Eftir hernað í Serbíu, Sýrlandi, Írak, Afganistan og Líbíu, leikur það varla á tveim tungum, að Nató sé stríðsbandalag vestrænna þjóða, þar sem hagsmunir alþjóðaauðvaldsins ráði för. Hið raunverulega tilefni er iðulega sókn í auðlindir, hótun um eigin gjaldmiðil og hernaðaruppbygging.
Yfirskin og réttlæting málaliðanna í stjórnmálunum birtist með ýmsum hætti. Nær öll stríð Bandaríkjanna og taglhnýtinganna í Nató eru háð til að stuðla að friði, frelsi og lýðræði. En eftir ofangreindan stríðsrekstur er engu líkara en að áróðursmenn Nató hafi farið á tafsa, hiksta og hökta. Meira að segja þér, sem kæra sig kollótta um hringiðurnar í heimi úti, gátu vart annað klórað sér í kollinum.
En Natóskáldin voru undirbúin, þ.e. djúphugsuðir alheimsdrottnanna, sem veiddu kvenfrelsunarhreyfinguna í net sitt fyrir um hálfri öld síðan og kynlausingjahreyfinguna síðar. Peningar voru vitaskuld agnið. Auðjöfrasjóðir greiddu götuna og fjármögnuðu áróðurinn uns stjórnmálamenn komu honum á jötu skattgreiðenda. Þó eru auðjöfrasjóðirnir enn gjöfulir. Kvenfrelsunariðnaðurinn er orðinn eins og hver önnur áróðurssamsteypa.
Akurinn var plægður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og með góðum árangri. T.d. hefur verið stofnuð sérstök áróðursdeild, UN Women, og samin svokölluð sjálfbærnimarkmið. Frelsun kvenna og barna er eitt þeirra. Því var það í sjálfu sér nærtækt fyrir Natóskáldin að planta í sama frjósama farveg, enda var ráðinn sérstakur kvenfrelsunarerindreki að samtökunum, Kari Skåre. Hún sagði árið 2012:
Það er trúa okkar, að konur geti leikið lykilhlutverk við að koma á friði og öryggi, viðhalda og styrkja. Í samvinnu við samstarfsaðilja vora er hugmyndin að samþætta þessa grundvallarreglu daglegri sýslu á vettvangi stjórnmála, hernaðar og borgara sem og köllunar og aðgerða.
Í grein, sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Angelina Jolie (sem einnig er þátttakandi í Utanríkismálaráði Bandaríkjanna (Council of Foreign Relations), skrifuðu í breska dagblaðið, Guardian, kennir sömu grasa:
Það er spurning um frið og öryggi sem og félagslegt réttlæti að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi. Nató gæti leitt slíka viðleitni. Kynjaofbeldisköllun Nató heitir: Konur, friður og öryggi (Women, Peace and Security (WPS).
Stríðsbandlagið rembist nú við ímyndarsmíðina. Hin nýja ímynd lýsir friðsamlegum menningarsamtökum með jafnrétti og lýðræði að leiðarljósi. Það auðsýnir gæsku í garð kvenna og barna, sem þau eru tilbúin að verja fyrir Rússum og öðrum illmennum, ef þurfa þykir.
Komi til stríðs, mun Nató fyrir alla muni gera sér far um að koma í veg fyrir, að herkarlar sýni konum kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni, kynferðislega áleitni og hlífi þeim við kynferðislegu áreiti, nema fyrir liggi staðfest samþykki auðvitað. Það má finna handhæg smáforrit til þess arna, sem beintengja mætti kynofbeldisdeild herstjórnarinnar.
(Til fróðleiks má geta þess, að hið forna Utanríkismálaráð Bandaríkjanna, hefur komið sér upp sérstakri kvenfrelsunardeild eins og Sameinuðu þjóðirnar.)
Í viðtali við sænska dagblaðið, Expressen, lagði Angelina áherslu á getu Nató til að vernda konur í stríði. Það vakir sum sé fyrir stríðsbandalaginu, Nató, að hlúa að konum og vernda þær fyrir körlum.
Í því tilliti kemur það varla á óvart, að sjónum sé beint að nauðgun. Henni var einnig mikið í mun að minna lesendur á, að í raun væri lítill munur á hjálparstarfsmönnum og hermönnum Nató, því hvorir tveggju ynnu að sama markmiði; friði.
Angelina er reyndar sérstakur áhugamaður um nauðgun, rétt eins og vopnavald, þegar nauðsyn ber til, að hennar dómi, eins og í gömlu Júgóslavíu, Sýrlandi og Líbíu. Hún lofaði uppreisnarmenn þar í landi hástöfum.
Í Líbíu var Muammar Gaddafi myrtur. Morðið var runnið undan rifjum Barrack Obama og Hillary Clinton, erkikvenfrelsarans, sem heldur því fram, að konur og börn séu helstu fórnarlömb í stríðum. Hillary hreykti sér af morðinu.
Angelina hefur gert kvikmynd um stríðið í Bosníu og Serbíu. Þar er nauðgunum karla á konum gerð góð skil. Síðar kom í ljós, að þar var að miklu leyti um kunnuglegan stríðsáróður að ræða. Það sama átti við um nauðgunarfaraldurinn í Kongó og nauðgunarbúðir Japana í Kóreu.
Það gefur auga leið, að karlar séu oftar gerendur við slíka glæpi en konur. En það gleymist iðulega að fjalla um þátt kvenna við nauðganir, t.d. í Rúanda, þar sem kvenherforingjar skipuðu hermönnum sínum að niðurlægja fjandkonurnar með þessum hætti. Svipaðar sögur er að segja frá Súdan og víðar, þar sem konur hvöttu karla sína til dáða.
Kvenfrelsarinn, Laura Sjoberg, hefur skrifað um þetta ágæta bók; Kvennauðgarar í stríði: Skyggnst handan staðalímynda og æsifregna (Women as Wartime Rapists. Beyond Sensation and Stereotyping). Í inngangi liggur við, að hún biðjist afsökunar á rannsóknarefninu, sem að sönnu er óvenjulegt fyrir kvenfrelsara.
Ásakanir um nauðgun eru hluti staðaláróðurs í stríðsbrölti. Það var t.d. áberandi í fyrstu heimstyrjöldinni. Breskir piltar voru eggjaðir m.a. af kvenfrelsunarhreyfingunni til að drepa þýska stráka, sem báru ungabörn á byssustingjum og nauðguðu mæðrum þeirra, að sögn.
Venjulega er nauðgun ekki beitt sem vopni í stríði. Í siðaðri hermennsku er það andstætt reglum. T.d. voru siðareglur þýskra hermanna í annarri heimsstyrjöldinni skýrar að þessu leyti. Öðru máli gegndi um framsókn Rauða hers Ráðstjórnarríkjanna til vesturs og inn í Þýskaland. Hermenn fengu gagnger fyrirmæli um að skapa sem mestan usla með misþyrmingum og nauðgunum.
Það eru tímanna teikn, að um þessar mundir séu kvenfrelsunarleiðtogar meðal harðsvíruðustu formælenda fyrir þátttöku Nató í styrjöldinni í Úkraínu. Þeir veita óspart herfræðileg ráð á grundvelli hugmyndafræði sinnar. Liz Truss lét t.d. í ljósi þá sannfæringu, að hefði Vladimir Putin verið kona, hefði engin styrjöld verið háð í Úkraínu.
Íslendingar þurfa svo sem ekki að leita út fyrir eigin rann. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tjá sig í síbylju um efnið. Vinkonur þeirra á Norðurlöndunum ber einnig hátt eins og Sanna Marin, Mette Frederiksen og hin eistneska Kaja Kallas. Hún segir fullum fetum: Ef konur stjórnuðu veröldinni, væri ekkert ofbeldi.
Það er líka tímanna tákn, að þegar skynsamir hernaðarsérfræðingar í sjálfum Bandaríkjunum biðja þing og ríkisvald um að slíðra sverðin og leita friðar, orga kvenfrelsararnir heróp hver í kapp við annan.
Þessir nýútsprungnu kvenfrelsunarherfræðingar hafa þó varla kynnt sér staðreyndir um afleiðingar stríða Bandaríkjanna og Nató á síðustu áratugum. Kvenfrelsunarblinda er alvarlegur skavanki. Stríðsgrimmd þeirra hefur stökkt milljónatugum á flótta, að lágmarki hálf fimmta milljón var drepin og tæplega átta milljónir barna svelta. Þessi grimmdarverk eru unnin í þágu lýðræðis, friðar og öryggis kvenna og barna, samkvæmt alþjóðlegum samskiptareglum Nató (rule based order).
Ei heldur hafa kvenfrelsunarherfræðingarnir beitt sér fyrir því, að konur verði sendar á vígvellina til jafns við karla. Það mætti ætla, að nauðgunum myndi fækka, trúi menn enn á kvenlæga friðsemdarnáttúru. Friðsemdarnáttúra kvenna gæti verið upplagt efni til umræðu á næsta þingi kvenfrelsunarutanríkisráðherra veraldar, en það eru samtök, sem græninginn þýski, Annalena, stofnaði.
Kvenfrelsunarhugmyndafræði, þ.e. ýmis konar tilbrigði við grundvallarstef þeirra, að karlar séu vondir við konur og skipi þeim skör lægra en sjálfum sér, hefur náð kyrfilegri fótfestu í alþjóðlegum samtökum og í utanríkis- og þróunarstjórnmálum ýmissa ríkja. Markmiðið er ævinlega að bæta þeim árþúsunda kúgun kvenkynsins og hygla konum og stúlkum með einhverjum hætti.
Svíar riðu á vaðið eins og við mátti búast. Kvenfrelsunarstríðsmaðurinn, Margot Wallström, er höfundur stefnunnar. Tilgangur sænsku stefnunnar er að veita kerfisbundinni alheimskúgun kúgun kvenna, viðspyrnu, segir hún.
Eins og allir, sem hafa fundið algildan sannleika, fann Margot hjá sér hvöt til að ausa úr brunni visku sinnar. Hún tók m.a. upp á því að skamma Sádí-Araba fyrir skilningsskort á kúgun kvenna og auðsýnda kvenfæð. Þeir brugðust hins vegar ókvæða við og kölluðu heim sendiherrann. Margot var þó ekki af baki dottin og rifti arðvænlegum vopnasölusamningi við Sádana, sænskum vopnasölum til sárrar gremju. En kvenfrelsunarutanríkisstefnunni (feminist foreign policy) hefur nú verið gefið langt nef í hinni norrænu kvenfrelsunarparadís.
Ástralski kvenfrelsarinn og þingleghafinn (að ég held), Joanna Pradela, segir um kvenfrelsunarutanríkismálastefnuna, að hún tengi saman vettvang einkalífs og stjórnmála. Hún segir líka, að kvenfyrirlitning og ofríkisstjórnun (authoritarianism) fari saman.
Eins og títt er í málflutningi kvenfrelsara er bent á niðurstöður (kvenfrelsunar)rannsókna, sem slegið hafa því föstu, að ójafnrétti kynja sé fyrirboði um ásteyting í ríkinu, en frjálsar kvenfrelsunarhreyfingar stuðli hins vegar að lýðræðislegum blómagarði. Því má skilja, að kjarni kvenfrelsunarutanríkisstefnu sé öryggi manna, samkvæmt þessum merka hugmyndafræðingi.
Fleiri vestræn ríki hafa fetað í fótspor Svíþjóðar og Ástralíu eins og t.d. Frakkar og Kanadamenn. Allt eru þetta annáluð kvenfrelsunarríki, þar sem mikilvægustu rúmin í ríkisstjórnum eru skipuð kvenfrelsurum, oftast leghöfum.
Stríðsæsingamaðurinn og kvenfrelsarinn, Chrystia Freeland, utanríkismálaráðherra Kanada, hefur lagt mikla vinnu í mótun Alþjóðlegrar kvenfrelsunaraðstoðarstefnu (Feminist International Assistance Policy), átt samráð við hvorki meira né minna en fimmtán þúsund manns. Svona eiga sýslukonur að vera.
Chrystia er gífurlega hrifin af sjálfri sér og ríkisstjórn Kanada:
Kanadamönnum vegnar betur og finna til meira öryggis, þegar fleiri ríki í veröldinni deila gildum okkar. Þau eru m.a. kvenfrelsun og barátta fyrir konum og stúlkum. Það er í senn sögulegt og mikilvægt, að við skulum hafa á að skipa forsætisráðherra og ríkisstjórn, sem hreykja sér með stolti af því að vera kvenfrelsarar. Réttindi kvenna eru mannréttindi. Þau fela í sér kyn- og æxlunarréttindi og réttinn til öruggra og löglegra fóstureyðinga. Þessi réttindi eru kjarni utanríkismálastefnu okkar.
(Það vill svo til, að í kvenfrelsunarsæluríkinu, Kanada, er stunduð heiftúðug barátta gegn tjáningarfrelsi og fyrir því opinbera heilsufarsúrræði að bjóða fólki jafnvel fyrir fátæktar sakir aðstoð við sjálfsmorð. Siðfræðingarnir, Kayla Wiebe og Amy Mullin hafa skrifað um þetta lærða grein í Journal of Medical Ethics. https://jme.bmj.com/content/early/2023/04/25/jme-2022-108871.abstract )
Íslendingar eru hér um bil jafn heppnir og systurnar í Kanada. Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir á þingi, að tekið sé mið af kvenfrelsun við allar ákvarðanir flokksins Þó runnu á hann tvær grímur, þegar Katrín Jakobsdóttir vildi festa í lög rétt mæðra til geðþóttafóstureyðinga, fram að fæðingu barns. Þá sló þessi skörungur í borðið og sagði. Kvenfrelsun trompar þó ekki allt. Þá kom snúður á forsætisráðherra.
Það er varla tilviljun, að langfestir kvenfrelsunarráðherranna, sem tilgreindir hafa verið, eru nemendur úr ungliðaskóla Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem hefur alheimsríkið á stefnuskrá sinni.
Eymingjans kvenfrelsararnir virðast vera með kyn, kynlíf og ofbeldi karla á heilanum. Það mun líklega seint renna upp fyrir þeim, að þeir séu leiksoppar alheimsins auðjöfra í Alheimsefnahagsráðinu. Þeir gefa nefnilega dauðann og djöfulinn í það, hvernig fólk litur út til klofsins, meðan þegnar þess, leg- og reðurhafar og kynlausingjar auðvitað, eru meðfærilegir og skapa þeim auð - og þjóni.
Ábending um lesefni:
George Szamuely. Bombs for Peace: NATOs Humanitarian War on Yugoslavia
https://www.cambridge.org/core/services/aop-cambridge-core/content/view/AA2BDAE69987A3854B4EE999E7962484/S0260210521000188a.pdf/natos_strategic_narratives_angelina_jolie_and_the_alliances_celebrity_and_visual_turn.pdf https://www.youtube.com/watch?v=5GvWxeVXV7E https://frettin.is/2023/04/04/sjuk-kvenfrelsun-kynbreytingaidnadurinn-redurofundin-og-ofbeldid/ https://menaregood.substack.com/p/title-ix-regarding-men-3?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://fiamengofile.substack.com/p/and-another-man-gone-and-another?utm_source=substack&utm_medium=email https://igorchudov.substack.com/p/assisted-suicide-for-the-poor-recommended?utm_source=substack&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/title-ix-regarding-men-3?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://eisenhowermedianetwork.org/russia-ukraine-war-peace/ https://watson.brown.edu/costsofwar/papers/2023/IndirectDeaths https://www.counterpunch.org/2018/01/09/natos-fraudulent-war-on-behalf-of-women/ https://www.youtube.com/watch?v=_i-C9Ko8LgA&t=1022s https://steigan.no/2023/05/hvordan-nato-forforte-den-europeiske-venstresiden/?utm_source=substack&utm_medium=emailhttps://steigan.no/2023/05/hvordan-nato-forforte-den-europeiske-venstresiden/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.shapingfeministforeignpolicy.org/papers/Guidelines_Feminist_Foreign_Policy.pdf https://www.bmz.de/resource/blob/146200/strategie-feministische-entwicklungspolitik.pdf https://www.lowyinstitute.org/the-interpreter/women-politics-new-world-order https://www.lowyinstitute.org/the-interpreter/ukraine-crisis-feminism-australia-s-foreign-policy https://foreignpolicy.com/2019/01/30/sweden-feminist-foreignpolicy/ https://onlinelibrary.wiley.com/doi/pdfdirect/10.1111/j.1467-8330.2007.00521.x https://unherd.com/2023/05/how-nato-seduced-the-european-left/?fbclid=IwAR3NyoS2pSVPaAx_gJd8kTaQuUmAWg5sNAZ_M2DNtLcRx-FTzzybbv_kZZs https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_128900.htm?selectedLocale=en https://www.dailymail.co.uk/news/article-2591513/Angelina-Jolie-highlights-plight-Syrian-refugees-UN-refugee-chief-warns-civil-war-tear-apart-region.html https://www.icty.org/x/cases/milutinovic/trans/en/060714IT.htm https://balkaninsight.com/2014/06/10/angelina-jolie-dedicates-summit-to-bosnia-rape-victim/ https://www.hrw.org/world-report/2017/country-chapters/libya https://www.nytimes.com/2014/06/11/world/europe/conference-to-draw-attention-to-sexual-violence-in-war.html https://www.international.gc.ca/world-monde/issues_development-enjeux_developpement/priorities-priorites/policy-politique.aspx?lang=eng https://www.diplomatie.gouv.fr/en/french-foreign-policy/feminist-diplomacy/#:~:text=They%20call%20on%20States%20to,Women,%20Peace%20and%20Security%20Agenda https://www.bbc.com/news/world-europe-63311743 https://www.bbc.com/news/world-europe-31831601 https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_99030.htm?selectedLocale=en https://www.theguardian.com/world/2011/apr/29/diplomat-gaddafi-troops-viagra-mass-rape https://www.theguardian.com/commentisfree/2017/dec/10/why-nato-must-defend-womens-rights https://www.nato.int/cps/en/natohq/news_99030.htm?selectedLocale=en https://carnegieendowment.org/2023/03/08/germany-has-new-feminist-foreign-policy.-what-does-it-mean-in-practice-pub-89224 https://www.shapingfeministforeignpolicy.org/papers/Guidelines_Feminist_Foreign_Policy.pdf https://www.theguardian.com/global-development/2015/jun/13/warzone-rape-congo-questions-uk-campaign https://www.independent.co.uk/news/world/africa/amnesty-questions-claim-that-gaddafi-ordered-rape-as-weapon-of-war-2302037.html https://edition.cnn.com/2012/02/09/world/asia/syria-china-florcruz/index.html https://www.reuters.com/article/us-libya-jolie/angelina-jolie-praises-libyas-revolutionaries-idUSTRE79A3S820111012 https://www.marieclaire.co.uk/news/celebrity-news/angelina-jolie-in-tears-on-visit-to-bosnia-as-part-of-her-anti-war-rape-campaign-85769
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021