Benjamín Netanyahu og Ariel Sharon. í minningu Hind Raja

Benjamín Netanyahu og Ariel Sharon. í minningu Hind Raja James Corbett er meðal óljúgfróðustu blaðamanna. Hann hefur nýlega gert heimildarmynd um forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu. Það er afar fróðleg mynd um mann, sem er mikill örlagavaldur í sögu Palestínu og Ísraels. Raktar eru pólskar ættir hans, uppeldi, menntun og störf í Bandaríkjunum. Þar stofnaði hann til tengsla við áhrifamenn meðal auðjöfra Gyðinga og áróðurssamtaka þeirra.

Sumir hafa jafnvel ýjað að því, að Benjamin hafi stundum meiri áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjamanna en þeir sjálfir. Allavega er stuðningur Bandaríkjamanna svo óbrigðull, að rök eru fyrir því að tala um samrunaheimsveldið, Bandaríkin-Ísrael.

Ísraelsmenn hafa stundum á orði, að þeir séu 51. ríki Bandaríkjanna. Herforingjar og stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fara hvergi í grafgötur með þýðingu Ísraels fyrir heimsveldisstefnu sína í Miðausturlöndum.

Herforinginn, Douglas Macgregor, kallar þetta brjálæðingabandalag. Enda sér Amichai Eliyahu, ráðherra menningarmála, fyrir sér, að kjarnorkuvopnum verði beitt á Gaza. Það gera líka sumir þingmanna á Bandaríkjaþingi.

Stríðshaukurinn, Amichai, segir, að hver sá, sem palestínskum fána veifi, eigi ekki tilverurétt, frekar en íbúar á norðurhluta Gaza. „Það eru engir almennir borgarar á Gaza,“ fullyrðir hann. Hugur hans er býsna frjór: „Þeir [íbúar Gaza] geta bara farið til Írlands eða út í eyðimörk. Skrímslin á Gaza verða sjálf að finna lausnir.“ Annar ráðherra lét sér þó nægja, að kalla Gazabúa skynlausar skepnur.

Hugmyndafræðilegri (van)þroskasögu Benjamíns eru einnig gerð nokkur skil í ofangreindri heimildarmynd. Faðir hans var náin samstarfsmaður Ze‘ev Jabotisnky (1880-1940), rússneska síonfasistans, sem lagði drjúgan skerf til landtökuhugmyndafræðinnar og uppbyggingar ísraelska ríkisins. Ofstækishugmyndafræði Ze‘ev er Benjamín í blóð borin og hefur endurspeglast í hernaði, hryðjuverkum og stjórnmálum ríkisins. Likud-flokkurinn ber þennan arf áfram.

Alþjóðaglæpadómstóllinn, sem er hálfgerður málamyndadómstóll, kvað á dögunum upp hálfvelgjulegan dóm, þ.e., að Ísraelum bæri að forðast þjóðarmorð á Palestínumönnum. Þeim dómi gefa Ísraelsmenn langt nef eins og öllum samþykktum Sameinuðu þjóðanna eða alþjóðalögum.

Sú fiskisaga gengur á alþjóðavettvangi, að dómstóllinn hyggist gefa út alþjóðlega handtökuskipun á Bensa barnamorðingja. Viðbrögð hans eru eftirtektarverð og dæmigerð. Það væri dæmalaust, segir hann, að handtaka fulltrúa ríkis Gyðinga, aflifenda eftir helförina. Tólf góðvinir Ísraels í bandaríska þinginu hafa sent Alþjóðaglæpadómstólnum hótunarbréf.

Ofsatrúar Gyðingar halda því fram, að Guð sjálfur hafi gefið þeim landið, Ísrael. Þetta taka síonistar úr röðum Kristmanna undir. Því verði allir, sem þar vilja búa, að lúta valdi Ísraelsmanna. Fulltrúi þessa hóps er Daniella Weiss, forystumaður landtökumanna Ísraela á Vesturbakkanum. Hún segir tungumál síonista ofbeldi – og það sé einasta tungumál, sem Arabar skilji.

Daniella var einn af nánustu samstarfsmönnum Ariel Sharon (1928-2014), sem Ben Gurion (1886-1973) kallaði „sjúkan lygara,“ en aðrir „slátrara.“ Ariel var klappað lof í lófa á Vesturlöndum. Á Íslandi var hann tekinn nær því í guðatölu af hollvinum Ísraelsstjórnar.

Ariel var ofbeldisfullur síonisti eins og Benjamín. Hann var ábyrgur fyrir fjöldamorðum á Palestínumönnum, t.d. í Qibya 1953, Sabra og Shatila 1982 og Jenin 2002. Sabra og Shatila voru flóttamannabúðir Palestínumanna í Líbanon. Ísraelsmenn gerðu innrás í landið 1982 með stuðningi Bandaríkjamanna. Það var hinn kristni „bandalagsher“ þeirra, Falangistar, sem sá um pyndingar og annað ofbeldi í búðunum, sem umhverfðust í sláturhús. Þar var tæplega 2000 börnum og konum slátrað í hrönnum eins og nú er gert í stærsta „útifangelsi“ á jarðarkringlunni, Gaza. (Bandaríkjamenn (Eisenhower) drápu þó fleiri í fangabúðunum fyrir þýska hermenn í lok annarrar heimstyrjaldarinnar, en drepnir hafa verið á Gaza.)

Ísraelsmenn gengu m.a. í ofbeldisskóla Breta, sem stuðluðu beinlínis að stofnun Ísraelsríkis og gáfu sjálfum sér, í skjóli Þjóðabandalagsins, vald til að stjórna í Palestínu, þegar Ottómanar höfðu verið yfirbugaðir. Uppreisnargjarnir Palestínumenn voru oft og tíðum vistaðir í fanga- eða útrýmingarbúðum (concentration camp). Á árinu 1939 voru 13 slíkar fangabúðir í Palestínu. Sex þeirra eru enn í notkun (Kishon, Damon, Ramleh, Ashkelon, Megiddo og Al-Moscobiyeh).

Það vill svo til, að „fangelsið,“ Gaza, er runnið undan rifjum Ariel „slátrara“ Sharon. Hann valdi að fjarlægja byggðir landtökumanna á svæðinu, svo hægari yrðu hernaðarumsvif gegn Palestínumönnum. Ísrael stjórnar öllum leiðum inn og út úr fangelsinu og skammtar m.a. vatn og rafmagn. „Fimm fingra áætlun“ Ariel, þ.e. að búta Gaza niður í svæði, varð þó aldrei alveg að veruleika.

Hluti þessarar áætlunar var stofnun Netzarim rennunnar (Netzarim Corridor), sem skar Gaza í sundur frá austri til vesturs með varðstöðvum og eftirliti. Ísraelsmenn ryðja á ný þessa rennu. Við enda hennar er bryggjan góða, sem Bandaríkjamenn dunda sér við að smíða.

Landtökufólkið fékk í staðinn meira eða minna frjálsar hendur við að stela landi á Vesturbakkanum. Palestínumenn búa þar við ofríki og ofbeldi. Börnum er í engu hlíft. Herinn handtekur, yfirheyrir og pyndar um 700 börn árlega, samkvæmt tölum frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICHEF). Dráp eru tíð.

Ísraelski sagnfræðingurinn, Raz Segal, sérfróður um þjóðarmorð, segir: „Árásir Ísraelsmanna á Gaza eru skólabókardæmi um þjóðarmorð, sem á sér stað fyrir augum okkar.“ Eitt fórnarlambanna er hin sex ára gamla Hind Rajab. Ísraelar eiga heimsmet í vanvirðingu við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og brot á alþjóðalögum.

Stríðið heldur áfram á Gaza og Vesturbakkanum, og við nágrannaríkin. Jemen heldur umferð sjóleiðis til Ísraels í skefjum á Rauðahafi og færist allt í aukana við árásir Ísraela, Breta og Bandaríkjamanna. Nýlega löskuðu þeir bandarískt herskip. Hisbolla í Líbanon eyðir hernaðarlega mikilvægum mannvirkjum í Ísrael. Ísrael svífst heldur einskis í loftárásum á grannríki. Eftir „rassskelli“ Írans fyrir skemmstu ætti Ísrael, Bandaríkjunum og Nató að vera ljóst, að hernaðaryfirburðir þeirra á svæðinu séu í uppnámi.

Svívirðilegur hernaður Ísraela veldur kurr meðal vinveittra Arabaþjóða eins og Egypta, Jórdana og Sádí-Araba, sem einnig hafa verulegra hagsmuna að gæta gagnvart Bandaríkjunum og Ísrael. Áætlanir um efnahagslega samvinnu gætu verið í uppnámi. Bresti sú taug, aukast líkur á stuðningi þeirra við Palestínumenn.

https://www.aljazeera.com/news/liveblog/2024/5/12/israels-war-on-gaza-live-major-rafah-attack-feared-after-evacuation-order https://steigan.no/2024/05/israel-slipper-bomber-dypt-inne-i-libanon/?utm_source=substack&utm_medium=email https://informationclearinghouse.blog/2024/05/11/col-douglas-macgregor-do-israel-ukraine-wwiii/11/ https://archive.md/uMToP https://www.aljazeera.com/program/birds-eye-view/2024/2/22/the-killing-of-6-year-old-hind-rajab https://www.declassifieduk.org/revealed-uk-military-has-flown-200-spy-missions-over-gaza-in-support-of-israel/ https://www.declassifieduk.org/israels-brutality-against-palestinians-draws-on-british-rule/ https://corbettreport.com/victors-justice-the-truth-about-the-international-criminal-court/ https://corbettreport.com/episode-261-international-law/ https://www.globalresearch.ca/genocide-joe-slap-down-united-nations/5857025 https://chrishedges.substack.com/p/israels-willing-executioners?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=144587256&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/lindsey-graham-israel-nuclear-weapons-gaza?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=144580695&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/antisemitism-law-critics-israeli-genocide/5856331 https://english.almayadeen.net/news/politics/torture--executions--and-live-burials--un-experts-on-gaza-ma https://english.almayadeen.net/news/politics/cnn-exposes-horrible-israeli-torture-methods-on-palestinian https://steigan.no/2024/05/usas-militaere-hjelpebrygge-i-gaza-far-problemer/?utm_source=substack&utm_medium=email https://corbettreport.substack.com/p/meet-benjamin-netanyahu-unconvicted?utm_source=podcast-email&publication_id=725827&post_id=144617688&utm_campaign=email-play-on-substack&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email&initial_medium=video https://www.youtube.com/watch?v=cvOSv2fGJ5w https://www.globalresearch.ca/ariel-sharon-beyond-the-eulogies/5365076 https://www.globalresearch.ca/ariel-sharon-serial-war-criminal-mass-murderer/5364664 https://beeley.substack.com/p/war-criminal-ariel-sharons-legacy?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=144745223&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://archive.ph/vgj2E https://www.globalresearch.ca/remembering-the-sabra-and-shatila-massacre/5350020 https://beeley.substack.com/p/ilan-pappe-detained-in-detroit?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=144744835&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://childrenshealthdefense.eu/eu-affairs/bhakdi-trial-enters-the-second-round-the-public-prosecutors-statement-is-now-available/ https://steigan.no/2024/05/den-rettferdige-krigen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://informationclearinghouse.blog/2024/05/14/who-tried-to-pull-the-rug-on-netanyahu-and-why/19/ https://www.youtube.com/watch?v=vb7MZVELbhw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband