Tim Goldich er bandarískur rithöfundur. Hann skrifaði fróðlega bók árið 2011, Sýnum körlum ást og konum virðingu: Framtíð kynjastjórnmála (Loving Men, Respecting Women: The Future of Gender Politics).
Þetta er fyrsta bókin af fjórum í ritröð um kynjavald og kynjamál. Hann er einnig ritstjóri tímaritsins: Umbreytingar: Tímarit um viðhorf karla (Transitions: A Journal of Mens Perspectives). Tim hefur sömuleiðis haldið marga fyrirlestra um kynjamál, m.a. á YouTube, með titlinum: Manni stillt upp við vegg (Man Against the Wall).
Boðskapur Tim er á þessa leið: Engir sýna konum meiri vanvirðingu en frelsarar þeirra. Grunnstefið er einfalt; konur eru svo vesælar, að þær geta ekki með nokkru móti borið ábyrgð á sjálfum sér. Þær eru fórnarlömb og píslarvættir. Því skal þeim ýmist hlíft eða hlaðið undir þær. Í sögulegu samhengi hafa kynin sýnt vald sitt með mismunandi hætti. En þegar grannt er skoðað hafa völdin jafnast út.
Konur í gervi píslarvætta hafa gríðarleg völd, stundum torséð. Þær sýna vald sitt með skírskotun til eða beitingu kynþokka, fegurðar, sakleysis, siðferðilegra yfirburða, meirihluta í kosningum, betri efnahags, meiri neyslu, æxlunar, heimilisofríkis, samúðarhæfni, fórnfýsi karla, skamma, sektar, menntunar og kvenfrelsunar. Konur skáka í skjóli hefðbundins hlutverks og inngróinnar fórnfýsi karla í menningu vorri.
Konum hefur verið umhugað um þátttöku á hefðbundnum vettvangi karla. Það heitir jafnrétti. Þar fjölgar þeim stöðugt, þrátt glerþökin, þ.e. ósýnilegar hindranir [sem þær búa raunar til sjálfar]. Þær vilja gjarnan velja það, sem hentar þeim best, venjulega skrifstofu og innistörf. Þegar á hólminn er komið skal aðlaga störf og vinnustaði að hugmyndum, óskum og eðli kvenna.
Þær sjá almennt ekki glergólfið. Undir því er flesta karlanna að finna; í erfiðisvinnu, fjarveruvinnu, hættulegum störfum og sóðalegum. Þær sjá heldur ekki glervegginn milli feðra og barna/fjölskyldulífs. Feður/karlar eru tilfinningalega sveltir. Börn eru föðursvelt. Mikill fjöldi þeirra nýtur aldrei handleiðslu föður, eldri karla. Börnin læra ekki náið og tilfinningalega um karla. Hið karllega skýtur ekki rótum í sálinni. Drengir tileinka sér hvorki karlmennsku né föðurhlutverk.
Tim fjallar um ýmsar goðsagnir kvenfrelsaranna og karlkyns stjórnmálamanna, sem ganga vilja í augun á konum, stunda atkvæðaveiðar. Ein þessara goðsagna er launamismunurinn. Það er margrannsakað fyrirbæri. Munurinn skýrist ekki af kyni, heldur starfsvali, hæfni, ábyrgð, menntun og vinnutíma.
En eins og kunnugt mætti vera bíta vísindi og rökfesta ekki á kvenfrelsurum. Þessi goðsögn er endurtekin látlaust í fjölmiðlum, t.d. í RÚV. Launa- og stöðukúgun kvenna er eitt eftirlætisstefa þeirrar stofnunar.
Í veröld kvenfrelsunar eru karlar litnir hornauga. Það er jafnvel lagt á þá hatur. Haturskonunum gefst t.d. kostur á að kaupa sér hnífastand í líki karls. Hverju sinni, sem þær ganga frá hnífi sínum, stinga þær karlmann á hol.
Kvenfrelsarar leggja fæð á karla. Karlfæðin er reyndar almenn og rótgróin í menningunni. Körlum má fyrirgera og fórna, t.d. í stríðum. Þetta endurspeglast eftirminnilega í fjölmiðlum.
Boðskapur Tim er umhugsunarverður og vekur spurningar um jafnrétti og valdajafnvægi. Hafa fjölmiðlar til að mynda fagnað alþjóðlegum baráttudegi karla (18. nóvember) eða feðra (annan sunnudag í nóvember)?
RÚV hefur látið gera þáttaröð um Öldina hennar. Fræðilegur ráðgjafi var einn af meiriháttar kvenfrelsurum Háskóla Íslands. Hvað með öldina hans? Hví er fagnað kosningarétti kvenna til Alþingis, en ekki þorra karla?
Í baráttu sinni fyrir frelsun kvenna, undan oki karla, samþykkti þing Bandaríkjanna fyrir um þrem áratugum síðan löggjöf, er bannar allt ofbeldi gegn konum. Það kemur ekki á óvart, að löggjöfin hafi verið samþekkt í forsetatíð Bill Clinton og samin af Joseph Biden. (En það hafði nú reyndar verið bannað lengi.)
Svipuð löggjöf hefur víðar verið samþykkt, meira að segja á alþjóðavettvangi. En ekkert bólar á hliðstæðri löggjöf til verndar körlum.
Konur, kynferði þeirra, kynlíf, eðli og hagsmunir, hafa verið efst á baugi síðustu áratugi. Í stuttu máli er allt, sem kyndöprum konum þykir miður í lífi sínu, yfirleitt körlum að kenna. Konur eru fórnarlömb karla eins og drepið var á.
Því er ekkert nema sanngjarnt, að konur beiti valdi sínu gegn þeim. Skammar- og ákæruvaldið er öflugt. Því er t.d. beitt með góðum árangri í atvinnulífi, í embættisveldinu og stjórnmálum. Kennarar, vísindamenn, ráðherrar og borgarstjórar hafa misst æru sína, frama og lífsviðurværi.
Ástralski kynfræðingurinn, Bettina Arndt, hefur m.a. fjallað um, hvernig konur beita ásökunum um kynlífsofbeldi til áhrifa í stjórnmálum. Brittany Higgins var aðalleikari í einni slíkri tilraun. Hún ákærði stjórnarerindreka um nauðgun í febrúar 2021. Ákæran var fölsk eins og kom á daginn, eftir mikið jamm og jap og fuður fyrir dómstólum.
Leikritinu var stýrt af kvenfrelsunarblaðamanni. Það leiddi til mikilla hræringa í stjórnkerfi og réttarkerfi. Það kom á daginn, að tilgangurinn með kynofbeldishneykslinu var að velta sjálfri ríkisstjórn landsins úr sessi.
Fórnarlambinu voru engu að síður greiddar háar bætur. Um tíma eða þar til hún féll af stalli sínum, var Brittany kölluð þjóðhetja Ástrala eða Brittany hin heilaga. Hún þorði að segja frá og ævinlega skal trúa konum. Það er eitt af þrástefjunum. Bettina segir einstaka sögu um kvenofbeldi, fjölmiðlun og stjórnmál. Meira að segja Clinton-tottið kynni að falla í skuggann.
Fjöldi karla hefur verið leiddur á kynofbeldishöggstokkinn. Þeir hafa sjaldan getað borið hönd yfir höfuð sér. Konum er sjaldnast refsað fyrir ofbeldið. Það er engu líkara en almenningi þykir það svo sem allt í lagi. Hvað munar um einn karlmann í sláturtíðinni?
Þetta gæti átt við um drenginn, sem hraktist úr Mennaskólanum á Akureyri og síðar Menntaskólanum við Hamrahlíð. Skammarofbeldið birtist í smánunarmúgæsingu, sem greip um sig við gap og geip nokkurra bágstaddra ungmeyja. Atlögunni var meira að segja fylgt eftir af kennurum piltsins og Félagi skólameistara. Hafi þeir skömm fyrir. Það er ekki að sjá, að þessi aðför hafi í för með sér afleiðingar fyrir ofbeldisfólkið.
Nýlega fjallaði fyrrum enskuprófessor í Kanada, Janice Fiamengo, um örlög Geoff Marcy. Hann var virtur stjörnufræðingur, tilnefndur til Nóbelsverðlauna. Geoff missti æru sína og stöðu vegna ásakana um kynofbeldi. Þannig er karlmönnum bolað úr embætti. Maðurinn er þó ekki alveg af baki dottinn og birtir enn þá greinar. En það ofbýður kvenfrelsurunum.
Katie nokkur Langin segja nafn mannsins skapa óhug meðal námsmeyja og vekja upp áfallaröskun aflifenda kynofbeldis. Kvenfrelsunarforkólfarnir hafa beitt sér fyrir því, að nafn hans verði fjarlægt af höfundalista greina, enda þótt rannsóknir hans liggi þeim til grundvallar. Manninn skal afmá. Útskúfun dugar ekki.
Hefnd kvenna getur verið hatrömm og grimmileg. En svo virðist sem kvenstjörnufræðingar beini kröftum sínum fremur að verklegri kvenfrelsunareymdarhyggju (feminist wokeism) en vísindum. Það fer heldur minna fyrir rannsóknum. En kvenfrelsurum til sárrar gremju hafa karlar skarað fram úr á þessu sviði. Því verður að draga í svaðið vísindamenn eins og Geoff, Matt Taylor og Alessandro Strumia. Karlnornaveiðar! Íslendingar eru góðir í þeirri deild. Brenna bara karlmenn.
Karlnornaveiðarnar eiga sér hvarvetna stað, t.d. á vettvangi íþrótta. Fyrrnefnd Janice skrifar um ísknattleik (hockey) í tengslum við enn þá eina herferðina gegn körlum á heimilum sínum. Nú eru í brennidepli meiðsli vegna heimilisofbeldis. Kvenfrelsararnir hafa fengið í lið með sér, Tevor Linden, fyrrum fyrirliða keppnisliðs frá Vancouver. Ísknattleikskarla hafa kvenfrelsararnir löngum sakað um kvenhatur, kynþáttahatur og ofbeldi gegn konum. Því ber vel í veiði.
Baráttan er tímanna tákn og dæmi um, hvernig kvenfrelsunarhreyfingin bólgnar og vex, þ.e. samskipunarkvenfrelsun (intersectional feminism). Allir, sem erfiði og þunga eru hlaðnir, eru boðnir velkomnir í hinn frelsandi náðarfaðm kvenfrelsaranna. Í umræddri herferð gegn ofbeldi karla er hinsegin fólk t.d. boðið velkomið. Í athyglisbaráttu þeirra, sem bágt eiga, stendur sá undirhópur uppi með fánann í höndunum.
Kvenfrelsunarvísindin hafa sýnt fram á, að fjöldi fullorðinna kvenna, stúlkna og hinsegin fólks, telji 290.000 í Kanada, og að 92% sama hóps verði fyrir alvarlegum heilaskaða. Hvorki meira né minna en 7000 konur verða fyrir heilaskaða af völdum karla sinna á heimavelli, meðan einn ísknattleiksmaður hlýtur sömu örlög á leikvellinum.
Þetta þóttu Trevor að vonum váleg tíðindi og heitir stuðningi, m.a. til að safna fyrir stofnun handa konum, sem segja okkur frá einsemd sinni, einangraðar, bugaðar af ógnarlegri streitu, angist og skömm.
Linden sendi ákall til drengja og fullorðinna karla um að fræðast um ofbeldi og gagnrýna hvern annan fyrir ofbeldi ellegar afskiptaleysi um ofbeldi gegn konum. Það á væntanlega einnig við um tilvik, þar sem karlar kasta smáköku í kærustuna.
Kappanum, Trevor Linden, hefur líklega láðst að skoða vísindin á bak við fullyrðingar kvenfrelsaranna, enda vill hann vafalítið vera góður strákur eins og kvenfrelsunarstrákarnir í ríkisstjórninni íslensku, þar sem kvenfrelsun er leiðarljósið, samkvæmt formanni Sjálfstæðisflokksins.
Forsvarsmenn ofangreindrar herferðar halda áfram: Þeim mun meira, sem félagsskapur okkar fjallar um áhrif heilskaða vegna ofbeldis í nánum samböndum, þeim mun skýrar rennur upp það ljós fyrir konum, að þær séu ekki einar á báti. En eins og allir ættu að vita, beita karlar konur ofbeldi til að sýna valdi sitt í verki. Því eins og einn fróðleiksmaður um efnið sagði; þeir kunna ekki annað.
Janice segir um þessi kvenfrelsunarvísindi: Fullyrðingarnar kynnu að vera mestu ýkjur um ofbeldi gegn konum, sem nokkur kvenfrelsunarhreyfing hefur látið hafa eftir sér. Góðu fréttirnar fyrir konur og stúlkur í Kanada og slæmu fréttirnar fyrir kvenfrelsunarfréttamenn og -fulltrúa, sem sífellt tapa trausti eru þær, að þessar tölur eru einfaldlegar falsaðar. (Og það er gömul saga orðin.)
Tölurnar eru teknar saman samkvæmt skilgreiningum kvenfrelsaranna við Hagstofu Kanada. Meginheimildin er rannsóknarskýrsla frá sömu stofnun. Svarhlutfall var 43.1%. Þ.e. ruslrannsókn. Hlutfallstalan 92% er sótt í viðalitla kvennarannsókn á blökkum konum.
Því miður er lýst býsna dæmigerðum kvenfrelsunarvísindum, skýrslugerð og áróðri, af hálfu kvenfrelsunarhreyfinga og -yfirvalda. Fólk er ruglað í ríminu. En eins og fyrr var ýjað var að, verður kvenfrelsunarfaðmurinn stærri og stærri. Það er reyndar snúin krossgáta, hvernig saman fer barátta fyrir kvenfrelsun og æxlun án kvenna.
Raunar er það svo, að Skaparinn bjó svo um hnútana, að leghafar gengju með börn meira að segja hvalveiðafiskarar - en ekki karlar. Þegar fram líða stundir gætu þeir kynbreyttu þó fengið leg að (líffæra)gjöf. Í kvenfirrtri æxlun gæti þó verið fólgin kúgun, sem jafnvel kynni að vera verri en önnur kúgun karldýrsins. Konur missa nefnilega niður um sig gríðarleg völd.
Jennifer Bilek skrifar ágæta grein um þessa kvenfrelsunarkrossgátu. Hún bendir á áhrif kynjaiðnaðarins í því sambandi. Kynbreytingar eru orðinn mikilvægur atvinnuvegur, kynjafræðingar, tæknimenn, lyfjaiðnaður og læknar, eiga hagsmuna að gæta, rétt eins og stjórnmálamenn, sem undir yfirskyni mannréttindabaráttu ástunda lýðskrum. Þeir fara mikinn á atkvæðaveiðum á miðum kvenfrelsara og hinsegin fólks, lofa meiri réttindum og peningum frá skattgreiðendum.
Með kvenfirrtri æxun slær samskipunafrelsisherinn (intersectional feminist liberation army) tvær flugur í einu höggi; losar kvenkynið undan barnsburðarkúgunaroki karla og lofar hinum kynafbrigðilegu (og gamaldags körlum jafnvel) afkvæmi úr tæknilegi.
Samtímis verða karlar gæddir kven- eða hinsegin eðli og kynin munu endanlega hverfa aftur á vit Skaparans. Þannig lítur hin fagra, nýja og kynlausa veröld út, hvað æxlun varðar.
Það þarf vart að taka fram, að hlutaðeigandi hugmyndafræðingar eru að sögn að berjast fyrir frelsun alls mannkyns. Kynstríðsmennirnir skipa deild í alheimsher Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem er framkvæmdastjórn Þriggja hundraða alheimsráðsins, huliðsstjórnar auðkýfinganna og sjóða þeirra.
Heimildalistinn er ritskoðaður. Nú er það krækjan, a-voice-for-men.com, sem ekki hlýtur náð fyrir augum ritskoðara Fésbókar.
https://jbilek.substack.com/p/is-humanity-ready-for-lgbtq-tech?utm_source=substack&utm_medium=email http://timgoldich.com/ https://fiamengofile.substack.com/p/astronomers-build-a-feminist-black?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.cbc.ca/news/canada/british-columbia/domestic-violence-concussions-study-trevor-linden-1.6857232 https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6953753/ https://www.sfu.ca/publicsquare/events/2023/hockey-canada.html https://www.science.org/content/article/after-outcry-disgraced-sexual-harasser-removed-astronomy-manuscript?utm_source=sfmc& https://bettinaarndt.substack.com/p/saint-brittany-or-scheming-charlatan?utm_source=substack&utm_medium=email https://drive.google.com/file/d/12rZ3-KJE-zSCjaJkdk-COXpdhrhxNt1-/view https://www.visir.is/g/2019285960d https://menaregood.substack.com/p/regarding-men-9-sex-through-the-masculine?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://menaregood.substack.com/p/the-everyday-hatred-of-men-part-one https://menaregood.substack.com/p/the-everyday-hatred-of-men-part-2-8c1?utm_source=substack&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/regarding-men-10-the-malevolent-vawa?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://menaregood.substack.com/p/happy-fathers-day-excerpt-the-boy?utm_source=substack&utm_medium=email https://is.wikipedia.org/wiki/Fe%C3%B0radagurinn https://eu.usatoday.com/story/news/2023/03/24/when-fathers-day-history/11229244002/ https://menaregood.substack.com/p/happy-fathers-day-2023-how-fathers?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://avoiceformen.com/featured/man-against-the-wall-it-all-balances-out-part-1/ https://www.youtube.com/watch?v=2VAumeUHHmc https://www.youtube.com/watch?v=dB4IaLAsjok https://www.youtube.com/watch?v=k1I0Qumnwxs https://www.youtube.com/watch?v=GGfkKJBduCM https://www.youtube.com/watch?v=T-RpWHm9_lI https://www.youtube.com/watch?v=T-RpWHm9_lI https://www.youtube.com/watch?v=OXTRKq01y4w https://www.youtube.com/watch?v=4rak_Xl6XOA https://menaregood.substack.com/p/loving-men-respecting-women-the-future?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://www.foxnews.com/us/florida-man-arrested-for-allegedly-throwing-cookie-at-girlfriend
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021