Í ljósi ofangreinds munar á atgervi og greind fólks af mismunandi uppruna og kyni, kemur varla á óvart, að jákvæð fylgni mælist milli almennrar greindar og árangurs í skóla og í starfi, viðbragðstíma, stærðar heila, getuviðbragða í heila (brain evoked potentials), sýrustigs í heila (pH level), efnaskipta í heila og hraða taugaboða (conduction velocity).
Gamall kennari minn, erfðasálfræðingurinn, Helmuth Nyborg (f. 1937), er meðal þeirra, sem í áratugi hefur rannsakað lífeðli og erfðir úr sálfræðilegu sjónarhorni (genetic psychology). Hann hefur látið mörg vísindaleg verk frá sér fara, m.a. Kynvaka, kyn og samfélag. Lífeðlisatferðisfræði (Hormones, Sex, and Society. The Science of Physicology). Hún er aðgengileg á vefnum (krækja neðan máls). Þýsk-enski sálfræðingurinn, Hans Eysenck ritar formála. Önnur bók Helmuth: Taugasálfræði kyntengds munar á heila og sérstakra hæfileika (The Neuropsychology of Sex-Related Differences in Brain and Specific Abilities), er einnig aðgengileg á netinu.
Grein, sem Helmuth skrifaði árið 2005, ber titilinn; Kynjatengdur munur á almennri greind g; stærð heila og félagsstaða (Sex-related differenes in general intelligence G, brain size, and social status), og birtist í vísindaritinu, Manngerð og einstaklingsmunur (Personality and Individual Differences). Tímaritið hefur um fjögurra áratuga langa vísindalega birtingarsögu.
Almenn niðurstaða: Þegar réttri aðferð er beitt kemur í ljós stigvaxandi forskot karla í efri þrepum g-greindar. Það tengist umfangi heila, og útskýrir, alla vega að hluta, algilda drottnun karla í samfélaginu.
Rannsóknarniðurstöður Helmuth ollu miklu fjaðrafoki, sem lyktaði með, að hann rekinn úr starfi 2006. Brottvikningin var þó dregin tilbaka, þar sem vísindamaðurinn var um það bil að fara á eftirlaun. En engu að síður var hann sakaður um ámælisverða fræðimennsku (grov videnskabelig uredelighed). Forstöðumaður sálfræðiskorar lét hafa eftir sér: Helmuth Nyborg starfar hvorki samkvæmt gildismati skorarinnar, né fellur hann að þeirri mynd, sem við viljum sýna af skorinni.
Sex árum síðar urðu svipaðar hræringar, þegar Helmuth birti í nefndu tímariti, greinina, Hnignun vestrænnar menningar: Tvöfalt tilslökunarúrval í anda kenninga Darwins (The decay of western civilization: Double relaxed Dawinian selection), þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu, að tilflutningar fólks frá Miðausturlöndum gætu haft áhrif til lækkunar á greind landslýðs.
Skemmst er frá því að segja, að smávægilegar villur fundust í gögnum Helmuth, sem hann hafði forgöngu um að leiðrétta, en breyttu ekki niðurstöðum. Fyrir rétti árið 2016 var hann sýknaður af öllum ákærum og honum greiddar bætur.
Umræður, meðan á hremmingunum stóð og í kjölfar þeirra, eru athygliverðar fyrir margra hluta sakir. T.d. fullyrtu kvenfrelsarar, að greindar- eða hæfileikapróf væru hönnuð af körlum (sem í aðalatriðum er rétt) til að réttlæta með vísindalegum hætti kúgun kvenna. Í leiðara í dagblaðinu, Stjórnmálin (Politikken) var talað um hneyksli, árás á konur. Vísinda- og tjáningarfrelsi bar einnig á góma.
Eðlisfræðingurinn, Benny Lautrup, prófessor við Niels Bohr stofnun Kaupmannahafnarháskóla, skrifaði t.d. í Jótlands-Póstinn (Jyllands-Posten): Hefði Nyborg komist að þeirri niðurstöðu, að greindarmunurinn væri konum í vil, hefði hann trúlega aldrei verið ákærður fyrir fúsk. Það er hið þverstæðukennda [í málinu]. Málið minnir á ofsóknir (processer) í Ráðstjórnarríkjunum, þar sem öllu valdakerfinu var beitt til að berja vísindamann einn á báti til hlýðni við stjórnmálarétttrúnað samtímans.
Eins og flestir vita nú orðið ríða kvenfrelsunarfræðingar röftum í samfélögum, embættiskerfi og ríkisstjórnum, með þá kenningu sína, að kyn sé eins og önnur fyrirbæri einungis hugarfóstur eða hugarfar, þ.e. hugsmíði. Því geti fólk valið sér kyn.
Helmuth hefur þráfaldlega bent á þær ógöngur, sem kvenfrelsunarbaráttan við æðri menntastofnanir hefur stefnt vísindum í. Hann skrifaði til að mynda, ásamt Emil O.W. Kirkegaard, grein í Politikken þann 6. janúar 2021. Þeir segja m.a.:
Konur og karlar hafa ævinlega valið mismunandi menntun og störf. Kynjafræðimennirnir segjast vilja breyta því. Frá lokum síðustu aldar hefur verið gaukað að þeim ógrynnum fjármuna (millioner) til að stuðla að jafnrétti meðal kynjanna. En í grundvallaratriðum er kynjamunurinn óbreyttur.
Það vekur gagnrýnar spurningar. Gerðu þér t.d. í hugarlund hið óhugsandi: Gæti hrikt í grunnstoðum kynjajafnréttishugmyndafræðinnar eins og hún leggur sig? Grundvallast hún á röngum forsendum? Gæti munur á kynjahlutverkum verið af hinu góða? Sé svo, hafa þá kynjafræðingarnir eytt takmörkuðu rannsóknafjármagni til einskis í áratugi? Hefur einhver, sé þannig í pottinn búið, dug í sér til að taka óhjákvæmilegum afleiðingum og beita á nýjan leik vísindum við rannsóknum á muni kynjanna? Höfundar segja enn fremur:
Innleiða skal þvingunarkvóta meðal leiðtoga í atvinnulífinu og víðar. Framleiða skal fleiri skýrslur í anda kvenfrelsunar og kynna enn þá fleiri skjalarannsóknir [arkivforskning þ.e. andstætt við vísindi, byggð á athugunum, raunvísindi]. Gagnrýnendur framsækinna áætlana skulu tugtaðir af menntunarráðgjöfum, vinstri skakklappaherforingum í háskólunum eða reknir.
Nýjustu færslur
- Fimbulfamb um flögrandi flygildi og fölsk flögg. Rússneskar h...
- Geðvillustjórnun, geðlyf og samsæriskenningar. Illskustjórnu...
- Öryggið á oddinn. Íslenskar kaldastríðshetjur. Nikita Khrushc...
- Illskan og eldhafið í Nýju Jórvík11. september 2001. Hryðjuve...
- Helfúsir hálfvitar. Dvergarnir sjö dansa stríðsdans
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Uppbygging íbúða í Reykjavík jókst um fjórðung
- Mjólkin gæti hækkað um 29 krónur
- Lét öllum illum látum og braut rúður
- Inga stýrir fundinum
- Kornbændur kátir með uppskeruna
- Andlát: Uggi Agnarsson
- Fór Ísland nokkuð á hliðina?
- Hiti gæti skriðið yfir 15 stig
- Á slysadeild eftir árás sex grímuklæddra manna
- Borgin krafin sagna
Erlent
- Varpa ljósi á kerfisbundnar pyntingar Rússa
- Selenskí segir Rússa bera ábyrgð í Kaupmannahöfn
- Tveir borgarar látnir eftir árásir næturinnar
- Virðist hafa verið fær og vel að sér
- Segir verkjalyf geta orsakað einhverfu ófæddra barna
- Forseti Palestínu fordæmir árás Hamas á Ísrael
- Macron fylgir í fótspor annara vestrænna ríkja
- Stöðva flugumferð á Kastrup vegna drónaflugs
- Kimmel snýr aftur á morgun
- Viðurkenning á palestínsku ríki verðlauni Hamas
Fólk
- Fékk rándýra glæsikerru í 16 ára afmælisgjöf
- Manneskjan er eina tímavélin
- Myndaveisla: Birnir
- Langar að prófa nýja hluti
- Eiginkonan og stjúpdóttirin létust einnig í slysinu
- Trommusettið sem brann nú til sölu
- Rúrik djammaði með ofurfyrirsætum
- Draugabanar í draugagildru
- Fékk veggjakrot dótturinnar að láni
- Þarf að hafa góða sögu að segja
Íþróttir
- Stigahæstur í fyrsta leik
- Ekki sanngjarnt að fá minni hvíld en Arsenal
- Logi ákvað að einblína á smáatriðin
- Varð Íslandsmeistari gengin sjö mánuði á leið
- Eins svekkjandi og það verður
- Líður betur á kantinum
- Beið eftir leiknum í 168 daga
- Logi aftur í liði umferðarinnar
- Hafþór vann NBA-stjörnu í körfubolta
- Myndskeið: Glæsimark og hártog
Viðskipti
- Vilja virkja fjárfesta til þátttöku
- Syndis keypti sænskt netöryggisfyrirtæki
- Hvetur landsmenn til að velja indverskt
- Vélfag á barmi gjaldþrots og fer í mál við ríkið
- Trump snarhækkar gjöld á erlent vinnuafl
- Stefnir í hagnað hjá Good Good í lok þessa árs
- Evrópska lyfjastofnunin mælir með markaðsleyfi fyrir tvö líftæknilyf Alvotech
- Hjörtur og Sæunn í framkvæmdastjórn Símans
- Hið ljúfa líf: Á að velja barolo eða barbaresco?
- Megum ekki sitja eftir í gervigreindarkapphlaupinu