Á undanförnum áratugum hafa komið fram á sjónarsviðið sagnfræðingar og aðrir fræðimenn, sem grúska og grafast fyrir um rætur fyrirbæra og atburða. Staðreyndir vísa þeim veginn. En stundum er vissulega gildur ágreiningur um túlkun staðreynda.
Okkur er t.d. kennt, að Þjóðverjar hafi rænt og ruplað listaverkum þeirra þjóða, sem þeir báru sigurorð af. Bandaríski sagnfræðingurinn, Michael King, bendir hins vegar á, að Þjóðverjar hafi farið eins að í annarri heimstyrjöldinni og her (Friedrich) Wilhelm Viktor Albert II Þýskalandskeisara (1859-1941), í þeirri fyrstu; komið listaverkum í öruggt skjól.
Þjóðverjar eru nefnilega gamalgróin menningarþjóð. Því má við bæta að foringi þeirra í annarri heimstyrjöldinni, Adolf Hitler (1889-1945), var mikill unnandi lista og sjálfur góður málari og teiknari.
Það vekur athygli í þessu sambandi, að deild í bandarísku Hernaðarskrifstofunni (Office of Strategic Services OSS), sem síðar varð að Leyniþjónustu Bandaríkjanna (Central Intelligence Agency CIA), rannsakaði stuldinn. Deildin bar ábúðarmikið nafn; Bandaríska deildin til rannsókna á listaverkaþjónaði (American Art Looting Investigation). Hún var að töluverðu leyti skipuð Gyðingum. OSS á eftir að koma frekar við sögu uppgjörs við Þjóðverja.
Okkur er líka kennt, að Adolf Hitler hafi sýnt sigurvegaranum í spretthlaupi, hinum blakka Jesse (James Cleveland) Owens (1913-1980), óvirðingu, á Ólympíuleikunum 1936. En Jesse hefur aðra sögu að segja:
Þegar ég fór hjá í nálægð við Kanslarann, reis hann úr sæti og veifaði til mín. Ég veifaði á móti. Það var ekki Adolf Hitler, sem lítilvirti mig. Það gerði hins vegar Frank Delano Roosevelt [Franklin D.R. (1882-1945) forseti Bandaríkjanna]. Hann sendi mér ekki einu sinni skeyti.
Sumir hafa greinilega skynjað góða útgeislun frá Foringjanum. Það á líka við um konuna, sem kyssti Hitler, hina bandarísku Carla de Vries (1893-1985), eins og allar konurnar, sem féllu í stafi yfir kynþokka foringjans. Carla var að því spurð, hví hún hefði rokið á hinn Útvalda eins og Dietrich Eckart (1868-1923), aðalhugmyndafræðingur þjóðernisjafnaðarmanna (nasista), kallaði Adolf. Hún svaraði:
Hvers vegna, ég faðmaði hann einfaldlega vegna þess, að hann virtist svo vingjarnlegur og viðfelldinn. Ég veit [svo sem] ekki, hvers vegna ég lét til skarar skríða. Ég hafði vissulega ekki skipulagt slíka uppákomu. Ég er bara hvatvís kona ímynda ég mér.
Hálfgyðingurinn, Helene Julie Mayer (1910-1953), fulltrúi Þjóðverja og silfurverðlaunahafi í skylmingum, lét þó duga að heilsa Adolfi með viðeigandi kveðju, Sieg heil. Það gerðu einnig Gyðingarnir í þýska hernum.
Í framhaldinu reyni ég að styðjast við verk staðreyndasagnfræðinga í skilningsleitinni. Ég beini einkum sjónum að annarri heimstyrjöldinni í þeirri von, að það gæti m.a varpað skilningsljósi á hin skelfilegu stríð fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þegar fjallað er um fyrsta og annað heimsstríð er morgunljóst, að Þjóðverjar eru skotspónninn, vondu karlarnir, sem nauðguðu mæðrum og létu börn þeirra berast á banaspjótum. En hvorugu stríðanna hrundu þeir af stað. Þeim var sagt stríð á hendur.
Eftir fyrra stríðið voru þeir gerðir að syndaselum, sveltir til að skrifa undir svívirðilega ófriðarsamninga, sem í sjálfu sér tryggðu framhaldsátök. Sigurvegararnir deildu og drottnuðu, bútuðu Þýskaland í sundur og óvirtu þýska menningu.
Í stríðslok stafaði Weimarlýðveldinu (þýska ríkinu öðru ríkinu) ógn af sams konar byltingaröflum og komið höfðu rússneska keisaradæminu á hné fyrir atbeina gyðinglegs auðvalds Bandaríkjanna og Bretlands. Þau unnu t.d. gegn yfirvöldum þýska keisaradæmisins rétt eins og óvinaþjóðirnar. Keisarinn varð felmtri sleginn og rann af hólmi vegna yfirvofandi byltingar, óttaðist sömu örlög og frændi hans hafði hlotið í Rússlandi. Þar myrtu byltingarmennirnir keisarann og alla fjölskyldu hans.
Áður hafði morðalda gengið yfir Rússland/Evrópu og Bandaríkin, þar sem ríkisarfar og forystumenn þjóða voru myrtir með köldu blóði. Þar á meðal var franski forsætisráðherrann, Marie Francois Sadi Carnot (f. 1837), ráðinn af dögum árið 1894.
Þýska hernum tókst að bæla niður yfirvofandi uppreisn byltingarmanna (marxista) og Paul von Hindenburg (1847-1934) var gerður að forseta. Hann gerði formann þjóðernisjafnaðarmanna, Adolf Hitler, að kanslara, eftir nokkurn lýðræðislegan skollaleik.
Gyðingar voru áberandi í flokki uppreisnarmanna í Rússlandi og áberandi í rússnesku byltingunni. Það voru þeir einnig í Vestur-Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, þar sem þeir frömdu ódæði (morð og íkveikjur), eftir að Adolf varð kanslari.
Í kjölfar kosningasigra þjóðernisjafnaðarmanna og útnefningar Adolfs sem kanslara, sóttu Gyðingar, honum fjandsamlegir, í sig veðrið. Lýst var yfir viðskiptastríði á hendur Þjóðverjum. Þar fór fremstur í flokki Gyðingurinn, Samuel Untermyer (1858 -1940), áhrifamikill í heimi banka- og stjórnmálamanna í Bandaríkjunum.
Samtímis voru unnin skemmdarverk á þýskum eignum, sbr. sprengingu Hindenburg loftfarsins í Bandaríkjunum.
https://rarehistoricalphotos.com/hitler-reacts-kiss-woman-1936/
Nýjustu færslur
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. IV: Yfirbu...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021