Þýska undrið, auðvaldið og Adolf Hitler. 4: Auðmannafélög og kveikja heimstyrjaldar

Þrátt fyrir áróður um annað, sem t.d. endurspeglast í bréfi forseta Bandaríkjanna, Franklin Delano Roosevelt, til Adolfs, höfðu þýskir þjóðernissinnar ekki í hyggju að leggja undir sig Evrópu.

En það höfðu hins vegar landar þeirra, Gyðingarnir, Johann Adam Weishaupt (1748-1830) og Meyer Amschel Rothschild (1744-1812), um tveim öldum fyrr. Þeir stofnuðu Illuminati regluna, sem tók að einhverju leyti yfir reglu Frímúrara. Þetta „sambrædda“ leynifélag hinna ríku og áhrifamiklu hafði heimsbyltingu á stefnuskránni - með öllum tiltækum ráðum.

Trúlega var franska byltingin 1789 fyrsta skrefið og fyrsta „litaskrúðsbylting“ (colour revolution) sögunnar, þ.e. leynifélög auðjöfra kyntu undir byltingarhugmyndafræði í von um áhrif og gróða við upplausn samfélagsins, íhlutun og lánveitingar.

Hinir voldugu, sem hugðu á heimsyfirráð, stofnuðu alls konar reglur og leynifélög, sem starfa skyldu bak við tjöldin til að vinna að þessum markmiðum Anglósaxa, þ.e. Breta og Bandaríkjamanna. T.d. sagði Cecil Rhodes (1853-1902), breski geimsteinaauðjöfurinn og eigandi Rhodesíu, í erfðaskrá sinni, að stofna skyldi leynifélag í þeim eina tilgangi að efla Breska heimsveldið og leggja allan hinn ósiðaða heim undir það (svokölluð byrði hvíta mannsins).

Þetta félag er Hringborðið“ (Round Table). Af bandaríska anga þess spratt „Utanríkismálaráðið“ (The Council of Foreign Relations), sem miklu ræður um utanríkisstefnu Bandaríkjanna, áróður fyrir henni og meira að segja söguritun.

Fabianfélagið var hliðstætt fyrirbæri. Alheimsstjórn var einnig á þeirra stefnuskrá. Aðalhugmyndfræðingur þess var rithöfundurinn, Herbert Georges Wells (1866-1946). Stefnuskrána má lesa í bók hans frá 1928, „Samsæri fyrir opnum tjöldum: Áætlun um heimsbyltingu“ (The Open Conspiracy: Blueprint for a World Revolution). Þar er t.d. fjallað um að skapa ný alheimstrúarbrögð.

H.G. Wells segir m.a.: „Uppræta verður kerfi þjóðríkja. … Við lifum á tímum, þar sem þau hverfa. … Ríkisstjórnir samtímans munu hverfa í hinni miklu baráttu til að leysa úr læðingi heimsjafnaðarstefnu (World Socialism) Vesturlanda. … Mýgrútur fólks … mun leggja fæð á hina nýju heimsskipan … og láta lífið í andstöðu við hana.“

Fabianfélagarnir kölluðu sig (kristna) jafnaðarmenn, vini litla mannsins, eins og Adolf Hitler og félagar í Þýskalandi. En alþýðu manna fyrirlitu Fabianfélagar í raun og ólu eins og Hringborðsfélagar og kristnir þjóðernisjafnaðarmenn í Þýskalandi, á hugmyndum um mannrækt, þ.e. rétt hinna bestu til að lifa, samkvæmt eigin skilgreiningum.

Með skírskotun til mannræktar mátti til að mynda gera ófrjósemisaðgerðir á hinum óhæfu og jafnvel eyða þeim. Þetta voru algeng viðhorf á Vesturlöndum. Þau eru enn í fullu gildi hjá Alheimsefnahagsráðinu t.d.. Fabianfélagið stofnaði London School of Economics og Verkamannaflokkinn.

Frímúrarareglan er eldri en fyrrgreind leynifélög. Hún var stofnuð af iðnmeisturum Evrópu til að varðveita atvinnuleyndarmál. Hugmyndafræði og skipulag dregur að verulegu leyti dám af reglu Jesúíta.

Hugmyndafræði Jesúíta var nánar útfærð í „Kommúnistaávarpi“ Gyðinganna, Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895). Ávarpið skrifaði Karl í Lundúnum. Þangað sækir Alheimsefnahagsráðið líka innblástur. (Sbr. bók Gary Allen og Larry Abraham, „Engin vogar sér að kalla það samsæri“ (None Dare Call It Conspiracy)).

Með hliðsjón af ofangreindu er svo sem ekki kyn, að þýskir þjóðernisjafnaðarmenn með Adolf Hitler í farabroddi, hafi í upphafi annarrar heimstyrjaldarinnar litið á Breta sem hugsanlega samherja og t.d. hlíft þeim við auðmýkjandi uppgjöf eða tortímingu hers þeirra við Dunkirk í Frakklandi, árið 1940, þegar þeir höfðu örlög breska innrásarhersins, 338.000 manns, í hendi sér.

Bretar og Frakkar höfðu lýst Þjóðverjum stríði á hendur 1939, eftir að þeir endurheimtu þýsk lönd í Tékkóslóvakíu og Austurríki, og réðust inn í Pólland í sama tilgangi.

Kanslari Þýskalands, Adolf Hitler, hafði á millistríðsárunum marglýst yfir áhyggjum af velferð þýskumælandi manna á hernumdum, þýskum landssvæðum, og hafði árangurlaust reynt að semja um endurheimt þeirra. Þjóðverjar á þeim slóðum urðu líka fyrir ofsóknum eins og Gyðingar í Austur-Evrópu, sbr. örlög Volgu-Þjóðverjanna, sem Katrín mikla (1762-1796) hafði boðið til landnáms í Rússlandi. Örlög Volgu-Þjóðverjanna hafa verið látin liggja í þagnargildi.

Fjöldamorð Pólverja á Þjóðverjum í Bromberg (Bydogoszcz - þá í Póllandi) og „Blóðuga sunnudaginn,“ í Danzig/Gdansk (Danzig rennunni – corridor), er einnig sjaldan fjallað um. Þar voru um 3000 Þjóðverjar, að mestu svokallaðir „Lýðþjóðverjar“ (Volksgenossen), svívirtir og drepnir. Drápin í Bromberg áttu sér stað, skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland fyrsta september 1939.

Ofsóknir í garð Þjóðverja og fjöldamorð hófust í kjölfar þess, að Þjóðabandalagið hafði gert þýsk lönd að pólskum við friðarsamninga, eftir að fyrstu heimstyrjöldinni lauk, þ.e. áður en Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Tölur fórnarlamba eru mjög á reiki, en talið er, að jafnvel um 58.000 (pólskra) Þjóðverja hafi verið drepnar. (Sbr. bók þýska rithöfundarins, Ewin Erich Dwinger (1898-1981); „Dauði í Póllandi. Píslarsaga Lýðþjóðverja“ (Tod in Polen: Die volksdeutshe Passion), sem kom út árið 1940.)

Þegar Þjóðverjum var nóg boðið og samningsumleitanir fóru fyrir bí, réðust þeir til atlögu. Síonistinn og Gyðingurinn, Emil Ludwig (1881-1948), fæddur í Breslau/Wroclaw, lögfræðingur og blaðamaður, reyndist sannspár árið 1934. Hann sagði Þjóðverja myndu verða neydda til stríðs. Rit Emil voru svo óvinsæl meðal þjóðernisjafnaðarmanna, að þau voru brennd á báli eins og rit margra, annarra rithöfunda.

Okkur er reyndar kennt, að Þjóðverjar hafi klæðst pólskum herbúningum og ráðist á sjálfa sig eins og tilefnin hefðu ekki verið ærin. Áður hafi þýski herinn haldið innreið sína í Austurríki (Anschluss), föðurland Adolfs. Honum var almennt tekið fagnandi. En svo fór ekki í Póllandi.

Pólski herinn laut fljótt í lægra haldi fyrir þýsku vígvélinni, sem vestrænir bankamenn höfðu fjármagnað. Hins vegar varð skæruhernaðurinn Þjóðverjum þyngri í skauti. Í ræðu í Ríkisdeginum (þinginu – Reichstag) lýsti Adolf áhyggjum af ónauðsynlegu mannfalli óbreyttra borgara af þessum sökum. Skæruliðarnir notuðu þá sem skjöld.

Í skæruliðahersveitunum, t.d Hashomer Hatzair og Stríðsfélagi Gyðinga (Jewish Combat Organization), tóku þátt Gyðingar, uppreisnar- og byltingarmenn, sem áður höfðu barist við rússneska herinn. Konur, hundruðum eða jafnvel þúsundum saman, tóku virkan þátt í bardögunum; með vopn í hendi, unnu skemmdarverk, hryðjuverk, og voru sendiboðar.

Skærur eða leyniárásir kvennanna komu þýsku hermönnunum iðulega í opna skjöldu. Mannfall af þessum sökum var töluvert. Þekkt nöfn kvenhermanna voru Frumka Plotnicka (1914-1943), Tosia Altmen (1919-1943), Gusta Dawidson Draenger (1917-1943) og Renia Kukielka (f. 1924).

Margar konur í andspyrnuhreyfingunni voru jafnframt félagar í hagsmunafélögum Gyðinga, byltingarmanna (Marxista) og Síonista. Sumar þeirra smygluðu vopnum frá þýskum hermönnum, sem studdu andspyrnuhreyfinguna. Aðrar földu skotvopn í tuskudýrum barna sinna eða gerðu hermönnum glingrur, drógu þá á tálar, flekuðu og drápu.

(Skömmu eftir stríðslok var gefin út bók á jiddisku um þessa kvenhermenn: „Konurnar í gettóunum“ (Freuen in di Ghettos). Þeirri bók var fylgt eftir með bókinni, „Ljós daganna. Þagnargildissagan um konur í andspyrnuhreyfingunni í gettóum Hitler“ (The Light of Days. The Untold Story of Women Resistance Fighters in Hitler‘s Ghettos).

Eftir um það bil tveggja ára átök í Austur-Evrópu (1941) brugðu Þjóðverjar á það ráð Pólverja, að setja óvini í fangabúðir. Pólsku fangabúðirnar voru þær fyrstu í Evrópu. Skömmu eftir innrás Þjóðverja voru um 15.000 Þjóðverjar reknir í slíkar búðir, ásamt fjölda Úkraínumanna. Sumir þeirra létust á leiðinni, aðrir voru drepnir. (Sbr. bókina: Pólsku hryllingsverkaskjölin“ (Dokumente polnischer Grausamkeiten), útg. Af Dietmar Munier.)

Fangabúðagerð kynnu Pólverjar að hafa lært af vinum sínum, Bretum, sem iðkuðu slíkan hernað m.a. í nýlendustríðum sínum í Suður-Afríku, þar sem þeir drápu um fimmtán þúsund manns. Bandaríkjamenn fóru síðar að fordæmi Breta á Filippseyjum.

Í ljósi sögunnar og á grundvelli baráttuaðferða, þótti Þjóðverjum Gyðingar sérstaklega skeinuhættir, gerðu þá að sérstökum óvinum þjóðarinnar. Sá vafasami heiður hlotnaðist Japönum og Bandaríkjamönnum af japönsku ætterni, vestan hafs. Enda var þeim stungið í fangabúðir, rétt um einni milljón. Svissarar og Ástralar voru líka hrifnir af fangabúðum í sama tilgangi.

Þegar hér var komið sögu, höfðu Englendingar og Frakkar sagt Þjóðverjum stríð á hendur eins og fram hefur komið. Þjóðverjum höfðu borist njósnir af yfirvofandi liðsöfnun óvina í Hollandi og réðust því til atlögu gegnum landið, virtu fullveldi Hollendinga einskis. Varnarárás er það víst kallað. Sama gerðu Þjóðverjar í Noregi og Danmörku, en Bretar og Bandaríkjamenn á Íslandi.

https://rarehistoricalphotos.com/hitler-reacts-kiss-woman-1936/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband