"Það er lýjandi fyrir stráka að hlusta alltaf á að þeir séu vandamálið,“ segir Áslaug Arna

Svo mælti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í viðtali við Morgunblaðið. Hún talar meira að segja „með [af] festu,“ segir blaðamaðurinn. Er komið nýtt hljóð í strokkinn ráðherrans? Ágrip:

„Stór hluti háskólanemenda í dag, til dæmis í Háskóla Íslands, eru konur og strákarnir skila sér ekki nægilega vel inn í háskólana, eins og í löndunum sem við berum okkur saman við.“

Orsakanna gæti verið að leita í kerfinu. Við „verðum að átta okkur á því að kerfið er að bregðast ákveðnum hópum.“

Í því sambandi er „brýnt að líta til drengja …. Staða drengja á landsbyggðinni er líka töluvert verri en þeirra á höfuðborgarsvæðinu …

Ég hugsa að rótin gagnvart strákunum liggi mjög snemma í skólakerfinu, … [Þ]egar litið er til strákanna sérstaklega er það námsárangur sem er stærsta ástæðan þar, þeir sjá ekki tilganginn með menntuninni og finna ekki áhuga sínum farveg.

Kerfið er vandamálið. Það er líka lýjandi fyrir stráka að hlusta alltaf á að þeir séu vandamálið. Ég myndi ætla að við gætum horfst í augu við að það er eitthvað að í kerfinu sem gerir það að verkum að strákarnir okkar ná ekki meiri árangri í lestri, ekki meiri námsárangri en raun ber vitni og skili sér ekki inn í háskólana. …

Það er ekki samfélaginu til góðs að við eigum Evrópumet í að ungir strákar séu ekki í námi. Okkur langar að sýna þeim nám í því ljósi að það greiði þeim leið inn í spennandi framtíð og efli getu þeirra, líðan og stöðu og þá er mjög mikilvægt að háskólarnir haldi vel utan um nýnema.“

Það er ekki barasta lýjandi fyrir stráka að heyra stöðugan óhróður um sjálfa sig, kyn sitt, afa, bræður, feður og frændur. Það er beinlínis mannskemmandi.

Það er karlskemmandi, að drengir séu nær eingöngu aldir upp af konum. Þær kunna ekki karlmennsku. Drengir eru kvengerðir og tileinka sér kvenlega hegðun og dygðir. Kvenfrelsararnir hafa sagt okkur að þær séu þroskavænlegar fyrir stráka. Sérstaklega fyrir „únga drengi,“ sem eru aðsópsmiklir.

Konurnar á leikskólanum og mæðurnar, sem stjórna uppeldi barna í raun, ná vel saman. Kvenfrelsunarandinn svífur yfir vötnum eins og í barnaverndinni. Börn eru kvennamál. Hinn góðkunni félagsráðgjafi, Guðrún Kristinsdóttir, hefur vakið athygli á svonefndri „barnaverndargildru.“ Í þessu hugtaki felst, að í umfjöllun starfsmanna verður móðirin miðdepill athyglinnar, en börnum og feðrum er vikið til hliðar. Drengir í skóla lenda í hliðstæðri gildru.

Kvenfrelsunarkennarar leggja almennt fæð á drengi. Segja þá eitraða eins feðurna. Ástralski kvenfrelsunarforinginn, Jane Caro, skrifaði fróðlega grein í „Sydney Morning Herald“ með fyrirsögninni: „Hvernig má koma drengjum til bjargar í skóla: hættið að liðsinna þeim utan hans“ (How to help boys do better at school. Stop giving them a leg up in the outside world).

Litlu skattakollarnir vita nefnilega fullvel, að þeir þurfi ekkert á sig að leggja. Vegur þeirra verði engu að síður beinn og breiður í heimi karlkúgara.

Aðrar kvenfrelsunarkonur taka svo til orða, að oss sé nýr nauðgari fæddur, þegar drengur er í heiminn borinn. Enn aðrir vilja gelda verulegt hlutfall þeirra til að stuðla að kvenvænni veröld. Skynsömustu kvenfrelsunarmæðurnar láta eyða drengfóstrum í móðurkviði. Það eru í senn kven- og mannréttindi, enda varla munur á.

Þegar uppeldiskonurnar, mæður og kennarar, verða úttaugaðar og vita ekki sitt rjúkandi ráð, er farið með ódæla drengi í greiningu. Í landinu er notaður listi um virkni drengja, sem íslenskir vísindamenn útbjuggu í samvinnu við mæður og leikskólakonur fyrir áratugum síðan. Þar segir, hvernig drengir eigi að hegða sér og hvenær þolmörkum kvenuppaldenda sé náð.

Sé hegðun þeirra mæld einu staðalfráviki undir hinu „eðlilegri hegðun,“ fá þeir greininguna „athyglisbrest og ofvirkni“ (ADHD). Vandvirkustu greinendurnir kalla þá líka í greindarpróf í nýju og framandi umhverfi.

Þar eru þeir greindir sjúkir. Geðlæknarnir segja þá vanta boðefni í miðtaugakerfið. Það er allsherjar skýring á allra handa geðvanda, sagði danski geðlæknirinn, Erik Strömgrein (1909-1993) á sínum tíma.

Efnið dularfulla hefur þó ekki fundist enn, þrátt fyrir þrautseigjuleit vísindamanna á vegum lyfjafyrirtækjanna. (Sum börn – fyrst og fremst drengir – geta þó átt við starfrænan miðtaugakerfisvanda að stríða, seinþroska miðtaugakerfi á tilteknum sviðum.)

Að sjúkdómsgreiningu fenginni eru drengirnir dópaðir inn í kvenlegt hegðunar- og hugsanamynstur. Umfram allt er þeim kennt að pissa sitjandi og tala um tilfinningar eins og konur gera. Það þykir ofur mikilvægt, prófsteinn á hinu nýju karlmennsku, sem kvenfrelsararnir hafa skilgreint; þ.e. fyðilhafi, sem talar um tilfinningar eins og konur. Þetta er meginuppeldismarkmið kvenfrelsunarmæðra og -kennara.

Þegar pjakkarnir hafa þörf fyrir ærsl og at, að kanna veröldina, taka áhættu, takast á um stöðuna innan hópsins og iðka hagnýta eðlifræði, eru þeir lokaðir inni með perlur og liti.

Ætli orð Áslaugar Örnu séu fyrirboði þess, að ADHD greiningum fækki, dregið verði úr lyfjavæðingu uppeldis, og karlmennska verði hafin til vegs og virðingar í skólakerfinu.

Ætli orð Áslaugar Örnu séu fyrirboði þess, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir jafnrétti í leikskóla- og grunnskóla og ráði viti borið karlfólk til að ala drengi upp? Marga þeirra skortir föðurfyrirmyndir. Það sama á við um stúlkurnar, sem fara á mis við karlsálina – nema í spéspegli mæðra sinna og opinberrar umræðu. Það er ófögur mynd, sem þar er upp dregin.

Áslaug Arna kynni að vera á öðru máli en kvenfrelsunarstríðskonan breska, Rose Hackman. Hún hefur líka fjallað um utangarðspilta og -karla í grein í „Guardian.“ Fyrirsögnin er: „Ég bað ekki um að fæðast gagnkynhneigður, hvítur á hörund og karlkyns: eru karlmenn líðandi stundar kynpíslarvættir?“ (I didn‘t choose to be straight, white and male: are modern men the suffering sex?“

Höfundur átti viðtöl við nokkra karlmenn um reynslu þeirra af mismunun og andúð. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að í raun ættu þeir ekki betra hlutskipti skilið. Þjáningar þeirra væru eðlilegar í ljós þess, að þeir hefðu þurft að láta sér lynda brotthvarf karlforréttinda í jafnréttissamfélagi.

Ætli fyrir Áslaug Örnu vaki að knýja fram vopnahlé í stríðinu gegn drengjum? Þá þyrfti hún að eiga orðastað við sjálfan karlastríðsráðherrann, Katrínu Jakobsdóttur. Þær gætu spjallað um Kynungabók Katrínar.

Áslaug gæti líka spjallað við Lilju Alfreðsdóttur. T.d. innt hana eftir skýringum á því, hvers vegna nefndin um stefnumótun um jafnréttisfræðslu í skólum var skipuð ellefu konum og tveim körlum.

Það væri ekki úr vegi, að Áslaug ráðherra skimaði ofurlítið um kerfið, sem hún segir réttilega, að sé andstætt drengjum. Þar eru „kvenfrelsunarhliðverðir“ hvarvetna, ekki síst á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Kvenfrelsarar- og kynleysufræðingar hafa skrifað umtalsverðan hluta námsefnis um kyn og leiðbeiningar um kynfræðslu. Enda eru samtök kennara að ganga af göflunum, dáleiddir af kvenfrelsunar- og kynleysudellunni.

Stríðinu gegn drengjum verður að linna í samfélaginu öllu. Skólinn er spegilmynd þess. Ætli það vaki í alvöru fyrir Áslaugu Örnu?

Það á eftir að koma í ljós. Alla vega er batnandi fólki best að lifa. Hljóðlátt og hikandi húrra fyrir Áslaugu Örnu, ráðherra.

https://www.smh.com.au/lifestyle/life-and-relationships/how-to-help-boys-do-better-at-school-stop-giving-them-a-legup-in-the-outside-world-20160811-gqqhyj.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.theguardian.com/world/2016/sep/05/straight-while-men-suffering-sex-feminism?utm_source=substack&utm_medium=email https://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/2258884/ https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/04/30/strakarnir_ekki_alltaf_vandamalid/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband