Öndvegisóvinur ríkisins. Jordan Peterson og Menningarbyltingin á Vesturlöndum

Hinir rosknu muna eflaust eftir menningarbyltingu formanns kínverska byltingarflokksins, Mao Zedong (1893-1976), og forystu hans allrar, um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Í henni fólst hugmyndafræðilegur heilaþvottur Kínverja, þó einkum ungviðisins.

Maó færði þeim Rauða kverið. Þar stóð allt, sem máli skipt,i til að skapa nauðsynlegan rétttrúnað, hollustu og hlýðni við flokksforystuna, ríkisvaldið. Hinir vantrúa, samkvæmt dómstóli rauðliðanna svokölluðu, voru ýmist drepnir, hæddir og niðurlægðir, meiddir, eða sendir í endurhæfingarbúðir. Þeir voru dæmdir til fjörbaugsgarðs eða skóggangs eins og Íslendingar forðum.

Færri gera sér grein fyrir keimlíkri menningarbyltingu á Vesturlöndum, sem hófst um svipað leyti, svokallaðri annarri bylgju kvenfrelsunar. Hugmyndafræðilega er hún reist á þeirri staðhæfingu, að karlar séu illir óvinir kvenna. Yfirstéttarfrúin, Elizabeth Cady Stanton (1815-102), aðalhugmyndafræðingur kvenfrelsaranna, orðaði það svo:

„Karlinn er þrunginn tortímingu; harðneskjulegur [og] sjálfselskur. Hann unnir stríði, ofbeldi [og] sigurvinningi, miklast af sjálfum sér og leggur að fótum sér. Eins og í hinum veraldlega heimi sáir hann í siðferðið ósætti, glundroða, sjúkdómum og dauða.“ ... „Yfirburðir kynferðis okkar sem kvenna eru óendanlegir. … „ Þetta hefur verið leiðarstef kvenfrelsara síðan.

Andrea Dworkin (1946-2005), útfærði grunnkennisetningu Elizabeth þannig: „[Karlinn] lifir og hrærist í anda yfirburða sinna, sem hann rekur til tilvistar reðursins. … Mig dreymir um að sjá karl svo lúbarinn, að hann liggi í blóðbaði með skóhæl á kafi í munni sér sem væri epli í gini svíns.“

Mary Daly (1928-2010) leggur eitraða karlmennsku nokkurn veginn að jöfnu eitraðri jörð: „Afeitrun jarðarinnar verður að eiga sér stað, eigi líf að þrífast til framtíðar. Ég hygg, að hún verði samhliða þróun, sem hafi í för með sér verulega fækkun karlmanna.“

Valerie Solanas (1936-1988) sagði: „Það er skjall að kalla karlmann skepnu; hann er vél, reðurgervi.“ Það er einmitt Valerie Solanas, sem samdi hið Rauða kver eldri kvenfrelsara, annarrar bylgju þeirra; Kvenbyltingarávarpið (SCUM Manifesto): Hér er dæmi um boðskapinn:

„[K]arlinum er ljóst, að upplýst og vitundarvakin kvenþjóð boðar hans skapadægur.“ „Konan mun, hvort sem henni líkar betur eða verr, í fyllingu tímans taka öll völd, jafnvel þótt væri bara af þeirri einu ástæðu, að hún neyðist til þess – þegar öllu er á botninn hvolft hverfur karlinn af sjónarsviðinu.“

Það „rennur sífellt skýrar upp fyrir þeim [körlum], að hagsmunir kvenna séu þeirra hagur; að þeim sé einungis fært að lifa fyrir tilstuðlan kvennanna; að aukin hvatning til kvenna til að lifa lífi sínu og rætast sem konur, en ekki karlar, geri hann sjálfan lífvænlegri. Þeim er orðið ljóst, að auðveldara sé að lifa fyrir tilstuðlan kvenna, heldur en að hrifsa til sín eiginleika þeirra, ...“

Yngri kvenfrelsarar hafa stuðst við annað kver, sem flytur reyndar sama boðskap: „Listina að leggja karl að velli – leiðarvísi,“ (How to Destroy a a Man Now (DAMN). A Handbook). Í kverinu „valdeflir höfundur konur með því að leiðbeina þeim skref fyrir skref í þeirri viðleitni að eyðileggja orðspor karla og steypa þeim af valdastóli.“ Höfundur er Angela Confidential.

Auðjöfrar Bandaríkjanna sáu viðskiptatækifæri í hugmyndfræði kvenfrelsaranna og í hreyfingunni, sem spratt upp af því fræi. Þeir tóku hreyfinguna upp á arma sína og fjármögnuðu, m.a. við háskólana, sem þeir styrktu eða áttu. Kvenfrelsunarfræði hefur skotið rótum í flestum æðri menntastofnunum vestrænna ríkja og er nú ríkjandi viðhorf til mannlífs og menntunar.

Kvenfrelsunarhugmyndafræðin hefur kollvarpað allri æðri menntun. Við innritun er krafist hollustu við kvenfrelsun og kennslan dregur dám af hugmyndafræðinni í öllum greinum og listum. Þannig er t.d. orðin til kvenfrelsunarjöklafræði. Andstaða eða mótþrói leiðir til brottreksturs eða endurhæfingar á kvenfrelsunarnámskeiðum. Þau eru svipuð þeim úrræðum, sem dæmdir eða meintir ofbeldiskarlar eru látnir sæta. (Ofbeldiskonur venjulega ekki.)

Kvenfrelsunarfræðmenn á styrkjum auðjöfra og skattgreiðenda, keppast við að „rekja garnirnar“ úr illum körlum. Þeir hafa m.a. komist að því; að samfarir karls og konu sé nauðgun af hans hálfu; að kynofbeldi í garð kvenna sé karli eðlislægt; að sérhver sveinstauli sé efni í nauðgara móður sinnar; að þegar karlar gefi konu undir fótinn, séu þeir í raun að sýna kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi. Og það skal þeim refsa grimmilega fyrir, sbr. ítrekaðar „mee-too“ byltingar (eins og RÚV kallar fyrirbærið). Kvenfrelsunarkverin leiðbeina um útskúfunina.

En þrátt fyrir áratuga fræðaiðkun komu kvenfrelsunarfræðimenn þó ekki auga á hið augljósa, að þeir gerðu sjálfar sig og konur að ginningarfíflum. Það vakti aldrei fyrir auðjöfrunum að frelsa konur frá karlmönnum, heimilum, fjölskyldum, börnum og æxlunarnauð. Þeir vildu ódýrara vinnuafl og fýsti að eyðileggja fjölskylduna, svo hægara yrði um vik að stjórna fólki með auglýsingum og áróðri. Það hefur heppnast ljómandi vel. Tvær fyrirvinnur hafa nú svipuð laun og ein fyrirvinna áður og fjöldi barna fer á mis við feður sína við skilnað. Aukin heldur ýtir ríkisvaldið þeim iðulega út fátækt.

Það hljóp svo aftur á snærið hjá kvenfrelsurum, þegar hjá fræðimönnum þeirra vöknuðu hugmyndir um kynleysu, þ.e. að mannskepnan sé kynlaus og geti þess vegna valið sér kyn, að vild. Það hlakkaði líka í þeim, þegar eitt kvenfrelsunarljósanna komst að því, að konur væri kúgaður minnihlutahópur, sem ætti samleið með öllum, sem kúgaða teldu sig. Þá varð til samskipunarkvenfrelsunin (intersectional feminism).

Afleggjari samskipunarkvenfrelsunar eru „eymdarfræðin“ nýju (wokeism), hin nýja „Maó-hyggja.“ Nú skulu kúgaðir allra landa ráðast að hvítum körlum, sem eru undirrót alls hins illa í veröldinni og umfram allt kúgunar kvenna og kynskiptinga.

Útskúfun, ham- og kynskipti, urðu fræðileg lausnarorð kvenfrelsaranna. Þau náðu meira að segja til tungumálsins. Seilst var djúpt í hugmyndafræðisjóð marxismans. Gamla „speglunarkenningin“ var dregin á flot eins og hver annar sótraftur. Ein túlkun hennar er nefnilega á þá leið, að í sálinni speglist völdin í samfélaginu. Þess vegna sé tungan eins og t.d. íslenska, tunga hvítra, eitraðra karla. Og skiljanlega þarf þá að vinda bráðan bug að því að endurhæfa hana eins og karlpeninginn. Það hamast ráðuneyti Katrínar og Alþingi Íslendinga við á líðandi stundu. Dæmi: Tillaga nr. 56 frá starfshópi Svandísar Svavarsdóttur í sjávarútvegsmálum: „Kvenna/kvára“ fyrsta togarann í íslenskum sjávarútvegi þannig að konur/kvár séu a.m.k. 30% starfsfólks um borð.“ Svandís er einnig aðalhöfundur lagatexta um kynrænt sjálfræði. Þegar henni verður velt úr sessi, gæti hún sem hægast orðið fiskari.

Það eru ófáir karlar, sem dæmdir hafa verið til skóggangs af kvenfrelsunardómstólunum, oft og tíðum með hjálp fjölmiðla. Kanadíski fjölmiðlasálfræðingurinn, Jordan Peterson, hefur lengi barist í kvenfrelsunar og ritskoðunarandstreyminu, þ.e. bent á það, að kvenfrelsunarkeisarinn sé í raun berrassaður eins og keisarinn í ævintýri Hans Christian Andersen (1805-1875), „Nýju fötum keisarans.“

Jordan staðhæfir hnakkakerrtur; að kyn sé raunveruleiki; að málfræðileg kyn beri ekki vott um kúgun kvenna af völdum karla; að kynofbeldi sé ekki sértakt einkenni karla; að innrita skuli nemendur í háskóla á grundvelli getu og hæfni, en ekki kvenkyns; að ráða skuli í störf og embætti á grundvelli verðleika, en ekki kvenkyns; og svo mætti lengi telja.

Jordan hefur aukin heldur neitað að beygja sig undir kvenfrelsunarbreytingar á tungumálinu. Hann hefur verið kallaður alls konar illum nöfnum – einnig hér á sælueyjunni – eins og „kynskiptafól, kynfól og kynþáttahatari.“

Að þessu sögðu er ekki kyn, þótt hann hafi hlotið öndvegissæti fjandmanna ríkisins, sameinaðra kvenfrelsara, ritskoðara og eymdarfræðinga.

En nú kemur atlaga úr óvæntri átt. Sálfræðingafélagið í Ontario hótar að ógilda starfsleysi hans sem sálfræðings, þiggi hann ekki tilhlýðilega endurhæfingu um tjáningu á veraldarvefnum.

Andóf Jordan gegn bólusetningaofbeldinu hefur sennilega ráðið úrslitum og afskipti hans af ofbeldinu gegn vörubílstjórunum eða öllu heldur áætlunum lögreglustjóra um að fjarlægja börnin í bílalestinni. Andóf gegn forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, vegur vafalaust líka þungt.

Ríkisvaldið, auðvaldið, kvenfrelsarar og fjölmiðlar eru hættulegir óvinir.

https://www.britannica.com/event/Cultural-Revolution https://frettin.is/2023/01/14/fjolskyldubotakerfid-gerir-fedur-ad-oreigum/ https://www.visir.is/g/2019191119863?fb_comment_id=2367162866726086_2367467166695656 https://torontosun.com/opinion/columnists/lilley-jordan-peterson-launches-court-challenge-as-college-of-psychologists-attempts-to-pull-his-licence-over-social-media-posts https://www.msn.com/en-ca/news/other/read-the-tweets-that-got-jordan-peterson-investigated-by-college-of-psychologists/ar-AA162vR3 https://calgaryherald.com/news/provincial/read-the-court-filing-by-jordan-peterson-against-the-college-of-psychologists-of-ontario/wcm/beef4b34-0906-4361-a14a-574ba11ddbd0 https://dailycaller.com/2023/01/12/protesters-rally-jordan-peterson-education-college-psychologists-ontario/ https://petermcculloughmd.substack.com/p/dr-jordan-peterson-accused-of-heresy https://www.visionnews.online/post/jordan-peterson-must-undergo-re-education-for-thoughtcrime-or-face-losing-clinical-licence?postId=0a69fa6c-bb5b-479b-81c0-7c7e356c6532&utm_campaign=58b0dbda-4960-4a15-aa09-25c107a3d5bc&utm_source=so&utm_medium=mail_lp&utm_content=192cbf73-c313-4d6a-bb9a-a35d01157392&cid=13822ff6-9cac-4fec-a138-6b457b06a2f5 https://www.youtube.com/watch?v=aMcjxSThD54 https://www.youtube.com/watch?v=gQYCJIDHGnQ https://brownstone.org/articles/jordan-peterson-enemy-of-the-state/ https://krossgotur.is/greinin-hans-gunnlaugs-jonssonar/?fbclid=IwAR3N1yB6YoP6IqhpS1_rMA_fIcPRoLKl-0WVhvltmIyz4d8pT0eutasq-jQ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband