Hamas samtökin á Gaza gáfu nýlega út skýrslu. Hér er stiklað á stóru og í hnotskurn um nokkur atriði, handa þeim, sem telja mikilvægt að skoða allar hliðar máls.
Barátta þjóðar Palestínu gegn hernámi og nýlendustefnu hófst ekki 7. október á síðasta ári, heldur fyrir 105 árum síðan.
Gaza hefur verið í herkví síðan 2007. Íbúar efndu til friðsamlegrar kröfugöngu 2018. Ísraelski herinn drap 360 Palestínumenn og særði 19.000, þar af 5000 börn.
Á tímabilinu frá janúar 2000 til september 2023 hefur ísraelska hernámsliðið drepið 11.299 Palestínumenn og sært 156.768. Flestir þeirra eru óbreyttir borgarar.
Sameinuðu þjóðirnar og fleiri hafa skrifað um þetta skýrslur. Sendiherra Ísraels hjá SÞ, Gilad Erdan, reif skýrsluna í Mannréttindaráði SÞ 29. október 2021. Hann fékk ári seinna stöðu varaforseta Allsherjarþingsins.
Síðustu 75 árin hefur Ísrael neitað að framfylgja 900 állyktunum SÞ. Bandaríkin hafa ævinlega beitt neitunarvaldi gegn fordæmingu á framferði ísraelska ríkisins.
Ísraelska ríkið hefur unnið markvisst gegn stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með landtöku á Vesturbakkanum og í Jerúsalem.
Hvers konar viðbragða vænti veröldin af Palestínumönnum vegna:
Gyðingvæðingar hinnar heilögu mosku, Al-Aqsa og vaxandi vanvirðingar ísraelskra landtökumanna við guðshúsið.
Tilburða og áætlana hægri öfgastjórnar Ísraels um frekari landtöku Vestur-bakkans og Jerúsalem - og yfirráð, ofbeldi gegn Palestínumönnum og eignarnámi.
Fangelsunar og misþyrminga þúsunda Palestínumanna í ísraelskum fangelsum undir umsjón fasistaráðherrans, Itamar Ben-Gvir.
Óréttlátrar herkvíar Gaza á láði, legi og úr lofti í 17 ár.
Sjö milljóna afkomenda Palestínumanna, sem voru reknir úr heimahögunum og lifa við skelfilegar aðstæður í flóttamannabúðum, en vilja heim.
Vangetu alþjóðasamfélagsins til að stofna palestínskt ríki og samsekt stórveldanna í því efni.
Hernaðaraðgerðinni var beint gegn hernaðarlegum skotmörkum í Ísrael með Gaza herdeild ísraelska hersins í brennidepli.
Al-Qassam herdeild okkar reyndi að hlífa börnum, konum og veikburða gamalmennum. Hafi orðið misbreskur á því er um að ræða slys í hita leiksins. Gíslar hafa hlotið mannúðlega meðferð. Ísraelskar staðhæfingar um annað er lygi. Það eru engar óháðar heimildir, sem segja annað. Það á vitaskuld við um fjöldanauðganir og hálshöggvin ungabörn, 40 talsins. Ísraelski herinn drap eigin landsmenn, þ.á.m. 60 gísla.
Hamas leggur áherslu á, að ágreiningur sé um áætlun Síonista, en ekki við Gyðinga, vegna trúar þeirra.
Andspyrnan gegn hernáminu er í hvívetna einnig með vopnavaldi réttlætt í siðum, heilögum trúarbrögðum og alþjóðalögum. Þar með eru taldar Genfar samþykktirnar og samþykktir Allherjarþings SÞ um rétt þjóðar Palestínu til landsins, sem og rétt flóttamanna til að snúa heim.
Því má svo við bæta, að fyrir liggja yfirlýstar áætlanir Ísraelsstjórnar um að hreinsa Gaza af Palestínumönnum. Fólk er strádrepið á Gaza með hjálp gervigreindartækni. En fólkinu er einnig neitað um skjól, orku og nauðþurftir. Það á líka að svelta það í hel.
Þáttur í þessum ráðagerðum er að uppræta þá stofnun SÞ, sem hefur haldið lífinu í Gaza fangelsinu og víðar í flóttamannabúðum fyrir Palestínumenn (The UNs Palestinan refugee agency UNRWA). Ísraelsstjórn hefur ákært 12 starfsmenn stofnunarinnar fyrir þátttöku í áðurnefndri aðgerð, en tæpan fjórðung karlmanna fyrir aðild að Hamas, og um helming starfsmanna fyrir fjölskyldutengsl við Hamasliða.
Þetta er sem sé liður í hreinsun, upprætingu Hamas og yfirráðum Ísraelsmanna yfir Palestínu alfarið. Samkvæmt heimildum stendur til að Bandaríkjamenn þjálfi útvalda Palestínumenn til að aðstoða Ísraelsmenn við verkefnið.
Vald Ísraelsku ríkisstjórnarinnar er dæmalaust. Á grundvelli ofangetinna ásakanna hefur fjöldi þjóða dregið fjárstuðning sinn til baka, þar á meðal utanríkisalræðisráðherra Íslands, BB, úr flokki kristilegra jafnaðarmanna. Það er óhjákvæmilega stuðningur við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar um að svelta dýrin á Gaza.
Þrátt fyrir áætlanir Brjálaða-Bensa virðast hermenn Hamas öflugri Þrándur í Götu en ísraelski varnarherinn hugði. Tvær úrvalsherdeildir hafa verið dregnar til baka vegna mannfalls og meira að segja Bandaríkjamenn eru farnir að efast um talnaleiki Ísraelsstjórnar. Þá er fokið í flest skjól.
Kannski Mossad og Varnarher Ísraels farist best, þegar hann lætur sprengjum rigna yfir óbreytta borgara og sendir aftökusveitir inn á sjúkrahús. Ein þeirra læddist nýlega með alvæpni inn á sjúkrahús og skaut skæruliða í sjúkrarúmum. Slík bólvíg stunduðu líka íslenskar hetjur í gamla daga.
Því miður er tveggja-ríkja lausnin trúlega dauð. Ísraelski Gyðingurinn frá Írak, sagnfræðingurinn, Avi Shlaim, sem kallar sig Arabagyðing, hallast að eins-ríkis laus. Mæli með afar fróðlegu viðtali við hann ("We Need A One State Solution" - Prof. Avi Shlaim Destroys Israel's Myths (youtube.com)).
https://beeley.substack.com/p/defunding-unrwa-is-to-be-complicit?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=141302486&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://informationclearinghouse.blog/2024/01/31/netanyahu-approves-post-war-gaza-plan-report/13/ https://www.youtube.com/watch?v=w3IAwqSIxXM https://www.timesofisrael.com/liveblog_entry/unrwa-is-hamas-with-facelift-has-lost-its-legitimacy-gallant-tells-visiting-un-envoys/ https://www.youtube.com/shorts/y23V6PLTCMw https://www.timesofisrael.com/israel-hoping-to-push-unrwa-out-of-gaza-post-war-report/ https://www.lemkininstitute.com/statements-new-page/statement-on-recent-threats-to-unrwa-and-the-shift-between-potential-complicity-and-direct-involvement-in-the-crime-of-genocide-against-palestinians-by-several-nations https://www.timesofisrael.com/us-said-to-believe-israel-killed-just-20-30-of-hamas-terrorists-in-gaza-fighting/ https://consortiumnews.com/2024/01/30/asad-abukhalil-hamas-official-account/ https://static.poder360.com.br/2024/01/Hamas-documento-guerra-Gaza-21jan2024.pdf
Nýjustu færslur
- Hverjum þykir sinn sögufuglinn fagur. Auschwitz og Sankti Pét...
- Bandaríkin. Dónaldur trumpar um undirróður, stríð og bólusetn...
- Trumpur og eldingar. Kolsvarti, stríðsóði tíkarsonurinn og mo...
- Úrkynjun, ósigur og hrunadans Vesturlanda. Emmanuel Todd
- Þegar Íslendingar seldu sálu sína og frelsi: Seinni hluti
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021