Það geisa skelfileg stríð í veröldinni þessa dagana. Þau eru hluti af (þriðju) heimstyrjöldinni. Eins og venjulega er þeim hrundið af stað sökum græðgi hinna valdasjúku, ofsaríku og siðblindu, sem hafa fólk að leiksoppi, beita það valdi, blekkingum og áróðri.
Eins og allir vita eru slík hagsmunastríð háð með vopnum fyrir botni Miðjarðarhafs, á Arabíuskaganum, í Írak, Sýrlandi og Kongó. Samtímis eru háð áróðursstríð til að réttlæta ófögnuðinn.
Leiðtogar Evrópu vopnvæðast af kappi, samtímis því, að efnahagi þjóða þeirra hnignar. Pólverjar og Þjóðverjar hafa á ný hafið kapphlaupið um völdin í Evrópu. Andlegur vígbúnaður á Norðurlöndunum er eftirtektarverður. Herforingjar og stjórnmálamenn hvetja til viðbúnaðar og vígvæðingar, því Rússarnir eru að koma.
Í vestrænum áróðursfjölmiðlum er tekið undir stefið. RÚV fann meira að segja hjá sér hvöt til að leyfa norskum hershöfðingja að messa yfir landsmönnum gamla óttatuggu herskáustu þjóðar Norðurlanda, sem hvarvetna er til staðar, þegar drepa skal fólk.
Það kynnu þó að vera heillavænlegar breytingar á fjölmiðlasviðinu (varla hjá RÚV). Bandaríski blaðamaðurinn, Tucker Carlson, átti viðtal við manninn, sem engin má eða nennir að hlusta á, Vladimir Putin, sem gaf veröldinni gagnlega kennslustund í sögu og alþjóðastjórnmálum. Það hefði Sergei Lavrov sem Bogi Ágústsson kallar bullara vafalaust líka getað gert.
Viðtalið við Valdimar hefur orðið Cynthia Chung, einum hinna markverðu úr hópi samtímasagnfræðinga, hvati til greinarskrifa, sem áhugasamir um staðreyndumræðu og alþjóðamál ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Hróbjartur (Robert) Kennedy, forsetaframbjóðandi og verndari Ísraels, hefur líka fjallað um stríðið í Úkraínu. Hann bendir m.a. á þær hvatir Bandaríkjanna og Nató, sem búa að baki; græði í peninga og auðlindir. Í máli hans kemur svo sem ekkert nýtt fram, að það er sérstakt, að forsetaframbjóðandi á hinu harmþrunga eða grátbroslega leiksviði stjórnmála í landi hinna frjálsu og hugprúðu, skuli tíunda þetta. Og svo er góð vísa aldrei of oft kveðin.
Það sem hinum ágæta baráttumanni, Hróbjarti, virðist þó sjást yfir, er, að það eru sömu meginöfl, sem heyja stríð í Úkraínu, Ísrael, Kongó og Miðausturlöndum. Þar berjast þau bæði með vopnum og undirróðri. Í heimahögunum há þau veirustríð, stunda kynbyltingu og annars konar menningarupplausn. Nú er það hræðsla við innrás frá Rússlandi, sem enn þá einu sinni skal berja okkur til undirgefni við stríðsbrjálaða stjórnmálamenn og sölumenn dauðans. Heróp þeirra bergmála í fjölmiðlum eins og hvert annað fagnaðarerindi.
Stríðshaukarnir vísa einu sinni enn á bug tilboði Rússa um friðarsamninga.
https://steigan.no/2024/02/robert-f-kennedy-med-noen-sannhetsord-om-krigen-i-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/02/usa-avviser-putins-siste-tilbud-om-forhandlinger-om-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=fOCWBhuDdDo https://cynthiachung.substack.com/p/on-president-putins-interview-with?utm_source=cross-post&publication_id=309240&post_id=141536470&utm_campaign=260045&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email Viðbót: https://michelchossudovsky.substack.com/p/tucker-carlson-and-vladimir-putin?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=141603627&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021