Hættulegar bólusetningar og hugdjarfir handboltamenn

Það er víðar en á Íslandi, að spurt er; hvað þurfa margar aukaverkanir af bólusetningum við covid-19 að koma í ljós, áður en þeim verður hætt?

Guðrún sóttvarnalæknir er alla vega ekki á þeim buxunum og auglýsir grimmt eftir fólki í stungurnar. Ráðuneyti Katrínar þegir þunnu hljóði, enda upptekið við að brengla kyn og tungu og styðja stríð.

Norski félagsskapurinn, Lög og heilsa (Lov og Helse), gerði fróðlega samantekt, samanburð á bólusetningarskelfingunni, þegar svínaflensan fór á kreik, og covid-19 flensunni nú. Borin er saman reynslan af bólusetningum gegn svínaflensunni á árabilinu 2009 til 2010 og gegn covid-19 flensunni árunum 2020-2021.

Á árinu 2009 lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin yfir heimsfarsótt, þ.e. svínaflensu, skömmu eftir, að hún hafði útþynnt skilgreiningu á fyrirbærinu. Bóluefnin Pandermrix og Focetria fengu markaðsleyfi í Noregi.

Bólusetningar hófust í október 2009. Þá þegar var tilkynnt um fjölda aukaverkanna. Næstu mánuðina dóu nokkrir og grunsemdir vöknuðu um lyfjamók (narcolepsy). Í skýrslu lyfjastofnunar frá árinu 2010 segir einfaldlega: „Fjöldi aukaverkana er skelfilegur.“

Faraldsfræðingurinn, Preben Aavitsland, hjá Lýðheilsustofnuninni (Folkehelseinstituttet) sagði árið 2013, að hér væri um hamfarir að ræða, því 1449 Norðmenn höfðu fengið aukaverkanir af bóluefnunum og 548 voru alvarlega laskaðir. Alvarlegustu bóluefnahamfarir samtímans, segði Preben.

Í nýjustu aukaverkanaskýrslu frá Lyfjastofnun (nóv. 2022) eru skráðar 60.924 aukaverkanir af covid-19 bóluefnunum. Það er rúmlega 5000% aukning í samanburði við fyrri hamfarir.

Ég er á áttræðisaldri og hef hugsað mikið og lært um mannlífið. Loksins hefur það runnið almennilega upp fyrir mér, hvað rök, skynsemi, menntun og vísindalegar niðurstöður skipta litlu máli fyrir stjórn samfélaga. Það er eins og nýbörkurinn (þ.e. þróaðist hluti heilabúsins, að miklu leyti einkennandi fyrir þróun mannsins) hafi aldrei komið til í sögu þróunar mannkyns. Við hegðum okkur viti firrt eins og „smöluð hjörð,“ svo notuð séu orð Klettafjallaskáldsins.

Það liggur fyrir mýgrútur óháðra, vel unninna rannsókna af hendi hæfra vísindamanna, sem sýna fram á afar takmarkað gagn bóluefna gegn covid-19 pestinni. Engu að síður hafa yfirvöld starfað á okkur, heimtað upphandleggi. Umfram allt sýna téðar rannsóknir fram á þær hættur, sem bólusetningunni eru samfara.

Sömuleiðis liggja fyrir tugir rannsókna á grímunotkun, sem ýmist sýna fram á, að hún sé gagnslaus eða hættuleg.

Það hlýtur að vekja oss til umhugsunar, að heimskan skuli vera verst í heilbrigðisstofnunum landsins. Þar má varla stíga fæti inn, án þess að setja um grímuna. Sannast enn á ný hið fornkveðna; heimskan ríður ekki við einteyming.

Á líðandi stundu berjast handboltamennirnir okkar fyrir sjálfsvirðingu sinni og heilsu, einkum hjartaheilsunni, og gegn veiruvarnaheimskunni. Það á að þvæla þeim í PCR próf, sem rannsóknir einnig sýna fram á, að séu óáreiðanleg og hafi aðallega áróðursgildi. Auk þess bendir veira í blóði ekki óhjákvæmilega til heilsubrests.

Ég vona svo sannarlega, að liðið sniðgangi heimsmeistaramótið og vinni þar með sinn stærsta sigur. Bólusetningaofbeldið er með fullkomnum ólíkindum.

https://expose-news.com/2023/01/05/governments-want-us-to-mask-up-again-why/ https://icandecide.org/press-release/ican-obtains-disturbing-information-about-astrazenecas-covid-19-vaccine-from-the-uk-equivalent-of-the-fda/ https://expose-news.com/2023/01/02/covid-virus-was-a-manufactured-bioweapon-says-mp/ https://expose-news.com/2023/01/01/the-pfizer-effect-sudden-death-heart-covid-vaccine/ https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2022/12/31/lab-investigation-covid-vaccines.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1ReadMore&cid=20221231_HL2&cid=DM1317346&bid=1683204471 https://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2023/01/05/covid-boosters-trigger-metastasis.aspx?ui=50823ccf152775dc8e8154c0ff79da522ef0aa959b384df904857f2fc49c6730&sd=20221129&cid_source=dnl&cid_medium=email&cid_content=art1HL&cid=20230105&cid=DM1321022&bid=1687347165 https://naomiwolf.substack.com/p/one-of-five-stroke-sufferers-post?utm_source=substack&utm_medium=email#details https://steigan.no/2023/01/hvor-mange-bivirkninger-ma-til-for-covid-19-vaksinene-stoppes/?utm_source=substack&utm_medium=email


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband