Torg hins himneska friðar og himnasælan í lyginni

Þeir, sem komnir voru til vits og ára fyrir rúmum þrem áratugum síðan reka vafalaust minni til „fjöldamorðanna“ á Torgi hins himneska friðar í Bejing, dagana 2-6. júní 1989. Alþjóðlegir fjölmiðlar eða fréttaveitur – með þær bandarísku og bresku í forystu eins og nú – sögðu okkur frá hryllingsverkum kínverskra yfirvalda, sem notuðu skriðdreka til að fletja lifandi, saklausa stúdenta.

Alið var á andúð gagnvart Kínverjum eins og Þjóðverjum áður. Nú hafa Rússar tekið við þessu nauðsynlega hlutverki í vitundar- múgsefjunarstjórnun yfirvalda á almúga Vesturlanda. Nató foringjarnir hafa samþykkt, að Rússar séu helstu óvinir bandalagsins. Kínverjar koma þar næst á eftir. Bandarísk yfirvöld undirbúa í gríð og erg stríð gegn þeim líka.

En það er eins með þessi morð og gereyðingarvopn Saddam Hussein, dráp írakskra hermanna á reifabörnum í Kúvæt, vændisbúr japanska hersins í Kóreu, og svo mætti lengi áfram telja. Þetta eru lygar. Þeim er beitt til að rugla fólk í ríminu, brengla vitund þess og búa til andstæðing, svo réttlæta megi stríð. Ritskoðun og brengluð kennsla tryggir heilaþvottinn!

Því miður er það svo, að lygin verður svo snar þáttur í jafnvægi sálarinnar, að fáir leggja sig eftir hinu sanna og fyrtast jafnvel við ábendingar og fræðslu. Hugarróin er mikilvæg.

Eftir því sem næst verður komist var enginn drepinn á Torginu. Hins vegar fórust um tvö hundruð mótmælendur og hermenn í götuóeirðum, sem mótmælendur áttu frumkvæði að.

Bandaríska og breska leyniþjónustan sá sér leik á borði, þegar ungir flokksmenn mótmæltu Kínverska byltingarflokknum á Torginu himneska, og blésu lífi í glæðurnar í samvinnu við kínverska málaliða sína og flugumenn, m.a. Chai Ling (f. 1966), sálfræðinema við Bejing háskóla.

Chai, sem var einn af forystumönnum stúdentanna, hefur síðar ljóstrað því upp, að mótmælakænskan hafi falið í sér að ögra yfirvöldum ofbeldis. Að hennar dómi þurfti blóðið að renna til að vekja kínverska alþýðu til vitundar um kúgun sína. Hún var tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels 1990.

Chai hlaut fyrir þjónustuna heiðursgráðu frá Princeton háskólanum í Bandaríkjunum. Öðrum óeirðaseggjum var skutlað til Bandaríkjanna, samkvæmt áætlun, „Gulfuglinum“ (Yellow bird).

Yfirleiðtogi óeirðaseggjanna var hins vegar Zhao Ziyang (1926-2005), aðalritari kínverska byltingarflokksins frá 1987, þekktur stuðningsmaður Alheimsefnahagsráðsins (en þar er George Soros mikilvægur koppur í búri) og ákafur talsmaður samruna manna og véla (transhumanism).

Zhao komst til áhrifa fyrir tilstuðlan Deng Xiaoping (1904-1997), sem leiddi iðnvæðingu landsins og umbótaviðleitni. Zhao var stundum kallaður Gorbasjoff (Gorbachev) Kína. Zhao var varpað í stofufangelsi með samþykki velgjörðamanns síns, Deng.

Þarna var meira að segja staddur sjálfur „litskrúðsbyltingar-hugmyndafræðingurinn,“ bandaríski stjórnmálafræðingurinn, Gene Sharp (1928-2018). Aðgerðin var fjármögnuð af þeirri deild bandarísku leyniþjónustunnar, sem kölluð er „Lýðræðistrúboðsdeildin“ (US National Endowment for Democracy – NED).

Hugmyndin var að kollsteypa kínversku stjórninni. En það fór út um þúfur. Breskir fjölmiðlar í Hong Kong fluttu skelfingarfalsfréttirnar og New York Times sá um að festa þær í sessi.

Það fylgir sögunni, að undirróðursmaðurinn geðbilaði, Gyðingurinn, George Soros, var gerður brottrækur úr Kína með dali sína og undirróðursfélög. Georgíumönnum stendur hugur til þess líka, en eiga aðra litskrúðsbyltingu á hættu fyrir vikið.

Litskrúðsbyltingin í Kína var eins konar frumsýning fyrir svipaða byltingu í Ráðstjórnarríkjunum skömmu síðar. Í kjölfarið fylgdu byltingar af svipuðu tagi í Serbíu, Norður-Afríku (Afríska vorið), Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og víðar. Í Íran og Tyrklandi hafa þær mistekist.

https://frettin.is/2022/04/04/fjolmulavil/ https://frettin.is/2022/12/08/kvenfrelsun-uppthot-og-arodur-i-iran/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2302325/ https://steigan.no/2024/06/mytisk-beijing-massemord-i-1989/?utm_source=substack&utm_medium=email https://en.wikipedia.org/wiki/Chai_Ling https://www.bbc.com/news/world-asia-china-50097221 https://en.wikipedia.org/wiki/The_Gate_of_Heavenly_Peace_(film) https://www.washingtonpost.com/archive/opinions/1991/06/02/the-great-escape-from-china/5da31d0d-aca1-4c56-9178-767d14c29f62/ https://chinarising.puntopress.com/2020/06/04/every-4-june-the-wests-big-lie-propaganda-machine-blpm-spews-tiananmen-projectile-vomit-across-earth-hoping-to-destroy-the-chinese-people-and-their-communist-socialist-way-of-life-china/ https://canadianpatriot.org/2020/12/17/who-is-creating-a-new-chinese-boogey-man-an-examination-of-modern-psychological-warfare/ https://canadianpatriot.org/2021/08/20/the-comprehensive-tiananmen-square-massacre-hoax-dossier/ https://canadianpatriot.org/2022/04/04/tiananmen-square-the-failure-of-an-american-instigated-1989-color-revolution/ https://canadianpatriot.org/2021/08/20/how-chinas-gorbachev-was-flushed-in-1989/ https://matthewehret.substack.com/p/the-tiananmen-square-hoax-massacre-6ac?utm_source=post-email-title&publication_id=260045&post_id=145317459&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://militarywatchmagazine.com/article/the-truth-behind-the-myth-of-the-tiananmen-square-massacre-opinion-piece-by-dr-dennis-etler


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband