Frelsum börnin frá feðrum sínum

Frelsun barna frá feðrum sínum og konur frá körlum yfirleitt, er eitt sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum). Þar er íslenska ríkisstjórnin að sjálfsögðu með í för, með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar.

Þessi frelsun á sér stað á öllum vígstöðvum og víða um heim, t.d. í Ástralíu. Hinn ötuli baráttumaður fyrir jafnrétti, Bettina Arndt, hefur ritað grein um aðför stjórnar Anthony Norman Albanese, leiðtoga Verkamannaflokksins.

Samkvæmt greininni skal umbylt fyrri endurbótum á fjölskyldulöggjöfinni, í þá veru að tryggja jafnrétti foreldra til ábyrgðar og uppeldis barna við skilnað, m.a. með því að tryggja gagnkvæman rétt föður og barns til samvista við hvort annað. Þessi löggjöf er nokkurn veginn sambærileg þeirri íslensku, sem varð til fyrir einarða baráttu feðra og hliðhollra stjórnvalda. Kvenfrelsunarhreyfingin hefur aldrei tekið þessar breytingar í sátt.

Meginvopn kvenfrelsunarhreyfingarinnar í baráttunni fyrir forréttindum mæðra eru ákærur um ofbeldi feðra. Það kemur því ekki á óvart, að í hinni nýju löggjöf sé öryggi alfa og ómega. Drottnunarvopi kvenna, ákærum um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi, ofbeldi karla gegn börnum, ofbeldis- og eitureðli karla, og svo framvegis, skal nú beitt til hins ýtrasta á vettvangi fjölskyldunnar.

En það eru svo sem ekki ný tíðindi. Á Íslandi börðust kvenfrelsarar á Alþingi og í lögreglunni hatrammlega fyrir innleiðingu svokallaðrar „austurrískrar leiðar,“ sem felur í sér, að feður/karlar eru brottrækir gerðir af heimilum sínum, ásaki móðir/sambýliskona (eða einhver annar) þá um ofbeldi.

Kvenfrelsunarfræðimennirnir styðja drottnunartilburði kvenna með dæmalausum rannsóknum sínum, á borð við þær, sem Vinnumálastofnun nú auglýsir; þriðja hver kona á Íslandi telur sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni (óskilgreint og engin heimild gefin upp). Slíka kvenfrelsunarrannsóknir eru legio, bæði á Íslandi og Ástralíu – og reyndar um allan hinn vestræna heim.

(Vinnumálastofnun hefur nú blásið í herlúðra kynjastríðsins gegn körlum, sem háð er undir gunnfána jafnréttis, og skotið Vel-virk-um, svo og bandalagi Rauða krossins, forsætisráðherra og Ríkislögreglustjóra, Stígamótum og fleiri, ref fyrir rass. Samkeppnin á karlfjandsamlegum ofbeldismarkaði er býsna kröftug. Stríðið er fjármagnað af skattgreiðendum.)

Sálfræðingurinn, Jennifer McIntosh, sem komst að því, að feðrum væri ekki treystandi fyrir börnum sínum að nóttu til, er dæmi um slíka rannsókn. Sú rannsókn eins og mýgrútur annarra, ritrýndra áróðursrannsókna, hefur sýnt sig að vera aðferðafræðileg vitleysa.

Eftirtalin atríði munu verða felld úr gildandi löggjöf eða fá minni þýðingu, að dómi Bettina: Börnum verður ekki tryggður réttur til uppbyggilegs samneytis við báða foreldra; heldur ekki rétti barna til að þekkja báða foreldra og njóta umhyggju þeirra; á sömu lund fer um rétt barna til að dvelja hjá báðum foreldrum og öðru þýðingarmiklu fólki í lífinu, eins og ömmu og afa; rýrð er skylda beggja foreldra til að eiga hlutdeild í ábyrgð og skyldunum í sambandi við þroskun og aðbúnað barna; sömuleiðis rýrnar vænting um, að foreldrar verði á eitt sáttir um uppeldi barns til framtíðar.

http://www.warshak.com/e-libe/wp-content/uploads/2017/05/CR68-e-Stemming-the-Tide-6.5.pdf https://www.bettinaarndt.com.au/articles/youve-been-mcintoshed/ https://www.theguardian.com/law/2023/jan/29/government-to-scrap-equal-time-test-for-parents-in-custody-disputes-with-child-welfare-paramount https://12ft.io/proxy?q=https%3A%2F%2Fwww.afr.com%2Fpolitics%2Ffederal%2Ftime-s-up-for-equal-rights-in-court-custody-battles-20230201-p5ch1n https://bettinaarndt.substack.com/p/winner-takes-all?utm_source=substack&utm_medium=email


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband