Eins og (hér um bil) elstu menn muna, gerðu Bandaríkjamenn innrás í Íran árið 1979. Það átti sér stað í forsetatíð Jimmy Carter (f. 1924). Það er einmitt forsetinn, sem áratugum síðar (2015), sagði á þessa leið:
Stjórnkerfið í Bandaríkjunum er orðið að auðvaldsræði (oligarchy, auðjöfrastjórn, fámennisstjórn), sem einkennist af skefjalausum mútum í stjórnmálum, nauðsynlegar til framdráttar þeim, sem sækist eftir útnefningu til forsetakjörs.
Jimmy og félagar kölluðu aðgerð sína Arnarkló (Eagle Claw). Veðurguðirnir lögðust á ár með Írönum. Aðgerðin var sneypa og kostaði átta Bandaríkjamenn lífið. Tilefnið var gíslatakan, sem nefndir lesendur vafalaust muna eftir.
Stúdentar hernámu sendiráð Bandaríkjanna. Írönum gramdist, að fyrrum einræðisherra þeirra og kúgara, Abdul Reza Pahlavi, jafnvaldra Jimmy (d.2004), væri lofað lækningum í Bandaríkjunum. En trúlega vildu þeir bara bjóða Bandaríkjunum byrginn.
Til að gera langa sögu stutta; innrásin var ein alls herjar hneisa fyrir heimsveldið. Starfsmenn sendiráðsins voru látnir lausir, eftir 444 daga hersetu. Konurnar í hópnum voru þó fljótlega leystar úr haldi, því Íranskir klerkar báru hag þeirra fyrir brjósti. Aðrir útlendingar sömuleiðis, svo og sjúkir.
En hins vegar féll Jimmy Carter af sínum veldisstóli og kúrekinn, Ronald Reagan (fæddur 1911), sem dó sama ár og Abdul Reza, tók við stjórnvelinum. Hann beitti Írani umsvifalaust efnahagsþvingunum.
Athugulir fréttaskýrendur sáu, að Ronald hafi óhreint mjöl í pokahorninu. Honum hugkvæmdist ný leið til að vinna hylli kjósenda. Bak við tjöldin lofaði hann Írönum gulli og grænum skógum, ef þeir létu gíslana lausa fyrir sinn atbeina. Það gerðist samtímis því, að forsetinn hélt innsetningarræðu sína. Því óx virðing Ronald.
Blaðamenn meginmiðla ruku upp til handa og fóta og kölluðu bollaleggingar um svik Ronald falsfréttir. Það er lýðskrumara, lýðstjórnenda, vitundarsmiða og áróðursmanna háttur. Enda hefur komið í ljós, að sú var raunin. Þetta minnir á lygaþvættinginn um covid-19, hamfarahlýnun, stríðið í Úkraínu, Afganistan og víðar.
Lygavefurinn í sambandi við innrás Breta og Bandaríkjamanna (B&B) í Írak fyrir tuttugu árum kastaði þó tólfunum. Lygaleikritin, sem forsetar og embættismenn beggja þjóða fluttu á þjóðþingum, hjá Sameinuðu þjóðunum og í fjölmiðlum, voru að sönnu tilþrifamiklar. Lögð voru fram sönnunargögn og vitnisburður um yfirvofandi efnavopnaárás á Vesturlönd.
Þetta er gamalt og gott áróðurbragð. Því var t.d. beitt með góðum árangri, eftir lok annarrar heimstyrjaldar, þegar Ráðstjórnarríkin/Rússar voru sagðir á leiðinni og hygðu illt. Íslendingar kölluðu áróðursbragðið Rússagrýluna. Enn verða þeir felmtri slegnir, sé hún nefnd á nafn, jafnvel skynsömustu og menntuðustu menn (kvenmenn meðtaldir).
Forseti hinna hugprúðu og frjálsu hafði samið hrellingarsögu, sem hver veiru- eða hamfarahlýnunarkenningasmiður hefði verið fullsæmdur af, þ.e. um illskuöxlana. George W. Bush lagði svo út:
[Ríki eins og Írak, Íran og Norður-Kórea] og bandamenn þeirra við hryðjuverk, stefna heimsfriðinum í hættu, með því að afla sér gereyðingarvopna. [En] þessi ríki setja okkur í vaxandi og alvarlega hættu. Það þarf varla að orðlengja það, að hvolpasveitin kom okkur til hjálpar eins og bæði fyrr og síðar.
Innrás B&B í Írak hefur leitt af sér skelfilegar hörmungar rétt eins innrás Bandaríkjamanna í Líbíu, Afganistan, Sýrland og Somalíu. Þar voru og eru drýgð mörg myrkraverk.
T.d. myrtu og nauðguðu bandarískir hermenn, þann 12. mars 2006, fjórtán vetra telpuhnátu, Abeer Qassim Hamza al-Janabi. Þeir létu ekki þar við sitja, heldur drápu fjölskyldu hennar alla. Litla systir var sjö ára hryðjuverkamaður. Skemmst er að minnast svipaðra glæpa hinna frelsandi engla í Víetnam.
Yfirmönnum morðingjanna, George W. Bush, Dick Cheney, Condoleezza Rice, Joseph Biden og stríðsnorninni sjálfri, Hillary Clinton, var aldrei refsað. Meira að segja Íslendingum, sem studdu innrás vina sinna í B&B, hugkvæmdist ekki að stefna þeim fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. En það hefði dugað skammt. Bandaríkamenn viðurkenna ekki lögsögu hans, frekar en Rússar.
En mannvinirnir í íslensku ríkisstjórninni taka nú um síðir við sér. Betra seint en aldrei. Þeir eiga þátt í að draga Vladimir Vladimirovich Putin, forseta Rússlands, og Maria Alekseyevna Lvova-Belova, ráðuneytisstjóra barnaverndarmála, þar í landi, fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn. Þeim er gefið að sök að ræna börnum í Úkraínu og ættleiða í Rússlandi.
Vissulega er það hinn versti stríðsglæpur, enda þótt þau hafi verið munaðarlaus að sögn Rússa. En hvert veit? Það þarf að leiða í ljós. En hví ákærir íslenska ríkisstjórnin ekki miklu fleiri fyrir stríðsglæpi? Gætu stjórnmálatrúarbrögð verið skýringin?
Hvers vegna reynir íslenska ríkisstjórnin ekki að stilla til friðar? Það hafa Ísraelsmenn og Tyrkir reynt, eftir að Minsk samkomulagið var svikið af hálfu stríðsvina okkar og samherja. Hví er því ekki mótmælt?
Nú reyna Kínverjar. En trúlega tæki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eins og sannri valkyrju sæmir, undir orð John Kirby, í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna,: Við styðjum ekki vopnahlé á nokkun hátt.
Því um Úkraínustríðið gildir það sama og um stríðið í Írak: Skynsemdarkonan, Caitilin Johnson, segir. [Í]rakstríðið voru ekki mistök. Það var kaldlyndisleg og úthugsuð ákvörðun, sem hafði nákvæmlega tilætluð áhrif; ásókn hagmunaaðilja í olíu, aukið hernaðareftirlit og aukin stríðsrekstur Bandaríkjanna á lykilsvæðum.
Leikurinn var endurtekinn í Sýrlandi og Afganistan. Olíusvæði Sýrlendinga eru enn þá hersetin. Stolinni olíu er smyglað gegnum Írak. Aftur á móti flæmdu stríðsmenn og almenningur í Afganistan Bandaríkjamenn og fylgihnetti þeirra, út úr landi sínu, eins og alla aðra árásarheri fyrrum. Bandaríkjamenn höfðu lítið af olíu upp úr krafsinu, en töluvert af opíum og gulli úr fjárhirslum ríkisins.
Bretar og Bandaríkjamenn geta með engu móti sætt sig við, að þeir geti ekki ráðskast með olíulindir í Evróasínu. Þeir starfa með miklu offorsi á Írönum og Georgíubúum með áróðri og uppþotum, sem mannréttindasamtök þeirra svo ég tali nú eins og rannsóknarfréttamaður á RÚV kynda undir.
Þeim hefur enn ekki tekist jafnvel til og í Úkraínu enn þá. En koma tímar og koma ráð. Valdimar verður sakfelldur og handtekinn og jafnvel boðin vist á Hólmsheiðinni.
https://www.politico.com/news/2023/03/12/biden-united-states-ukraine-relationship-cracks-00086654 https://childrenshealthdefense.org/defender/twitter-files-virality-project-covid-misinformation/ https://www.viralityproject.org/news/about https://markcrispinmiller.substack.com/p/stop-the-presses-the-new-york-times?utm_source=substack&utm_medium=emailhttps://markcrispinmiller.substack.com/p/stop-the-presses-the-new-york-times?utm_source=substack&utm_medium=email https://childrenshealthdefense.org/defender/fda-robert-califf-combat-misinformation/ https://news.antiwar.com/2023/03/08/sen-lindsey-graham-says-he-will-introduce-legislation-for-military-intervention-in-mexico/ https://www.realhistorychan.com/madam-president.html https://www.google.com/search?q=charlie+ferguson+documentary&ei=FJiHY8XRMJuS8gK4i43YCQ&oq=charlie+Ferguson+docu&gs_lcp=Cgxnd3Mtd2l6LXNlcnAQARgAMgYIABAWEB4yBggAEBYQHjIGCAAQFhAeOgQIABBDOgsIABCABBCxAxCDAToOCC4QgAQQsQMQxwEQrwE6CAgAELEDEIMBOggIABCABBCxAzoLCC4QsQMQxwEQrwE6FAguEIAEELEDEIMBEMcBENEDENQCOgUIABCABDoOCC4QsQMQgwEQxwEQrwE6CAguEIAEENQCOgUILhCRAjoICC4Q1AIQkQI6CAguEIAEELEDOggILhCxAxCDAToFCC4QgAQ6CwguEIAEELEDEIMBOgUIABCRAjoLCC4QgAQQsQMQ1AI6BAguEEM6BwguENQCEEM6CAguENQCEIAEOggIABAWEB4QCkoECEEYAEoECEYYAFC1MljSiQFgpaYBaAFwAXgAgAHsAYgBlRqSAQYwLjE4LjOYAQCgAQGwAQDAAQE&sclient=gws-wiz-serp#fpstate=ive&vld=cid:c606b9d8,vid:bCYmRAnteM0 https://www.icc-cpi.int/news/situation-ukraine-icc-judges-issue-arrest-warrants-against-vladimir-vladimirovich-putin-and https://caitlinjohnstone.substack.com/p/imagine-if-china-did-to-the-us-what https://www.newsweek.com/xi-heads-china-us-no-china-led-ceasefire-ukraine-1788565?utm_term=Autofeed&utm_medium=Social&utm_source=Twitter#Echobox=1679066772 https://www.indianpunchline.com/us-paranoid-about-russia-china-summit/ https://capl.army.mil/case-studies/wcs-single.php?id=78&title=black-hearts-yusufiyah-iraq https://scheerpost.com/2023/03/19/chris-hedges-the-lord-of-chaos/ https://theintercept.com/2023/03/15/iraq-war-where-are-they-now/
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021