12/the-day-the-west-defined-success-as-a-massacre-of-270-palestinians/15/ https://steigan.no/2024/06/nikki-haley-besoker-israel-skriver-gjor-slutt-pa-dem-pa-israelsk-artillerigranat/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/gaza-revolt-in-the-foreign-office/ https://www.mintpressnews.com/follow-money-israel-linked-billionaires-silenced-campus-gaza-protests/287431/ https://www.jpost.com/israel-news/article-803701 https://www.declassifieduk.org/60-british-war-planes-have-landed-in-israel-since-gaza-bombing-began/ https://www.declassifieduk.org/britain-greenlit-dozens-of-arms-deals-with-israel-amid-gaza-war/ https://www.youtube.com/watch?v=cIdwTn3eVO8 https://www.globalresearch.ca/israel-done-americans-past-week/5858524 https://informationclearinghouse.blog/2024/05/30/nikki-haley-writes-finish-them-on-israeli-bomb-bound-for-gaza/10/ https://libertarianinstitute.org/news/israeli-knesset-considers-law-that-will-label-un-aid-agency-as-terror-group/ https://steigan.no/2024/05/usas-molo-i-gaza-brot-sammen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/way-new-palestine/5858264 https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/us-threatens-icc-israel-gaza?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=144987481&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/stotter-folkemord-for-a-stoppe-multipolaritet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/den-libanesiske-motstanden-har-blindet-israel-i-nord/?utm_source=substack&utm_medium=email https://mosaicmagazine.com/essay/israel-zionism/2017/06/the-forgotten-truth-about-the-balfour-declaration/ https://steigan.no/2024/06/tropper-gjemte-seg-inne-i-hjelpebil-for-en-dodelig-amerikansk-israelsk-operasjon-i-nuseirat/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/den-forste-jemenittisk-irakiske-fellesoperasjonen-mot-vapensendinger-til-israel/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/den-libanesiske-motstanden-har-blindet-israel-i-nord/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/tropper-gjemte-seg-inne-i-hjelpebil-for-en-dodelig-amerikansk-israelsk-operasjon-i-nuseirat/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/den-forste-jemenittisk-irakiske-fellesoperasjonen-mot-vapensendinger-til-israel/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.commondreams.org/news/sanders-boycott-netanyahu-speech https://beeley.substack.com/p/israel-violates-syrian-air-space?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=145285059&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://fadilama.substack.com/p/israel-the-jewish-settler-colony?utm_source=cross-post&publication_id=2335947&post_id=145188349&utm_campaign=716517&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://covertactionmagazine.com/2024/05/28/how-much-longer-will-the-cia-and-mi6-be-able-to-employ-their-dirty-tricks-together-without-retribution/?mc_cid=5bdc61cfef&mc_eid=5cd1ec03b1 https://www.globalresearch.ca/israel-launch-losing-battle-hezbollah/5859534?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/explosion-middle-east-only-one-strike-away/5840816?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://english.almayadeen.net/news/politics/-israel--would-lose-war-against-hezbollah-within-24-hour--re https://www.youtube.com/watch?v=5XZM55XCTxU&t=663shttps://www.youtube.com/watch?v=5XZM55XCTxU&t=663s https://www.globalresearch.ca/israel-prepares-open-second-front-north/5859473 https://www.unz.com/article/the-extreme-hyper-ethnocentrism-of-jews-on-display-in-israeli-attitudes-toward-the-gaza-war/ https://www.globalresearch.ca/twilight-western-settler-colonialist-project-palestine/5859487 https://beeley.substack.com/p/us-justifies-zionist-collateral-damage?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=145492964&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://mondoweiss.net/2024/06/i-heard-all-of-my-friends-last-breath-testimonies-from-the-nuseirat-massacre/ https://www.counterpunch.org/2007/03/30/israel-s-last-chance/ https://steigan.no/2024/06/flertallet-i-usa-sier-nei-til-a-sende-vapen-til-israel/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/israel-lobby-funded-a-quarter-of-british-mps/ https://www.youtube.com/watch?v=74ZA-GdeQP4 https://www.scribd.com/document/740568401/Cbsnews-20240609-SUN-NAT#1fullscreen=1 https://english.almayadeen.net/news/politics/-bodies-were-in-pieces--scattered-in-the-streets---nuseirat https://www.youtube.com/watch?v=sPeL5m22JJ4 https://english.almayadeen.net/news/politics/-bodies-were-in-pieces--scattered-in-the-streets---nuseirat https://www.youtube.com/watch?v=sPeL5m22JJ4 https://www.voltairenet.org/article220965.html#google_vignette https://www.globalresearch.ca/biden-gaza-ceasefire-fiasco/5859870 https://informationclearinghouse.blog/2024/05/19/how-washington-protects-israel/13/ https://steigan.no/2024/06/det-nordlige-israel-er-under-massivt-angrep/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/palestine-apartheid-stolen-lives-and-land-history-erased-united-nations-deaf-mute/5601586 https://www.globalresearch.ca/pentagon-involved-nuseirat-massacre/5859886 Viðbót https://english.almayadeen.net/news/politics/palestinian-resistance-s-response-to--israel-s--ceasefire-pr https://informationclearinghouse.blog/2024/06/14/john-mearsheimer-the-biden-admin-is-lying-about-the-cease-fire-deal-hamas/12/ https://www.globalpolitics.se/tank-om-krigen-i-gaza-och-i-ukraina-eskalerar/ https://www.yahoo.com/news/latest-us-national-security-adviser-092322773.html https://www.mintpressnews.com/us-direct-involvement-israel-nuseirat-massacre/287571/ https://www.youtube.com/live/A4fll7taZTw?t=63s


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband