Feðraveldinu "fokkað“ í Ísrael

Fyrir skemmstu fóru íslenskar freyjur í verkfall til að andmæla kúgun sinni. Þar bað öskrandi forkona hjúkrunarkvennafélagsins (kven)þjóðina um að „fokka“ íslenska feðraveldinu.

Þessi herhvöt kynni að hafa borist alla leið til Ísraels, sem talið er afskaplega hinseginvænt samfélag, þ.e. áttunda hinseginvænsta samfélag jarðar. Íslendingar tróna á toppnum, án tillits til höfðatölu.

Þegar hermenn Hamas gerðu óvænt gat á sprengtæknilegustu víggirðingu um víggirtasta fangelsi veraldar utan dyra, sátu kvenkyns áhafnir þriggja skriðdreka í friði og ró við landamæri Egyptalands og Ísraels. Þegar fréttist um gatið í girðingunni brenndu þær suður á bóginn.

Samkvæmt hjálögðu myndbandi er þetta í fyrsta sinn, sem alkvenleg skriðdrekaáhöfn tekur þátt í stríði. (Ég hef þó grun um, að þær sovésku hafi slegið þeim ref fyrir kvenfrelsunarrass í annarri heimstyrjöldinni. En viss er ég ekki í minni sök.)

Konurnar gerðu garðinn frægan eins og vænta mátti. Drápu mann og annan, stundum með því að troða þá undir beltum drekanna. Svo skutu þær á allt sem hreyfðist, þegar inn í samyrkjubúin var komið, samkvæmt Hannibal tilskipuninni. Sannast nú enn og aftur hið fornkveðna; konur eru í engu eftirbátar karla. Þær ísraelsku er nú frelsaðri en þær íslensku, þó þær séu enn ekki helmingur skriðdrekaáhafna.

Skriðdrekastúlkurnar voru hvergi smeykar, jafnvel þótt þær kynnu ekki alveg á stríðstólið sitt. Einni þeirra þótti bara gaman.

Það fylgir ekki sögunni, hvort þessar stríðsdjörfu stúlkur hafi drepið Liet litlu Hetzroni, sem drepin var á nálægu samyrkjubúi, en ísraelskir sjónarvottar segja hana drepna af ísraelskri skriðdrekaáhöfn, ásamt fleiri þorpsbúum.

Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, sagði: „Liet Hetzroni frá samyrkjubúinu, Be‘eri, var myrt á heimili sínu af Hamas ófreskjum, … Við heyjum hið réttlátasta stríð til að tryggja, að það endurtaki sig aldrei.“

Eftir fyrstu áróðurshryðjurnar um nauðganir á konum, afhausun barna og svo framvegis (nánast staðlaður stríðsáróður, sbr. stríðið í Úkraínu), hefur komið í ljós, að bæði ísraelski herinn og Hamas (eða aðrir Palestínustríðsmenn) eigi sök á dauða fjölda íbúa samyrkjubúanna. Sömuleiðis drápu ísraelskir stríðsþyrluflugmenn fjölda manns á útihátíð í grenndinni, samkvæmt ísraelska blaðinu Haarets, Greyzone og fl.

Frekari upplýsinga er varla að vænta frá gíslum, þar sem ísraelsk yfirvöld hafa múlbundið þá, að sögn. Áður en að því kom tók þó öldungurinn, Yochaved Lifshitz, 85 ára, í hönd eins fangavarða sinna, og hafði á orði, að fangaverðirnir hefðu farið „mjúkum höndum um þau.“ Svipaða sögu sagði hin roskna Ruth Munder. Óbrenglaðir Múhameðstrúarmenn sýna öldruðum almennt virðingu. Það hef ég reynt.

Sjá greinar á heimasíðu Grayzone. Greinarnar eru ritskoðaðar burt af Fésbók.

https://www.haaretz.co.il/news/politics/2023-10-20/ty-article-magazine/.premium/0000018b-499a-dc3c-a5df-ddbaab290000 https://www.globalresearch.ca/israel-lies-exposed-amidst-shifting-global-tide-palestine/5841577 https://twitter.com/muhammadshehad2/status/1728070291635454105 https://twitter.com/thecradlemedia/status/1728913960324509711?s=46&t=zjVNBGPosKEP-yud7GT12g https://www.haaretz.com/israel-news/2023-11-18/ty-article/.premium/israeli-security-establishment-hamas-likely-didnt-have-prior-knowledge-of-nova-festival/0000018b-e2ee-d168-a3ef-f7fe8ca20000 https://www.youtube.com/watch?v=GjC0_swYbT4 https://twitter.com/IsraelNitzan/status/1728545148018004179


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband