Umhverfisvá, valkyrjur og Volodymyr. Þórdís Kolbrún og Katrín í Kífinu

Umhverfisvá, valkyrjur og Volodymyr. Þórdís Kolbrún og Katrín í Kífinu Íslensku valkyrjurnar, Þórdís Kolbrún og Katrín, eru nú væntanlega komnar alla leið til Kænugarðs (eða Kíf eins og RÚVarar segja). Þær ætla að hugga hann og styrkja, fullvissa hann um stuðning við úkraínska hunda, ketti, konur og börn þeirra. Þær ferðast með leynd, svo Rússar grandi þeim síður.

Allt er þetta gert í þeirri kvenfrelsunarsannfæringu, að konur séu ævinlega fórnarlömb í lífinu, sama hvað á gengur. Hillary Clinton er ein spákvenna þeirra. Hún sagði fyrir aldarfjórðungi síðan eins og sumir vafalaust muna, að konur væru ævinlega mestu fórnarlömb stríðsátaka, því þær misstu (eitraða) karlmenn sína, syni, bræður, frændur og eiginkarla.

Þennan boðskap endurtók hún á síðasta hátíðardegi kvenna, en bætti við því, sem áður út af stóð, að þjáningarsystur hennar á jörðinni væru haldnar „ofsaumhverfiskvíðaheilkenni“ (psychoterratic syndrome). Það liggur fyrir fjöldi vísindalegra rannsókna á sviði kvenfrelsunarumhverfisfræða (eco-feminism), sem sýna þetta svart á hvítu. Þær skoðar Tom Golden í hjálagðri umfjöllun.

Glögga lesendur rekur sjálfsagt minni til, að fjöldi vísindarannsókna kvenfrelsunarfræðimanna sýnir líka fram á, að konur hefðu verið sérstaklega kúgaðar, meðan á síðasta veirufaraldri stóð. Þær þurftu nefnilega að sinna hættulegum störfum, hjúkra og sinna fólki innan stokks og utan, elda mat, skúra gólf og sinna börnum. Þær stóðu bæði þriðju og fjórðu vaktina eins og það heitir á kvenfrelsaramáli.

Sjaldan launar kálfur ofeldið. Þakklætið var meiri áreitni, fleiri nauðganir og byrlunarfaraldur. En eins og kunnugt er lauma karlar ólyfjan í vínglös stúlkna/kvenna til að nauðga þeim í (meira) óráði. Það er ekki nema von, að þær hrópi „við viljum njóta öryggis, við eigum það skilið.“ Og hver er ekki sammála því?

Ungar konur í framhaldsskólum Íslendinga berjast í stöðugri nauðgunarnauðvörn við graða og eitraða karlkyns meðnemendur sína. Það er bæði nauðgunarmenning innan og utan veggja skólans, samkvæmt Skólameistarafélaginu og Stígamótum. Og þar blómstrar sjúka ástin, sem Stígamót fræða nemendur um.

Katrín og Þórdís Kolbrún munu vonandi vara Volodymyr við þessu ástandi og kenna honum eitt og annað. Hann leiðir nefnilega baráttuna gegn rússneskum nauðgurum á stinningarlyfjum, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og RÚV.

En nú er það bæði eitrað umhverfi og eitruð karlmennska sem ógnar konustofninum, segja Katrín og António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Katrín hefur reyndar líka lýst áhyggjum af nýju vopni í búri feðraveldisins; karllægri gervigreind.

Það er eins gott að vera á verði gegn ógnum feðraveldisins og sýna úkraínskum systrum í kúguninni samstöðu. Orð Madeleine Jana Korbel Albright (1937-2022), fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eru refsivöndur kvenstjórnmálamanna í þessu efni. Hún sagði Kölska sjálfan hafa útbúið sérstakan kima í Helvíti handa konum, sem skirrðust við að leggja kynsystrum sínum lið í baráttunni gegn karlpeningnum.

Ég vona þess vegna, að valkyrjur Íslands, Þórdís Kolbrún og Katrín, séu þessara orða minnugar í Kænugarði og fallist í faðma við útvörð lýðræðis og frelsis, hinn volduga Volodymyr. Nýlega skerti hann trúfrelsi í ríki sínu. Áður hefur hann bannað verkalýðssamtök og þreytandi fjölmiðla.

Því er varla von til þess, að skytturnar þrjár gefi sér tíma til að ræða, hvernig vinir okkar, almenningur í Úkraínu, er hafður að leiksoppi í stórveldastríði, sem sameinaðir auðdrottnar heims kynda undir.

En hvernig sem því líður gleymdi hinn sæli leiðtogi ekki að þakka konum Úkraínu fyrir fórnfýsi sína á Alþjóðadegi kvenna (International Women‘s Day). Hann skal njóta sannmælis.

Ég treysti því, að hann þakki íslensku skjaldmeyjunum, sendiboðum íslenska stríðsríkisins, innvirðulega. Varla fara þær á aftökulistann hans.

https://scheerpost.com/2023/03/12/chris-hedges-ukraines-death-by-proxy/ https://fiamengofile.substack.com/p/the-specter-of-needle-spiking-haunts?utm_source=substack&utm_medium=email https://menaregood.substack.com/p/hillary-at-it-again?utm_source=substack&utm_medium=email#play


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband