Um þessar mundir vofir yfir jarðarbúum ógn þriðju heimstyrjaldarinnar eða þriðja þáttar í heimstyrjaldarharmleiknum, sem hófst hið örlagaríka ár 1914 - og ekki virðist taka enda. Samtímis stafar enn ógn af þeim öflum, sem berjast fyrir því að hneppa okkur í viðjar Alheimsríkisins, sbr. yfirlýsingar Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum). Því ríður á að læra af sögunni til að spyrna gegn. Þessi skrif eru einn þáttur viðleitni í þá veru.
Í Evrópu miðalda voru háð látlaus stríð öldum saman. Þekkt eru t.d. áttatíu ára stríðið og þrjátíu ára stríðið. Um 8 milljónir manna voru lagðar að velli. Árið 1648 tókust sögulegir friðarsamningar, kenndir við Westphalen í Þýskalandi. Hvorki meira né minna en 194 ríki tóku þátt.
Það fór ekki hjá því, að vitrir menn reyndu að gera sér í hugarlund, hvernig mætti tryggja frið og komast hjá stríðshörmungunum. Evrópuhugsjónin varð til. Kjarni hennar er fullveldi ríkja innan viðurkenndra landamæra.
Hinn ágæti sagnfræðingur, Guðmundur Hálfdánarson, segir svo frá á Vísindavefnum:
Á 17. öld, þegar nútímalegt ríkjaskipulag festi sig í sessi í álfunni, komu fram nýjar hugmyndir um sameiningu Evrópu. Einn helsti frumkvöðull þeirra var franski klerkurinn og stjórnarerindrekinn Charles-Irénée Castel de Saint-Pierre (16581743), sem gaf út ritið Projet pour rendre la paix perpétuelle en Europe (Áætlun um að koma á varanlegum friði í Evrópu) árið 1713 (frumútgáfa ritsins, Mémoires pour rendre la paix pérpetuelle en Europe, kom út ári áður).
Ritið skrifaði hann sem eins konar uppgjör við stjórnarár Lúðvíks XIV. Frakkakonungs (konungur 16431715), en sólkonungurinn hafði leitt miklar hörmungar yfir þegna sína og íbúa nágrannaríkjanna með stöðugu stríðsbrölti.
Til að binda endi á slíkt ástand lagði Saint-Pierre til að komið yrði á evrópsku ríkjasambandi (fr. Fédération Européenne), með aðild 18 helstu kristnu ríkja álfunnar, og Evrópuþingi (fr. Diète générale dEurope). Markmiðið var að stofna með þessu eins konar eilífan gerðardóm (fr. un Arbitrage perpétuel), sem tryggði stöðugleika í stjórn ríkjanna, kæmi í veg fyrir stríð á milli þeirra og legði grunn að frjálsum viðskiptum á milli þjóða.
Með þessu vildi hann auka velmegun þegnanna, því að aukin milliríkjaverslun örvaði efnahagslífið og meiri friður dró úr ríkisútgjöldum og þar með þörf ríkjanna fyrir skattheimtu. Ekkert varð úr þessum áætlunum, en greina má enduróm frá hugmyndum Saint-Pierres í skrifum ýmissa heimspekinga upplýsingarstefnunnar, svo sem Jean-Jacques Rousseaus og Immanuels Kants (sbr. rit hans Zum ewigen Frieden, 1795).
Fleiri lögðu orð í belg, en á herskárri nótum. Ættarhöfðingi Rauðskjöldunganna (Rothschild), Meyer Amschel Rothschild (1744-1812), og þýski heimspekingurinn og lögfræðingurinn, Johann Adam Weishaupt (1748-1830), stofnuðu leynifélagsskapinn, Ljósálfana (Illuminati), árið 1776 í þýska ríkinu, Bavaríu.
Þá dreymdi um alheimsríkið eins og höfund hins dularfulla rits Leiðarvísis hinna lærðu öldunga frá Zion (The Protocols of the Learned Elders of Zion). Það er áætlun um yfirstjórn Gyðinga á veröldinni.
Nokkrum árum síðar sendi Yfirstjórn alheimsbyltingmanna (Comintern) í Moskvu frá sér yfirlýsingu þess efnis, að barist verði með öllum hugsanlegum ráðum, vopnavald þar með talið, svo kollvarpa megi alþjóðlegri borgarastétt [atvinnurekendum] og stofna alþjóðlegt ráðsveldi (soviet).
Hér er vafalítið átt við alheimsríki öreiganna, sem stjórna skyldi af úrvalshópi þeirra og líkist í öllum aðalatriðum yfirlýsingum Alheimsefnahagsráðsins í dag.
Ræða frá árinu 1950 gefur vísbendingar um drauma Winston William Spencer Churchill (1874-1965), fyrrum flotamála- og forsætisráðherra Breta. Hann sagði:
Við verðum að leggja okkur í líma af þolinmæði og trúmennsku við undirbúning þeirra tímamóta að stofnað verði áhrifarík alheimsstjórn, með stuðningi viðamikilla fylkinga mannkyns. Stofnsetning opinberrar og allsráðandi heimsskipunar er hið endanlega markmið okkar.
Ríkjasamband, samkvæmt hugmyndum Charles-Irénée, átti eðlilega erfitt uppdráttar í álfu, þar sem gráðugir hagsmunaaðiljar áttust við. Ásóknin í land, hlunnindi, völd og auðlindir, varð æðisgengin.
Samfara nýlendustríðunum og aukinni áherslu á fullveldi þjóðríkja, jókst ásteyting á heimaslóðum Evrópuveldanna. Hildarleikur braust út í Evrópu, sem umbreyttist í fyrstu heimsstyrjöldina með þátttöku Rússa og Japana.
Trúlega hefur blóðbað og hörmungar fyrstu heimsstyrjaldarinnar fengið fólk til að rumska. Allir, nema fjármagnseigendur og hertólaframleiðendur, töpuðu á stríðinu.
Sigurvegarar stríðsins settust niður og sömdu um frið í Versölum (Treaty of Versailles), glæsihöll Loðvíks XIV. Sigurvegararnir hirða allt (the winner takes it all), sungu Abba.
Þau kynnu að hafa haft Versalasamningana í huga, því Þjóðverjum voru settir afarkostir og neyddir til að axla einir sök á harmleiknum, sem þeir reyndu að afstýra.
Sumir hafa reyndar kallað þetta vopnahlé. Slíkir voru afarkostirnir, íhlutun og ofríki sigurvegaranna. T.d. sagði franski yfirhershöfðinginn, Ferdinand Foch (1851-1929): Þetta eru ekki friðarsamningar, heldur tveggja áratuga vopnahlé. Því miður reyndist hann sannspár.
Sigurvegarar fyrstu heimsstyrjaldar gerðu með sér bandalag, Þjóðabandalagið (League of Nations), sem koma skyldi í stað ráðstefna stórveldanna á síðmiðöldum. Þannig raungerðist hugmynd Woodrow Wilson (1856-1924), Bandaríkjaforseta, um samráðsvettvang sjálfstæðra ríkja, stórra og smárra. Þessar hugmyndir hafði hann sett fram árið 1918 í frægri fjórtán atriða ræðu, við friðarumræðurnar í Versölum.
Þjóðabandalagið skyldi annast skiptingu veraldarinnar í ríki og jafna ágreining. Það var sérstaklega tekið fram að gilda skyldu grundvallarreglur um fullvalda þjóðríki, sem virtu hvers annars fullveldi og landamæri.
Hér var sem sé fylgt grundvallarreglunni frá friðarsamningunum í Westphalen árið 1648. Kveðið var á um, að hernaðarbandalög skyldu heyra sögunni til og gagnkvæm trygging öryggis koma í staðinn; afvopnun skyldi stuðla að heimsfriði og talað skyldi orðum en ekki vopnum. Það fór þó á annan veg.
En hvaða áhrif hafði stofnun Þjóðabandalagsins á Ísland? Meira um það síðar.
Heimildir:
Mike King: Bad wars.pfd tomatobubble.com https://www.britannica.com/event/Peace-of-Westphalia https://www.historytoday.com/archive/months-past/treaty-westphalia https://www.history.com/topics/world-war-i/treaty-of-versailles-1 https://www.history.com/this-day-in-history/wilson-delivers-fourteen-points-speech https://www.history.com/topics/world-war-i/league-of-nations https://www.youtube.com/watch?v=wr5MBrvnPLw https://www.visindavefur.is/svar.php?id=10568 https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=66226 https://www.bbc.co.uk/history/worldwars/wwone/league_nations_01.shtml
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021