Eftirlætiskona mín í Ísrael, Efrat Fengison, býður okkur að hlusta á viðtal við Lino, bróður Omer Hermesh, sem, ásamt mörgum fleirum, var drepinn í því blóðbaði, sem her Hamas og Ísraels eru ábyrgir fyrir á samyrkjubúum í grennd við landamæri Gaza. Það er leitun að jafn þroskuðu fólki.
Þau láta berlega í ljósi samúð sína með almenningi, beggja vegna landamæranna. Þau fjalla um blóðbaðið, sem átti sér stað fyrir um mánuði síðan og enn stendur yfir. Þau lýsa þeim myrkraöflum og illvirkjum, sem ráða för meðal stjórnmálamanna og þeirra, sem kippa í spottana. Beggja vegna landamæranna rær fólk fleyi mannlegrar þjáningar. Það er fánýtt að metast um, hver þjáist mest. Það getur ekki orðið samkeppni.
Við útför bróður síns, sagði Lino, sem býr erlendis, m.a.: Ég kvaddi þau margsinns, meðan á hryllingnum stóð. Ég er í þeirri stöðu, að geta hamlað á móti hvötinni til hefnda við þessar skipulögðu blóðsúthellingar. Ég er ekki þess umkominn að dæma þá, sem hlut eiga að máli og finna öðruvísi til (Gyðingar, Arabar og fl.)
Því er það, að innra með mér vaknar samúð og sterk meðaumkun með hinum saklausu, meðaumkun með öllum, sem lifandi eru. Þess vegna dreg ég ekki fána að húni og neita að umbreyta sorg minni í áróður. Ég neita að láta kljúfa mig, ráðskast með mig. Ég neita að gefa frá mér mennskuna og þagga niður bænina innra með mér. Ég sný baki við illskunni sjálfri og erindrekum hennar, harðbrjósta stjórnmálamönnum, vopnasölum og meginstraumsfjölmiðlum.
Lion minnir á orð franska skáldsins, Charles Pierre Baudelaire (1821-1867), sem sagði: Áhrifaríkasta bellibragð Djöfulsins var að sannfæra heiminn um, að hann væri ekki til.
Efrat og Lino gera líka að umtalsefni samvinnu Hamas og ísraelskra stjórnvalda sem og almenna andúð á Benjamin Netanyahu og Likud stjórn hans. Nýjustu kannanir benda til, að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar vilji losna við þennan ofstopastríðsmann, sem dreymir um ísraelskt stórveldi. Ísraelar hópast úr landi, en Palestínumenn sitja fastir nema foringjarnir auðvitað.
Á meðan fangelsa ísraelsk stjórnvöld Palestínumenn á Vesturbakkanum tugum saman -og drepa líka.
Vonandi tekst vinum Hamas og Ísraelsstjórnar í Katar að stöðva blóðbaðið. Peningaflæðið mætti einnig stöðva. Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, og Ísraels, Mossad, funda í Katar.
Það hlýtur senn að koma að því, að illvirkjarnir beggja vegna stefni á vinafund og skáli fyrir velheppnuðum harmleiki í þágu bandarískrar-ísraelskrar-breskrar heimsvaldastefnu með trúarlegu ívafi, þ.e. góðu Gyðingarnir og vondu Múhameðstrúarmennirnir.
Svart-hvíta stefið lætur vel í eyrum Vesturlandabúa. Við skulum hafa þetta einfalt, í svart-hvítu. Yfirvöld á Gaza og í Ísrael gefa í raun réttri dauðan og djöfulinn í þjóðir sínar.
Nú eru vísbendingar um, að bandarísk stjórnvöld finni til óþæginda og vilji losa sig við vin sinn, Benjamin, sbr. umfjöllun í Washington Post og víðar. Hann er orðinn íþyngjandi.
Einu sinni var Benjamin þóknanlegur bandarískum yfirvöldum og þau leyfði honum að vefja sér um fingur eins og Benjamin komst að orði. Hvernig sem því er farið, halda Bandaríkjamenn og Bretar áfram að senda Ísraelum hergögn og Hamas verslar grimmt fyrir (hjálpar)sjóðina frá Katar og fleiri ríkjum.
En væntanlega eru útþenslu- og stríðsáætlanir þeirra, Hreini skurðurinn (Clean Cut), enn í fullu gildi. Skorið hefur verið í Írak og Sýrlandi, enda þótt skurðurinn sé hvergi nærri hreinn. Því verki er ólokið. Frelsi, öryggi og lýðræði er hvergi nærri tryggt. En það var yfirlýstur tilgangur árása á ríkin. Olían er kaupauki.
Svo þarf að yfirbuga Líbanon og Íran. Í síðar nefnda ríkinu ber brýna nauðsyn til að uppræta kúgun kvenna með blæjur.
Benjamin (Likud) ruddi Yitzak Rabin (1922-1995) og Yasser Arafat (1929-2004) úr vegi. Þeir lögðu raunveruleg drög að tveggja ríkja lausninni í verki, enda þótt Alþjóðabankinn neitaði um lán til innviðauppbyggingar og þróun í friðarátt. Auðvaldið, sem honum stjórnar, vill fyrir engan mun frið heldur útþenslu, auðlindastuld og vopnasölu.
Kannski Benjamin verði fljótlega látinn berast á banaspjótum, annað hvort af almenningi í Ísrael eða bandamönnum sínum.
Bandaríkjamaðurinn, Daniel Levy, samningamaður Ísraels í Ósló forðum daga, kallar herkvína um Palestínumenn, fílinn í herberginu, sem heftir þróun lýðræðis í Ísrael og stuðar að almennri uppreisn gegn stjórnvöldum.
Það gæti jafnvel svo farið, að Benjamin yrði dreginn fyrir sama dómstól og Vesturlandabúar vilja draga Vladimir Putin. Vladimir fyrir að ræna rússneskum börnum í Úkraínu, Benjamin fyrir þjóðarmorð og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Það hefur hálfur tugur ríkja farið fram á.
https://www.globalresearch.ca/clean-break-doctrine-war-havoc-middle-east/5713632 https://www.youtube.com/watch?v=v6QV5p3q_Z8 https://www.youtube.com/watch?v=6TAMhvQt-Ls https://www.globalresearch.ca/historical-analysis-1897-present-crimes-committed-against-the-people-of-palestine-israel-state-sponsor-of-terrorism/5838511 https://informationclearinghouse.blog/2023/11/07/why-israel-wants-to-erase-context-and-history-in-the-war-on-gaza/ https://foreignpolicy.com/2018/09/13/the-oslo-accords-are-dead-but-there-is-still-a-path-to-peace-israeli-palestinian-arafat-rabin-clinton/ https://ia902909.us.archive.org/7/items/acleanbreak/A%20Clean%20Break%3A%20A%20New%20Strategy%20for%20Securing%20the%20Realm.pdf https://world.time.com/2012/05/02/received-wisdom-how-the-ideology-of-netanyahus-late-father-influenced-the-son/ https://korybko.substack.com/p/whys-wapo-blowing-the-whistle-on?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=139223914&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://www.washingtonpost.com/world/2023/11/26/netanyahu-hamas-israel-gaza/ https://steigan.no/2023/11/fengslede-palestinske-barn-del-1-israels-grusomme-praksis/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2023/11/idf-kjente-til-det-faktiske-hovedkvarteret-til-hamas-mens-de-loy-om-al-shifa/?utm_source=substack&utm_medium=email https://english.wafa.ps/Pages/Details/139579 https://english.almayadeen.net/news/politics/-license-to-kill---why-the-icc-will-never-prosecute-netanyah https://gilbertdoctorow.com/2023/11/25/hamas-has-won-the-war/ https://informationclearinghouse.blog/2023/11/24/scott-ritter-hamas-winning-battle-for-gaza/ https://www.youtube.com/watch?v=5hhay9hPWl0 https://www.theguardian.com/world/2023/nov/21/the-netanyahu-doctrine-how-israels-longest-serving-leader-reshaped-the-country-in-his-image https://english.almayadeen.net/news/politics/israeli-false-narrative-on-palestinian-prisoners-exposed--in https://english.almayadeen.net/news/politics/-israel--massacres-200-refugees-in-un-schools-turned-shelter https://www.youtube.com/watch?v=lsjhw-ixOHs&t=0s https://www.facebook.com/547953161/posts/pfbid0319EA4XTzuCdx3Ub1urZS131yKFPHEoR4aVZhEp31BtdA19sBhcUfDQkA9s4EciE4l/?mibextid=I6gGtw https://www.youtube.com/watch?v=1EM9qmvZZFo
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021