Fyrir skemmstu var haldin ráðstefna í Bandaríkjunum á vegum íhaldsmanna. Þar tróð upp Nayib Amando Bukele Ortez (f. 1981), sem í hálfkæringi hefur kallað sig, svala einræðisherra El Salvador. Nayib komst til valda í lýðræðislegum kosningum 2019 og hefur nú, eftir fimm ára forsetatíð, boðið sig aftur fram, enda þótt það fari í bága við stjórnarskrá landsins.
Í ræðu sinni varar Nayib okkur við örlögum frosksins, sem fann að pollurinn hans var farinn að volgna mjög, uns hann sauð, og hann með. Ætli það útleggist ekki á íslensku að fljóta sofandi að feigðarósi?
Nayib er kominn af kristnum Palestínumönnum frá Jórsölum. Faðir hans tók þó trú Múhameðs spámanns á fullorðins aldri. Eiginkonan er af spænskum Gyðingaættum.Nayib varð snemma athafnamaður, en lét síðar til sín taka á vettvangi stjórnmálanna.
Ástandið í El Salvador, þar sem íbúar eru hálf sjöunda milljón, er svipað og víða í Milli- og Suður-Ameríku. Þjóðir álfunnar lutu lengi vel Spánverjum og Portúgölum eða þar til Bandaríkin ráku þá á brott samkvæmt svokallaðri Monroe stefnu (Monroe Doctrine), sem forseti þeirra, James Monroe (1758-1831) boðaði 1823. Vesturhvel allt er þar skilgreint sem áhrifasvæði eða bakgarður Bandaríkjanna.
Í þessum heimshluta er völdum víða enn skipti milli erlendra auðhringa, stjórnvalda og frjálsa félagasamtaka (non-governmental organizations), innlendra leppa þeirra og glæpagengja. Fátækt er landlæg.
Nayib hefur heldur betur tekið til hendinni, stakk tugþúsundum í fangelsi með hjálp hersins og rak spillta dómara og embættismenn úr sætum sínum. Slíka tilburði virðist almenningur kunna vel að meta. Vinsældir hans samkvæmt kosningum og viðhorfsmælingum eru ógnarlegar.
Boðskapur hins unga forseta hljómar eins og lýðræðisguðspjall. Stjórnmálamenn þiggja vald sitt frá alþýðu, starfi embættismanna felst í því að þjónusta almenning, rétt eins og stofnana landsins. Fjármálanykinn verður að reka af höndum sér, segir Nayib.
Nayib hljómar eins og skoski lýðræðiseldhuginn, Neil Oliver. Og það er svei mér þá ekki leiðum að líkjast. Forsetinn ungi virðist hafa haft erindi sem erfiði á heimavettvangi, almúginn dáir hann og þakkar fyrir nýfengið öryggi. Hrifningin afBitcoin sem þjóðargjaldmiðli er þó ekki jafn skær.
Nayib er ómyrkur í máli, þegar hann fjallar um myrkraöflin, þ.e. huldumannastjórnina, sem vill leggja undir sig heiminn. Þetta undrabarn stjórnmálanna er ófeimið við að taka afstöðu, stundum nýstárlega og eilítið undarlega. Hann leggur t.d. Hamas að jöfnu við glæpagengi í landi sínu, styður forsetaefni leyniþjónustu Bandaríkjanna í Venesúela, lofar Dónald Trump og hefur stofnað til innviðauppbyggingar í landinu í samvinnu við Kínverja.
Það fylgir sögunni, að Jósef vill alls ekki eiga orðastað við Nayib. Þá er reynslunni samkvæmt stutt í leyniþjónustuna, sprengjuregnið og grænu stakkana.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum geðþekka, unga leiðtoga í framhaldinu. Hann lætur eins og bóndi í Brussel, ryður burtu spillingu og embættismönnum. Vonandi bruna þeir til Davos. En lánið er stundum fallvalt.
https://www.breitbart.com/middle-east/2023/10/09/el-salvadors-palestinian-president-nayib-bukele-hamas-get-rid-those-animals/ https://www.history.com/topics/19th-century/monroe-doctrine https://medium.com/lumerin-blog/titan-profiles-3-nayib-bukele-the-unconventional-president-3bcf0f048662 https://www.latimes.com/world-nation/story/2023-07-25/growing-cult-of-nayib-bukele https://www.bbc.com/news/topics/cyxzyr5ndpyt https://www.latimes.com/world-nation/story/2024-02-23/la-na-pol-el-salvador-bukele-cpac https://www.latimes.com/world-nation/story/2024-02-04/el-salvador-holds-election-that-self-described-worlds-coolest-dictator-has-path-to-win https://history-biography.com/nayib-bukele/ https://coinbrain.com/dictionary/nayib-bukele https://en.wikipedia.org/wiki/Nayib_Bukele https://steigan.no/2024/02/borgerkrigstilstander-i-brussel/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/02/robert-fico-vestens-strategi-har-feilet-fullstendig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://informationclearinghouse.blog/2024/02/26/el-salvador-president-warns-of-dark-forces-in-anti-crime-speech-at-cpac/16/ https://www.youtube.com/watch?v=ATWG0bBWe_o https://www.globalresearch.ca/who-owns-world-small-group-big-money/5850681https://www.globalresearch.ca/who-owns-world-small-group-big-money/5850681 https://stopworldcontrol.com/salvador/
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021