Robert Fico "upprisinn.“ Fyrsta ræðan: Tilræðismaðurinn var ekki einn á báti

Eins og menn muna væntanlega var Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sýnt morðtilræði þann 15. maí. Hann lifði af og hefur nú flutt sína fyrstu ræðu. Endursegi nokkur aðalatriði:

Robert segist ekki bera kala til tilræðismannsins. Hann sé boðberi illsku og stjórnmálahaturs, fullyrðir Robert. „Ég hef ekki ástæðu til að ætla, að hér sé um að ræða vitfirring, sem einn sé á báti.“

Hann rekur misbeitingu valds fyrrum stjórnvalda í Slóvakíu gegn stjórnarandstæðingum og blaðamönnum, fangelsun og morðum jafnvel, án athugasemda frá alþjóðastofnunum.

Undirgefni fyrri stjórnvalda í Slóvakíu gagnvart stórþjóðum og hagsmunagæslu í þeirra þágu, er honum einnig hugleikin. Sjálfstæð utanríkisstefna var illa séð. Vegið var að fullveldi þjóðarinnar á vettvangi Nató, Evrópusambandsins og af hálfu erlendra félagssamtaka.

Robert lýsir andófinu innan Evrópusambandsins og Nató vegna afstöðu hans til Úkraínustríðsins, stöðvun vopnasendinga og ákalls um friðarsamninga. Það virðist eins konar þráhyggja að koma þurfi Rússum á kné, sama hvað það kosti. Þeir, sem ekki kokgleypa það fagnaðarerindi, eru sakaðir um að ganga erinda Rússa, og þeim útskúfað.

Það gætti óhamingju í Nató, þegar ég neitaði að taka þátt í loftárásum á Beógrad (Serbíu, Júgóslavíu), segir Robert ennfremur eða þegar ég kallaði heim hermenn okkar frá Írak.

Í Evrópusambandinu vakti það ekki lukku, þegar Robert stóð í vegi fyrir afnámi neitunarvaldsins og samþykktar skyldukvóta fyrir ólöglega flóttamenn. Rétturinn til mismunandi skoðana í Evrópusambandinu er horfinn, segir Róbert.

Hví eigum við ekki stjórnmálamenn af þessu bergi á Íslandi?

https://steigan.no/2024/06/robert-fico-jeg-tilgir-attentatmannen-noen-sto-bak-ham/?utm_source=substack&utm_medium=email


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband