Bandaríski blaðamaðurinn, Robert Dreyfus, hefur skrifað áhugaverða bók með titlinum, Djöfulsleikar. Hvernig Bandaríkin leystu úr læðingi rétttrúnað í íslamskri trú (Devils Game. How United States Helped Unleash Fundamentalist Islam). Bókin kom út 2005.
Höfundur segir á þessa leið: Þetta er sagan um það, hvernig Bandaríkjamenn fjármögnuðu og hvöttu hægrisinnaða öfgamenn meðal Múslíma til dáða, stundum fyrir allra augum, stundum í leyni. Í Djöfulsleiknum leitast ég við að varpa ljósi á leyndina. Það er mikilvægt, þar eð fátt eru um þá stefnu vitað, en henni hefur verið fylgt í sex áratugi. Stefnan hefur alið af sér hryðjuverk Múslíma um víða veröld. Satt best að segja var hið verðandi heimsveldi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, Norður-Afríku, Mið- og Suður-Asíu, svo skipulagt, að Íslam sem stjórnarstefna yrði ein grunnstoða þess.
Nokkur orð um Múhammeðstrú eða Íslam, áður en lengra er haldið: Múhameðstrú, þ.e. trúin á spámanninn Múhammeð eða Muhammad ibn Abdullah (570?-632) er einnig kölluð á enskri tungu Muslimism, Islam, Mohammedanism, Muhammadanism og Muslimism. Islamism eða Pan-Islamism er oft og tíðum notað um rétttrúnaðarhyggju, öfgatrú og yfirráðahyggju.
Muhammad, fæddur í Mekka á Arabíuskaganum, fékk opinberun í helli og gerðist boðberi Guðs, Alla (Allah). Múhammeð var talinn fjórði í röð hinna miklu spámanna. Hinir fyrri voru: Abraham, Móses og Jesús Maríuson. Um þá er fjallað í Biblíunni, Gamla og Nýja Testamentinu.
Múhammeðstrú eða Íslam merkir að gefa sig Guði á vald. Sá sem það gerir er trúmaður (muslim). Muhammad lofaði öllum hinum stríðandi ættkvíslum Arabíuskagans skjóli í stórum faðmi hins nýja íslamska ríkis hans, umma. (Umma merkir samfélag fólks, sem sameinast með skírskotun til sameiginlegrar trúar fremur ættbálkatengsla.)
Lesa má um boðskap Allah í trúarritinu Kóraninum sambærilegt rit Biblíu kristinna manna og Gyðinga. Allah er í sjálfu sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Trúræknin hvílir á fimm undirstöðum: (1) Bænagjörð fimm sinnum á dag, (2) föstum, (3) bænagjörð í hinum heilaga mánuði, Ramadan, (4) pílagrímsför til Mekka, að minnsta kosti einu sinni í lífinu, og (5) ölmusu handa fátækum trúarsystkinum.
Þegar andlátið bar að, var Muhammad máttugasti höfðingi Arabíu. Þá upphófust erjur um erfðaröðina. Sumir vildu að Ali bin Abu Talib (600-661), tengdasonurinn, tæki við. Shiat Ali voru þeir kallaðri eða einfaldlega Shia.
Imam er sá kallaður, er veitir bænahaldinu forystu, en ulama, er sá hópur fræðimanna, sem trúað er fyrir (að hálfu Sunníta) túlkun Kóransins. Jihad er lykilhugtak og merkir ýmist innri baráttu hvers og eins við samvisku sína eða baráttuna fyrir félagslegum og efnahagslegum rétti systra og bræðra í trúnni.
Hinn hópurinn, Sunnítar, sem er lang fjölmennastur, vildi hins vegar, að náinn vinur og tengdafaðir Spámannsins, Abu Bakr/Abd Allah Ibn Abi Quihafa (573-634), tæki við stjórnartaumunum. Hann varð fyrsti kalífinn. Fylgismenn hans kenndu sig við hefð (sunna) og urðu Sunni. Trúarlega er óverulegur munur á fylkingunum. Í Sádí-Arabíu eru Sunnítar fjölmennastir, Shia í Íran.
Safavidar er íslömsk trúarregla, sem stofnaði klerkaveldi í Persíu (Íran). Safavidar aðhylltust Shia tilbrigðið við Múhammeðstrú og beittu sér fyrir eflingu þess siðar. Í því tilliti var prestastéttin (ulama) einkar mikilvæg.
Löggjöf Múhammeðstrúarmanna er kölluð saría (sharia, shariah), þ.e. lög Guðs eða Alla. Þau tóku til stjórnunar, tengsla, afbrota, verslunar og trúar. Þau voru komin frá Guði, sem var óskiptur, einn og sannur. Lög- og guðfræði í Múhammeðstrú er stunduð í skólum, nefndum Madrasa. Bænahús Múhameðstrúarmanna eru moskurnar (mosque). Hadith er kallað spekisafn spámannsins um orð hans og æði. Íslömsk lög grundvallast á túlkunum guðspekinga (ulama) á hinni helgu bók, Kóraninum og Hadith.
Áratugum og öldum eftir andlát Múhammeðs voru færð í letur boð hans eða skipanir í hina helgu bók, Kóraninn. Múhammeð var fyrirmynd hins fullkomna manns í guðslíki. Líferni hans skyldi vera til eftirbreytni, menn skyldu feta troðna slóð hans. Þessi eftirbreytni er kölluð sunna eða hefð eins og fyrr er ýjað að.
Fyrstu tvær til þrjár aldirnar eftir dauða Múhameðs eru stundum nefndar öld arabískrar eingyðistrúar. Ýmis guðfræðileg og pólitísk atriði Íslams mótuðust: (1) Árið 651 (þ.e. tiltölulega snemma) kemst texti Kóransins, hins helga rits múslima, í endanlegt form. (2) Um kennivald Múhameðs og kalífans (eftirmanns hans). (3) Um lagaleg efni í tengslum við hadith (safn orða Múhameðs og sagna um hann). (4) Líf spámannsins varð siðferðilegt fordæmi, sunna (hin farna leið spámannsins, þ.e. afrek hans og ummæli sem leiðarvísir og fordæmi); fjórar meginstefnur (skólar). (5) Múhameð sem vammlaus maður, holdgervingur vilja guðs.
Fjórir lagaskólar kenndir við stofnendur sína: (1) Abu Hanifah (699-767, Tyrkland, Mið-Asía). (2) Malik b. Anas (um 711-795; Norður-Afríka). (3) al-ShafiI (767-820; A-Afríka, A-Asía). (4) Ibn Hanbal (um 780-855; Arabíuskaginn).
Tveir meginstraumar íslamskrar heimspeki, skólaspeki (kalam) og rökheimspeki (falsafa) sem byggði á kenningum [forngríska heimspekingsins] Aristótelesar [394-322]. (Sverrir Jakobsson. Námskeið í heimssögu, HÍ, haust 2013, glæra.)
Hlýðni við saría lögin er leiðin til hins góða lífs, lífs í guðsótta. Meginuppspretta laga og lagatúlkunar er sem sé Kóraninn sjálfur, svo og Vegurinn (Sunnah, Hadith), orð og gjörðir Spámannsins. Túlkun saría er mismunandi eftir samfélögum. Sums staðar eins og í Tyrklandi gilda veraldleg lög. Annars staðar er farið beggja bil og í bland.
Íslömsk trú, þ.e. Múhammeðstrú og stjórnarhættir héldust hönd í hönd. Ættflokkar á Arabíuskaganum höfðu viðurkennt trúarreynslu Múhammeðs spámanns og kenningu hans um 632. Um öld síðar ríktu íslamskir leiðtogar meira eða minna í ríkjunum umhverfis Miðjarðarhafið, Írak og Persíu (Íran) og á Norður Indlandi.
Bagdad í Írak varð andleg miðstöð múslíma. Klofnings varð vart þegar á áttundu öld. Klofningur þessi hafði víðtækar afleiðingar, ekki einungis, hvað varðar yfirráð yfir heimsveldinu, heldur einnig með tilliti til trúarspeki og heimspeki. Innan Sunni hreyfingarinnar urðu til fjögur megintilbrigði eða lagastefnur.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021