Ógnir úkraínskra stjórnvalda gegn eigin þegnum og siðferðilegt gjaldþrot Íslendinga

Í þriggja ára gamalli skýrslu frá bandarískum yfirvöldum má lesa á þessa leið:

Í Úkraínu eru framin alvarleg mannréttindabrot; ólögleg dráp eða dráp af handahófi; pyndingar; ómannúðleg meðferð og niðurlægjandi af hendi laganna varða; lífhættulegur aðbúnaður í fangelsum landsins; tilviljanakenndar handtökur og varðhald og alvarleg spilling í dómskerfinu.

Í deilunni í Donbas eru íbúar beittir harðræði, m.a. er tjáningarfrelsi þeirra skert, fjölmiðlum er ógnað og vefsíðum lokað, blaðamenn ofsóttir, fólki ógnað og handtekið að geðþótta. Flóttamenn eru sendir nauðugir í hættulegt umhverfi (refoulement).

Alvarleg spilling er auk þess útbreidd; hvorki eru misgjörðir gagnvart konum rannsakaðar, né misyndismenn látnir sæta ábyrgð.

Andgyðinglegar ógnir og ofbeldi á sér stað, sömuleiðis ofbeldi gegn fötluðum, þjóðernisminnihlutahópum, samkynhneigðum, tvíkynungum (bisexual), kynskiptingum (transgender) og millikynungum (intersex). Aukin heldur sjást dæmi um verstu tegundir barnaþrælkunar.

Þetta minnir mig á fyrri dvergpistil: „Englastrætið i Donbass. Refsisveitir Úkraínu

Fátt rennur fólki verr til hjartaróta, þegar vígavitleysingjar eigast við, en dráp á börnum. Viðbjóður á slíku er rótgróinn í ættinni. Þegar austurhéröð Úkraínu kröfðust – með stuðningi Rússa – sjálfstæðis frá Úkraínu í kjölfar stjórnarbyltingar Bandaríkjamanna árið 2014, urðu þau fyrir hefndaraðgerðum Úkraínska hersins með nasista í broddi fylkingar. Þúsundir manna hafa látið lífið, aftökur hafa átt sér stað. Hér er sagt frá börnum, sem misst hafa lífið – og stræti englanna.

https://www.youtube.com/watch?v=JB1c9m8Esw0 https://www.youtube.com/watch?v=eU_91Hux5wk

Í öðrum dvergpistli spurði ég áleitinnar spurningar: „Ert þú á aftökulista Úkraínumanna?

Flestir þekkja til drápslista trúarofstækisríkisstjórna og aftökulista leyniþjónustna lýðræðisríkja. Trúlega eru Bandaríkin þar í broddi fylkingar og Rússar eru engir nýgræðingar í þessari iðju. En Úkraínumenn eru fráleitt veifiskatar í greininni. Þeir hafa gengið á milli bols og höfuðs á fjölda landa sinna t.d. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki bara bannað frjálsa fjölmiðlun, stéttarfélög og stjórnmálasamtök, heldur hafa þeir gert langan lista yfir feigt fólk, sem fer með fleipur um Úkraínu - falsfréttir heitir það í dag. Yfirvöld vestrænna ríkja hafa hönd í bagga, m.a. þau bresku, sem kunna áróður öðrum betur. Nýlega fór einnig hin myrta Darina Dugina á þennan lista fyrir tilstuðlan sjálfs Boris Johnson. Trúleg hefur Boris eða M16 strokað hana út núna.

Á listanum er fjöldi manna, sem eru úkraínskum stjórnvöldum vanþóknanlegir; fréttamenn, fræðimenn og stjórnmálamenn. En ert þú á listanum?“

https://steigan.no/2022/08/svartelister-og-dodslister-som-del-av-vare-demokratiske-verdier/?fbclid=IwAR3kvlB0aXNpWa0hjsHOd3_qteIInCDQglW9Q1qQFIMigxTGZ5PZf1FdZz0

Úkraínsk yfirvöld halda sem sé – í samráði við Vesturlönd – aftökulista fyrir dauðasveitir sínar. Á þeim lista eru börn og unglingar til viðbótar öllum þeim, sem úkraínskum yfirvöldum þóknast ekki eins og t.d. Henry Kissinger. Aftökusveitin hefur kálað fjölda manns innanlands og utan.

Nú hafa úkrainsk yfirvöld hafið til vegs og virðingar gamalreyndar refsingar, þ.e. gapastokkinn. Hann var sérstaklega vinsæll á miðöldum. Auðmýking hefur löngum reynst böðlum haldgóð refsing. En nú er nútíma tækni beitt. Fólk er bundið eða límt við staura, stundum nakið og stundum er poki settur á höfuð því. Dæmi eru um ellefu ára stúlku, sem þannig var farið með.

Götugengi öryggissveita Úkraínu sjá um þess háttar refsingar.

Valkyrjur íslensku ríkisstjórnarinnar, Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætla sér góðu heilli að beita áhrifum sínum, meðan á formennsku Íslendinga í Evrópuráðinu stendur, til að hvetja til rannsókna á stríðsglæpum í Úkraínu. Það er vel!

Og hver veit nem valkyrjurnar hvetji Evrópuráðið einnig til óháðra rannsókna á stjórnarbyltingu Bandaríkjamanna í Úkraínu árið 2014, hryðjuverkum Úkraínumanna í Ódessa og í Donbas, eftir að yfirvöld í Úkraínu, með stuðningi Nató, sögðu þessum þegnum sínum stríð á hendur. Mannfallið er skelfilegt, alþjóðalög ítrekað þverbrotin, svo og sáttmálar um mannréttindi.

Vanvirðing við Minsk samkomulagið er ótalin. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna átti meira að segja aðild að því.

Evrópuráðið mætti gjarnan kíkja á áróðurssviðsetningar um athæfi Rússa fyrir fjölmiðla á Vesturlöndum og hugsanlega stríðglæpi þeirra. Ég ætla að treysta kvenfrelsunarvalkyrjunum til góðra verka í þessu efni?

En skömmin vegna aðildar Íslands að hryðjuverkunum í Eystrasalti loðir við þær, engu að síður. Þau vilja hvorki íslensk stjórnvöld, né fjölmiðlar ræða um, frekar en borgarastríðið í Úkraínu.

Valkyrjurnar, sem stöðugt skírskota til stuðnings „alþjóðasamfélagsins“ um stuðning við málstað sinn, sýndu hyggindi með því að lesa nýustu skýrslu frá eigin hugveitu „Utanríkismálaráði Evrópu“ (European Council on Foreign Relations).

Ráðið fékk nefnilega Oxford háskólann til að gera fyrir sig gagnlega könnun, sem sýnir, að stefna þeirra og vinanna hefur skapað gjá milli Nató/Evrópusambandins annars vegar og annarra ríkja veraldar hins vegar.

https://ecfr.eu/publication/united-west-divided-from-the-rest-global-public-opinion-one-year-into-russias-war-on-ukraine/?utm_source=substack&utm_medium=email

Þetta merkir einfaldlega, að stríðsstefna Íslendinga ýtir undir klofning í veröldinni. Við höfum þegar tapað reisn og sjálfsvirðingu sem þjóð í þessu stríðsbrölti. En siðferðilegt gjaldþrot og veiklaður efnahagur gæti einnig orðið niðurstaðan innan fárra ára.

https://steigan.no/2023/02/fascistisk-terror-i-ukraina-med-vilkarlig-gatejustis/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.latimes.com/world-nation/story/2022-04-29/ukraine-traitors-helping-russian-troops https://www.zerohedge.com/geopolitical/dark-trend-martial-law-vigilantism-and-public-humiliation-ukraine https://www.npr.org/2022/03/25/1088879152/alcohol-bans-in-ukraine-have-led-to-a-whisper-network-among-those-seeking-a-drin https://www.theguardian.com/global-development/2022/mar/09/ukraine-urged-to-take-humane-approach-as-men-try-to-flee-war https://www.kyivpost.com/post/6863 https://www.state.gov/reports/2020-country-reports-on-human-rights-practices/ukraine/ https://observers.france24.com/en/europe/20220404-ukraine-poles-public-humiliation-punishment-looting https://cms.zerohedge.com/s3/files/inline-images/UkrainePunish1.png?itok=V7_PhZ7m


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband