Frakkar í ólgusjó. Óþekki Davos lærlingurinn, Emmanuel Macron

Í fyrra (2022) hleypti Netflix af stokkunum nýrri kvikmynd, Aþenu (Athena). Umfjöllunarefnið er forvitnilegt; borgarastríð framandlegs fólks í Frakklandi. Myndin virðist hafa haft forspárgildi. Það sauð einmitt upp úr óánægjugrýtunni um daginn, þegar lögreglan myrti ungling af algerískum uppruna.

Það var engu líkara en að brysti á borgarastyrjöld. En fjarri því sú fyrsta. Nú eru talsverðar líkur á, að uppreisnarmenn beiti vopnum Frakka sjálfra og annarra Vesturlandabúa. Vopnin hafa verið seld á svörtum vopnamarkaði Úkraínu.

Svo rækilega hefur verið kynnt undir óánægju franskra, að grunsemdir vaka um tilbrigði við litskrúðsbyltingu (colour revolution) í ætt við þær, sem bresk-bandarísk stjórnvöld, leyniþjónustur Vesturlanda og auðjöfrar, hafa stundað um allan heim frá lokum annarrar heimstyrjaldar.

Sumir færa jafnvel rök að því, að „leyniherdeildir“ Vesturlanda eða „Gladio“ hafi verið virkjaðar. Þetta eru herdeildir, sem stofnaðar voru af leyniþjónustu Bandaríkjanna, Breta og Ítala m.a. til að berjast gegn „ógn við lýðræðið“ í lok annarrar heimstyrjaldarinnar. Þessar herdeildir hafa unnið margt skaðræðisverkið og illvirkið undir fölsku flaggi til að skapa ringulreið og efla viðbrögð ríkisvaldsins gegn „hryðjuverka- og öfgasamtökum.“

Það er einnig athyglivert í sambandi við óeirðirnar í Frakklandi, að enn og aftur er veist að kínverskum ferðamönnum, rétt eins og við sprengingarnar í Beógrad árið 1999.

Hvað er eiginlega um að vera? Því er vandsvarað, enda málið flókið. En ljóst má vera, að vansæld almennings hefur aukist með hækkandi verðlagi í kjölfar stríðsins í Úkraínu og aukins fjölda fólks af framandi ætterni og menningu. Skerðing lýðréttinda í covid-19 fárinu hefur vafalaust einnig skapað andóf.

Eftir undirróður og árásir Bandaríkjanna og Nató í Norður-Afríku, óx flóttamannastraumurinn til Evrópu, og enn meira í kjölfar stríðs þeirra í Afganistan, Sýrlandi og víðar.

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er kynnt undir kötlunum. Hver kynni að vera þar að verki? Anglósaxiska ofurveldið? Ætli sé verið að refsa Frökkum, Emmanuel Macron, jafnvel þó hann hafi komist til lýðræðislegra valda með aðstoð bandarísku leyniþjónustunnar?

Emmanuel er nefnilega kjaftfor eins og forverar hans, sem þráast hafa við að gerast allsherjar senditíkur og hlaupdrengir Breta og Bandaríkjamanna. Það kastaðist þegar í kekki á valdatíma Charles De Gaulle (1890-1970). Hann dró franska herinn út úr herafla Nató árið 1966.

Frakkar neitaðu einnig að taka þátt í krossferð Bandaríkjamanna og Breta, Nató, gegn „öxulveldum hins illa,“ eins og Írak. Þar að auki hafa Frakkar dregið lappirnar í árásarstríðum Nató í Júgóslavíu hinni fornu og Afríku, og dregið seiminn í umræðum og áætlunum um að opna stjórnstöð bandalagsins í Tókíó. Aukin heldur viðruðu þeir efasemdir um útvíkkun bandalagsins til austurs í Evrópu og Evróasíu.

Emmanuel hefur leyft sér að fullyrða, að Nató séu heiladauð samtök. Fyrrverandi forseti Ástralíu, Paul Keating, bætti reyndar um betur, og lýsti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra hinna heiladauðu samtaka, sem „yfirburðakjána“ og „slysi.“

Þrátt fyrir, að Emmanuel sé dyggur lærisveinn, fulltrúi og fylgismaður dásafólksins í Davos (World Economic Forum) eins og Katrín Jakobsdóttir, ybbir hann enn kíf við Bandaríkjamenn. Eins og sumir kynnu að muna snuggaðist heldur betur í Frökkum, þegar Bretar og Bandaríkjamenn höfðu af þeim samning við Ástrala um kaup á kjarnorkukafbátum.

Emmanuel, alinn upp í banka Rauðskjöldunga (Rothschild) í París, virðist heldur ekki kunna að gæta orða sinna á heimavelli. Hann móðgaði mikilmetinn herforingja, Pierre Villiers, og espar lögreglulið landsins til andstöðu við ríkisvaldið.

Samband lögreglumanna hefur sent forsætisráðherranum bréf og m.a. bent á, að barátta þeirra gegn múgnum gæti snúist í andóf gegn frönskum yfirvöldum. Fyrrnefndur herforingi hefur látið hafa eftir sér, að herinn sé ekki hliðhollur Emmanuel, heldur þjóðinni.

En Emmanuel lætur sér ekki segjast. Hann daðrar við hið nýja fjölþjóðabandalag, BRICS, Kínverja og Rússa, enda þótt þeir eldi grátt silfur í Úkraínu, Kákasus (Karabak) og Afríku.

Í Afríku er frönskum stjórnvöldum líka heldur betur velgt undir uggunum. Þeir tapa stöðugt áhrifum í fyrrum nýlendum sínum, fjórtán að tölu, sem þeir hafa haldið undir oki nýheimsvaldastefnu eins og Haítí forðum, þ.e. fjárhagslega, samtímis því að stunda efnahagslegan og stjórnmálalegan hernað gegn þeim í tvíhliða og alþjóðlegum samskiptum. (En það gera vissulega margar fleiri evrópskar nýlenduþjóðir.)

Herforingjastjórnin, sem rændi völdum nýlega í Níger, fyrrverandi nýlendu Frakka, hefur hótað að flæma franska viðskiptajöfra og franskan herafla úr landi rétt eins og nágrannarnir í Burkina Fasó og Malí hafa gert. Þeir hafa meira að segja gerst svo djarfir að hætta verslun með úran, gull og fleiri hráefni, sem Frakkar þurfa nauðsynlega á að halda.

Bandarískum hermönnum hefur einnig verið vísað úr landi. En Bandaríkjamenn hafa stöðugt fært sig upp á hernaðarskaftið og fjölgað hermönnum og herstöðvum í álfunni (AFRICOM).

Emmanuel hefur skiljanlega tekið þessu óstinnt upp og hótar stríði. Það gera einnig samtök fimmtán ríkja í Vestur-Afríku (ECOWAS), sem hliðholl eru Bretum og Bandaríkjamönnum. Nígeria er þar á meðal. Ríkin beita kunnuglegum, vestrænum aðferðum, eins og viðskipabanni.

Bandaríkjamenn og Evrópusambandið liggja heldur ekki á liði sínu í því efni. Það kemur vafalítið illa við kaunin á íbúum Níger, þriðju fátækustu þjóð veraldar. Því gæti sem hægast brotist út nýtt stríð á þeim slóðum, fyrr heldur en í Austur-Asíu, þar sem Vesturveldin kynnu að heyja nýtt staðgengilsstríð við Rússa – og jafnvel Kínverja.

Þróunin í Afríku er áhugaverð og endurspeglar að sumu leyti átök stórvelda og heimsvelda í kalda stríðinu hinu fyrra. Í fyrrum nýlendum Frakka hefur lýðurinn og herinn gefist upp á málamyndalýðræði með þýlynda leiðtoga á mála hjá nýlenduveldunum, ásamt linnulausu arðráni.

Sérstaka athygli vekur bráðungur herforingi og leiðtogi þjóðar sinnar í Burkina Fasó, Ibrahim Traoré (f. 1988). Hann leitar fanga um hugmyndafræði og byltingaraðferðir til manna eins og Argentínumannsins, Ernesto (Che) Guevara (1928-1967) og landa síns, Thomas Isidor Noel Sankara (1949-1987), sem var ákafur talsmaður náinnar samvinnu Afríkuríkja (pan-Africanism).

Aukin heldur leita þeir á náðir leiðtoga Nígaragúa, Venesúlela, Kúbu, Kína og Rússlands, um aðstoð. Ibrahim tók þátt í ráðstefnu í Rússlandi nýlega. Því er von, að hrollur fari um Bandaríkjamenn og Frakka.

https://www.politico.eu/article/emmanuel-macron-block-nato-outpost-japan-china-complaints/ Apokalypse nå: Gribbene samles om Afrika - steigan.no The Nigerien Coup Could Be A Game-Changer In The New Cold War (substack.com) Går det mot en stor krig i Vest-Afrika? - steigan.no Dronebase i Niger. USA trapper opp krigen om Afrika. - steigan.no Hvem sto bak kuppet i Burkina Faso? - steigan.no Niger Ambush Highlights Growing U.S. Military Involvement in Africa – Foreign Policy Emmanuel Macron: the weakling autocrat brought to power by American meddling – Gilbert Doctorow https://johnmenadue.com/natos-provocative-lurch-eastward-and-the-supreme-fool-jens-stoltenberg/ En ny generasjon afrikanske ledere - steigan.no https://labourheartlands.com/jacques-baud-the-military-situation-in-the-ukraine-update/?fbclid=IwAR28wkHhQ55L-cBElqAYY4JZB3QhkFKzhqmisB4atfu1lXADm_FOzYdjM9k Mali forkaster forsvarsavtalen med Frankrike - steigan.no https://alexkrainer.substack.com/p/france-under-attack?utm_source=substack&utm_medium=email Le Mali annonce l’expulsion de l’ambassadeur de France sous soixante-douze heures (lemonde.fr) Emmanuel Macron warns Europe: NATO is becoming brain-dead (economist.com) Macron says new security architecture should give guarantees for Russia | Reuters France Has Already Surrendered To The Coming Conflict | ZeroHedge China complains to France after Chinese tourists hurt in riots | Reuters https://korybko.substack.com/p/french-neocolonialism-in-the-south?utm_source=substack&utm_medium=email https://matthewehret.substack.com/p/breaking-history-episode-4-why-the?utm_source=substack&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/french-civil-war-or-a-gladio-operation?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/france-is-suffering-blowback-from?utm_source=substack&utm_medium=email West African nations threaten force if Niger’s president isn’t reinstated after coup | PBS NewsHour Burkina Faso's new president condemns imperialism, quotes Che Guevara, allies with Nicaragua, Venezuela, Cuba (substack.com) Vestens krig mot Kina i Afrika | Steigan blogger (wordpress.com) 'The more time passes, the less reversible the situation will be,' says prominent author Laurent Obertone on risk of civil war in France (rmx.news) Frankrikes nye kolonikrig i Afrika - steigan.no France Declared That It Won’t Let The Nigerien Junta Kick It Out Of The Country (substack.com) Hundreds of people in Niger rally in support of country’s new ruling junta | PBS NewsHour West African nations threaten force if Niger’s president isn’t reinstated after coup | PBS NewsHour Understanding What's Happening in France. - by Aurelien (substack.com) How France Underdevelops Africa | Inter Press Service (ipsnews.net) Frankrike taper posisjonene sine i Afrika fortere enn Macron kan si «FrancAfrique» - steigan.no https://unherd.com/thepost/blame-food-prices-for-frances-riots/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband