Mikill styrr hefur staðið um notkun greindarprófa. T.d. skrifaði norski sálfræðingurinn, Jan Ewald Smedslund (f. 1929) á áttunda áratugi síðustu aldar, grein með nafninu: Hví ég nota ekki greindarpróf (Hvorfor jeg ikke bruker intelligenstester). Hann óttaðist, að greindarpróf hefðu hlutgervingu hins prófaða í för með sér. Fyrrgreindur Carl Liungman gerði létt grín að ýmsum spurningum í greindarprófunum.
Tölfræðileg undirstaða greindarprófanna er bjölludreifingin, sem segir, að mælingar á eiginleikum manna (psychometrics) dreifist samkvæmt ákveðnu lögmáli, þannig að langflestir mælast um miðju. Á blaði lítur dreifingin út eins og bjalla. Hana mætti líka kalla eðlisdreifingu (normal distribution). Við greindarmælingar fær kjörmiðlungurinn 100. Það er kallað greindarvísitala 100. Staðalfrávik eru svo ákveðin frá þessari tölu. Getur verið 10 eða 15 eftir atvikum. Vísitalan 115 væri því einu staðafráviki yfir meðalgreind, 85 undir.
Upphaflega voru greindarpróf samin í byrjun síðustu aldar í Evrópu til að greina nemendur, sem ekki ættu erindi í skóla. Svissneski sálfræðingurinn, Jean Piaget, sem áður er nefndur til sögu, og frönsku sálfræðingarnir, Alfred Binet (1857-1911), og Theodore Simon (1873-1961), lögðu fyrstir gjörva hönd á þróun prófanna.
Í Bandaríkjum Norður-Ameríku, við Stanford háskólann, tók Lewis Terman (1877-1956) við boltanum. Útgáfa hans, kölluð Stanford-Binet, var síðar endurbætt í samstarfi við Maud A. Merrill (1888-1978). Sú útgáfa, Terman-Merrill, var víða lögð til grundvallar staðfæringum á upphaflega prófinu, t.d. í Noregi og á Íslandi. Á Íslandi er prófið kennt við Matthías Jónasson (1902-1990), í daglegu tali kallað Matthíasarprófið.
Þróun prófanna hélt áfram. Trúlega er greindarpróf rúmensk-bandaríska sálfræðingsins, David Wechsler (1896-1981), algengasta greindarpróf á Vesturlöndum, Ísland meðtalið. Það nær til allra aldurskeiða. Sögulegur greinarmunur er gerður á greindarprófum og öðrum prófum eins og hæfileikaprófum og taugasálfræðilegum prófum. En öll mæla þau greind í víðasta skilningi.
Þrætunum um eðli greindarinnar er hvergi nærri lokið. En handhæg skilgreining er: Greind er það, sem mælist á greindarprófum. Til hægðarauka styðst ég í framhaldinu við þá skilgreiningu.
Norski sálfræðingurinn, Olav Storsve og félagar, segja: Það er ítrekuð og þaulrannsökuð staðreynd, að góð fylgni sé á milli greindarprófa, enda þótt inntak þeirra sé afar frábrugðið [frá prófi til prófs]. Þeir, sem standa sig vel á t.d. Raven myndgreiningaprófi (Raven matrices), sýna einnig góða frammistöðu á WAIS [Wechsler greindarprófi fyrir fullorðna]. Prófþættir Wechsler prófanna hafa einnig [tölfræðilega] fylgni við hvern annan. Þáttgreining [factor analysis] mismunandi prófa sýnir oft og tíðum almennan greindarþátt (general intelligence), svo og nokkra sérstaka hæfniþætti.
Bandaríski sálfræðingurinn, Arthur Jensen, sem fyrr er nefndur til sögu, skrifaði árið 1969 gagnmerka grein í Harvard Educational Review með titlinum; Hversu mikið getum við aukið greind og frammistöðu i námi (How Much Can We Boost IQ and School Achievement). Arthur kynnti niðurstöður greindarmælinga í Bandaríkjunum, sem sýndu fram á talverðan mun á meðalgreindarvísitölu hvítra og svartra manna. Meðaltal blökkumanna reyndist um 15 stigum lægra en hvítra.
Arthur fjallaði í grein sinni einnig um sérstaka örvunarkennsluskrá (Head start) fyrir blökkubörn úr fátækrahverfum. Hún var þáttur í aðgerðaáætlun Lyndon Baines Johnson (1908-1973), forseta, gegn fátækt. Áætlunin var sett á koppinn 1965. Árangurs var beðið með eftirvæntingu. Menn fýsti m.a. að varpa ljósi á þýðingu greindar fyrir nám, svo og áhrif umhverfis og örvunar á greindarþroska og nám. Að þessu leyti er árangurinn umdeildur eins og við mátti búast. Ofstækið keyrði um þverbak, m.a. með hótunum um líflát. Arthur var á tímabili skipuð sveit lífvarða.
En Arthur velkist ekki í vafa um eðli greindarinnar, frekar en formæður og -feður Íslendinga, sem sögðu: Fjórðungi bregður til fósturs. Það er býsna nálægt lagi, samkvæmt áratuga rannsóknum á greind. Arthur telur greind erfast að 80% eða hér um bil.
Umfangsmiklar rannsóknir bandarísku sálfræðinganna, Sandra Wood Scarr (1936-2021) og Richard A. Weinberg (f. 1943), studdu niðurstöður Arthur. Þær benda nefnilega sterklega til, að enda þótt ung börn þeldökkra svari vel örvun í fóstri hjá hvítum fósturfjölskyldum í æsku, hnígi greindarþroski þeirra á unglingárum að meðalgreind kynþáttarins (regression).
(Það má til fróðleiks geta þess, að í anda Head start sendu stjórnendur Kaupmannahafar árið 2017 strákaskussa í sumarbúðir (DrengeAkademiet) við mikla hrifningu þáverandi forsætisráðherra, Lars Lökke Rasmussen. Þar fengu þeir ofurkennslu (turbo-kursus) til að hressa uppá lærdóminn. Allt kom fyrir ekki í því efni, en útsvarsgjaldendur urðu 20 (dönskum) milljónum fátækari.
Rannsóknir Arthur voru gerðir í Bandaríkjunum, en enski sálfræðingurinn, Richard Lynn (1930), hefur manna mest rannsakað greind á síðustu áratugum. Hann hefur í grófum dráttum staðfest niðurstöður Arthur með tilliti til Bandaríkjanna.
Í alþjóðlegu yfirliti túlkar hann niðurstöður greindarmælinga af þróunarsálfræðilegum sjónarhóli. Hann hefur tekið að láni hugtakið þjóðernisklasa (ethnic cluster) frá hinum kunna, ítalska erfðaþróunarfræðingi, Luigi Luca Cavalli-Sforza (1922-2018). Richard skiptir íbúum heimsins í tíu þjóðernis- eða kynhópa (racial groups). Einna athyglisverðastur er klasinn, sem tekur til íbúa Norður-Afríku, Indlands, Miðausturlanda og Pakistans (NIMP).
Umfangsmiklar greindarmælingar hafa verið gerðar um allan heim með greindarprófum, sem samin voru fyrir Evrópubúa. Engu að síður hefur það komið í ljós, að Austur-Asíubúar (Kínverjar, Japanar og Kóreumenn) standa sig best. Meðalgreindarvísitala þeirra er 106, bleikskinna 100, blökkumanna í Bandaríkjunum 85, og 70 hjá blökkumönnum sunnan Sahara i Afríku.
Ofangreindur erfðaklasi, NIMP, hefur verið mældur víða. Meðalgreindarvísitala þessa hóps er á bilinu 84-92, hæst í Bretlandi. Þó er þar að finna athyglisverðan undirklasa, þ.e. Gyðinga, sem fluttu frá Mið- og Norður Evrópu til nútíma Ísrael, Askenasí (Ashhenaim). Meðalgreind í þeim undirklasa er 103. Dreifing (range) mælinga á þessum hópi í Bandaríkjunum og Bretlandi er 107 til 115.
En aðlögun í þróun greindarinnar sést greinilega. T.d. mælist rýmisgreind frumbyggja Ástralíu, að meðaltali 119, enda þótt almenn greind mælist, að meðaltali, um 62. Svipuð afbrigði greindar má sjá hjá skógarnegrum (bushmen) í Afríku. Mæld greind þeirra er 54, að meðaltali áþekk meðalgreind átta ára gamals barns á Íslandi en engu að síður stinga þeir fullorðnum Íslendingum ref fyrir rass, þegar meta skal raunstærð hluta í fjarlægð. Sama gera bandarískir blökkumenn með tilliti til skilnings á hrynjandi. Inúítar (Eskimóar) eru okkur langtum fremri í myndminni, mælast 106. Svo það er margt skrítið í greindinni, ekki síður en kýrhausnum.
Almennt sýna mælingar, að Austur-Asíubúar og blökkumenn skipa sér í sitt hvort hornið með tilliti til greindar og fjölda annarra þátta, þar sem mældur er þroski, manngerð, æxlun og félagskipan. Mæld eru 60 atriði.
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021