Einhver stærsta friðarganga Evrópu fór fram í Budapest nýlega, um það leyti sem valkyrjan íslenska, Þórdís Kolbrún, seildist í vasa íslenskra skattgreiðenda eftir ógnarlegum fjármunum til stríðsins í Úkraínu. Á meðan reyndi Viktor Orban að hugga óhamingjusama landa sína í Úkraínu. Stríðinu lýkur senn, sagði hann.
En það eru óneitanlega blikur á lofti. Nató (og Íslendingar þar með taldir) ætla að orna sér við kjarnorkuelda, eftir því sem best verður séð.
Viktor, sem lengst hefur setið forsætisráðherra í Evrópusambandinu, þykir ódæll alheimssinnum og eymdarhyggjufólkinu (woke); hann hefur stöðvað óheftan flaum flóttamanna, sem hrekst undan stríðum Bandaríkjamanna, Ísraels og Nató. Og svo gefur hann eins og Vondi-Valdi Putin kynja- og kynleysufræðingum langt nef. Lengra er varla unnt að komast í skömminni.
Í ræðu sinni, sem Viktor m.a.:
Stríð færir okkur engan sigurvinning, heldur tjón. Fyrrum vorum við neyddir inn á vígvöllinn. Og við lutum í lægra haldi. Og þannig mun það fara nú, á þessu Herrans ári 2024. Í fyrstu heimstyrjöldinni urðum við að sjá á eftir tveimur þriðju hlutum lands okkar. Í öðrum heimsófriðnum var herjum Ungverja tortímt á framandi grundu.
Það voru engir eftir á ættjörðinni til að vernda hana, konur okkar og börn. Við vorum svo magnþrota, að friðarsamningar við sigurvegarana voru torveldir. Í heimstyrjöldunum féll hálf önnur milljón Ungverja og með þeim börn og barnabörn, sem hinir látnu hefðu eignast.
Ó, hversu sterkt hefðum við ekki staðið, væri þetta fólk meðal okkar í dag. Enn þá einu sinni er þess krafist, að við geysumst fram á vígvöll. En ég skal tala hægt og skýrt, þannig að Brussel megi skilja: Við ætlum okkur ekki í stríð. Við örkum ekki í austurátt í hið þriðja sinn, við höldum ekki til rússnesku víglínunnar aftur.
Við höfum verið þar áður og höfum enga ástæðu til að vera þar. Við ætlum ekki að fórna ungu kynslóðinni á altari stríðsglæframanna og peningapúka. Við höfnum stríðsgróðaáætlunum, svo stríðsherrarnir megi leggja undir sig eignir Úkraínumanna og gæta hagsmuna stórveldanna.
Þessar áætlanir eru ekki nýjar af nálinni og við erum þeim kunnugir. Þegar, fyrir þrem áratugum síðan, skrifaði George Soros [ungversk-bandarískur auðjöfur, sem hagnaðist óhemjulega á falli breska pundsins] eigið undirróðurshandrit. Samkvæmt því átti að leggja Rússa að velli með vestrænni tækni og ódýru, austur-evrópsku vinnuafli. Hefði því verið tortímt mætti nota flóttamenn í staðinn.
P.s. Í umfjöllun Steigan.no um málið er frá því sagt, að norskir vopnaframleiðendur (Kongsberg Gruppen) hefði gert sölusamning að andvirði 141 milljóna Bandaríkjadala um eldflaugar (Joint Strike Missiles) fyrir F-35A (bandarískar) orrustuþotur.
https://steigan.no/2024/06/orban-europa-taler-ikke-en-ny-krig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://telex.hu/english/2024/06/03/orban-the-time-has-come-for-exorcism-because-the-only-other-option-is-world-war https://magyarnemzet.hu/english/2024/06/the-biggest-ever-life-changing-peace-march-starts-today#google_vignette https://www.msn.com/en-us/news/world/orb%C3%A1n-stages-a-peace-march-in-hungary-in-a-show-of-strength-before-european-parliament-election/ar-BB1nskDF
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021