Kynami, kynjavitfirring, kennarar og lögreglumenn

Nýlega fordæmdi formaður Kennarasambands Íslands, Magnús Þór Jónsson, félagsmann sambandsins vegna spurninga um fræðslu Samtakanna 78 fyrir kennara. Kennarinn spurði þeirrar einföldu spurningar, hvort fræðsla um kynbreytingar kynni að brjóta i í bága við barnaverndarlög, hvort slík fræðsla gæti skapað andlegt ójafnvægi og kvíða hjá börnum.

Eins og kunnugt er boða Samtökin 78 það fræðilega fimbulfamb, að börn geti valið kyn að vild. Í því efni sé ekkert fast í hendi. Þetta er reyndar áróður en ekki fræðsla í boði ríkisstjórnar Íslands, með kvenfrelsara og kynleysufræðinga VG í broddi fylkingar. Þess má og geta, að Reykjavíkurborg fjármagnar einnig starfsemi Samtakanna. (Líklega á yfirdrætti.)

Kynjafræðingar Landsspítalans eins og formaður Samtakanna 78, segja þá fákunnandi, sem andmæla hugmyndafræði kynbreytingasinna og heilbrigðisþjónustu, veitta á þeim grunni.

Raunar er þessi umræða á villigötum, offors og öfgar eru áberandi. Hún snýst ekki um sjálfsagða umhyggju, lækningu og virðingu fyrir fólki, sem þjáist af kynama (gender dysphoria), ungu og öldnu, eða hefur valið að skipta um kyn. Hún snýst um skilning á fyrirbærinu og hvernig eigi að miðla honum til landsins barna.

En sú spurning hlýtur að vakna, hví Samtökin 78 hafi tekið að sér „fræðslutrúboð“ í samfélaginu, í stað þess að beina kröftunum að því að hlúa að eigin félagsmönnum, heill þeirra og hamingju.

Hvers vegna beita Samtökin 78 óviðurkvæmilegum þrýstingi og útskúfun, sbr. samtal Alexöndru Briem og Örnu Magneu Danks. Sú síðarnefnda segir, þegar Alexandra fagnar fordæminu formanns KÍ:

„En það kom samt ekki af neinu, svo því sé haldið til haga. Ég og aðrir kennarar hafa kvartað og skrifað KÍ í marga mánuði og bent á hegðun viðkomandi kennara og önnur transfóbísk skrif. Það var ekki fyrr en framkvæmdastjóri S78 og sérstök verkefnastýra fóru einnig að beita sér af þunga að KÍ gaf frá sér tilkynningu.

En orð eru ódýr ef ekkert fylgir þeim og ef KÍ fer ekki að ýta á eftir því að farið sé eftir siðareglum kennara um Skóla án aðgreiningar, þar sem kennara ber að nálgast öll börn af sömu virðingu og þjónustu öll börn án fordóma, þá heldur viðkomandi kennari bara áfram á sömu braut og aðrir sem fylgja henni að málum.“

Arna Magnea er herská og beitir sömu lágkúruaðferðum og kvenfrelsararnir, sem sífellt eru kúgaðir og ofsóttir. Þegar málefnið er óskýrt (hegðun og „tansfóbísk skrif“) má alltaf grípa til rógs og útskúfunar. Það er engu líkara, en að heilagt stríð sé í undirbúningi, svipað því og kvenfrelsararnir heyja gegn körlum.

KÍ eins og ríkislögreglustjóri – annálaður kvenfrelsari – hafa gert „fræðslusamning“ við Samtökin 78 um „trúboð“ beint gegn kennurum og lögreglumönnum.

Þessi herferð virðist sambærileg herferð ríkisstjórnarinnar gegn svokallaðri hatursorðræðu og herferð hennar gegn drengjum, feðrum/körlum. Ríkislögreglustjóri er m.a. kunnur fyrir innleiðslu svokallaðrar „austurrískrar leiðar.“ Hún átti sér reyndar upptök í Duluth í Bandaríkjunum eins og flest annað á kynjasviðinu, og felst raunverulega í því að fjarlægja feður/karla af heimilum sínum, þegar í odda skerst, og senda þá í endurhæfingu, en mæðurnar og börnin í kvennaathvarf.

Opinberir starfsmenn eiga líka að læra trúarbrögðin, sem búa að baki haturorðræðufrumvarpi ríkisstjórnarinnar, þ.e. um nauðsyn þess að skerða lýðréttindi. Það snýst um dulbúna málfrelsisskerðingu eða valdhafastýrt málfrelsi. Það á að senda opinbera starfsmenn á námskeið eins og karlana, sem fjarlægðir eru af heimilum sínum. Hver veit, nema Samtökunum 78 verði falið að halda slík námskeið. Þau eru óspör á visku sína.

Þegar öllu er á botninn hvolft, segir reynslan, að í hópi lögreglumanna og kennara sé fjöldi skynsams fólks, þrátt fyrir kynjasannfæringar leiðtoga þess og val á fræðsluefni. Það er beinlínis sorglegt, að því skuli hætt við fordæmingu, velkist það í vafa um visku Samtakanna 78 og yfirmanna sinna, og spyrji spurninga. Því læt ég fylgja fræðsluefni með þessum greinarstúfi. Það er því miður á ensku. (Efni á íslensku má m.a. finna á: arnarsverrisson.is og arnarsverrisson.blog.is.)

Meðal fjölda greina má t.d. finna grein læknisins, Jack Turban. Titill greinarinnar er: „Hvað er kynami.“ (What is Gender Dysphoria?) Hann lýsir hefðbundnum skilningi og nálgun.

Aðalhlutverkið leikur þó geðlæknirinn, Miriam Grossman. Í fyrirlestrum lýsir hún m.a. alvöru skjólstæðingum, baráttu þeirra við umhverfið og heilbrigðiskerfið, hugarvíli og heilsufari – ekki síst, þegar eftirsjáin gerir vart við sig, í kjölfar meðferðar. Því miður er sefjunin slík, að sums staðar er vísindamönnum meinað að rannsaka afleiðingar kynskipta. Meiri þekkingu skortir.

Fyrirlestrunum er hér fylgt upp í viðtali við kanadíska sálfræðinginn, Jordan Peterson, sem öfgakynskiptingar, lærðir og leikir, á Íslandi hafa lýst friðlausan (eða því sem næst). Hann er svo vitlaus, segja delludáleiðendur í Samtökunum 78. Sé Jordan velkominn í hópinn.

Miriam má einnig sjá og heyra í heimildarmynd frá Daily Wire: „Hvað er kona“ (What Is a Woman). Hún hefur lengi reynt að vara við þeirri þróun, sem nú er orðin, sbr. bók hennar frá árinu 2009: „Hvað er verið að kenna barninu mínu“ (You‘re Teaching My Child What?). Þrjár bækur hefur Miriam skrifað til viðbótar. Verk hennar hafa verið þýtt á ellefu tungumál. Þeirra á meðal er „Villuráfandi í margkynjalandi: Leiðbeiningar barnageðlæknis út úr brjálæðinu“ (Lost in Trans Nation: A Child Psychiatrist‘s Guide Out of the Madness).

Kynami er orðinn að sérstakri féþúfu lyfjafyrirtækja og heilbrigðisstarfsmanna. Ný atvinnugrein hefur skotið rótum; kynbreytingaiðnaðurinn. Grundvöllur alls þessa er sefasýki á grunni fyrrgreindrar hugmyndafræði, öfgafræði dulbúin sem virðing fyrir fjölbreytni, frelsi og mannvirðingu – og lífsgleðinni, sbr. gleðigöngurnar.

Í Bandaríkjunum var þessi öfgahreyfing, sprottin af og náskyld kvenfrelsunarhugmyndafræðinni, fjármögnuð og auglýst af auðjöfrum, fyrirtækjum þeirra og sjóðum, sem sjá sér hag í að hleypa upp samfélögum, skapa upplausn, glundroða og ótta.

Nú hafa dáleiddir stjórnmálamenn séð til þess að þess, að áróðurinn sé líka fjármagnaður af skattgreiðendum á almennum vettvangi, í skólum og löggæslu, alveg eins og fagnaðarerindið um frelsun kvenna. Í Múlaþingi ku sveitarstjórnarmenn illa haldnir af „kynbreytingaveirunni.“

Grundvallarmunurinn er sá, að nú dugar ekki lengur að frelsa konur og börn frá körlum og feðrum. Börn skal líka frelsa frá kyni því, sem þeim var „úthlutað“ (eins og það er orðað í lögum Alþingis).

Að lokum heilræði til foreldra: Látið tilburði til delludáleiðingar sem vind um eyru þjóða. Stingið fingri í jörðina, endurlífgið jarðsambandið og styrkist í trúnni á almenna skynsemi – skynsemi og reynslu kynslóðanna. Greinið á milli alvöru vísinda og hugmyndfræðilegra veðurvitavísinda.

Látið hvorki kennara né heilbrigðisstarfsmenn leiða ykkur inn í vitfirringuna. Heimtið alvöru heilbrigðisþjónustu handa ykkur sjálfum og börnunum. Látið ekki byrla börnum ykkar hinni og þessa ólyfjan í kynbreytingaskyni.

Látið ekki kveða ykkur í kútinn, jafnvel þótt þið séu fordæmd af formanni KÍ eða Samtökunum 78. Það er fjöldi foreldra, sem þjáist með börnum sínum í vanda. Það er fullkomlega eðlilegt. Látið ekki kennara, heilbrigðisstarfsmenn, löggæslumenn eða barnavernd, kljúfa fjölskylduna í herðar niður.

Gætið ykkar á villuráfandi stjórnmálamönnum.

P.s. Í spjalli Jordan og Miriam er fjallað um kanadíska drenginn, sem kynjafræðingsstjarnan, laumukvenfrelsarinn og sálfræðingurinn, John William Money (1921-2006), vildi gera að stúlku með hörmulegum afleiðingum. Þetta hef ég fjallað um hér: https://arnarsverrisson.blog.is/blog/arnarsverrisson/entry/2262632/.

Sjá einnig bók John Colapinto: As Nature Made Him: The Boy Who Was Raised as a Girl.

https://rett24.no/articles/transpersoner-tapte-klagesaker-om-foreldreskap-i-strasburg?fbclid=IwAR0qYUct5sPcIwMNJX5Dln3dxb68rSQ4KJcXwfDdxwjioIIfZhqQfjSsExc https://www.youtube.com/watch?v=_b_2CxHdd-8 https://www.miriamgrossmanmd.com/ https://www.youtube.com/watch?v=0IeKSCHXs-0 https://www.realclearpolicy.com/2023/03/03/humanity_for_sale_885193.html https://jbilek.substack.com/p/who-owns-big-pharma-and-the-billionaires https://www.youtube.com/watch?v=eQJHPQpf6mI https://www.youtube.com/watch?v=kXvJRY9ZWpU https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/fgwh.2023.1073053/full?fbclid=IwAR3qzIkcf9iU5ErU1a_moX8fcChQAchA4-xaLJ092_BbKKcrgS3Jwt6kJ94 https://shadowrunners.substack.com/p/the-reactionary-misogyny-of-contemporary https://steigan.no/2022/03/mediekonglomerater-som-markedsforer-kjonnsidentitetsindustrien/ https://www.transkoen.dk/2022/11/18/video-organisationen-wpath-hvis-retningslinjer-rigshospitalet-foelger-samarbejdede-med-maend-fra-et-fetichforum-med-kastrationsfantasier-da-wpath-meldte-ud-at-eunuk-er-den-sidst/ https://hudoc.echr.coe.int/eng#{%22fulltext%22:[%2253568/18%22],%22appno%22:[%2253568/18%22],%22documentcollectionid2%22:[%22CLIN%22],%22itemid%22:[%22002-14047%22]} https://reduxx.info/top-academic-behind-fetish-site-hosting-child-sexual-abuse-fantasy-push-to-revise-wpath-guidelines/ https://www.lifesitenews.com/opinion/new-dead-name-documentary-exposes-the-tragic-deadly-consequences-of-transgenderism/?fbclid=IwAR2fL_ACJrU7S1g2aAmJA_kdEhnkNhB9wJv0KYHeoXroZemtxvLAQ_DKmsI https://www.youtube.com/watch?v=SLFGMWoQaCU https://www.youtube.com/watch?v=6AdKaiBWaF4 https://allthatsinteresting.com/david-reimer https://www.dailywire.com/clips/what-is-a-woman-official-trailer http://www.informationclearinghouse.info/57477.htm https://www.youtube.com/watch?v=Su2Z4_iQHz4 https://www.youtube.com/watch?v=wIh8tvRLqck


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband