Ólíkt hafast mennirnir að. Meðan íslensk stjórnvöld styðja beint og óbeint ríkisstjórn Brjálaða-Bensa í Ísrael og leggja sitt af mörkum til að svelta það aumingjans fólk á Gaza, sem þar velkist um í sprengjuregninu og vinnur samtímis gegn vopnahléi á alþjóðavettvangi sammælast starfsmenn alríkisstjórnar Bandaríkjanna um að mótmæla stuðningi foringja síns, Joseph Biden, sem og beinni og óbeinni þátttöku í stríðsaðgerðum Ísrael á Gaza.
Brjálaði-Bensi mun eflaust kalla þá Gyðingahatara eins og þau samtök Gyðinga, sem hástöfum mótmæla slátrun íbúa Gaza: Ekki í okkar nafni, segja þau. BB beitir nefnilega enn þá hinu gyðinglega fórnarlambstrompi, sem vel hefur dugað og grafið um sig í menningu Gyðinga. Hann veltir sér enn upp úr gömlum sögnum eða ævintýrum, t.d. um Esther og Amalek þjóðina, frændur Ísraela. Hún bjó suður af Kanan í námunda við Sínæ-eyðimörkina). Ísraelar/Gyðingar áttu í erjum við í fyrndinni.
Sagan um Ester Gyðingadrottningu er reyndar afar áhugaverð með tilliti til menningar Gyðinga, sálarlífs Brjálaða-Bensa og alþjóðastjórnmála. Hún gerist á dögum heimsveldis Xeresar (Ahasuerus) (518? 485) mikla, Persakonungs.
Baksvið og aðdragandi:
Maður er nefndur Haman. Hann var af þjóð Amaleka (afkomandi Agag, konungs Amaleka, sem áttu ættir að rekja til Esau Ísakssonar Abrahamssonar. Esau var tvíburabróðir ættföður Ísraelsmanna (Hebrea, Gyðinga), Jakobs. Jakob hafði leitað á náðir Egypta eins og margir aðrir af þjóð hans, þegar hungursneyð vofði yfir.
Þegar Móses svo leiddi þjóð Ísraels úr útlegðinni gegnum lönd Amaleka sló í brýnu milli frændanna. Hatrið í garða Amaleka var svo rammt, að Ísraelar (Gyðingar, Hebrear) töldu það skyldu sína, samkvæmt guðlegri forsjón, að útrýma þjóðflokki þessum, sem enn hjarði á veldistíma Xeresar, þrátt fyrir, að bæði Sál konungur og Davíð, sonur hans, hefðu á elleftu öld fyrir Krist, margsinnis höggvið í þann knérunn.
Haman var í miklum metum hjá Xeresi. Honum var í nöp við Gyðinga, en sérstaklega við foringja þeirra, Mordekaí, sem ekki vildi sýna honum virðingarvott sæmilega. Því særði Haman konung sinn til að samþykkja tortímingu Gyðinga í öllu ríkinu.
Þá sagði Haman við Xerxes konung: Meðal þjóðanna hvarvetna í héruðum ríkis þíns er ein þjóð sem hefur dreifst víða og sker sig úr öllum öðrum þjóðum. Lög þessarar þjóðar eru frábrugðin lögum allra annarra þjóða, lög konungs virðir hún að vettugi. Verður ekki við það unað að konungur láti þetta óátalið. Sé það konungi þóknanlegt þarf að gefa út skriflega tilskipun um að eyða þessari þjóð.
Fyrirmælin voru þau að á einum degi, þrettánda degi tólfta mánaðarins, mánaðarins adar [frá miðjum febrúar til miðbiks mars], skyldi eyða öllum Gyðingum, deyða þá og tortíma þeim, ungum og öldnum, jafnt konum sem börnum, en hald skyldi lagt á eigur þeirra.
En þá tók sagan óvænta stefnu. Því kóngur hafði orðin ástafanginn af íðilfagurri Gyðingamær, Ester, og gert hana að drottningu sinni. Hún gekk á fund konungs:
Konungur sagði við hana: Hvað er að, Ester drottning, hvers óskarðu? Bæðirðu mig um hálft konungsríkið yrði ég jafnvel við þeirri ósk.
Ester svaraði: Við höfum verið seld, ég og þjóð mín, til eyðingar, dauða og tortímingar. Hefðum við aðeins verið seld mansali sem þrælar og ambáttir hefði ég þagað enda væri ánauð okkar þá ekki þess verð að konungur hefði af henni ónæði.
Þá sagði Xerxes konungur að bragði við Ester drottningu: Hver er sá sem dirfist að gera slíkt og hvar er hann? Ester svaraði: Sá ofríkismaður og óvinur er hrakmennið hann Haman.
Það er skemmst frá því að segja, að Haman var hengdur í stað Mordekaí Gyðingaforingja og honum selt í sjálfvald að semja tilskipanir í konungs nafni. Og það gerði Mordeaj:
Í bréfunum veitti konungur Gyðingum í sérhverri borg heimild til að safna liði til sjálfsvarnar, eyða, deyða og tortíma liðsafla hverrar þeirrar þjóðar eða héraðs, sem veittist gegn þeim, jafnvel börnum og konum, og hafa fjármuni þeirra að ránsfeng.
Gyðingar nutu ljóss og gleði, fagnaðar og heiðurs. Í öllum héruðum og öllum borgum, þar sem tilskipun og lög konungs voru birt, glöddust Gyðingar og fögnuðu, héldu veislur og gerðu sér þann dag margt til hátíðabrigða. Og margir íbúar af öðru þjóðerni tóku Gyðingatrú því að ótti við Gyðinga var yfir þá kominn.
Héraðshöfðingjar, skattlandsstjórar, landshöfðingjar og embættismenn konungs lögðu allir Gyðingum lið vegna þess að þeir óttuðust Mordekaí, en áhrif Mordekaí voru orðin mikil við hirð konungs og fór miklum sögum af honum um öll héruðin. Völd Mordekaí fóru sívaxandi. Gyðingar hjuggu óvini sína með sverði, drápu þá og eyddu þeim. Fjandmenn sína léku þeir eins og þá lysti. Í virkisborginni Súsa drápu Gyðingar og tortímdu fimm hundruðum manna.
En Ester og Mordekaí þótt ekki nóg að gert og Ester skundaði því á fund konungs, sem var yndismey sinni eftirlátur enn sem fyrr. Ester sagði:
Þóknist það konungi skal Gyðingum í virkisborginni Súsa heimilað að fara hinu sama fram á morgun og í dag og hinir tíu synir Hamans skulu festir á gálga.
Konungur skipaði að þetta skyldi gert og var tilskipun birt í Súsa. Tíu synir Hamans voru festir á gálga. Gyðingar í Súsa söfnuðust enn saman á fjórtánda degi mánaðarins adar og drápu þrjú hundruð manns í Súsa. Ekki tóku þeir þó neinn ránsfeng.
Aðrir Gyðingar, sem bjuggu í héruðum konungsríkisins, söfnuðust einnig saman til að verja sig og öðlast frið fyrir óvinum sínum. Þeir drápu sjötíu og fimm þúsund fjandmanna en tóku engan ránsfeng. Þetta gerðu þeir á þrettánda degi mánaðarins adar en tóku sér hvíld fjórtánda dag mánaðarins og gerðu hann að hátíðar- og veisludegi.
Gyðingar þeir sem bjuggu í Súsa höfðu hins vegar safnast saman bæði þrettánda og fjórtánda dag mánaðarins. Fimmtánda daginn tóku þeir sér hvíld og gerðu þann dag að fagnaðar- og veisludegi.
Vegna þessa hafa Gyðingar í afskekktum sveitaþorpum þann sið að gera sér fjórtánda dag mánaðarins adar að hátíðar-, veislu- og gleðidegi og skiptast menn þá á matargjöfum.
Heimsveldið í dag heitir Bandaríkin. Xerex konungur heitir nú Joseph Biden. Mordekaí heitir nú Benjamin Netanyahu. Brjálaði-Bensi fylgir gyðinglegri túlkun sögunnar; Allir sækja að saklausum Gyðingum. Þeir eru fórnarlömb. Á dögum Xeresar máttu þeir strádrepa Amaleka (þjóð Hamran) og alla aðra, byði þeim svo við að horfa. Þessi viðhorf eru enn innrætt börnum í Ísrael.
Ætli það renni upp fyrir kristilegum jafnaðarmönnum, að ísraelska ríkinu stjórni andlega bágstatt fólk, andsetið illsku, en ekki holdi klæddir erindrekar algóðs himnaföður, hvorki Gyðinga, né Kristmanna?
Ætli leiðtogar Vesturlanda (og Íslands) hafi þor til að rísa gegn morðæði Mordekaí og stöðva Biblíubrjálæðið í Miðausturlöndum?
Nýlegur hálfvelgjudómur Alþjóðadómstólsins (International Court of Justice ICJ) í Haag fær Brjálaða-Bensa til að froðufella, en hann skellir við skollaeyrum. Enda er dómurinn máttlaus eins og við mátti búast; talin er hætta á þjóðaramorði og Bensi er góðfúslega beðinn um að halda aftur af herforingjum sínum.
Hann er engu að síður hvattur til dáða af samherjum í Bandaríkjunum eins og þingmanninum, Brian Mast, sem hvetur til að allir hryðjuverkamenn verði drepnir, ómálga börn einnig.
Hreinsunin á Gaza heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist og Jósef heldur áfram að varpa sprengjum í hernámi sínu í Sýrlandi og Írak og Jemen auðvitað. Írönsk skotmörk utan Írans eru komin á áætlun.
Og viti menn! Jósef fær líka stuðning af Robert F. Kennedy yngri, forsetaframbjóðanda, sem eins og Alexander Haig, lýsir Ísraelsríki sem herstöð Bandaríkjanna.
Robert tekur í svipaðan streng og sérfræðingar kristilegra jafnaðarmanna á Íslandi:
Palestínumenn eru að öllum líkindum ofdekraðasta þjóð veraldar hjá alþjóðahjálparstofnunum.
https://biblian.is/biblian/esterarbok-1-kafli/ https://www.globalpolitics.se/pentagon-medger-att-bevis-saknas-for-att-iran-lag-bakom-3-usa-soldaters-dod-men-anfaller-anda-iranska-mal/ https://www.hindustantimes.com/world-news/us-news/robert-f-kennedy-jr-hailed-for-single-greatest-defense-of-israel-worth-three-minutes-of-your-time-101702960343411.html https://www.biblestudytools.com/bible-study/topical-studies/5-things-about-mordecai-we-can-all-relate-to.html https://www.chabad.org/holidays/purim/article_cdo/aid/5846226/jewish/12-Facts-About-the-Wicked-Haman.htm https://www.globalresearch.ca/israels-starvation-strategy/5848377 https://www.youtube.com/watch?v=4WrIv1d475U https://www.thetorah.com/article/amalek-a-pawn-in-the-rivalry-between-saul-and-davids-legacy https://www.encyclopedia.com/religion/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/amalekites https://informationclearinghouse.blog/2024/02/02/is-uss-suspension-of-unrwa-funding-retaliation-for-icjs-interim-ruling/10/ https://www.globalresearch.ca/gaza-versus-hague-icj-failed-again-case-political-correctness/5847838 https://www.globalresearch.ca/the-icj-requires-netanyahu-to-prevent-and-punish-those-responsible-for-the-genocide/5847666 https://www.al-monitor.com/originals/2024/01/us-government-employees-plan-walkout-over-bidens-gaza-policies?token=eyJlbWFpbCI6ImRhdmVkZWNhbXBAeWFob28uY29tIiwibmlkIjoiNjIxNzEifQ%3D%3D&utm_medium=email&utm_campaign=Ungrouped%20transactional%20email&utm_content=Ungrouped%20transactional%20email+ID_e3a51c2a-b317-11ee-bc10-b2fb06c91f1a&utm_source=campmgr&utm_term=Access%20Article https://informationclearinghouse.blog/2024/02/02/palestinian-babies-arent-all-that-innocent/08/
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021