Vísindin og vitundariðnaðurinn. Kyn og kynþáttur

Það rennur vonandi sífellt skýrar upp fyrir fólki, að vitund okkar og þekking mótist af því, sem fyrir okkur er haft, og okkur er sagt. Það á við um vitund einstaklinga, hópa og þjóða. Því bera miðlarnir gríðarlega ábyrgð. Að sama skapi berum við sjálf ekki síður ábyrgð á því að grennslast fyrir, rýna og gagnrýna.

En í upplýsingaflóðinu er við ramman reip að draga eins og komið hefur svo eftirminnilega í ljós í veirufárinu. Þær stofnanir, sem fólk hefur tilhneigingu til að treysta – og ætti að geta gert – hafa ekki reynst traustsins verðar.

Enn og aftur hefur það sýnt sig, að þeir, sem yfir frásagnarvaldinu búa, stjórna að töluverðu leyti vitund okkar. Það á vitaskuld við um vísindin, ekki síður en fjölmiðla.

Vísindin hafa búið við kreppu um áratuga skeið. Ég hef bent á þetta, sérstaklega í sambandi við harmkvælavísindin (woke science), með kvenfrelsunarrannsóknir í brennidepli.

Kreppan felst einkum í því, að erfitt er að henda reiður á áreiðanleika þeirra gagna, sem lögð eru til grundvallar, úrvinnslu og aðferðir. Auk þess eru slíkar rannsóknir oft og tíðum byggðar á fordómum, sem leitast er við að sveipa í dulargervi vísinda. Stundum eru slíkar rannsóknir beinlínis pantaðar af yfirvöldum, samtökum og hagsmunaaðiljum.

Það á t.d. við um rannsóknir frá Ríkisháskólanum í Florida. Þar var gert eins og í rannsóknum hagsmunaaðilja í veirufaraldrinum. Vísindaleg aðferð var skrumstæld, gögn fölsuð og niðurstöður alhæfðar. Rannsóknarefnið var úlfúð milli kynþátta. Slík úlfúð var verulega ýkt og því gert skóna, að hvítir svarendur byggju yfir refsiþörf á grundvelli kynþáttar (punitive racism).

Ljúka má lofsorði á háskólayfirvöld fyrir að brjóta til mergjar. Fimm greinar hlutaðeigandi hafa verið dregnar til baka.

Ofangreind niðurstaða er í grundvallaratriðum sú sama og kvenfrelsunarfræðingar iðulega komast að; karlar ali á kúgunarþörf í garð kvenna, séu eitraðir.

Fordómar í garð karla eru jafnvel svæsnari en fordómar gegn hvítum, þegar rannsóknir eru annars vegar. Sállæknirinn, Tom Golden, hefur skoðað nokkrar fræðigreinar um efnið og komist að svofelldri niðurstöðu:

„Nýlegar rannsóknir á undirskilinni hlutdrægni (implicit bias) hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, að neikvæð hlutdrægni í garð karla og jákvæð í garð kvenna, sé miklu öflugri en títt er um annars konar hlutdrægni, svo sem á grundvelli kynþáttar eða fjárhagsstöðu.“

Það þarf varla að orðlengja þau áhrif, sem slíkar rannsóknir hafa á viðhorf gegn körlum og drengjum. Þær liggja til grundvallar fréttaflutningi fjölmiðla og stefnumörkum stjórnvalda – og jafnvel alþjóðlegum samningum.

Þessi brenglun er þó sýnu alvarlegust, þegar litið er til föðurhlutverksins í framtíðinni. Hætt er við, að drengir tileinki sér hinn („vísindalega“) kvenfrelsunarboðskap, þess efnis, að þeir séu óalandi, óferjandi og eitraðir kúgarar kvenna.

Hvernig ætli þeir muni sinna föðurhlutverki sínu?

https://menaregood.substack.com/p/boys-the-next-fathers?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://psycnet.apa.org/record/2022-61496-001?doi=1 https://menaregood.substack.com/p/implicit-bias-men-have-it-worse?utm_source=substack&utm_medium=email#play https://www.msn.com/en-us/health/wellness/pro-female-and-anti-male-biases-are-more-influential-than-race-and-other-factors-in-implicit-association-tests/ar-AA196bqx?ocid=msedgntp&cvid=e873a5253991411f98e12515db918be2&ei=38&PC=EMMX01 https://igorchudov.substack.com/p/fake-criminology-research-underlies?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.theflstandard.com/fsu-criminology-professor-abruptly-leaves-after-accusations-of-cooking-race-data/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband