Bræðralag Múslíma er meiðurinn, sem spruttu af hreyfingar eins og Hisbolla (Hesbollah), Hamas, heilagir stríðsmenn í Afganistan (Mujahideen) og Alkæda (Alkaida). Sú síðastnefnda var undir stjórn CIA-liðans, Osama bin Laden (1957-2011), sem myrtur var af Bandaríkjamönnum.
Bæði Jórdaníumenn og Ísraelar hafa stutt íslamska öfgahópa og beitt þeim gegn Sýrlendingum. Bandaríkjamenn hafa einnig beitt þeim í Téténíu og öðrum múslímskum hlutum Rússneska ríkjasambandsins.
Leiðir Bræðralagsins lágu víða eins og til breska embættismannsins og múftans (æðstaprestins) í Jórsölum, Hai Amin Al-Husseini (1895-1974), sem átti í vinfengi við þýska nasista og sótti m.a. Adolf Hitler (1889-1945) heim. Haj Amin skipulagði meira að segja sérstaka Schutzstaffel- hersveit (SS) Múslíma. Flestir liðsmanna hennar komu frá Bosníu. Múftinn var síðar ráðinn að áróðurútvarpsstöð Breta í Kaíró.
CIA og MI16 höfðu reyndar augastað á öllum, sem að gagni mættu koma í baráttunni gegn Ráðstjórnarríkjunum í veröldinni. Þeir leituðu einnig uppi hæfa Nasista eins og Reinhard Gehlen (1902-1979), fyrrum njósnaforingja Þjóðverja. Reinhard var gerður að yfirmanni Gehlen-gengisins. Í þessu gengi eða stofnun, sem CIA setti á laggirnar, störfuðu fyrrum njósnarar nasista. Gengið varð vísirinn að nýrri Vestur-þýskri leyniþjónustu.
Segja má, að Bræðralagið hafa komið að flestum myrkraverkum Vesturveldanna í Miðausturlöndum og Vestur-Asíu. Um miðja síðustu öld höfðu Frakkar enn þá umtalsverð ítök á svæðinu, sbr. Sykes Picot samkomulag þeirra og Breta um skiptingu svæðisins við lok fyrstu heimstyrjaldarinnar.
Súezskipaskurðurinn hafði verið grafinn fyrir tilstilli Frakka og þjónaði sem mikilvæg flutningsleið milli Evrópu og Asíu. Þegar Nasser, sem var þjóðernissinni, vildi þjóðnýta skurðinn, háðu Bræðralagið, Ísrael, Bretar og Frakkar, stríð gegn Egyptalandi. Nasser skyldi steypt af stóli.
CIA (Allen Dulles (1893-1969)) og utanríkismálaráðuneyti Bandaríkjanna (John Foster Dulles (1888-1959)), unnu markvisst að því að efla al-íslömsku (pan Islamic) Wahhabi hreyfinguna í Sádí-Arabíu og fengu hana til liðs við sig í andófinu gegn Nasser - og styrktu Bræðralagið samtímis.
Einn af framámönnum í þessari hreyfingu var Sheikh Abdel Aziz bin Baz (1912-1999), stundum kallaður blindi sjeikinn. Hann var andvígur nútímavæðingu í Sádí Arabíu og talaði fyrir ofbeldi og hryðjuverkum. Í huga Abdel Aziz var jörðin flöt. Þeir, sem héldu öðru fram væru guðleysingjar og andsnúnir Kóraninum og Spámanninum.
Anwar Sadat (1918-1981), sem tók við, þegar Nasser var steypt af stóli, var bróðir Múhammeðs. Fáir hafa líklega verið jafn hollir Bandaríkjamönnum við að auka áhrif sín í Miðausturlöndum, t.d. með því að sundra Aröbum, gera Camp David samkomulagið við Ísrael, styðja uppreisn (jihad) múlíma á vegum Bandaríkjamanna í Afganistan og greiða götu þeirra umhverfis Persneska flóann.
Svo fór, að Anwar féll fyrir flugumanni úr eigin hreyfingu, öfgafyllsta armi hennar (Islamism) undir forystu Abdul Rahman, sem lagði CIA lið við að útvega heilaga stríðsmenn til stríðs þeirra í Afganistan. Stjórnmálaarmur öfga-Íslam var fjármagnaður af arabísku olíuríkjunum (Kúvæt, Katar, Sádí) og fjármálastofnunum þeirra, sem bankamenn Vesturlanda komu á koppinn. Bræðralagið fékk einnig fjárstuðning frá Ísrael og Jórdan.
Ísraelsmenn studdu þá viðleitni Bræðralags Múslíma að skjóta rótum á hernumdum svæðum Palestínumanna til að andæfa Frelsissamtökum þeirra (Palestine Liberation Organization - PLO). Þeir voru innan handar Ahmed Yassin (1936-2004), leiðtoga þeirra, við stofnun Hamas. Þetta staðfestir m.a. Charles Freeman (f. 1943), fyrrum sendiherra Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu og bendir á, að stofnun Hamas hafi verið samkvæmt áætlunum Shin Bet, innanríkisleyniþjónustu Ísraels, til að vinna gegn PLO.
Ísraelsk yfirvöld hafa síðar beitt Hamas markvisst til að berjast gegn sjálfstæðishreyfingu Palestínumanna á Gaza og á Vesturbakkanum. Ariel Sharon t.d. notfærði sér Hamas, Heilögu hersveitirnar (Islamic Jihad) og Hisbolla. Samkvæmt yfirlýsingum barnamorðingjans, Benjamin Netanyahu (f. 1949), er þetta enn þá hornsteinninn í stefnu Ísraels gagnvart Palestínumönnum.
Hugmyndafræðilegur grundvöllur að Hamas var þó til staðar í Palestínu allar götur frá fjórða áratugi síðustu aldar, er múftinn fyrrnefndi, Haj Amin al-Husseini, í senn bæði vinur Breta og Þjóðverja, hvatti til uppreisna gegn landnáms- og landtökumönnum Gyðinga. Múftinn hitti fulltrúa Bræðralagsins árið 1935. Það opnaði bækistöðvar í Jórsölum tíu árum síðar.
Said Ramadan (1926-1995) var mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna eins og Adul og fleiri. Svissneska leyniþjónustan sagði hann erindreka CIA. Said var samtímis fulltrúi Jórdan hjá Sameinuðu þjóðunum og helsti alþjóðahernaðarhugsuður Bræðralagsins. Hann stofnaði m.a. Miðstöð Múhameðstrúarmanna í Genfar 1961. Það urðu höfuðstöðvar Bræðralagsins.
Það má geta þess, að konungur Jórdaníu, Hussein bin Talai (1935-1999), var á launaskrá hjá CIA. Öðru máli gegndi um Bashir Assad (f. 1965), forseta Sýrlands, Yasser Arafat (1929-2004), yfirmanns Sjálfstæðishreyfingar Palestínu (PLO) og Saddam Hussein (1937-2006), forseta Íraks, sem voru einarðir andstæðingar Bræðralagsins og allra þess afsprengja.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021