Síonhyggja (síonismi) og stofnun Ísraelsríkis

Svo segir í Gamla testamentinu, að smaladrengurinn, Davíð, sem bar sigurorð af Golíati, og síðar varð konungur í Júdeu, hafi lagt undir sig með hervaldi Sion, hæð nokkra í Jórsölum (Jerúsalem). Hún er iðulega kölluð Musterishæðin (Temple Mount).

Á hæðinni reisti Salómon, sonur hans, bænahús eða hof (Beit haMikdash), ofarlega á tíundu öld fyrir Krist. Salómon fór eins og faðir hans, með stríði á hendur nágrönnunum, og stofnaði hið forna Ísraelsríki. Samkvæmt Bíblíunni náði það frá fljótinu, Efrat, í Mesópótamíu (Írak) suður til Egyptalands. Eins og kunnugt er, voru Hebrear einmitt ættaðir frá Mesópótamíu. Talið er, að Salómon hafi sest í hásæti sitt 967 fyrir Krist. Á Musterishæðinni ber nú fyrir augu eina helgustu mosku Múhameðstrúarmanna.

Ísraeler bjuggu eins og fleiri fornþjóðir við nær stöðugan ófrið. Assýríumenn lögðu undir sig konungsríkið, Ísrael eða Samaríu, árið 722 f.Kr., og herleiddu íbúa þess.

Nebúkkadesar (Nebuchadnezzar) II, konungur Babýlóníu (Írak), hernam Júdeu, árið 686 f.Kr., og lagði hið goðsagnakennda musteri Salómons í rúst. Þjóð Júdeu var herleidd. Spámaðurinn, Jerímías (Jeremiah), flúði ásamt fleirum á náðir Egypta.

Persar (Íranar), sem síðar hertóku Babýlon, leyfðu Júdeumönnum að endurbyggja musterið, árið 516 f.Kr.

Þegar heimsveldi Alexanders mikla (356-323), Makedóníukonungs, leið undir lok við dauða hans, féll Ptolómeusi (Ptolemy I) (367-282), samherja hans, Egyptaland í skaut. Á leið sinni frá Bagdad lagði hann undir sig lönd Gyðinga og herleiddi um 120.000 þeirra til Alexandríu. Fleiri fylgdu sjálfviljugir í kjölfarið.

Um þrem öldum síðar lögðu Rómverjar undir sig löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Árið 70 tvístruðu þeir samfélögum Gyðinga og jöfnuðu annað musteri Salómons við jörðu.

Það er hið forna Ísraelsríki Salómons (Eretz Israel), sem Síonhyggjumenn og nú Ísraelsstjórn, vill endurheimta, og endurreisa musteri Salómons í annað sinn, þ.e. þriðju útgáfu þess. Þessi ásetningur er m.a. réttlættur með orðum spámannsins, Isiha (2:2-4). Hann segir:

Gyðingar munu hverfa aftur til fyrirheitna landsins, sem Guð færði þeim í hendur, leggja undir sig Jórsali, reisa þriðja musteri Salómons og verða sú fyrirmyndarþjóð, sem mun vísa öðrum þjóðum veginn og skapa frið í veröldinni. Rödd Guðs mun óma frá Jórsölum, mannkyn mun frelsast og fylgja lögum Guðs.

Eskíel spámaður samsinnti trúbróður sínum: „Að löngum tíma liðnum mun kallið koma: í fjarlægri framtíð munið þér taka stefnu til lands [þjóðarinnar], sem endurheimt var með sverði, skipast í sveit meðal margra þjóða - og beina sjónum til fjalla Ísraels, sem um langan aldur hefur í auðn legið. [Þjóðin] mun frelsuð [undan oki] annarra þjóða. Þá mun hún búa við öryggi.“ (Ezekiel 38:8)

Gyðingar vísa einnig til orða Salómons spámanns í ritningu Múhameðstrúarmanna til að sýna fram á rétt sinn til Landsins helga (sbr. Sura 5:19). Móses sagði við þjóð sína:

„Ó, þjóð mín! Minnist velgjörða Allah [Guðs], þegar hann efldi spámenn meðal yðar, gerði yður fullvalda, og færði yður gjöf, sem enginn hafði áður þegið. Ó, þjóð mín! Gangið inn í Landið helga eins og Allah hefur boðið yður. Þaðan skulið þér ekki snúa. Að öðrum kosti munuð þér umkomulausir verða.“

Um aldanna rás hafa Gyðingar svarað kalli spámanna Guðs og flutt búferlum til fyrirheitna landsins. En flestir þeirra virðast hafa búið við sult og seyru, þar til evrópskir auðmenn meðal Gyðinga létu til sín taka á ofanverðri nítjándu öldinni.

Meðal þeirra fyrstu úr hópi gyðinglegra velgjörðamanna var Moses Haim Montefiore (1784-1885), bankamaður og lögreglustjóri Lundúna. Moses ferðaðist, ásamt konu sinni, Judith Cohen, til Landsins helga, árið 1827. Eymd Gyðinga rann þeim til rifja.Moses lét reisa vindmyllur í landnámi þeirra í grennd við Jórsali og stúlknaskóla í Jórsölum.

Moses var af spænskum Gyðingaættum, Spánargyðingur (Sephardic Jew), en Judith var Ashkenazi Gyðingur. (Sjá nánar síðar). Moses var eins konar sáttasemjari milli yfirvalda og Gyðinga víða um lönd.

Judith, eiginkona Moses, var dóttir ættföður annarrar auðmannaættar meðal Gyðinga, Cohen ættarinnar. Svili hans var sjálfur ofurbankamaðurinn, Nathan Mayer Rotschild(1777-1836) , giftur Hannah Cohen.

Moses gerðist fjársýslumaður eða fjárfestir (stock broker) svila síns. Meðal annars lánuðu félagarnir bresku ríkisstjórninni 20 milljónir punda árið 1835 til að greiða þrælaeigendum bætur fyrir frelsun þræla þeirra í bresku nýlendunum (Slavery Abolition Act 1833).

Rauðskjöldungar (Rothschild) áttu einnig eftir að láta eftirminnilega að sér kveðja í Palestínu. Þeir staðhæfðu reyndar síðar, að þeir hefðu byggt upp Ísrael. Það er hraustlega í árinni tekið.

Einn þeirra Gyðinga, sem svaraði kalli spámanna sinna, var presturinn Israel Ben Perez frá Polotck (d. 1785) úr söfnuði hinna andríku og ráðvöndnu (Hasidism). Söfnuður hans varð fyrir aðkasti annarra Gyðinga (Mitnaggedim). Því brá hann á það ráð að flytja til fyrirheitna landsins. Í örvinglan sinni og eymd sendi hann erindreka til að biðjast ásjár. Í umburðarbréfi Israels segir:

„… bræður okkar, börn Ísraels, miskunnsamir synir hinna góðhjörtuðu: Yður ber skylda til eins og okkur að reisa hús Guðs okkar, svo Ísrael gervallt verð elft að allri dáð með því að byggja Landið helga. … vaknið og látið boðorð hans hvetja yður til dáða; að gæða Gyðinga lífi hópum saman, fæða þá, svala þorsta þeirra, hylja nekt, gera þeim fært að dvelja í Landinu helga, ala á guðlegri manngæsku og biðja fyrir Ísrael öllu.“

Fleiri prestar gerðu tilraun til eða lögðu drög að landnámi í anda Síonhyggju og ráku áróður fyrir endurkomunni. Nokkrir sneru aftur, aðrir ílengdust. Judah Hasid (Segal) Ha-Levi (1660-1700), var leiðtogi fyrsta skipulagða landnáms Ashkenazi Gyðinga í landinu helga. Á spildu, sem hann festi kaup á í elsta hluta Jórsala, reis síðar aðalbænahús (sínagógur, synagogue) Ashkenazi Gyðinga.

Meðal frumkvöðlana voru einnig Baal Shem Tov/Yisroel ben Eliezer (1698-1760) og undrabarnið, Eliyahu frá Vilnius/Elijah ben Solomon Zalman (1720-1797). Lærisveinn hans, Menachem Mendel frá Shklov (1750-1817), endurreisti söfnuð Ashkenazi Gyðinga í Jórsölum.

Tilgangur frumkvöðlana með landnáminu var frelsun Gyðinga frá þjáningum.

Annar þáttur

Víkjum þá sögu aftur að Musterishæðinni örlagaþrungnu. Kristmenn tengja hæðina einkum við síðustu kvöldmáltíðina, þegar Jesús Kristur, fæddur í Betleham, skammt frá Jórsölum, gaf lærisveinunum hlutdeild í trúarlegum mætti sínum.

Skömmu síðar var hann krossfestur af hernámsliði Rómverja fyrir atbeina Hebrea/Gyðinga. Jesús er frelsari (Messías) kristinna manna, en Gyðingar bíða enn eftir sínum. Þegar hann birtist munu ganga eftir spádómar trúarspekinganna og heimurinn verður endurgerður.

Það er eftirtektarvert, að spámenn Alheimsefnahagsráðsins og Sameinuðu þjóðanna taka undir með hinum fornu spámönnum, og segja tortímingu heimsins yfirvofandi. Því beri brýna nauðsyn til að huga að „hinni miklu endurræsingu“ (The Great Reset) og að „endurbyggja betur“ (build back better). Snar þáttur í endurræsingunni er samfélag gervigreindaruppfærðra öreiga, slæðulausar, frjálsar konur og börn þeirra.

Musterishæðin og saga hennar er ævagamalt þrætuepli Gyðinga, Krist- og Múhameðstrúarmanna, eins konar tákn fyrir ógnarlegar krytur og stríð, sem teygja sig aftur um aldir.

Það var aftur á móti á annarri hæð eða fjalli í Sínaí eyðimörkinni, sem Guð gerði sérstakan samning við Móses spámann, þ.e. að Hebrear skyldu vera hin útvalda þjóð og lifa í ströngum guðótta, samkvæmt trúarlegum boðorðum (mitzvot).

Sú útgáfa af trú Mósesar, sem nefnd er Síonhyggja eða síonismi (Zionism), snertir beint eða óbeint alla fylgjendur svokallaðra Abrahamtrúarbragða; kristna trú, Múhameðstrú, Gyðingtrú og Bahaí trú.

Sonarsonur Abrahams var Júda Jakobsson. Heitið, Júði (Jew) eða Gyðingur, er dregið af nafni hans, eins og Júdea, hið forna konungsríki þjóðarinnar, svo og trúarbrögðin (Judaism, Gyðingdómur).

Múhameð hafði sérstakar mætur á Ishmael Abrahamssyni, spámanni. Reyndar telja fylgjendur Múhameðs bæði Móses og Jesús Krist, til spámanna sinna. Frumspámaður í Bahaí trú og persneskur (íranskur) stofnandi hennar, er Bahau‘llah, sem kvaddi sér hljóðs á nítjándu öldinni. Það finnast fleiri trúarbragðatilbrigði, kennd við Abraham en hin fjögur stærstu.

Kristin trú og Gyðingdómur eru m.a. samofin í trúnni á upprisu og endurkomu frelsarans, Messíasar (Messiah) eða Jesú Krists, mannlegum holdgervingi Guðs. Í endurkomunni er frelsun mannkyns fólgin. Guð kristinna manna og gyðingtrúar er Jahve (Yahweh). Bíblían (Gamla og Nýja Testamentið) er frumtrúarrit nefndra trúarbragða.

Ísraelski sagnfræðingurinn, Ilan Pappe, bendir á í þessu sambandi, að um miðja nítjándu öldina höfðu mótmælendur í kristinni trú (evangelical Christianity) gripið á lofti hugmyndina um „endurkomu Gyðinga“ og gert hana að trúarkreddu, í þá veru, að sú endurkoma væri „liður í upprisu hinna dauðu, endurkomu frelsarans og heimsendi.“ Hugmyndin var síðan tengd stofnun Ísraelsríkis.

Bandaríski blaðamaðurinn, Whitney Webb, skrifar, að stærsti þrýstihópur í þágu Ísraelsríkis sé einmitt „Sameinaðir Kristmenn í þágu Ísraels“ (Christians United for Israel - CUFI), með um sjö milljónir félaga.

Þrýstihópurinn hafur náin samráð við ísraelsk yfirvöld, leyniþjónustu Bandaríkjanna og stjórnvöld. En kristnir liðsmenn Síonhyggjunnar í Bandaríkjunum eru taldir um 20 milljónir. Atkvæði þeirra vega þungt.

„CUFI eru ein margra samtaka í sögu Bandaríkjanna, segir hún, sem hafa stutt Ísraelsríki og Síonhyggjuna á þeim grundvelli, að þjóðernisríki Gyðinga í Palestínu sé forsenda þess að rætist forspáin um heimsendi, og sömuleiðis nauðsynleg, svo tryggja megi endurkomu Jesúsar Krists til jarðarinnar. Það er atburður sem Kristmenn kalla „aðra endurkomu.“

Margir af þessu sauðahúsi trúa því, að Al Aqsa moskuna á Musterishæðinni verði að brjóta niður, svo reisa megi þriðja musteri Gyðinga.

Þriðji þáttur

Kristnir menn og Gyðingar eiga sameiginlega „boðorðin tíu“ um siðlegt hátterni. Siðfræði Múhameðstrúarmanna er áþekk. Spekingar og spámenn allra trúarbragðanna eru uppteknir af himnaríki, helvíti, upprisu og áfellisdómi yfir mannkyni – og ekki síst fyrirgefningu syndanna, því mannkyn er syndugt. Jesúsi Kristi blæddi einmitt á krossinum sökum synda mannanna. En syndaflóða er getið í Gamla Testamentinu (stærsta hluta Bíblíunnar), löngu áður, en að því kom.

Það er því miður ekki bitið úr nálinni með syndir og flóð, samkvæmt spámönnum Alheimsefnahagsráðsins og Sameinuðu þjóðanna. Við bíðum í ofvæni eftir nýju flóði og annars konar hamförum. Að þessu sinni verður flóðið grænt á litinn með skýru, rauðu, ívafi.

Við Síonhyggju er kennd heimalandshreyfing Gyðinga og kristinna manna (Christian Zionist), sem mótaðist á nítjándu öldinni, enda þótt hugmyndir um Gyðingaríki eða Ísrael í Palestínu séu allmiklu eldri.

Raunar merkir „Ísrael“ hvorki land, né ríki, heldur baráttuna með Guði, þrá eða löngun ættkvíslar. Rithöfundurinn, Julian Rose, bendir á, að hvergi séu söguleg sannindamerki þess í trúarritunum, að upprunaríki Hebrea sé að finna í Palestínu. Það sé meinloka. Enda segir Gamla testamentið ættfeðurna ættaða frá Mesópótamíu (Írak).

Kristnir hreintrúarmenn voru meðal þeirra fyrstu, sem gerðust talsmenn búferlaflutninga evrópskra Gyðinga til Palestínu, síðla á sextándu öldinni. Martin Bucer (1491-1551) frá Strassborg, túlkaði Rómverjabréf Páls postula á þann veg, að í framtíðinni myndu Gyðingar snúast til kristinna trúar. Peer Martyr Virmigle (1499-1562) tók undir þessa túlkun.

Svissneski guðfræðingurinn, Theodore Beza (1519-1605), arftaki John Calvin í Genfar, kenndi, að heimurinn myndi rísa úr syndahafinu, úr dauðadái til lífsins, „þegar Gyðingar myndu einnig snúa heim og játuðust undir fagnaðarerindið“ (boðskap Jesúsar Krists og lærisveina hans).

Skotar túlkuðu með svipuðum hætti. Thomas Brightman (1562-1607) gaf út bókina, „Skyldu þeir snúa aftur til Jórsala“ (Shall They Return to Jerusalem Again). Þar segir hann m.a.: „Það leikur alls enginn vafi á því, að [svo muni verða], spámennirnir hafa alls staðar staðfest það og hnykkt á.“

Guðfræðingurinn, Charles (Fairholm) Ferm(e) (1566? – 1617), sagði t.d. á þá leið, að sá tími myndi koma, þegar meirihluti Ísraelsmanna fyndu frelsun og sáluhjálp í fagnaðarerindinu og játuðust Jesúsi Kristi.

Þetta var líka draumur samlanda hans, Samuel Rutherford (1635):

„Ó, sjá þá sjón, … dýrð endurkomu Krists í skýjaskæðunni, hrifning hin mesta. Eldri bræður vorir, Gyðingarnir, og Kristur, fallast í faðma og kyssast. Þeir hafa verið aðskildir um langan aldur. Ástúð mun ríkja, þegar endurfundir verða. Hvílíkur dagur, löng hefur biðin verið, ástrík dögun! Ó, ljúfi Jesús, lát mig verða aðnjótandi slíkrar sýnar, jafngildi upprisu frá dauða, þér og hin forna þjóð í faðmlögum.“

Fleiri guðfræðingar voru á þessari bylgjulengd eins og hinn enski, Richard Sibbes (1577-1635) og landi hans, William Perkins (1558-1602), sem vonuðust eftir trúarlegu hughvarfi Gyðinga og játningu þeirra undir kristna trú. Hreintrúarmenn voru að sönnu áhrifamiklir í Englandi og síðar í nýlendunum vestan hafs. T.d. lét annar forseti Bandaríkjanna, John Adams (1735-1826) sig dreyma um sjálfstæða þjóð Gyðinga í Júdeu.

Áhrifin voru einnig sterk á enska þinginu. Þar tók t.d. guðfræðingurinn, John Owen (1616-1683), upp þráðinn í bók sinni, „Heimleiddir Ísraelsmenn“ (Israel Redux), og lét í ljós þá von, að einhvern tímann sneru Gyðingar til Palestínu. Bókin kom út árið 1677.

Ian Murray bendir á í bók sinni, „Von hinna hreintrúuðu“ (The Puritan Hope), að meðal skoskra og enskra hreintrúarmanna hafi ríkt sú trú, að köllun Gyðinga fæli í sér víðtæka blessun fyrir heimsbyggðina.

Fjórði þáttur

Umræðunni um kristnun Gyðinga og endurhvarf þeirra til Palestínu var hvergi nærri lokið á nítjándu öldinni. John Nelson Darby (1800-1882) úr söfnuði „Bræðranna í Plymouth“ (Plymouth brethren), boðaði tvær síðupprisur (second coming), en ekki eina, sem og byggingu þriðja musteris Gyðinga á Musterishæðinni. Í kjölfar þess hæfust þrengingar og raunir (tribulation) og brotthvarf kristinna af jörðinni eða himnaför (rapture). Þessi túlkun náði gríðarlegri útbreiðslu og öflugri fótfestu með svokallaðri Scofield Bíblíu, sem síðar verður vikið að.

Mótmælendaguðfræðingarnir fengu liðstyrk frá breskum aðli og stjórnmálamönnum. Einn þeirra var Anthony Ashley-Cooper jarl af Shaftesbury (1801-1998). Hann var forseti Gyðingafélags Lundúna frá 1848 til dauðadags. Með flutningi Gyðinga vildi hann slá tvær flugur í einu höggi; efla áhrif og efnahag Breta og kristna Gyðinga í landinu helga, svo rétttrúnaður þeirra væri tryggður, áður en Jesús Kristur sneri til baka, eftir himnavist sína.

Anthony skrifað til forsætisráðherrans, George Hamilton-Gordon, fjórða jarls af Aberdeen (1784-1860), og kynnti hugmynd sína. Flutningur Gyðinga þætti honum gráupplagður, þar sem í Sýrlandi byggi engin þjóð, en biði eftir þjóð í landhrakningum. „Og vissulega væri slík þjóð til, fornir rétthafar jarðarinnar, Gyðingar.“ Þessi orð eru orðin eins konar þrástef í Ísraelsumræðunni um þessar mundir.

Samkvæmt ofangreindum túlkunum var mikið í húfi fyrir Kristmennina, þ.e. sjálft þúsundárakonungsríki Jesúar Krists (millenarianism, chiliasm, millennial kingdom, millennialism). Draumurinn er á þá leið, að í fyllingu tímans mun Kristur snúa aftur í allri sinni dýrð og safna saman hinum réttlátu, eyða fjandsamlegum öflum, og stofna dýrðlegt ríki hér á jörð, þar sem fólk nýtur velgjörða í andlegum og efnalegum skilningi. Sjálfur mun hann ríkja sem konungur með þátttöku hinna réttlátu, þar með taldir dýrlingar, endurheimtir í tölu lifenda.

Að lyktum þessa konungsríkis mun Kristur ásamt dýrlingunum stíga upp til himna, meðan hinir illu, sem einnig gengu í endurlífgun lífdaganna, munu fordæmast til eilífðar nóns. Hið dýrðlega ríki Krists og dýrlinga hans er oft og tíðum afmarkað af árþúsundi. Þess vegna er það gjarnan nefnt „þúsundáraríkið (millenium) ,“ eða þúsundárakonungsríkið, en trúin á tilkomu þessa ríkis er nefnd „þúsundáraríkistrúin.“

Eins og áður er ýjað að hrifust enskir aðalsmenn mjög af túlkunum skoskra og enskra mótmælenda um endurkomu Gyðinga til Palestínu og hófu þegar á fimmta áratugi nítjándu aldar að auglýsa eftir Gyðingum til búferlaflutninga þangað.

Sams konar þróun átti sér stað í Bandaríkjunum. Charles Taze Russell (1852-1916), áhrifamikill kirkjuleiðtogi og stofnandi Bíblíuhreyfingar námsmanna (Bible Student Movement), boðaði bæði Gyðingum og kristnum þessa túlkun Bíblíunnar, þ.e. fjöldaflutning Gyðinga til Palestínu. Charles boðaði reyndar, að Konungsríki Guðs yrði stofnað árið 1914. Við fengum hins vegar heimstyrjöld í staðinn. En Charles varð hetja í augum Síonhyggjumanna.

Charles T. var svo umhugað landnám Gyðinga í Palestínu, að hann skrifaði Edmond de Rothschild (1845-1934) og öðrum auðkýfingi, hinum þýska Maurice von Hirsch (1831-1896), og bað um stuðning við hugmynd sína og áætlanir, þ.e. að kaupa upp land Tyrkja (Ottómana), að því tilskyldu, að Palestína og Sýrland yrðu sjálfstæð ríki. Charles fylgdi hér fordæmi Gyðingaprestins (rabbi), Kalisher, sem einnig hafði skrifað auðkýfingum í sömu erindagjörðum.

Áhugi Charles var ástríðufullur. Þegar á árinu 1879 hélt hann messur víðsvegar um heiminn og boðaði, að Gyðingar skyldu stofna þjóðarheimili í Stór-Ísrael (Eretz Israel). Hann sagði:

„Nú búa í veröldinni rúmlega tíu milljónir Gyðinga. Um þrír-fjórðu hlutar þeirra búa í Rússlandi, Póllandi, í löndum Balkanskaga og í Tyrklandi. Að því tilskildu, að Palestínuhreyfingin taki þeirri hvatningu, sem Hirsch nefndin getur veitt, má gera sér í hugarlund, að fjöldi Gyðinga tvö- eða þrefaldist fyrir lok aldarinnar.“

Bandaríski prédikarinn, William Eugene Blackstone (1841-1935), fylgdi í fótspor Charles og boðað af mikilli trúarhrifningu flutninga Gyðinga til Palestínu, svo rætast mættu spádómar Bíblíunnar.

Margir fleiri fylgdu í kjölfarið eins og hinn magnaði John Hagee (f. 1940) og Jerry Falwell (1933-2007), sem var náinn vinur Menachem Begin (1913-1992), hryðjuverkasveitarforingja og forsætisráðherra Ísraels. Billy Franklin Graham (1918-2018), sem veruleg áhrif hafði á Bandaríkjaforsetana, Dwight David Eisenhower (1890-1969), Lyndon Baines Johnson (1908-1873) og Richard Milhous Nixon (1913-1994).

Prédikanir ofangreindra voru/eru múgsefjun líkastar. William fékk í lið með sér áhrifamenn í bandarískri stjórnsýslu. Hann skrifaði meira að segja bænaskrá (Blackstone Memorial) til forseta Bandaríkjanna, Benjamin Harrison (1833-1901) og forsætisráðherra (secretary of state), James Blaine (1830-1893).

Bænaskrána undirrituðu auðkýfingurinn, John Davison Rockefeller (1839-1937), bankastjórinn, John Pierpont Morgan (1837-1913), báðir upp á náð Rauðskjöldunga komnir, svo og verðandi forseti, William McKinley (1843-1901). Nokkrir Gyðingaprestar skrifuðu undir, en svo háttaði til, að margir þeirra voru andvígir slíkum hugmyndum.

Í hóp aðdáanda William Blackstone bættist sjálfur Louis Dembitz Brandeis (1856-1941), hæstaréttardómari, og innsti koppur í búri auðmannafélagsskapar Gyðinga. Hann kallaði William upphafsmann heimalandshreyfingarinnar.

Louis taldi William á að efna til annarrar bænaskrár, að þessu sinni til (Thomas) Woodrow Wilson (1856-1924), forseta, sem var að miklu leyti á valdi gyðingalegra auðkýfinga og Síonhyggjumanna á borð við Bernard Baruch (1870-1965). Í þessum hópi var líka Samuel Untermeyer (1858-1940), ástríðuþrunginn Síonhyggjumaður, og sá, er skipulagði mótmæli og viðskiptasniðgöngu á Þjóðverja á fjórða áratugi síðustu aldar.

Fyrrgreindur Louis var lykilmaður í félagi gyðinglegra auðmanna í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem knúði fram Balfour yfirlýsinguna um Gyðingaríki í Palestínu.

Það er eftirtektarvert, að einasti Gyðingurinn, Edwin Montagu (1879-1924), í ensku stjórninni, sem gaf út nefnda yfirlýsingu, var andsnúinn henni, þar sem Gyðingar væru ekki þjóð að telja. Síonhyggju taldi hann „skaðlega stjórnmálalega trúarjátningu, óbærilega sérhverjum föðurlandsvini í Sameinaða konungdæminu.“

Aukin heldur: „Það felst ekki meira sannleiksgildi í þeirri staðhæfingu, að enskur Gyðingur og gyðingstrúar Mári [Suður-Spánverji] séu af sömu þjóð, og þeirri, að kristinn Breti og kristinn Frakki heyri til sömu þjóðar.“ Einnig benti hann á, að Gyðingar ættu ekki meiri rétt til Palestínu, en kristnir menn og Múhameðstrúarmenn.

Edwin sagði nýtt ríki Gyðinga verða alheimsgettó fyrir söfnuðinn og jafnframt stuðla að því, að hin ýmsu ríki, sem hýstu Gyðinga, vildu losna við þá til Ísraels.

Þrákelni og andstaða Edwin við Balfouryfirlýsinguna olli titringi í bresku ríkisstjórninni. Það varð til þess, að rússneski efnafræðingurinn, Chaim Azriel Weizmann (1874-1952), öflugur stuðningsmaður stofnunar Ísraelsríkis frá ellefu ára aldri, sendi auðmannavinum sínum í Bandaríkjunum erindi og lagði að þeim að biðja forsetann, Woodrow Wilson, um að leggja inn gott orð hjá bresku stjórninni. Það virðist hafa hrifið. Chaim varð fyrsti forseti hin nýja Ísraelsríkis.

Fyrsti forsætisráðherra Ísraels, David Ben-Gurion (1886-1973), sagði: „Það væri hjóm eitt að lýsa til fullnustu afrekum og manngerð hins Útvalda [sonar] þjóðarinnar, sem engan hefur átt jafninga, síðan [Theodore] Herzl leið … Því Weizmann bar tvær kórónur á höfði – kórónu stjórnvitrings og kórónu fræðimanns. Hann var samtímis fremstur þjóðar vorrar og meðal jöfra vísindamanna.“

Balfour yfirlýsingin var í sjálfu sér skilyrt því, að Bandaríkjamenn gerðust bandamenn Breta í fyrstu heimstyrjöldinni og næðu yfirráðum yfir Palestínu, að Ottoman heimsveldinu sigruðu. Hvort tveggja gekk eftir. Síðar beittu auðmenn Gyðinga áhrifum sínum til að forseti Bandaríkjanna viðurkenndi hið nýja sjálfsyfirlýsta ríki Ísrael í Palestínu, árið 1948.

Fimmti þáttur

Það var ekki fyrr en árið 1897, að austurrík-ungverski blaðamaðurinn, Gyðingurinn, Theodore Herzl (1860-1904), stofnaði stjórnmálahreyfingu stuðningsmanna Síonshyggjunnar, Síonhyggjusamtökin (Zionist Organization). Hann skrifaði líka bókina, „Gyðingaríkið. Viðleitni til nútíma lausnar á vanda Gyðinga“ (Judenstaat. Versuch einer modernen lösung der Judenfrage – 1896).

Öflugasti stuðningsmaður Theodore og málstaðar hans, var enski presturinn, William Henry Hechler (1845-1931). Hann var mikilvægur milligöngumaður við stjórnvöld, t.d. Wilhelm II (1859-1941), Þýskalandskeisara, sem ljáði fyrirætlunum Theodore stuðning. William hafði sömuleiðis brennandi áhuga á byggingu þriðja musterisins í Jórsölum.

En var Theodore tvöfaldur í roðinu? Hann segir t.d. á þessa leið: Við, Gyðingar, erum úrkynjaðir og komnir á leiðaraenda. Við höfum spillt blóði allra þjóða Evrópu. … Gyðingar eru afkomendur úrgangsblöndu allra kynþátta.

Gyðingar stofnuðu „Jarðnæðissamtök Gyðinga“ (The Jewish Territorial Organization), sem leystist upp árið 1925. Félagarnir fylktu sér á bak við Heimalandshreyfinguna, Hún skoðaði fjölda landa með tilliti til landnáms Gyðinga, m.a. Úganda, Keníu, Argentínu og Palestínu.

Svo fór, að hvítir landnemar í Austur-Afríku beittu hatrammri andspyrnu við þeim hugmyndum, að Gyðingar fengju að nema land þar. Indverskir landnemar vildu heldur ekkert af þeim vita. Það vildu Palestínumenn vitaskuld heldur ekki, þegar ljóst varð, að til stæði að stofna sjálfstætt Gyðingaríki í landi þeirra.

Forsprakkinn, Theodore, sem í raun var veraldlegur Gyðingur, þ.e. iðkaði ekki Gyðingdóm, sótti innblástur og hugmyndir um landnám og ríkisstofnun í Palestínu til trúaðra fræðimanna meðal Gyðinga.

Þar ber hæst Judah ben Solomon Chai Alkalai (1798-1878), prestinn (rabbi) frá Bosníu (Ottoman heimsveldinu). Hann rakti ættir sínar til Íberíugyðinga (Sephardic Jews) og skrifaði fyrstu rit sín á móðurtungu þeirra, Gyðingaíberísku (Ladino), síðar á hebresku. Judah var afkastamikill höfundur og aðgerðasinni. Ein bóka hans er, „Spilda handa Herranum“ (Garal la-Adonai). Judah boðaði afturhvarf Gyðinga til landa Ísraels, ræktun lands og þjóðernis. Mikilvægur þáttur þess var að gera fornhebresku að þjóðtungu.

Judah var sannfærður um, að Messías/Guð myndi þráast við að frelsa Gyðinga, nema þeir sneru aftur til fyrirheitna landsins.

Judah gerðist víðreistur mjög og beitti sér fyrir stofnun búferlaflutningsfélaga Gyðinga. Gyðingar í Evrópu og Bandaríkjunum tóku boðskapi hans heldur fálega, en kristnir Síonhyggjumenn hrifust af hugmyndum um nýtt Ísraelsríki og greiddu götu hans. Judah viðraði þá hugmynd að koma á tíund meðal Gyðinga, sem rynni til kaupa á landi. Hann lést í Jórsölum.

Gyðingapresturinn, Zvi (Zwi) Hirsch Kalischer (1795-1874), var þýskur (prússnesk-póskur) að ætterni, Ashkenazi Gyðingur. Hann var umsvifamikill trúfræðimaður, sem aðhylltist flutning Gyðinga til Palestínu (lands Ísraels). Hann skrifaði á hebresku, en algengt tungumál Ashkenazi Gyðinga var afbrigði þýsku, jiddíska.

Í bókinni, „Stofnun Síon“ (Derishat Tzion - í þýskri útgáfu Herstellung Zion), gerði hann grein fyrir þeirri túlkun sinni á trúarritunum, að Gyðingar yrðu að leggja gjörva hönd á plóg til eigin frelsunar, en ekki bíða í meinum eftir frelsun Guðs. Hann bauð öðrum „Bíblíuþjóðum“ að styðja Gyðinga og frelsun þeirra, því þær myndu frelsast líka fyrir bragðið.

Svo að mannkynið mætti frelsast þyrfti að safna fjármunum til að kaupa land í Palestínu, stofna landbúnaðarskóla og yrkja jörðina. Enn fremur þyrfti að stofna varðsveitir til verndar íbúunum. Fórnir þyrfti að færa í Jórsölum, sagði Zvi.

Zvi ferðaðist víða um Þýskaland og stofnaði – eins og Judah – félög um búferlaflutninga Gyðinga til Palestínu. Bók hans náði verulegri útbreiðslu í Austur-Evrópu, enda var honum sértaklega umhugað um velferð Gyðinga í þeim heimshluta, svo og umrenninga meðal Gyðinga í Palestínu.

Túlkanir Zvi og Judah féllu þó í ærið misjafnan jarðveg hjá Gyðingum. T.d. sagði Gyðingapresturinn og Þjóðverjinn, Samson Raphael Hirch (1808-1888), á þessa leið:

Okkur ber skylda til að fylgja í fótspor forfeðra og eldri leiðtoga. Þeir minntust aldrei á þá skyldu okkar að hvetja til frelsunar (geulah) með því að efla land Ísrael (Eretz Yisroel/Israel). Samkvæmt þeim er einasta leiðin til frelsunar sú að verða betri Gyðingar, iðrast og beina vonglöðum sjónum fram á veg.

Eins og fyrr segir stofnaði Theodore Herzl heimalandshreyfingu Gyðinga rétt fyrir aldamótin 1900. Skömmu síðar (1999) voru stofnuð í Lithaugalandi (Litháen) samtök Gyðinga í rússneska keisaradæminu, Bandalag jiddískra verkamanna í Rússlandi og Póllandi (Der Yidisher Arbeter Bund in Rusland un Poyln), að fyrirmynd þýska verkamannasambandsins. Þessi samtök voru andvíg stofnun nýs Gyðingaríkis í Palestínu.

Bandalagið hafnaði hinni heilögu tungu, hebresku – og sömuleiðis viðleitni rússneska málfræðingsins, Eliezer Ben-Yehuda/Eliezer Yitzhak Periman (1858-1922), til skapa þá alþýðuhebresku í anda gyðinglegrar upplýsingar (Haskalah) og þjóðernishyggju, sem varð grunnurinn að ísraelsku. Tunga samtakanna var jiddíska. Samtökin gáfu út blaðið, „Jiddíska verkamanninn“ (Der yidisher arbeyter).

Stofnendur Ísraelsríkis lögðu fæð á jiddísku. Tungan var bönnuð í daglegu tali, skrifum, leiklist og kennslu. Jidddískumælandi fólk var jafnvel ofsótt. Innflytjendur töluðu fjölda annarra tungumála. Það var ekki óalgengt, að litið væri niður á þá, sem ekki voru af Ashkenazi stofni, þ.e. Evrópugyðingar (að mestu leyti).

Ísraelski sagnfræðingurinn, Dina Porat, segir, að „ráðandi viðhorf í Ísrael í stríðslok [annarrar heimstyrjaldarinnar] hafi verið, að Yishuv [samfélag Gyðinga í Palestínu] mæti einungis þá að verðleikum, sem tækju sér vopn í hönd; litið var á [utanaðkomandi] Gyðinga sem rýrari mannverur, sem létu leiða sig „sem lömb til slátrunar.““

Fyrsta flokks Ísraelsmenn væru einkum herskáir Gyðingar og byltingarmenn (marxistar) úr andspyrnusveitunum, sem vörðu byggðir Gyðinga, börðust gegn Bretum, rússneskum og þýskum yfirvöldum, herafla Þjóðverja og bandamanna þeirra.

Fyrsti forsætisráðherra og „faðir“ Ísraelsríkis, pólski Rússinn, David Ben (Gruen) Gurion (1886-1973), tók fram, að einungis þeir Gyðingar, sem flyttu til og næmu land í Ísrael, væru sannir Gyðingar – og þar með sannir Síonhyggjumenn. Það er svo sem ekki kyn, þar eð hann var á sínum tíma tilþrifamikill félagi í samtökunum, „Unnendum Síon“ (Lovers of Zion), sem lagði nótt við nýtan dag í trúboði sínu um flutning Gyðinga til Palestínu. Hann sló heldur ekki slöku við í háskólanum í Varsjá. Þar tók hann þátt í sams konar félagi, „Starfsmönnum Síon“ (Workers of Zion).

David flutti til fyrirheitna landsins og gerðist akuryrkjumaður við erfiði, sult, seyru og heilsubrest, eftir að hann veiktist af malaríu. David tók þátt í stofnun fyrsta samyrkjubúsins (kibbutz) í Ísrael og boðaði í raun þá landbúnaðarstefnu byltingarjafnaðarmanna, sem tekin var upp Ráðstjórnarríkjunum undir forystu böðulsins og trúbróðurins, Lazar Moiseyevich Kaganovitch (1893-1991), hægri handar og mágs aðalritarans, Joseph Vissarionovich Stalin (1878-1953).

Lazar, fæddur í Úkraínu, er einmitt þekktur fyrir samyrkjubúastefnu rússneskra blóðbyltingarmanna, sultarmorð og aftökur á bændum í Kasakstan, Rússlandi og Úkraínu, Holodomor. (Þessa hungursneyð vilja íslenskir Alþingimenn kalla „þjóðarmorð á Úkraínumönnum.“)

David var stríðs- og áróðursmaður svo mikill, að yfirvöldum (Ottomönum, Tyrkjum) varð ekki um sel, kærðu sig ekki um andstöðu eða uppreisn af hálfu Gyðinga. Svo fór, að David var gerður brottrækur úr landinu, ásamt vopnabróður sínum, Yitzhak Ben-Zvi (1884-1963). Sá varð annar forseti Ísraels, þegar Chaim Weizmann leið. Vopnabræðurnir gerðust víðreistir og töluðu máli Gyðinga í Palestínu og öfluðu fylgis við stofnun Ísraelsríkis. David sendi herhvöt til allra Gyðinga veraldar um að vopnast og frelsa Palestínu frá Ottómönum.

David leiddi Ísraelsmenn í Súez-stríðinu gegn Egyptum með bandamönnum sínum, Bretum og Frökkum, árið 1956. Í sex daga stríði Ísraels á hendur nágrönnum sínum, árið 1967, gerðu þeir standhögg, lögðu undir sig lönd Egypta, Jórdaníu og Sýrlands. Þessi orð hans eru fleyg:

„Við leitum ekki eftir samningum við Palestínuaraba í því skyni að halda friðinn. Vitaskuld er friður mikilvægur. .. En friður í okkar skilningi er úrræði, en ekki takmark.“

Sjötti þáttur

Starf fyrrgreindra verkalýðssamtaka Gyðinga í Austur-Evrópu var umsvifamest í rússneska keisaradæminu (Rússlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu, Lithaugalandi og hluta Póllands). Félagsmenn þeirra voru virkir í baráttu verkalýðs og smábænda fyrir lýðræði og betri kjörum, þar með talið afnám hins sérstaka vistarbands Gyðinga (Jewish Pale). Það fól í sér, að Gyðingar mættu einungis lifa og starfa á sérstökum svæðum, m.a. til að tryggja jafnræði í sambandi við atvinnu. Samtökin tóku einnig þátt í stofnun varnarsveita Gyðinga til að verjast ofsóknum og áleitni.

Verkalýðssamtök Gyðinga störfuðu á grundvell kenninga þýsku Gyðinganna, Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895), sem boðuðu alræði öreiganna. Kenningar þeirra blésu baráttuanda í brjóst forsprakka byltingarmanna í Rússlandi.

Það fór ekki hjá því, að leyniþjónusta ríkisvaldsins, Okhrana, reyndi að reisa rönd við starfsemi samtakanna. Sumir félaganna voru beinlínis gerðir út af sama auðvaldi og studdi stofnun Ísraels í Palestínu. Í reynd fjármagnaði það blóðunga byltingu jafnaðarmanna í Rússlandi, morð og morðtilraunir á konungsfjölskyldunni á nítjándu og tuttugustu öldinni.

Gyðingar innan nefndra samtaka tóku þátt í byltingunum í Rússlandi árin 1905 og 1917 og voru, ásamt Gyðingum úr röðum Síonhyggjumanna, virkir í andspyrnuhreyfingunni, bæði gegn Rússum og síðar Þjóðverjum, þegar fyrsta heimsstyrjöldin brast á.

Til dæmis var hjartalæknirinn, Marek Edelman (1919/1922-2009), félagi í samtökunum. Hann var foringi uppreisnarmanna Gyðinga í Varsjárgyðingahverfinu (gettó/ghetto), árið 1943. Marek var einnig einn stofnenda „Bardagasveita Gyðinga“ (Zydowska Organinizacja Bohowa – Yidishe Kamp Organizatsie), andspyrnuhreyfingar gegn Þjóðverjum í annarri heimstyrjöldinni.

Síonjafnaðarmenn eða sósíalistar (social zionism) áttu líka sín samtök, náskyld Verkalýðssamtökunum, enda sprottin af sömu hugmyndafræðilegu rót. Jafnaðarmenn voru í senn róttækir og herskáir og mótmæltu því t.d. að Gyðingaauðjöfrarnir, Rauðskjöldungar,skyldu heldur vilja innfædda í vinnu í Palestínu heldur en innflytjendur.

Síonjafnaðarmenn voru potturinn og pannan við stofnun innflytjendahersveita (Bar Giora og Hashomr), sem síðar sameinuðust í Haganah, vísi að ísraelska hernum. Verðandi forsætisráðherra Ísraels, Davin Ben-Gurion og járnfrúin herskáa, Golda Mabovitch (Meyerson) Meir (1898-1978), fædd í Kænugarði, en alin upp í Bandaríkjunum frá barnsaldri, voru meðal þeirra, sem rætur áttu í þessum samtökum. Golda leiddi Ísraelsmenn – með hjálp Bandaríkjamanna – til sigurs gegn Egyptum og Sýrlendingum í Yom Kippur stríðinu árið 1973, þegar þeir reynda að ná aftur þeim landsvæðum, sem Ísraelar höfðu lagt undir sig, árið 1967.

Ísraelar fylgdu þeirri stefnu, sem enn er fylgt í grundvallaratriðum, kölluð „Jaðarríkjastefnan“ (Peripheral Doctrine), þ.e. að gera grannríki sér vinveitt. Stefnan er kennd við áðurnefndan David og fól m.a. í sér vináttu og samstarf við Úganda. Fyrrum einræðisherra Úganda, Idi Amin (1925? – 2003), var meira að segja vildarvinur Goldu.

Golda var mikil fjáraflamaður í þágu Ísraelsríkis. Hún leitaði víða fanga meðal Síonkristmanna og ríkra Gyðinga. Einn þeirra var Meyer Lansky/Maier Suchowljansky (1902-1983), foringi glæpasamtaka Gyðinga í Bandaríkjunum. Samtökin gerðust styrktaraðiljar Ísraelsríkis.

Síonjafnaðarmenn sóttu innblástur og handleiðslu hjá rússneskum byltingarmönnum og hugmyndafræðingum þeirra, róttækra ofstækismanna, sem náðu snemma undirtökum meðal landnema í Palestínu. Þeir beittu óspart ofbeldi til að flæma íbúana af landi sínu.

Rússinn, Vladimir Yevgenevich Zhabotinsky/Le‘ev Jabotinsky (1880-1940), sem hlaut viðurnefnið Vladimir Hitler, var þar fremstur í flokki. Ze´ev, sem er talinn einn af „stofnfeðrum“ Ísraelsríkis, boðaði ofstækisfullt landnám með hervaldi. Boðskapur hans er þekktur sem „Stálveggskenningin“ (Iron Wall).

Þekktir lærisveinar Vladimir eru Menachem Begin (1913-1992) og Benjamin Netanyahu (f. 1949). (Benzion (1910-2012), faðir hans, skrifaði bókina. „Stofnfeður heimalandshreyfingarinnar“ (The Founding Fathers of Zionism). Bezion var náinn samstarfsmaður Ze‘ev.)

Þessir Gyðingar áttu flestir ættir að rekja um Austur-Evrópu til hinnar fornu Kasaríu og Norðaustur hluta Tyrklands. Þaðan kemur líklega Ashkenazi nafnið. Því var ekki um að ræða nein bein söguleg eða erfðatengsl við hið ævaforna Ísraelsríki, sem Rómverjar höfðu eytt um árið 60.

Ashkenazi Gyðingar voru uppistaðan í Irgon-Haganah, hryðjuverkahreyfingu landnema, sem minnst var á. Hún vann markvisst að því að tortíma borgum og bæjum Palestínumanna, oft og tíðum með stuðningi Breta, sem fóru með umboðsvald Sameinuðu þjóðanna yfir Palestínu.

Í annarri heimstyrjöldinni börðust þeir á vegum Breta bak við víglínuna á Balkanskaga og í Austur-Evrópu. Þannig fetuðu þeir í slóð forfeðranna, Gyðingahersveitar, sem barðist við Gallipoli í fyrstu heimstyrjöldinni.

Þessi skæruliðaher stofnaði deildir víðs vegar um heim og flutti áróður fyrir landnámi í Ísrael. Landnemunum smyglaði herinn inn í landið, þ.m.t. hermönnum, sem hann þjálfaði.

Hryðjuverkaherinn varð vísirinn að leyniþjónustunni alræmdu í Ísrael, Mossad, og varnarher Ísraela (Israel Defence Forces - IDF). Eftir 1948 beindu Haganah og IDF sömuleiðis spjótum sínum að herjum nágrannalandanna, samkvæmt áætlun frá 1948 (Plan Dalet). Nokkrir félaganna urðu síðar mikilsmetnir leiðtogar hinnar nýfæddu þjóðar (eða ríkis) eins og: Yitzhak Rabin (1922-1995), Ariel Sharon (1928-2014) og Moshe Dayan (1915-1981).

Irgon-Haganah varð fyrirmynd að „Varnarbandalagi Gyðinga“ (Jewish Defence League), sem stofnað var af prestinum (rabbi) Meir Kahane (1932-1990), sem stjórnvöld í Kanada og Bandaríkjunum hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Samtökin hafa þjóðernishreinsanir á stefnuskrá sinni, þ.e. að hreinsa Ísrael af Aröbum. Þangað sækir Benjamin innblástur.

Rússneski Gyðingapresturinn (rabbi), Abraham Isaac Kook (1865-1935), fyrsti prestaleiðtogi Jórsala (Jerúsalem) og síðar allrar Palestínu, var einn aðalhugmyndafræðinga Ísraelsríkis og meðal stofnfeðra þess.

Abraham taldi gagngeran mun vera á sál Ísraelsmanna og annarra þjóða. Hvergi gæti hinn gyðinglegi andi blómstrað, nema í Ísrael. Hann mótaði hugmyndina um Ísraelska stórveldið (Eretz Israel). Ofstækisfyllstu fylgismenn hans segja það fela í sér Levantíu (löndin fyrir botni Miðjarðarhafs), hluta Egyptalands, Tyrklands, Sádí-Arabíu, Írans og Íraks.

Abraham skrifaði m.a. á þá leið, að sannleikann um land mætti finna í dulfræðum Gyðingdómsins (cabala, Kabbalah). Túlkun hans leiddi í ljós, að það ætti fyrir Ísraelum að liggja að berjast fyrir landinu. Í stríði kæmi sömuleiðis í ljós, hvað í þjóðina sé spunnið. Í stríði milli þjóða birtist vilji Guðs, sem muni, þegar vestræn menning hrynur, fela Ísraelum það heilaga verkefni að móta andlegan grundvöll nýrrar heimsskipunar.

Markvisst hefur verið unnið að þessari nýju heimsskipan. Stofnun ísraelsks stórveldis er snar þáttur hennar, samkvæmt nokkrum áætlunum eins og (Oded) Yinon (1982); Réttlátri hefndaraðgerð (Operation Justified Vegeance eða Dagan Plan) frá 2001 (hernám alls landrýmis Palestínumanna); Aðgerð þyrnagrundum (Operation Fields of Thorns) (2003), þ.e. morðið á Yasser Arafat; Réttlætingu blóðsúthellinga (2000) (Bloodshed Justification), þ.e. árás á Gaza í kjölfar sjálfsvígsárásar; Aðgerð varnargnípu (Operation Protective Edge), þ.e. hernaðaraðgerð gegn Gaza, sem minnir mjög á innrásina 2014.

Annar hugmyndafræðingur, forsætisráðherra, hryðjuverkamaður (Lehi eða Stern Gang) og félagi í Mossad, Pólverjinn, Yitzhak (Yezernitsky) Shamir/Icchak Jeziernicky (1915-2012), sagði „Júdeu og Samaríu (Vesturbakkann) órjúfandi hluta Ísraelsríkis,“ með Jórsali sem óskipta höfuðborg ríkisins. Í þessari stefnu felst, að Palestínumenn fái athvarf í Jórdaníu.

Yitzhak, sem breska utanríkisráðuneytið sagði „meðal ofstækisfyllstu hryðjuverkamanna,“ árið 1940, tók þátt í því að sprengja Ben David hótelið í Jórsölum.

Yitzak var jafnframt einn þeirra, sem stóð að morði á sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hinum sænska greifa, Folke Bernadotte (1895-1948), sem bjargað hafði 30.000 Gyðingum úr þýskum fangabúðum. Verkefni hans var að stuðla að friði. Benjamin Natanayhu er mikill aðdáandi Yitzhak og sagði hann einn stofnanda ísraelska ríkisins.

Því er ekki að neita, að viðhorf landnema Gyðinga í Palestínu minnir um margt á viðhorf evrópskra landnema gagnvart frumbyggjum Bandaríkjanna. Síonhyggjan býr að sumu leyti yfir svipuðum trúarskírskotunum og lesa má í svokallaði „Örlagayfirlýsingu“ (Manifest Destiny) bandarískra landnema, sem lögðu undir sig villta vestrið.

Guð birtist þeim í ritningunni og minnti á þá skyldu að boða lýðræði og auðvaldshyggju meðal frumbyggja álfunnar. Þessi köllun hefur fylgt Bandaríkjamönnum æ síðan eins og fylgihnöttum þeirra í Nató og Ísrael.

Eins og fram hefur komið, valdi stofnandi hinnar stjórnmálalegu Síonhreyfingar, Theodore Herzl, Palestínu (Kanan – Canaan) til framtíðar búsetu Gyðinga, þar eð sjálft nafnið myndi skapa aðdráttarafl.

Theodore hafði á orði, að þar myndu Gyðingar, Guðs útvalda þjóð, stofna evrópsk ríki gengt Asíu, framvörð evrópskrar menningar gegn villimennsku. Í þessu nýja ríki yrðu til gyðinglegar yfirburðastofnanir í skjóli alþjóðalaga.

(Þetta leiðir hugann að orðum utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, Joseph Borell. Hann lýsir Evrópu sem aldingarði í heimi villimennskunnar.)

Sjöundi þáttur

Í rás sögunnar hafa Gyðingar ekki alltaf verið aufúsugestir. T.d. ráku Spánverjar Gyðinga úr landi, árið 1492, og Portúgalar fóru að dæmi þeirra 1496. Gyðingar á Íberuskaga voru kallaðir Spánargyðingar (eða Íberíugyðingar – Sephardic Jews) og töluðu eigin tungu, náskylda frumspænsku, Ladínó.

Trúlega hafði samfélag þeirra þrifist í tvær aldir eða svo. Líklegt er talið, að landnám þeirra hafi átt sér stað í tengslum við útrás Föníkumanna (Líbana) á tímum Salómóns Davíðssonar, konungs Ísraelsmanna. Við brottrekstur Gyðinga frá Spáni og Portúgal dreifðust þeir víða um lönd Miðjarðarhafs og Vestur-Evrópu.

Játvarður konungur I langiskanki (Edward I, Longshanks (1239-1307)) varð þó fyrri til en Spánverjar og Portúgalar. Hann úthýsti Gyðingum frá Englandi árið 1290. Orsakir brottrekstarins voru m.a. ásakanir um vanvirðingu við kristna trú, myntfölsun, okurlánastarfsemi og morð á kristnum börnum. Að sögn bandaríska sagnfræðingsins, Michael (Mike) King, hafa slíkar ásakanir heyrst um aldir.

Í framhjáhlaupi má til fróðleiks geta þess, að „Mikla móðir“ (frumgyðjan) hafi haft augastað á börnum til fórna. Fórnin, dauðinn og upprisan, eru miðlægar í öllum barnfórnarhelgisiðum. Barnið er fætt til að deyja og deyr til að endurfæðast. Barnið er samhæft árstíðabundinni hrynjandi jarðargróðans. Það er einungis rúm öld síðan, að frumbyggjamæðrum í Ástralíu var bannað að fórna frumburðinum og leggja sér til munns til að örva frjósemi sína. (Vísa til pistlaraðar um efnið á: arnarsverrisson.is eða arnarsverrisson.blog.is.)

Í goðsögnum eru vísbendingar um, að í Karþagó (Túnis) hafi börnum verið fórnað til dýrðar hinni fornu, fönísku gyðju, Tanít. Af Biblíunni má einnig ráða, að í nánd við Jórsali (Jerúsalem) hafi verið hof eða blótstaður, þar sem Kananítar og grannar þeirra, Ísraelsmenn, fórnuðu börnum.

Flestum er líklega kunn arfsögn kristinfræðanna um skipun hins nýja Guðs Abrahams, ættföður Ísraels, um að fórna syni sínum, Ísaki, trúlega á Gerizim fjalli í Samaríu. En Guð þáði svo lambhrút í staðinn, Abrahami til mikils léttis. Þetta gerðist rúmum þúsund árum fyrir okkar tímatal.

Börn í Fornísrael gátu átt undir högg að sækja. Í arfsögnum Gyðinga er minnst á hina djöfullegu Lilið (Lilith), ófreskju næturinnar, sem var álitin sérstakur andskoti barna og kvenna í barnsförum.

Gyðingdómur er sprottinn úr eingyðistrú þjóða í Miðausturlöndum, þ.e. allt frá fljótunum Tigris og Efrat til Egyptalands (Eretz Israel).

Ættfaðir Gyðinga, Abraham, var fæddur í Mesópótamíu (Írak) og þvældist allar götur til Kanan (Canaan). Um lönd þessi, þekkt sem Palestína, hafa leiðir legið milli fornmenningarsamfélaga allt frá Kína til Egyptalands.

Bíblían endurspeglar fórnartogstreituna. Sjálfur Salómon Davíðsson reisti t.d. hinum barnfórnakæra Moloch (vinsælum guði í landinu) hof. Fleiri konungar Gyðinga eru sagðir hafa fórnað börnum.

Salómon átti í miklu vinfengi við Föníkumenn (frá Líbanon), sem stofnuðu m.a. ríki á norðurströnd Afríku, Karþagó (Carthagena - Túnis), sem áður er minnst á. Föníkumenn urðu Púnverjar og velgdu Rómverjum heldur betur undir uggunum. Þeir voru kunnir að barnfórnum.

Hvorki barnfórnir né notkun barnablóðs við frjósemisathafnir, eru nýjar af nálinni í mannkynssögunni. Það þarf ekki að skyggnast lengur en til þar síðustu aldar. Árið 1876 lýsir blaðamaður í Bandaríkjunum bragði þess.

Barnablóðið bragðaðist eins og „volgur rjómi með beiskjukenndu sætubragði og fyllingu hins góða víns. … einfaldlega þrungið höfgum, hrífandi Ilmi, sætari en nokkur tilbúin afurð efnafræðings, sætindagjörðamanns eða vínbruggara.“

Því má við bæta, að fjöldi manna, þ.á.m. kvikmyndaleikarar, hafa stigið fram og lýst athöf um, þar sem börn eru drepin og blóð þeirra drukkið. Þetta gerist í undirheimunum.

Egypskur fræðimaður telur, að þessi siður sé í heiðri hafður í ákveðnum hópum ríkra Gyðinga. Ég þekki ekki órækar heimildir þessa efnis. Það er aftur á móti alkunna, að Gyðingar fórni forhúðum ungsveina sinna. Þær eru notaðar í lífefnaiðnaði.

Hins vegar má telja víst, að hluta þeirra barna, sem hverfur sporlaust, sé fórnað. Við vitum líka, að börn og líkamshlutar barna frá Úkraínu hafa gegnið kaupum og sölum.

Í kvenfrelsunarfræðunum eru það talin kvenréttindi að deyða fóstur fram að fæðingu og jafnvel draga þau úr móðurkviði fullburða, búta þau niður og selja – eins konar barnapartasala.

Blaðamaðurinn, her- og sálfræðingurinn, Joachim Hagopian, hefur skrifað fimm binda verk um þennan ófögnuð í samtímanum: „Barngirnd og heimsveldi: Djöfullinn, kynlífsbrenglun og djúpríkið“ (Pedophilia & Empire: Satan, Sodomy and the Deep State). Bendi áhugasömum á pistlaröð um efnið: „Leyniþræðir og leyndarlíf,“ á arnarsverrisson.blog.is eða arnarsverrisson.is)

Eftir þennan langa útúrdúr skulum við víkja sögu aftur til Bretlands. Það var Oliver Cromwell (1599-1658), sem hleypti Gyðingum aftur inn í England fyrir þrábeiðni Menasseh ben Israel/Manoel Dias Soeiro (1604-1657).

Það vakti fyrir Oliver að kristna Gyðinga i þeirri viðleitni að flýta annarri upprisu Jesú Krists. Englendingar, Guðs útvalda þjóð, að hans dómi, hlyti að vera best til þessa fallin, þ.e. að kristna aðra útvalda þjóð, Gyðinga.

Menasseh þessi var fulltrúi Gyðinga frá Amsterdam, sem tóku að flytjast til Englands um miðja sautjándu öldina. Það liðu rétt rúmir fjórir áratugir, þar til einokunarbanki þeirra, Englandsbanki (Bank of England) var stofnaður, þ.e. 1694.

Hollendingar voru nefnilega framarlega í bankastarfsemi. Hin þýska Gyðingaætt Rauðskjöldunga (Rothschild), kom ekki að tómum kofunum í Lundúnum, þegar hún teygði þangað anga sína. Ættin lét eftirminnilega að sér kveða á alþjóðafjármálamarkaði á nítjándu öldinni, m.a. við að greiða götu Gyðinga i Palestínu, gaf þeim meira að segja þinghús.

Umsvif og áhrif gyðinglegra banka- og fjármálamanna, fór ekki fram hjá bandaríska rithöfundinum, Ezra (Weston Loomis) Pound (1885-1972). Hann flutti þrumandi ræður til heimsbyggðarinnar og varaði við arðráni auðjöfra og bankamanna Gyðinga í þá rúmu öld, sem þeir höfðu fengið að athafna sig í allra augsýn.

Ezra var lokaður inni á geðveikrahæli í Nýju Jórvík fyrir bragðið eins og sumir þeirra, sem mótmæltu bólusetningum í síðustu veiruvitfirringu. Sjúkdómurinn gæti heitið „rétttrúnaðarandstöðugeðklofaröskun.

Það voru fleiri þjóðarleiðtogar en Játvarður, sem kveinkuðu sér undan Gyðingum. Napóleon (Buonaparte) Bonaparte (1769-1821), skrifaði í bréfi til bróður síns:

„Ég reyni að biðja Gyðinga að bæta ráð sitt, en hef forðast að hleypa fleirum þeirra inn í minn hring. Það er reyndar fjarri því. Ég hef látið hjá líða að láta í ljósi nokkra velþóknun á þessari auvirðilegustu tegund mannkyns.“

Það fylgir sögunni, að vegna endalausra stríða sinna lenti Napóleon í klónum á auðkýfingum bankanna eins og fleiri leiðtogar Evrópu. (Hann reyndi þó í bréfi til Alexanders I að afstýra stríði milli þjóðanna.)

Gyðingar hafa iðulega átt undir högg að sækja í Evrópu og víðar eins og alls konar aðrir „öðruvísi“ hópar, þ.m.t. kristnir „villutrúarmenn.“ Samskipti öfgalausra Múhameðstrúarmanna og sömu undirtegundar Gyðinga, hafa þó almennt verið áfallasnauð.

Á ofanverðri nítjándu öldinni áttu sér stað í rússneska keisaradæminu blóðugar skærur milli byltingarmanna úr röðum Gyðinga og rússneskra yfirvalda, svo og ofsóknir, sem plægðu jarðveginn fyrir áróður heimalandshreyfingarinnar um flutninga Gyðinga til Palestínu.

Úr þessum jarðvegi spruttu líka ofbeldisfullir andstöðuhópar Gyðinga, sem fengu byr undir báða vængi, eftir ofsóknirnar í Kishnev í Moldóvu (Bessarabíu) á árabilinu 1903 til 1905. Kristnir Rússar héldu því fram, að Gyðingarnir hefðu drepið „goy“ (vantrúandi) til að afla blóðs í páskabrauðið sitt.

Það er rík ástæða til að taka fram, að Gyðingur sé ekki bara Gyðingur. Gyðingar tilheyra mismunandi þjóðum og menningu og öllum stéttum samfélagsins. Meðal þessa trúarhóps má finna snillinga og skúrka og alls konar fólk þar á milli.

Hinir fornu Hebrear voru Gyðingar að ætterni og menningu, þ.e. þjóð, sem talað sama tungumál (náskylt öðrum tungumálum í Levantíu), og erfðalega samstæð.

Rómverjar tvístruðu þeirri þjóð og drápu skömmu eftir upphaf okkar tímatals. Söfnuðir Gyðinga hafa síðan lifað og hrærst í Palestínu, í Miðausturlöndum og miklu víðar. Þeir eru af ýmsu þjóðerni. Gyðingum hefur sömuleiðis fjölgað við trúboð í öllum heimshornum.

Líklega munar mest um íbúa hinnar fornu Kasaríu (fornt ríki í grennd við Kaspía- og Svartahaf) á hinum forna Silkivegi, verslunarleiðinni frá Kína til Evrópu. Þeir tóku umvörpum Gyðingatrú, kallaðir Ashkenazi Gyðingar. Þeir eru erfðalega óskyldir (eða lítt skyldir) hinni upphaflegu þjóð Abrahams, Ísaks og Jakobs. Rússar og Tyrkir tvístruðu Kasaríumönnum eða Ashkenazi Gyðingum um Evrópu.

Þrátt fyrir það voru Ashkenazi Gyðingar áberandi í rússneska keisaradæminu og í arftaka þess, Ráðstjórnarríkjunum. Valdhafar þeirra stofnuðu reyndar eigið sjálfsstjórnarhérað (oblast) fyrir Gyðinga austur við kínversku landamærin.

Áttundi þáttur

Eins og fram kemur í lýsingum fyrstu landnema Gyðinga var ástandið í Palestínu býsna ólíkt því sem var á Íslandi í upphafi norræns landnáms. Þar draup smjör af hverju strái, meðan landnemar Gyðinga bjuggu við sult og seyru. Því bar brýna nauðsyn til að afla sífellt meira fjár frá velunnurum.

Eins og áður er tæpt á leituðu ísraelsk yfirvöld m.a. eftir stuðningi frá glæpasamtökum Gyðinga í Bandaríkjunum. En áður en önnur heimstyrjöldin brast á, var stuðningur bandarískra yfirvalda ekki sjálfgefinn.

En það var hins vegar stuðningur söfnuða mótmælenda (Evangelical Christinas), sem söfnuðu ofboðslegum fjárhæðum handa Ísraelsríki. Fjöldi trúboða eða prédikara kom þar við sögu og beittu trúarlegri múgsefjun í þágu málstaðarins. Þeir stofnuðu fjölda þrýsti- og hagsmunahópa eins og Gyðingarnir, sem þó voru færri að tiltölu.

Samband leiðtoga kristinna mótmælenda og yfirvalda í Ísrael er náið, svo og stjórnmálamanna á þeirra snærum. Þeir eru ófáir. Margir eru á mála hjá Ísraelum, Mossad, eins og t.d. Robert Lee Vander Plaats, sem er áberandi um þessar mundir.

Frægur er einnig fjársvikamaðurinn, John Hagee, sem þáði þotu í tækifærisgjöf frá hryðjuverkamanninum og forsætisráðherra Ísraels, hinum pólska Menachem Begin (1913-1992).

Síonhyggja fékk fyrst byr undir báða vængi, þegar ætt Rauðskjöldunga (Rothschild) sá í henni færi til að láta draum forföðurins, Meyer Amchel (1744-1812), rætast. Ættin gumar af því að hafa komið Ísrael á koppinn.

Síonhyggjan fékk einnig meðbyr, þegar háttsettir menn í breska stjórnkerfinu eins og David Lloyd George (1863-1945), aðdáandi Adolfs Hitler (1889-1945), og Arthur James Balfour (1848-1930), sáu sér leik á borði til að losna við Gyðinga. Þannig sameinuðu auðjöfrar meðal Gyðinga í City of London, Wall Street og Wahington, og andgyðinglegir stjórnmálamenn í Bretlandi, krafta sína til finna heimalandshreyfingunni jarðnæði.

Ofangreindir herrar lögðust sem sé á sömu sveif og heimalandshreyfingin með Nathum ben Joseph Samuel Sokolow (1859-1936) í broddi fylkingar. Hann gulltryggði stuðning Benedikts páfa XV/Giacomo Paolo Giovanni Battista della Chiesa (1954-1922) við Balfour yfirlýsingu breskra stjórnvalda, þ.e. viljalýsingu þess efnis að stofna skyldi ríki Gyðinga í Palestínu. Páfi studdi slíka yfirlýsingu af fullum trúarlegum þunga. Endurkoma Gyðinga væri „forlögunum samkvæmt, Guðs vilji.“

Gyðingar beggja vegna Atlantshafs höfðu samvinnu um að sveigja utanríkisstefnu bæði Bretlands og Bandaríkjanna að eigin stefnu, þ.e. stofnun Ísraelsríkis fyrir botni Miðjarðarhafs. Sú viðleitni raungerðist með Balfour yfirlýsingunni, stofnun Þjóðabandalagsins og síðar Sameinuðu þjóðanna.

Einn þeirra, sem mótaði Síonhyggju sem stjórnmálahreyfingu, Ungverjinn og læknirinn, Max Simon Nordau/Simon Maximilian Südfeld (1849-1923), gerði sér ljósa grein fyrir þýðingu bandarískra Gyðinga. Hann skrifaði: „Einasta von fylgjenda Síonhyggjunnar eru Gyðingar Bandaríkjanna.“

Helstu fulltrúar gyðingslegs auðvalds í Bandaríkjunum stofnuðu baráttufélagsskap til stofnunar Ísraelsríkis, „Farísena“ (Parushim/Puruchim). Þar mátti finna hæstaréttardómarana, Louis Brandeis (1856-1941) og Felix Frankfurter (1882-1965), mikilsmetna Auðvaldsgyðinga. Gyðinglegur rétttrúnaður (Rabbinical Judaism) var í hávegum hafður. Grundvallarinntak hans er aðskilnaður, þ.e. að Gyðingar eigi hvorki að aðlagast samfélagi, né menningu annarra.

Þessi félagsskapur beitti einnig Alríkislögreglunni (Federal Bureau of Investigation - FBI) í viðleitni sinni, færði henni t.d. lista fyrir fólk, sem var í andstöðu við Síonhyggju og stríðsrekstur. Sumir þeirra voru fangelsaðir. Auðkýfingar Gyðinga stjórnuðu líka forseta Bandaríkjanna, (Thomas) Woodrow Wilson (1856-1924), meira og minna. Gárungarnir sögðu Bernard Baruch (1870-1965) hafa hann í bandi.

Louis var einnig meðal innstu koppa í búri auðjöfra – að mestu Gyðingar eða auðjöfrar þeim handgengnir – eins og Henry Morgenthau (1891-1967) og Jacob Henry Schiff/Jakob Heinrich Schiff, sem stofnuðu Seðlabanka Bandaríkjanna (Federal Reserve), eftir áratuga togstreitu við sjálfstæða forseta og þingmenn Bandaríkjanna. Sumir þeirra voru hreinlega myrtir eins og leiðtogar Evrópu (Rússland meðtalið), sem andæfðu peninga- og byltingarmönnum.

Fyrrnefndur Jacob beitti sér m.a. fyrir flotauppbyggingu Japana til að klekkja á rússneska keisaraveldinu. Það tókst með miklum ágætum. Auðjöfrar meðal Gyðinga höfðu á þessum tíma einnig náð undirtökunum í kvikmyndaiðnaði og fjölmiðlun í Bandaríkjunum, og að nokkru leyti í Frakklandi og Bretlandi, þar sem ætt Rauðskjöldunga var einnig umsvifamikil.

Auðkýfingurinn og lögfræðingurinn, Samuel Untermyer (1858-1940), einn formælanda stofnunar Seðlabanka Bandaríkjanna, var mikill áróðursmeistari og aðgerðasinni. Hann skipulagði sniðgöngu á þýskar vörur um allan heim. Hið gyðinglega alþjóðaauðvald gerði sér ljósa grein fyrir nauðsyn áróðurs fyrir málstaðnum, þ.e. að skapa rétt viðhorf meðal alþýðu og trúaðra, kristinna manna og Gyðinga.

Þeir fengu þrjótinn, Cyrus Ingerson Scofield (1843-1921), til að sjá um útgáfu nýrrar Bíblíu með túlkunum og athugasemdum í þá veru, að hver sá, sem ekki styddi Ísraelsríki, yrði fyrir vanþóknun Guðs. Aukin heldur væri (önnur) upprisa Jesú Krists háð upprisu hins gyðinglega Messíasar.

Því gæti verið hyggilegt að flýta tortímingu mannkyns, svo skapa mætti Guðsríki á jörð. Þessi merka bók, sem hlotið hefur gríðarlega útbreiðslu í Bandaríkjunum, er sem sé kölluð „Námsbíblía“ Scofield (Scofield Study Bible). Það var fyrrgreindur Þjóðverjahatari, Samuel Untermeyer, sem stóð að og studdi dreifingu hennar.

Bretar léku einnig þennan leik í Egyptalandi, þar sem þeir studdu ofstækisfulla Múhameðstrúarmenn til afskræmingar á Kóraninum. Sú viðleitni fæddi af sér „Bræðralag Múhameðstrúarmanna“ (Muslim Brotherhood).

Úr þeim jarðvegi spruttu Hamas, ISIS og fleiri hryðjuverkasveitir, í þjónustu Bandaríkjanna, Nató og Ísrael. Þær störfuðu að því að skapa óeirðir og upplausn, kollsteypa ríkisstjórnum, í því skyni m.a. að forða Ísrael úr skotlínunni.

Yfirvarpið var eins og kunnugt er friður, öryggi, (kven)frelsun og lýðræði. Sú réttlæting dugar enn vel.

Eins og áður var drepið á voru bandarísk stjórnvöld tvístígandi í stuðningi sínum við stofnun Gyðingaríkis í Palestínu, sem var undir yfirráðum Ottomana. Þeir voru Múhameðstrúar.

Ottomanar buðu Gyðinga velkomna í heimsveldi sitt. Jafnframt buðust þeir til að gera sérstakan friðarsamning við Bandaríkjamenn, þegar þeir sáu, að ófriðarblikur voru á lofti. Bretar komu í veg fyrir það, stöðvuðu bandarísku sendinefndina í Gíbraltar.

Níundi þáttur

Síongyðingar í Evrópu studdu þýska þjóðernisjafnaðarmenn eða nasista, í þeirri von, að þannig mætti sannfæra Gyðinga í Evrópu um að flytja til Palestínu. Í Írak beittu þeir spellvirkjum og morðum til að reka á eftir trúbræðum og - systrum.

Það eru skýrar vísbendingar um, að Síongyðingar hafi staðið að samningum við þýsk stjórnvöld um að greiða fyrir brottflutningi Gyðinga til Palestínu, sbr. bók Edwin Black: „Búferlasamningurinn. Hin ævintýralega björgun Gyðinga frá Þriðja ríkinu til gyðinglegrar Palestínu“ (The Transfer Agreement: The Dramatic Zionist Rescue of Jews from the Third Reich to Jewish Palestine). Þetta er kallað „Haavara samningurinn.“

Á sama hátt andæfðu Síongyðingar búferlaflutningum trúbræðra og -systra til annarra heimshorna, þ.e. fyrst og fremst til Bandaríkjanna og Kanada. Þangað vildu þeir helst fara.

Hannah Arent (1906-1975), Gyðingur og sagnfræðingur, hefur staðhæft, að lífi margra Gyðinga hefði mátt þyrma, hefðu trúsystur þeirra látið hjá líða að aðstoða Þjóðverja, nasista, við að smala þeim í Gyðingahverfi, flytja þá austur á bóginn og í fangaabúðir.

Eftir stríðið fóru sveitir úr heimalandshreyfinunni, Síongyðingar, um flóttamannabúðirnar og ráku þar trúboð sitt. En engu að síður vildu flestir Gyðinganna flytja til Bandaríkjanna. Þeim var stundum látinn snúast hugur. Trúboðið átti sér einnig stað á kristnum fósturheimilum, þar sem börn Gyðinga var að finna.

Landnemar í landinu helga, sem ýmist höfðu keypt land eða stolið með ofsóknum og vopnaskaki, fengu 55% landsins til umráða, samkvæmt samþykkt allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palestínu.

Bandaríkjamenn voru þeir fyrstu til að viðurkenna Ísrael. Atkvæðagreiðslan fór fram með miklu harðfylgi. Fyrrgreindur „forsetaeigandi,“ Bernard Baruch, ku hafa tjáð Frökkum t.d., að samþykktu þeir ekki tillögu um viðurkenningu Ísraels, yrðu þeir sviptir fjárhagsstuðningi Bandaríkjanna.

Harry S. Truman (1884-1972), sem var rúinn vinum í framboði til í forseta, þáði tvær milljónir dala í mútur, sbr. bók bandaríska blaðamannsins, Alison Weir, „Gegn betri dómgreind: Leynisagan um misnotkun á Bandaríkjunum við stofnun Ísraelsríkis“ (Against Our Better Judgement: The Hidden History of How the U.S. Was Used to Create Israel).

Þegar „sjálfstæðisstríði“ ísaelsku landnemanna/landtökumannanna lauk, árið 1948, höfðu um 750.000 Palestínumenn verið reknir úr landi og fjöldi íbúa drepinn, meira að segja af mönnum, sem síðar urðu ráðamenn í ríkinu og jafnvel forsetar eins og Menachem Begin.

Kunnasta fjöldamorðið, sem Menachem stóð að, er trúlega Deir Yessin í apríl 1948, áður en herir annarra Arabaríkja lögðust á sveif með Palestínumönnum. Hryðjuverkasveitir Gyðinga, Irgun og Stern gengið (Stern Gang) frömdu morðin á 254 saklausum þorpsbúum. Foringjar þeirra voru áðurnefndur Menachem og Yitzhak Shamir (1915-2012), sjöundi forsætisráðherra ríkisins.

Síðar sprengdi gengið Hótel Davíðs konungs í Jórsölum. Þar myrtu þeir 86. Þriðja hryðjuverkasveitin var Haganah, sem varð vísir að Ísraelsher (Israeli Defence Forces).

Fyrsta alvöru mótspyrnan af hálfu Palestínumanna átti sér stað árið 1929, al-Buraq uppreisnin.

Ísraelski sagnfræðingurinn, Tom Segev, skrifaði. „Ísrael varð til við hryðjuverk, stríð og byltingu. Fæðingin útheimti ákveðið ofstæki og grimmd.“

Annar ísraelskur sagnfræðingur, Benny Morris, lýsir vonbrigðum sínum með ófullnustu ofangreindra aðgerða. Ísraelsher hefði, segir hann, átt að hreinsa landið af frumbyggjum eða því sem næst, eins og hvítir landnemar í Ameríku og Ástralíu gerðu. Nú virðast ísraelsk stjórnvöld ætla að bæta ráð sitt í þessu efni.

Í sex daga stríði sínu við nágrannaþjóðirnar og Palestínumenn 1967 hertóku Ísraelsmenn enn meira land og ráku 300.000 Palestínumenn á brott. Síðan hafa um 600.000 verið reknir af Vesturbakkanum og Gaza.

Það eru ekki allir jafn hrifnir af Síonhyggjunni og bandarískir Kristmenn og Gyðingar í Evrópu. „Samstöðusamtök Afríkuríkja“ ( The Organization of African Unity), segja að „kynþáttahatursstjórninni í hinni hernumdu Palestínu“ svipi mjög til stjórnar, sem var við lýði í Zimbave (Ródesíu). Báðar séu sprottnar úr heimsvaldastefnu og vanvirði þjóðir.

„Samtök óháðra ríkja“ (Organization of Non-Aligned Countries), segja Síonhyggju „ógn við heimsfrið og öryggi,“ hugmyndafræði heimsveldisstefnu og kynþáttahaturs.

Málsmetandi Gyðingum ofbauð sömuleiðis ofbeldi og framferði trúbræðra- og systra í Palestínu. Þegar Menachem Begin kom til Nýju Jórvíkur, árið 1948, skrifaði hópur þeirra, þ.á.m. Albert Einstein (1879-1955) og fyrrgreind Hannah Arendt, opið bréf til bandaríska stjórnvalda, þann 4. des.. Hér eru glefsur úr því:

„Stofnun hins nýja Ísraelsríkis fyrir atbeina stjórnmálaflokksins, „Frelsisflokksins“ (Tnuat Haherut), er einn þeirra atburða á sviði stjórnmálanna, sem veldur uppnámi. [Um er að ræða] stjórnmálaflokk sem svipar mjög að uppbyggingu, aðferð, stjórnmálalegri hugmyndafræði og félagslegri skírskotun, til flokks nasista og fasista. Fylgismenn hans eru fyrrum félagsmenn í „Irgun Zvai Leumi“, hægri sinnuðum, þjóðrembingshryðjuverkasamtökum í Palestínu.“

Það er við ramman reip að draga. Stuðningsmenn Síonhyggjunnar eru alls staðar ráðandi, og þeir styðja þróun Ísraels í átt til „lýðræðiseinræðis,“ aukins hernáms í Palestínu og útþenslu þess fyrir botni Miðjarðarhafs.

Bandaríski ofurstinn fyrrverandi, Douglas Abbot Macgregor, fullyrðir, að Ísraelsstjórn og málaliðar hennar í bandarísku þjóð- og stjórnmálalífi, stjórni meiru um utanríkisstefnu Bandaríkjanna í heimshlutanum en stjórnvöld þeirra.

Hinn óljúgfróði blaðamaður, Whitney Webb, sagði nýlega í umræðu um netnjósnir Ísraels- og Bandaríkjamanna:

„Djúpríkin [aðiljar, sem stjórna bak við tjöldin] bæði í Ísrael og Bandaríkjunum eiga oft og tíðum samvinnu um hitt og þetta. Og ég tel líklegt að það eigi líka við aukna samvinnu [um netnjósnir, -öryggi og -hryðjuverk]. Það er áhyggjuefni. Ég vil leyfa mér að kveða skýrt að orði; bæði djúpríki Ísraels og Bandaríkjanna drepa eigin þegna, án þess að blikna, í því skyni að ná markmiðum sínum um meiri völd, eftirlit og fjármuni, sem renna í eigin vasa.“

Áhrif og völd Ísraelsmanna í Bandaríkjunum eru torskiljanleg. Fyrir nokkrum árum var t.d. látinn laus njósnarinn, Jonathan Jay Pollard, sem njósnaði fyrir Ísrael. Gögnin frá honum notuðu Ísraelsmenn sem „greiðslu“ fyrir Gyðinga frá Ráðstjórnarríkjunum. Ísraelskir skattgreiðendur greiddu fyrir málsvörn Jonathan, veittu honum ísraelskan ríkisborgarétt og buðu hann velkominn til fyrirheitna landsins, þegar þeim hafði – ásamt bandamönnum sínum í Bandaríkjunum – tekist að fá hann lausan.

Við það tækifæri sagði Benjamin Netanyahu: „Ísraelska þjóðin fagnar því, að Jonathan Pollard sé laus úr fangelsi. Mig hefur dreymt um þennan dag. Enda hef ég tekið málið upp við hvern forsetann á fætur öðrum. Nú er Jonathan loksins kominn heim til fjölskyldu sinnar, eftir þrjá langa og erfiða áratugi.“

Árásin á stríðsfley Bandaríkjanna, „Frelsið“ (Liberty) á alþjóðlegu hafsvæði undan Gaza, er líklega flestum gleymd. Árásin var gerð bæði úr lofti og af legi. Áhöfninni tókst um síðar að kalla á hjálp, sem varnarmálaráðherrann, Robert McNamara (1916-2009), afturkallaði. Telja má víst, að kenna hefði átt Egyptum um klækinn til særa Bandaríkjamenn til þátttöku í stríði Ísraelsmanna gegn Egyptum. Ísraelsmenn drápu 34 sjóliða og særðu 171. Ísraelsku fólin skutu meira að segja á björgunarbátana, sem tókst að koma út.

Stuðningsmenn og velunnara Ísraelsríkis er að finna í herstjórn Bandaríkjanna, stjórnendaúrvali Evrópusambandsins, lykilríkjum þess eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, og síðast en ekki síst, Bretlandi.

Alþjóðlegt fjármagnskerfi er að mestu skipað Gyðingum, hlynntum Ísrael. Vofa Rauðskjöldunga er þar enn á sveimi. Aukin heldur ræður auðkýfingaveldið öllum helstu fjölmiðlum, upplýsingatækni, stjörnuháskólum, félagsmiðlum, læknavísindum, lyfja- og vitundariðnaði (sál- og félagsverkfræði), svo nokkuð sé nefnt.

Enda segir hagfræðingurinn og stjórnmálagreinandinn, Peter Koenig, á þessa leið:

Myrkravaldhafarnir, djúpríkið (cabal), samsteypur fjármagnseigenda, hernaðarfyrirtækja, tölvutæknifyrirtækja, fjölmiðla og lyftæknifyrirtækja, eru að mestu á valdi liðsmanna síonhyggjunnar.

Sömu valdsmenn eru einnig driffjaðrirnar í Endurræsingunni miklu/Áætlun 2030 og veita forstöðu Sameinuðu þjóðunum, Alheimsefnahagsráðinu, Alþjóðheilbrigðismálastofnuninni, ríkisstjórn Bandaríkjanna og Bretlands, ásamt stjórn Evrópusambandsins.

Valdsmennirnir hafa unnið samofna hugmyndafræði, þar sem áætlanir Ísraelsstjórnar um ísraelska stórveldið og eigin þarfir fyrir auðlindir, fara lipurlega saman. Stríð Ísraels og Palestínumanna, er einungis eitt skref í djöfullegri áætlun þeirra um alheimsstjórn.

Að lyktum nokkur orð um Semíta og andsemítahyggju (anti-Semitism). Semítar eru ósamstæður hópur ættbálka, þjóða, er lifað hafa fyrir botni Miðjarðarhafs, Levantíu eða Vestur Asíu. Þar má nefna Araba, Hebrea, Assýríumenn, Föníkumenn og fl. Þetta fólk er talið afkomendur Sems, sonar Nóa.

Andsemítahyggja er fæð, andúð eða hatur í garð fólks, sem fætt er fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún skaut rótum í Rómarveldinu, lifði góðu lífi í kaþólsku kirkjunni og meðal þýskra þjóðernisjafnaðarmanna.

Semítar voru sagðir hafa drepið Gyðinginn, Jesú Krist, í samvinnu við Rómverja. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa spillt „arísku þjóðinni.“

Andsíonhyggja (anti-Zionism) er aftur á móti andstaða gegn því að beita gyðinglegri þjóðernishyggu í þágu nýlendustefnu. Þetta viðhorf er ríkjandi meðal bandarískra Gyðinga, andstætt því sem við á um þá evrópsku.

Því er það rangt, að gagnrýni á Ísraelsríki sé Semítandúð. Það er líka rangt eins og forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, heldur fram, að gagnrýni á stjórn Ísraels sé ýmist andúð á Semítum eða Gyðingum. Það er aumur málflutningur og óviðeigandi.

https://www.globalresearch.ca/zionism-invaded-africa-story-general-idi-amin-israel-influence-uganda/5841555 https://informationclearinghouse.blog/2023/12/12/why-is-israel-failing/ Why do we eat matzah on Passover? - The Jerusalem Post (jpost.com) Haskalah - Wikipedia https://www.history.com/this-day-in-history/israel-attacks-uss-liberty The Rapture and the Real World: Mike Pompeo Blends Beliefs and Policy - The New York Times (nytimes.com) https://www.timesofisrael.com/ex-jordan-mp-says-jews-use-christian-blood-to-make-matzah/ https://www.encyclopedia.com/religion/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/menahem-mendel-shklov https://www.timesofisrael.com/myth-of-jews-killing-christian-children-persists-says-new-book-on-blood-libel/ https://www.jpost.com/Diaspora/Haredi-Jews-eat-Matza-with-human-blood-Egyptian-Hebrew-scholar-claims-595645 https://en.wikipedia.org/wiki/Sergei_Zubatov https://informationclearinghouse.blog/2023/12/13/scott-ritter-we-suck-as-a-society/ https://www.theguardian.com/world/2015/nov/20/spy-jonathan-pollard-to-be-free-after-30-years-but-still-a-thorn-in-us-israeli-ties https://www.haaretz.com/st/c/prod/global/timelines/polard/eng/2/ https://www.encyclopedia.com/religion/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/judah-hasid-segal-ha-levi Pastor Hagee: Trump Administration Has God’s Favor for Supporting Israel (breitbart.com) https://en.wikipedia.org/wiki/Thomas_Brightman https://www.jewishvirtuallibrary.org/rabbi-eliyahu-of-vilna-the-vilna-gaon https://www.biblicalarchaeology.org/daily/ancient-cultures/ancient-near-eastern-world/what-does-the-bible-say-about-children/ https://library.biblicalarchaeology.org/article/children-in-the-ancient-near-east/ https://www.asor.org/anetoday/2017/12/child-sacrifice-ancient-israel https://bible.knowing-jesus.com/topics/Child-Sacrifice https://www.gotquestions.org/child-sacrifice.html Jewish Combat Organization - Wikipedia Project MUSE - Anniversaries in Conflict: On the Centenary of the Jewish Socialist Labor Bund (jhu.edu) Israel Privileges Jews, But Only the “Right” Jews – Tikun Olam תיקון עולם إصلاح العالم (richardsilverstein.com) https://www.christianity.com/wiki/christian-terms/what-is-tribulation-bible-meaning-and-significance.html https://www.encyclopedia.com/religion/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/mitnaggedim Loving Israel, Hating Jews – Tikun Olam תיקון עולם إصلاح العالم (richardsilverstein.com) Before Herzl, There Was Pastor Russell: A Neglected Chapter of Zionism - Jewish World - Haaretz.com John MacArthur, Israel, Calvinism, and Postmillennialism -- Part 1 - The American Vision https://www.youtube.com/watch?v=6TAMhvQt-Ls Dispensational Origins of Modern Premillennialism (sullivan-county.com) https://www.encyclopedia.com/people/history/israeli-history-biographies/david-ben-gurion https://www.encyclopedia.com/history/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/kaganovich-lazar-moyseyevich https://www.history.com/news/golda-meir-israel-prime-minister-iron-lady-yom-kippur-war https://jewishencyclopedia.com/articles/10345-manasseh-ben-israel https://www.encyclopedia.com/humanities/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/menasseh-manasseh-ben-israel-1604-1657 https://www.biblicalarchaeology.org/daily/ancient-cultures/ancient-egypt/the-egyptian-journey-of-jeremiah-in-the-bible/ https://www.youtube.com/watch?v=s5DpLMS8rn0 https://www.realnewsandhistory.com/cromwell/ https://archive.org/details/AlbertEinsteinLetterToTheNewYorkTimes.December41948 https://www.thejc.com/lets-talk/all/the-strange-tale-of-oliver-cromwell%E2%80%99s-unlikely-partnership-with-a-jew-1qGiQ3Ovr3lA6A9Ic17ARU ‘Our English Zion’: Oliver Cromwell and the Jews | Richard Mather (wordpress.com) https://www.globalresearch.ca/why-so-many-jews-denounce-israel-war-gaza/5839453 https://chrishedges.substack.com/p/the-chris-hedges-report-with-columbia?utm_source=substack&utm_medium=email&utm_campaign=email-half-post&r=ry8jq https://www.youtube.com/watch?v=HnaaPbhaQ0U Biography: Anthony Ashley, 7th Earl of Shaftesbury by Mary Grey - Balfour Project Israeli forces kill Palestinian in northern West Bank raid | Occupied West Bank News | Al Jazeera https://steigan.no/2023/11/franske-senatorer-vil-forby-kritikk-av-sionismen/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.mintpressnews.com/untold-story-christian-zionists-power-united-states-israel/260532/ https://www.encyclopedia.com/religion/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/pale-settlement https://www.globalresearch.ca/historical-analysis-1897-present-crimes-committed-against-the-people-of-palestine-israel-state-sponsor-of-terrorism/5838511 https://informationclearinghouse.blog/2023/11/07/why-israel-wants-to-erase-context-and-history-in-the-war-on-gaza/ https://truthout.org/video/interview-with-holocaust-survivor-and-antizionist-activist-dr-hajo-meyer-video/ https://www.globalresearch.ca/israel-killing-fields-albert-einstein-foresight/5839352 https://mosaicmagazine.com/response/israel-zionism/2017/06/how-the-balfour-declaration-became-part-of-international-law/ https://www.globalresearch.ca/against-better-judgment-hidden-history-how-us-used-create-israel/5838623 https://www.sott.net/article/352382-Against-Our-Better-Judgement-How-the-USA-was-used-to-create-Israel https://www.youtube.com/watch?v=AlRjFBSNy1M https://stopworldcontrol.com/israel/ https://www.youtube.com/watch?v=rzXS3tmZrcU https://thephaser.com/2021/03/how-a-zionist-secret-society-infiltrated-the-us-supreme-court/ Episode 111: Christian Zionism, Tracing the Lines of a Warmongering Heresy | RECONQUEST, with Brother André Marie Christian Zionism part 2: Why Christian Zionism Is a Problem - YouTube https://realnewsandhistory.com/anyt-11-29-23/ https://www.voltairenet.org/article220031.html https://www.historycentral.com/Israel/1903KishnevPogrom.html https://www.jewishvirtuallibrary.org/king-solomon https://www.history.com/topics/19th-century/manifest-destiny https://www.christianity.com/wiki/cults-and-other-religions/what-are-the-abrahamic-religions.html https://www.worldatlas.com/articles/what-are-the-abrahamic-religions.html How Israel's Third Temple Movement Rebranded Theocracy as "Civil Rights" (mintpressnews.com) Hidden History of Zionism - YouTube


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband