Það hlýtur að liggja í augum upp, að svokölluð alþjóðalög (samþykktir Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamningar) gilda einungis fyrir þau ríki, sem ekki hafa mátt til að andæfa þeim. Þetta lögmál er morgunljóst með tilliti til stríðsátaka í veröldinni, einkum Ísraels og Úkraínu og ekki síst framferði Nató.
Kjarnorkuváin hefur vofað yfir veröldinni, síðan Bandaríkjamenn vörpuðu hryllilegum sprengjum sínum yfir Japan undir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Það munaði minnstu, að Bandaríkjamenn og Bretar legðu Ráðstjórnarríkin í kjarnorkurúst, að annarri heimstyrjöldinni lokinni. Til allrar hamingju greip heilbrigt fólk í taumana.
Sumir muna væntanlega eftir Kúbudeilunni 1962, þegar lá við kjarnorkustríði. Þá var það rússneskur skipherra, sem í raun aftraði kjarnorkustyrjöld.
Tuttugu árum síðar og einu betur, bjargaði rússneskur eftirlitsmaður, Stanislav Petrov (1939-2017), veröldinni aftur. Varnarkerfin sögðu Bandaríkjamenn hafa gert kjarnorkuárás. Um að ræða tölvurugl, að hans dómi. Því var ekki gerð gagnárás.
Brjálæðingar á Bandaríkjaþingi krefjast beitingar kjarnorkuvopna gegn Rússum. Vladimir Putin hefur endurtekið bent á, að Rússar muni beita slíkum vopnum, verði tilvist þeirra ógnað umfram það sem Nató gerir nú, sjálft 75 ára afmælisbarnið. Talsmaður stríðsbandalagsins, sem meira að segja hefur kvenfrelsun á stefnuskrá sinni, er beinlínis raunalegur og hjákátlegur. (Pepe Escobar kallar hann rytjulegan (tawdry) og greindarrýran, norskan trjádrumb.)
Afmæli Nató markar sorgardag fyrir Íslenska þjóð. Fyrir þrem aldarfjóðungum síðan laut þjóðin endanlega í lægra haldi fyrir kvölurum sínum og gaf sig þeim á vald, kastaði hlutleysisstefnu sinni fyrir róða og hervæddist gegnum staðgengla. (Sumir fengu einnig bita í askinn sinn.) Íslendingar eru meðábyrgir fyrir öllum gjörðum Bandalagsins.
Hinn dauðvona framvörður vestrænnar heimsvaldastefnu, Ísrael, leggur sig fram um að draga Bandaríkin (og Nató) enn frekar inn í styrjöld sína í Miðausturlöndum. Ísraelar búa yfir kjarnorkuvopnum og bjóða öllum birginn. Barnamorðingjum er til alls trúandi. Tölvusnilli þeirra kemur að góðum notum við morðiðjuna.
Morðæði Ísraela virðast engin takmörk sett. Starfsmenn hjálparsamtaka (World Central Kitchen), sem eru þóknanleg bæði þeim sjálfum og Vesturlöndum, voru sprengdir upp. (Minni þó á, að ekki er allt sem sýnist og áróður berst úr hverjum króki og kima.)
Gagnrýni á ódæði ísraelsku stríðsfasistanna lýsir að sjálfsögðu andgyðinglegu viðmóti í þeirra garð að eigin sögn. Ísraelsstjórn heldur því blákalt fram, að hún sé fulltrúi Gyðinga í veröldinni og að ódæðin séu framin í þeirra nafni.
Til allrar hamingju heyrist þó enn í boðberum friðar, gæsku og skynsemi. Slíka rödd hefur Matthew Hohs, sem fyrir skemmstu talaði í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem Bandaríkjamenn (og Bretar) veita Ísrael skjól til þjóðarmorðs og frekari landtöku.
https://www.youtube.com/watch?v=cz0zWo0pKZ8 https://steigan.no/2024/03/rettighetsekspert-rimelige-grunner-til-a-sla-fast-at-folkemord-blir-begatt-i-gaza/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/04/israelsk-angrep-rammet-iransk-konsulat-i-damaskus-iransk-general-meldt-drept/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/israels-bombing-of-the-iranian-consulate?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=143183528&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/a-genocide-foretold?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=143113553&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/israels-attacks-on-syria-take-a-new?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=143065166&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/us-israeli-open-secret-supporting-al-qaeda-recruiting-jihadists/5660883?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/03/israel-raser-deler-av-gaza-for-a-befeste-langsiktig-tilstedevaerelse/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.972mag.com/lavender-ai-israeli-army-gaza/ https://korybko.substack.com/p/the-polish-reaction-to-israels-bombing?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=143255800&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/04/israel-bombet-utenlandske-hjelpearbeidere-tre-ganger-til-de-alle-ble-drept/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/04/iran-det-er-grenser-for-var-talmodighet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://twitter.com/RealPepeEscobar/status/1775574496847548806?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1775574496847548806%7Ctwgr%5E44d9330a3caea5f9464e39ad84478214d59be683%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fsteigan.no%2F2024%2F04%2Fnato-75-ar-og-hevet-over-kritikk%2F https://spartakus.no/2024/04/03/medieovervakerne-ep-8-nato-75-ar-og-hevet-over-kritikk/ https://www.bbc.com/news/world-europe-24280831 https://www.globalpolitics.se/forre-marinkarskaptenen-matthew-hohn-talar-i-fns-sakerhetsrad-en-apokalyptisk-punkt-utan-atervando/ https://www.youtube.com/watch?v=XTiCJedDorg
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021