Greindin sem glutrađist niđur Vísinda- og menningarkreppan. I: Hugtakiđ greind

(Ţetta er fyrsti pistill í röđ níu um efniđ. Heimildalisti fylgir ţeim síđasta.)

Endur fyrir löngu sat fjöldi áhugasamra sálfrćđinema viđ Háskólann í Árósum og beiđ gestakennara frá Björgvin í Noregi, Kjell Raaheim (1930-2017), ađ nafni. Hann var á sínum tíma sálfrćđinga fróđastur á Norđurlöndum um huga, skynbragđ, vit og greind (intelligence). Mig minnir, ađ efni fyrirlestursins hafđi veriđ skilningur á greind.

Um síđir birtist Kjell. Ţá höfđum viđ beđiđ drykklanga stund. Prófessorinn sagđi farir sínar ekki sléttar. Ţegar hann settist í farkost sinn viđ Háskólann í Björgvin til ađ aka út á flugvöll, lét hann öllum illum látum og drap svo á sér.

Kjell bađađi út öngum, hafđi ekki hundsvit á bílum. Ţá bar ţar ađ stráksa á hjóli, sem vildi grennslast fyrir um örvćntingu karls. Hjálpsamur var gutti. Bađ sálfrćđinginn snjalla ađ taka lćsinguna af vélarhlífinni, stakk sér á kaf í vélarrúmiđ og kallađi ađ vörmu spori; „settu í gang.“ Og viti menn! Bíllinn rauk í gang.

Ţessa sögu sagđi Kjell okkur hlćgjandi og trúđi okkur svo fyrir, ađ hann hefđi mćlst međ greindarvísitölu 127, sem er dágott.

Greind hefur löngum vakiđ áhuga frćđimanna. Gríski lćknirinn, Galen (130-201), hélt ţví fram endur fyrir löngu, ađ Afríkumenn, blakkir á hörund, sýndu síđri greind en Evrópumenn. Á miđöldum tóku nokkrir persneskir og arabískir höfundar undir sjónarmiđ Galen eins og t.d. Al Jahiz (d. 868), sem sagđi: „Vil teljum engan vafa leika á, ađ Zanjţjóđin [blökkumenn frá Austur-Afríku] vanti manna mest uppá greind og skarpskyggni, og sé síst í fćrum til ađ bera skynbragđ á afleiđingar athafna sinna.“

En međ bók Francis Galton, „Erfđasnillingnum“ (The Hereditary Genius) frá 1869, hefst kerfisbundin skođun á sambandi kynţáttar og greindar. Francis reyndi ađ gera sér grein fyrir hlutfalli afreksmanna međal ţjóđa. Hann komst ađ ţeirri niđurstöđu, ađ Grikkir hafi á blómskeiđi sígildrar, grískrar menningar, veriđ greindastir manna á jarđríki, og Kínverjar í svipuđum flokki. Skota á láglendi taldi Francis heldur greindari en Englendinga. Afríkumenn, sunnan Sahara eyđimerkurinnar, taldi hann, ásamt frumbyggjum Ástralíu, búa yfir minnstri greind.

Ađferđ Francis varđ innblástur bandaríska stjórnmálafrćđingnum, Charles Alan Murray (f. 1943), sem skrifađi bókina: „Afrek mannanna: Leitin ađ yfirburđum í listum og vísindum á árabilinu 800 f. Kr. til 1950“ (Human Accomplishment: The Pursuit of Excellence in the Arts and Sciences, 800 B.C. to 1950). Bókin kom út áriđ 2003. (Charles skrifađi líka „Bjölludreifinguna“ (The Bell Curve), ásamt bandaríska sálfrćđingnum Richard Julius Herrnstein (1930-1994), sem kom út áriđ, sem hann lést.)

Charles skođađi 4.139 manns, sem gert höfđu blómagarđ mannkyns frćgan. Hann samdi stigatöflu á grunni ţeirra heimilda, sem fyrir lágu. Međ skírskotun til hennar benti höfundur m.a. á ţá stađreynd, ađ afreksmenn, ţ.á.m. Nóbelsverđlaunahafar, hefđu ađ langmestu leyti veriđ evrópskir karlar í tengslum viđ úrvalsstofnanir ćđri menntunar. Hann segir: „Stjórnvöld, sem tryggja í raun frelsi til athafna efnilegra frćđimanna og listamanna, stuđla ţannig ađ framrás afrekaflaumsins.“

Ţessar konur hlutu hćst stig á afrekaskrá Charles: japanski rithöfundurinn, Murasaki Shikibu (973-1014/1025), enski rithöfundurinn, Adeline Virginia (Stephen) Woolf (1882-1941) og pólsk-franski eđlisfrćđingurinn, Maria Salomea Sklodowska/Marie Curie (1867-1934).

Kjarnabođskapur Charles er sá, ađ sannfćring fólks um tilgang lífsins, ásamt trú á hugsjónir fegurđar, sannleika og góđmennsku, séu aflvakar afreka í mannlífinu.

Greind er margs konar og mćld á margan hátt. Íslenska samheitaorđabókin segir samheiti vera; „gáfur, skilning, skynsemi, vit, vistmuni.“ Hćfileikum og skynbragđi mćtti augljóslega bćta ţar viđ og fleiri orđ lýsa greind eins og: brjóstvit, hyggindi, speki, spekt, skerpa, minni og viska.

Oft er svo tekiđ til orđa á íslensku; ađ kunna skil á, vera gćddur skynsemi, leggja skilning í og sýna dómgreind. Greind er trúlega best skilgreind sem hćfni til úrlausnar flókinna verkefna.

Stundum er talađ um almennan ţátt greindar (general factor), sem fyrst var skilgreindur af enska sálfrćđingnum, Charles Edward Spearman (1863-1945). Bandaríski sálfrćđingurinn, Arthur Robert Jensen (1923-2012), skilgreindi hugtakiđ frekar og tengdi viđ hugtakanám (conceptual learning) eđa annars stigs nám (Level II). Fyrra stigiđ eđa stig I, kallađi hann tenginám (associative learning).

Svipuđ hugtök koma fyrir hjá rússneska sálfrćđingnum, Lev Vygotsky (1896-1934), og svissneska sálfrćđingum, Jean William Ritz Piaget (1896-1980), sem kom viđ sögu greindarprófa, eins og síđar mun verđa vikiđ ađ.

Sá fyrrnefndi talađi um vísindaleg hugtök og hugsun (rökfćrslu og sértćkni (abstraction)). Sá síđarnefndi kenndi hugsun og nám á ţessu stigi viđ sértćkni (abstraction). Um vćri ađ rćđa eins konar „frelsun“ hugsunarinnar frá hinum áţreifanlega veruleika, ţ.e. til sértćkrar (abstract) hugsunar, kerfibundinnar eftirgrennslanar, athugunar og ígrundunar, um eigin hugsanir og annarra. Hugsunin á ţessu stigi yrđi ţjálli, máliđ fjölskrúđugra og rökfimin meiri.

Bandaríski sálfrćđingurinn, Raymond Cattell (1905-1998) vildi skipta greind í tvö meginsviđ, ţ.e. annars vegar eđlisgreind (fluid intelligence), ţ.e. hugtakaskilning og rökhyggju, og hins vegar reynslugreind (crystallied intelligence), ţ.e. hćfileikann til ađ nýta sér áunna ţekkingu, nýta sér reynslusjóđinn.

Ţađ hefur stađiđ mikill styrr um greindarhugtakiđ, svo heiftúđugur reyndar, ađ Bandaríska sálfrćđingafélagiđ heyktist á ađ veita hinum aldna vísindahöfđingja, Raymond, verđskulduđ heiđursverđlaun fyrir rannsóknir hans á greindinni.

Áriđ 1975 gaf sćnski heimspekingurinn, Carl G. Liungman, út bókina: „Gođsögnina um greindina. Bók um greind, arf og umhverfi“ (Myten om intelligensen. En bok om intelligens, arv og miljö). Ţar gerđi hann m.a. létt grín ađ greindarprófum.

Augljóst ţótti og ţykir enn, ađ greind manna sé óhjákvćmilega háđ skilgreiningu, menningu, menntun og jafnvel kyni. Meira um ţađ síđar. Nýrra rit er „Bjölludreifingin: Greind og stéttaskipting í lífi bandarísku ţjóđarinnar“ (The Bell Curve: Intelligence and Class Structure in American Life), eftir fyrrgreindan, Charles A. Murray, og landa hans, sálfrćđinginn, Richard Herrnstein. Bókin kom út áriđ 1994.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamađur um samfélagmál á grundvelli mannúđlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júlí 2025

S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband