Í raun er það svo, að læknar og heilbrigðiskerfi búa til sjúkdóma, samkvæmt sjúkdómsgreiningaskrá, sem þeir semja, eftir bestu vitund, þekkingu, hagsmunum og tískustraumum. Þannig koma sjúkdómar og fara. Heilbrigðisvandi verður sjúkdómur, þegar hann vottast sem slíkur í heilbrigðikerfinu.
Lyflækningar eru áberandi í heilbrigðiskerfinu, enda markaðssetur lyfjaiðnaðurinn afurðir sínar af einstakri atorku. Markaðssetningu er sérstaklega beint að læknum. Þeir vita oft og tíðum ekki annað um ný lyf, en það sem lyfjaframleiðendur halda að þeim.
Það er ljóst, að sjúkdóm þarf að skilgreina eigi að selja við honum lyf. Lögmálið er einfalt; þeim mun fleiri útbreiddir sjúkdómar, því meiri lyfjasala, því meiri ábati lyfjafyrirtækja.
Lyfjaframleiðendur fremja sjálfir þær rannsóknir á lyfjum og bóluefnum, sem ríkisvaldið veitir markaðsleyfi. Neytandinn/sjúklingurinn/skattgreiðandinn er berskjaldaður. Lyfjafyrirtækin leggja ofuráherslu á markaðsleyfi ríkisvaldsins og áróður gagnvart læknum.
Ágóði af sölu lyfja/bóluefna er gulltryggður um leið og markaðsleyfi er í höfn. Í því felst næstum ótakmarkað veiðileyfi á krónur og heilsu skattgreiðenda. Snjallasta markaðssetningin flest í því að fá heilbrigðisyfirvöld til að skylda börn (eða því sem næst) til bólusetninga með skírskotun til umhyggju fyrir þeim.
Lyf/bóluefni á markaði eru stundum rannsökuð af óháðum aðiljum, þ.e. þeim, sem hvorki eru á mála hjá lyfjaframleiðendum, né stjórnvöldum og heldur ekki þeim, sem ávísa þeim. Gott dæmi eru bóluefnin gegn covid-19, sem ættu að vera fólki í fersku minni allavega þeim, sem beðið hafa af þeim tjón.
Einn af tískusjúkdómunum er athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD Attention Deficiency and Hyperactivity Disorder). Lyfjaframleiðendur og læknar telja foreldrum greindra barna trú um, að það vanti efni í miðtaugakerfi, sem það fái úr lyfjunum.
Oftast er þó um að ræða börn, drengi, sem rekast illa heima hjá sér og í skólakerfinu (einkum leikskóla og grunnskóla), henta illa inn í uppeldisspeki og starfshætti. Þau fá sjúkdómsgreiningu, verða veik, og þá þurfa þau lyf. Enda þótt stúlkur fái líka slíka greiningu, eru það drengir, sem oftast hreppa hnossið. ADHD er því eins konar drengjasjúkdómur.
Andlegir sjúkdómar verða æ tíðari hjá börnum. Enda hefur sjúkdómgreining og lyfjagjöf aldrei verið meiri. Meira að segja smábörnum eru gefin lyf við andlegum kvillum.
ADHD varð á skömmum tíma útbreiddur tískusjúkdómur eins og kynaminn. Í nýlegri grein í Pediatrics er fjallað um þennan skelfilega sjúkdóm, t.d. að lyfjaeitrunum hafi fjölgað um tæp 300% hjá börnum og ungmennum, síðustu tvo áratugina.
Höfundar gera sér í hugarlund, að sérstök uppsveifla frá 2009 stafi af lyfinu, guanfacine (Tenex) sem upprunalega átti að ráða bót á of háum blóðþrýstingi. (Það er reyndar ekki al óvanalegt, að lyfjum sé beitt vegna aukaverkana.) Það var félagsskapur lækna (American Academy for Child and Adolescent Psychiatry), sem lagði blessun sínar yfir þessa lækningu.
ADHD lyf eru ábatasöm, enda eru rúmar sex milljónir barna í Bandaríkjunum á aldrinum 2-17 ára haldin þessum sjúkdómi. Það eru rúm 9% barna. Um 5% þeirra fá (örvandi) lyf við ADHD. Algengið er svipað hjá fullorðnum.
Íslendingar eiga Norðurlandametið í sjúkdómsgreiningum og lyflækningum við ADHD.
Örvandi lyf er fyrsti valkostur við lyflækningar af þessu tagi: Aukaverkanir af völdum þessara lyfja eru m.a. lystarleysi, þyngdartap, þroskaseinkun, svefntruflanir, hægur vöxtur og angist. (Angelo DePalma)
https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2290040/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2290113/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2290128/ https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2290190/ https://www.nationwidechildrens.org/newsroom/news-releases/2023/09/adhd-medication-errors-study https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25998281/ https://www.tandfonline.com/doi/abs/10.1080/15374416.2017.1417860 https://publications.aap.org/pediatrics/article/doi/10.1542/peds.2023-061942/193956/Pediatric-ADHD-Medication-Errors-Reported-to?autologincheck=redirected https://childrenshealthdefense.org/defender/emergency-calls-adhd-medication-errors-guanfacine-tenex/?utm_source=luminate&utm_medium=email&utm_campaign=defender&utm_id=20230921
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021